Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						SKALDIÐ FRA

LAXAMÝR

Um það bil 35 árum eftir að

Jónas Hallgrímsson lést,

fæddist ættingi hans, Jóhann

Sigurjónsson, hinn 19. júní

1880, sonur stórbóndans Sig-

urjóns Jóhannessonar á

Laxamýri, og þar óx hann

upp. Hann hlaut ýmsa upp-

fræðslu hjá Jóhannesi bróður sínum í for-

eldrahúsum og dvaldist einn vetur hjá Árna

Björnssyni presti á Sauðárkróki. Sautján ára

settist hann í annan bekk Latínuskólans í

Reykjavík, haustið 1896, og lauk þar prófi

með góðum árangri úr fjórða bekk, vorið

1899. Hélt hann þá um haustið til Kaup-

mannahafnar, hóf nám við Landbúnaðarhá-

skólann þar og hugðist verða dýralæknir, en

fjórða bekkjar prófið nægði Jóhanni til inn-

göngu í þann skóla. Jóhann hætti námi sínu

við Landbúnaðarháskólann 1902 og átti þá að-

eins eftir eins árs nám til lokaprófs.

I Danmörku kynntist Jóhann konu sinni.

Hún hét Ingeborg Blom, átta árum eldri en

Jóhann, og kölluð Ib. Þegar þau Jóhann hitt-

ust fyrst var hún gift skipstjóra sem hét

Thiedemann en hún skildi við hann og hóf

sambúð með Jóhanni. Þau giftu sig 5. nóvem-

ber 1912. Jóhann og Ib eignuðust ekM börn

en Jóhann hafði áður en hann kynntist Ib,

eignast stúlkubarn með norsk- eða sænskætt-

aðri konu sem var nefnt Gríma og lést 1975.

Jóhann fer ungur utan, árið 1899, aðeins 19

ára gamall. Hann átti í fyrstu í miklum erfið-

leikum með að aðlagast Kaupmannahöfn en

sigraðist með tímanum á þeim í fullkomnara

mæli en fiestir landar hans. I Danmörku byrj-

ar vegur hans sem skálds og þá fyrst og

fremst sem leikritaskálds. Það sem hefur átt

sinn þátt í því að Jóhann einbeitti sér að

samningu leikrita er eflaust hin mikla frægð

skandinavískra leikritahöfunda, t.d. Strind-

bergs, Ibsens og Björnsons og það að í þess-

ari bókmenntagrein var skemmsta leiðin í átt

til skáldfrægðar og auðs. Hann samdi annað-

hvort á dönsku eða íslensku og notaði þrjú

bókmenntaform fyrir utan leikritin: Ijóð, æv-

intýri og spakmæli. Ljóðin sem hann samdi

þóttu frumleg og sérstæð á sínum tíma en

vöktu ekM mikla athygli. En síðar kom í ljós

að hann var á undan samtíð sinni sem ljóð-

skáld og Jóhann Hjálmarsson segir í bók

sinni, íslensk nútímaljóðlist, að íslensk nú-

tímaljóðlist hafi byrjað með ljóðinu Sorg eftir

Jóhann Sigurjónsson.

Jóhann gaf aldrei út Ijóðasafn, birti aðeins

nokkur Ijóð í blöðum og tímaritum og væri því

mögulegt að álykta sem svo að hann hafi

aldrei tekið ljóðagerð sína það alvarlega að

ástæða sé fyrir aðra að gera það. Tíminn hef-

ur þó leitt í ljós að sum ljóða Jóhanns eru með

því besta í íslenskri ljóðagerð.

Jóhann mun hafa ort Ijóð í skóla og ef til vill

þegar á barnsaldri og haft er eftir honum að

áður en hann sigldi til Kaupmannahafnar hafi

hann skrifað fyrsta leikritið og var það leikið

við einhverja félagsskemmtun í Reykjavík.

Það leikrit nefndist Skugginn. Næsta leikrit

hans og hið fyrsta sem kom á prent, á dönsku,

heitir Rung læknir. Jóhann hafði lifað í aldar-

fjórðung þegar hann fékk þetta leikrit útgefið

hjá útgáfufyrirtækinu Gyldendal sem þá bar

ægishjálm yfir öll önnur bókaforlög á Norður-

löndum. Að fá bók útgefna hjá Gyldendal

þótti á þessum tíma fullgild skáldleg viður-

kenning. Áður en Jóhann sendi Gyldendal

handritið fékk hann Björnsterne Björnson til

að líta á það og mögulegt er að Jóhann hafi

fengið leikritið gefið út vegna meðmæla

Björnsons. Gunnar Gunnarsson segir að mis-

smíðar á Rung lækni séu auðfundnar, ekkert

leikhús vildi sinna leikritinu og það komst

ekki á leiksvið fyrr en 25 árum síðar og þá að-

eins á tilraunaleiksvið. Tveimur árum eftir að

Rung læknir birtist, kom Bóndinn á Hrauni

út. Gunnar Gunnarsson segir um það leikrit

að efnið sé útþvælt og Jóhann nái engum

„verulegum andhita í meðferð efnisins" og að

vettlingatökin í Rung lækni séu jafnvel skáld-

legri! A þessum tíma er Jóhann farinn að

EFTIR EYÞÓR RAFN GISSURARSON

Jóhann Sigurjónsson blómstraoi sem leikritaskáld með

Fjalla-Eyvindi. Sumario 1911 hafói hann lokio vio leik-

ritio á dönsku. Hann fékk þá Gunnar GunnarWtiT5Í

skrifa þao á íslensku og fékk Gunnar eina krónu í kaup

á dag. Áttu þeir tveir miklar ánægjustundir vio verkið.

MH

JÓHANN Sigurjónsson.

hugsa um Fjalla-Eyvind, fyrstu drögin að

honum urðu til veturinn 1909-1910.

Gunnar Gunnarsson segir að til sé sérstök

tegund listaverka sem ekki verði lýst betur en

með því að segja að þau hafi orðið til fyrir

„guðs náð" og að Fjalla-Eyvindur hafi öll ein-

kenni slíks listaverks: einfeldnina, sakleysið

jafnvel í syndinni og raunþungann."

Listaverk af því tagi geta um leið veríð

meistaraverk; bau burfa ekki að vera það.

Þau yfirgnæfa jafnvel meistaraverk. Það er

svo langt frá því að öll meistaraverk séu tíl

orðin fyrir náð guðsl Skáldverk eins og

Fjalla-Eyvindur halda sig engan veginn innan

vébanda Jistarinnar einnar saman; þau geta

brotið tiMnnanlega í bága við strangar lista-

kröfur, án þess að á þau falli. Þau taka til

hjarta, hugar, vits og sálar í einu, en einkum

til hjartans. Þau eru sá auður mannkynsins

sem allt um bætir og síst má án vera.

Sumarið 1911 hafði Jóhann lokið við Fjalla-

Eyvind á dönsku og skilað handritinu. Hann

fékk síðan Gunnar Gunnarsson til að skrifa

það á ísjensku og fékk hann eina krónu á dag í

kaup. Áttu þeir tveir miklar ánægjustundir

við þá iðju. Og var orðið svo þröngt í búi hjá

Jóhanni að hann varð að veðsetja innan-

stokksmuni sína, ábreiðan hvarf af rúminu,

spegillinn af veggnum, silfur-vindlingaveski

Jóhanns úr vasanum og fleiri smámunir, og að

lokum urðu þeir að veðsetja vestin sín en það

hafði ekkert að segja, þeir voru að þýða

Fjalla-Eyvind á íslensku. Gunnar segir nú

reyndar að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti

sem Jóhann veðsetti hluti sína.

Það kom fyrir eigi allsjaldan að ábreiðan

var lögð saman kirfilega og borín til ,jrænda".

Hitti maður Jóhann á götu þá bauð hann ann-

aðhvort upp á ölkoUu eða spurði: „Býður þú

upp á glas?" Værí því neitað og snúið við vös-

um, hló Jóhann og hófst á loft: „Ég get boðið

upp á spegil!" Varþá spegillinn sóttur og bor-

inn undir hendinni til sérstaks „frænda" á

Norðurbrú sem mat hann meir en aðrir

frændur. Á okkar fyrstu kunningsskaparár-

um kom það fyrír oftar en einu sinni að J6-

hann bauð upp á spegil!

Nokkru seinna var Fjalla-Eyvindur leikinn

á Dagmarleikhúsinu og varð það eitt af hinum

ógleymanlegustu kvöldum í danskri leiklist.

Gunnar Gunnarsson segir að sjaldan hafi

frumleik nokkurs skálds verið tekið aí jafn-

miklum og verðskulduðum fögnuði. Á næstu

árum var leikritið þýtt á níu tungumál og fór

sigurför víða um heim.

Á eftir Fjalla-Eyvindi undi Jóhann sér við

að semja Galdra-Loft. Það var sýnt í Dagmar-

leikhúsinu 22. janúar 1915.

Fyrir utan tvö ófuligerð leikrit, Mynd-

höggvarann og Frú Elsu sem var síðasta

verkið sem hann vann að og lauk ekki, var síð-

asta fullskrifaða leikritið verk sem Jóhann

nefndi Lyga-Mörð og að því er best er vitað

samdi hann það að annarra undiriagi, einkum

af danskra hálfu og var leikritið sýnt í Kaup-

mannahöfn. Voru bókmenntaráðunautar

Gyldendals og Konunglega leikhússins hrifnir

af verkinu en Leikfélag Reykjavíkur neitaði

að sýna það vegna þess að fornsögurnar væru

svo mikils metnar að það myndi ganga helgi-

spjöllum næst að fara að yrkja þær upp.

Jóhann var ekki bara skáld, hann reyndi að

finna upp hluti sem hann gæti fengið einka-

leyfi á og grætt á. Árið 1910 tók hann þátt í

franskri samkeppni um að finna upp hættu-

GAMLI bærinn að Laxamýri. Þar fæddist Jóhann Sicjurjónsson árið 1880. Myndimar eru

fengnar úr íslenskri bókmenntasögu III.

lausa hattprjóna og 1916 aflaði hann sér

einkaleyfis á rykloki yfir ölglös á veitingastöð-

um en notfærði sér ekld tilboð um fjöldafram-

leiðslu á þeim.

Foreldrar Jóhanns voru gerólíkir að gerð,

faðir hans var greindur athafnamaður en

móðir hans tilfinningakona og hafði dálæti á

skáldskap. Faðir hans taldi fagrar bókmennt-

ir sér óviðkomandi og það var sannfæring

hans að honum bæri því aðeins að styrkja syni

sína til náms að það leiddi til sýnilegs frama

svo sem í læknisfræði, guðfræði eða lögræði.

Hann gat líka unað við það þegar yngsti son-

urinn ætlaði að læra dýralækningar. En þeg-

ar hann hætti því og sneri sér að óáþreifan-

legum hlut eins og skáldskap þá var góðvild

föðurins lokið. Það var ekki fyrr en 1908 þeg-

ar þeir feðgar voru lengi samvistum að tók að

batna milli þeirra og 1912 var faðirinn orðinn

hinn ánægðasti með son sinn, ekki vegna þess

að hann legði meira upp úr skáldskap en áður

heldur hins að í þetta sinn hafði það leitt til

sýnilegs árangurs og upphefðar. Móðirinn

skildi hins vegar eðli sonar síns og virðist

samband Jóhanns og hennar hafa verið mjög

náið og orti Jóhann nokkur ljóð til hennar.

Einnig var kært á milli Jóhanns og Jóhannes-

ar bróður hans og skrifuðust þeir á þegar Jó-

hann var ekki á Laxamýri.

Lífshlaup Jóhanns var ekki langt. Hann dó

30. ágúst 1919, aðeins 39 ára á heimili sínu,

Austurgötu 56, í Kaupmannahöfn.

Lund og list

Þar hitti ég einn úngan og efnilegan grasa-

fræðing, Jóhann son Sigurjóns gamla, og

hafði hann safnað allmiklu í sumar og mörgu

sjaldgæfu. Hann hafði ákveðið flest rétt, eink-

um starirnar ogþótti mér merkilegt.

Þetta sagði Olafur Davíðsson í bréfi til Stef-

áns Stefánssonar skólameistara 8. ágúst 1898

og er frá því þegar Ólafur kom að Laxamýri

skömmu áður þá um sumarið. Jóhann var

mikill áhugamaður um náttúrufræði og sýna

eftirfarandi erindi það en ljóðið, sem þau eru

tekin úr, orti Jóhann þegar hann hafði skoðað

bók eftir Benedikt Gröndal, skreytta myndum

af öllum dýrum íslands.

H|á Benedikl Gröndal

Hann lét mig setjast við lítið borð

og lauk upp bókinni sinni.

En sérhvert kröftugt og kjarngott orð

af kappi ég festi í minni.

Á fyrstu blaðsíðu fálkinn var

í fögrum drifnvítum klæðum,

og tígnarhöfuðið hátt hann bar,

en heitt varð mér blóð í æðum.

Svo fletti hann bókinni, mynd við mynd

semmæreðaróságrjóti

eða Eygló og himinn í hafsins lind

mér hýrlega brosti í móti.

Það var sem fuglarnir færu af stað

og flygju á laufguðum greinum.

Það var eins og andvari bærði blað

á beinvöxnum, fógrum reynum.

Þetta kemur heim við kafla í bréfi Jóhanns

til Jóhannesar bróður síns, dagsettu í Reykja-

vík 29. nóvember 1896:

. . . oft hefur komið fyrir, að ég hef ekki

nennt að lesa fögin, en verið að lesa dýra-

fræði, grasafræði og trúfræði eftir Ingersoll

(Tænk selv o.fl.). Það eru aðeins þrjú f'óg er

ég vanræki aldrei: dýrafræði, enska og stærð-

fræði, enda hefég betur íþeim og er álitinn af

bekkjarbræðrum að vera betri í þeim en

nokkur annar í okkar bekk.

Jóhann var námsmaður í nær öllum grein-

um, sérstaklega í stærðfræði, og þegar hann

hætti námi sínu í Reykjavík til að leggja

stund á dýralæknisfræði sagði stærðfræði-

kennari hans að það væri að kasta perlum fyr-

14     ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20