Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						*¦

UMHVERFI OG

AAANNVIRKI

MYNDIR OG TEXTI:

GÍSLI SIGURÐSSON

Draslarabragur einkennir

umhverfio of víða á

byggðu bóli á íslandi og

virðingarleysi við gamlar

byggingar og mannvirlci

er landlægt. En það eru

líka til ánægjulegar und-

antekningar og hér verður

vikið að nokkrum þeirra.

AFERÐUM um landið fer

ekki hjá því að athugull

vegfarandi sjái of mörg

dæmi um virðingarleysi

við gömul hús og mann-

virki, hreinan draslara-

skap, eða að minnsta

kosti vöntun á snyrti-

mennsku. Þeir sem mest eiga ólært í þessu

efni eru bændur. Með steinsteypuöldinni og

vélaöldinni fór allt á hvolf; vélunum var alltof

víða fleygt út fyrir garð eða bak við bæinn um

leið og þær gengu úr sér, en sjaldnast tími til

að ganga almennilega frá í kringum ný útihús.

Þó eru að sjálfsögu til markverðar undan-

tekningar.

Þrátt fyrir hraða uppbyggingu hefur endan-

legur frágangur og jafnvel metnaðarfull snyrti-

mennska fremur fundið sér farveg í þéttbýlinu.

Það er með frágang og snyrtimennsku eins og

margt annað að hvorttveggja er smitandi.

Menn verða samdauna draslarabragnum þar

sem hann ríkir og áhrif þess ef einhver tekur

til hendinni eru líka augljós.

Tvö dæmi má sjá um þetta frá Evrópulönd-

um. Annars vegar er Portúgal þar sem hægt er

að aka klukkustundum saman gegnum byggðir

og bæi, þar sem öll hús virðast ófullgerð og

flestar lóðir fullar af drasli. Andstæðan, hin

fullkomna snyrtimennska, birtist í löndum eins

og Sviss og Austurríki.

Mér fannst ég sjá hliðstæðu við sumt úr því

umhverfi við gömul bárujárnshús í Stykkis-

hólmi; hús sem enn eru í fullu gildi þótt þau

séu lítil á nútíðar mælikvarða. En það er búið í

þeim enn og eftirtektarvert að ekki hefur þótt

ástæða til að kaffæra þau með trjágróðri. í

kringum þau er vallgróið upp að veggjum,

stundum dálítið óslétt því engu hefur verið um-

turnað til að slétta úr mishæðum. Og svo er

kartöflugarðurinn og rabarbarinn á sínum stað

og ef til vill hjallur.

Trjágarðar geta verið fagrir, en stundum

eru þeir til óþurftar. Ég hef minnst á það áður

og endurtek það hér, að það er varla lengur

hægt að mynda sumar fallegar kirkjur fyrir

alltof háum og nærgöngulum trjám og áhuga-

samur vegfarandi getur ekki lengur séð þær í

þessum felubúningi. Þar á meðal er hin fagra

kirkja á Grund í Eyjafirði og kirkjan á Stóra-

Núpi í Gnúpverjahreppi.

Braggarnir urðu hluti af íslenzkri bygging-

arhefð eftir stríðið, en landsmenn hafa aldrei

tekið þá í sátt. Enda þótt hringformið sé eitt af

frumformunum og boginn hluti af klassíkinni í

byggingarlist, hefur það verið nokkuð sam-

dóma álit landsmanna að braggar séu ljótar

byggingar. Menn líta á þá sömu augum og torf-

kofana; hvorttveggja sé bezt að útmá. Það er of

seint að tala um það núna, en í Reykjavík hefði

átt að varðveita einhvers staðar lítið bragga-

hverfi. Þau voru daglegur veruleiki fólks á

tímabili; talsverður hópur fólks sem nú er kom-

inn til vits og ára, ólst þar upp og á sínar

æskuminningar bundnar við Camp Knox eða

Múlakampinn. Aðeins stendur einn stór og

verklegur braggi eftir sunnan við Rauðavatn.

STYKKISHÓLMUR: Gömlu húsin, hvert með sínu lagi og hvert með sínum litum eru staðarprýði og vel við haldið þó að sjá megi að sumstaðar hafi upp-

runalegum gluggapóstum verið fargað fyrir heilar rúður og á einu þeirra er nútíma álklæðning á þaki, sem fer þó prýðilega.

10    LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

H-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20