Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						4

VIÐ landamæri Frakklands og Belgfu árið 1969.

EVRÓPUBÚAR

HENRI CARTIER-

BRESSONS

Hayward Gallery á suourbakka Thames í London sýnir

um þessar mundir Ijósmyndir Henri Cartier-Bressons,

eins merkasta Ijósmyndara aldarinnar og frumherjg

blaðaliósmyndunar. RAGNHILDUR SVERRISDOTTIR

gekk þar um sali fyrir skömmu og kynnti sér jgfnframt

__________sögu þessa merka Ijósmyndara.__________

FLETT ofan af uppljóstrara Gestapó í stríðslok.

BRETAR heiðra ljósmyndarann

Henri  Cartier-Bresson,  sem

verður 90 ára á þessu ári, á

margvíslegan hátt. Fyrir utan

sýninguna  „Europeans"  sem

stendur í Hayward Gallery til 5.

apríl er sýning á portrett-ljós-

myndum  Cartier-Bressons  í

National Portrait Gallery fram til 7. júní,

Royal College of Art sýnir 6. mars til 9. apríl

150  teikningar listamannsins,  sem lagði

¦ myndavélina að mestu á hilluna árið 1973 og

næsta haust verður sett upp sýningin „El-

sewhere" í Victoria and Albert Museum.

< Nafn þeirrar sýningar, „Annars staðar" vís-

, ar til þess að ljósmyndirnar voru teknar í As-

íu og Ameríku, en ekki í Evrópu eins og allar

myndirnar á sýningunni í Hayward.

Auk þessa stendur Institut Frangais í

London fyrir sýningum á kvikmyndum og

myndböndum nú í marsmánuði. Þessi verk

eru ýmist eftir Cartier-Bresson eða fjalla um

list hans. Sjónvarpsstöðin BBC er jafnframt

að vinna að heimildarmynd um meistara

Ijóssins og fleira mætti eflaust tína til.

Viðfttrull Ijósmyndari

Á sýningu Henri Cartier-Bressons í Ha-

yward eru myndir sem ekki aðeins gleðja

augað vegna þess að þar rís Uósmyndalistin

hátt, heldur ekki síður vegna ómetanlegs

heimildagildis. Cartier-Bresson hlýtur að

' vera einn víðförlasti yósmyndari samtímans

og hefur fest líf Evrópubúa á filmu allt frá

þriðja áratug aldarinnar fram á þennan dag.

A sýningunni eru flestar myndirnar frá

1930-1970, en það vakti athygli að ein mynd

var svo ný að hennar var ekki getið í sýning-

arskrá. Það var mynd úr skíðabrekkum í

Sviss, tekin í janúar 1998. Cartier-Bresson

er enn að.

Hann fæddist í Frakklandi árið 1908 og

mun snemma hafa sýnt mikinn áhuga á list-

um og ætlað sér að verða listmálari. Tvítug-

ur að aldri hafði hann sökkt sér ofan í mynd-

listarnám og kynntist mörgum myndlistar-

mönnum og rithöfundum sem höfðu áhrif á

hann, s.s. Gertrude Stein, Salvador Dali, Je-

an Cocteau og Max Ernest.

Cartier-Bresson gegndi herþjónustu árið

1929, en lagði að því búnu land undir fót og

fór tíl Afríku. Hann eignaðist fyrstu mynda-

vélina sína og lifði af veiðum, en veikindi

neyddu hann til að fara aftur heim til Frakk-

lands. Þar framkallaði hann Afríkumyndir

sínar og sagan segir að um leið hafi hann

misst allan áhuga á að reyna fyrir sér sem

listmálari. Haft hefur verið eftír honum að

PONT de L'Europe, París árið 1932.

FRELSUN Parísar, Rue Saint-Honoré, 1944.

Á SPÁNI árið 1953. Presturinn veitir sjúkum

manni síðasta sakramentið en fyrir utan

húsið bíður fylgdarlið hans.

FYRSTA launaða sumarfríið, Frakk-

land árið 1936.

PORTRETT Henri Cartier-Bresson af breska

listmálaranum Francis Bacon.

12  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

-r

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20