Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ir svín. Annars virðist Jóhanni hafa verið svo

til sama um einkunnir sínar. I bréfi til bróður

síns, dagsettu 23. febrúar 1899 segir hann:

í sögunni gekk ég upp í dag, og þá vildi það

óhapp til að kennarinn var á gati og sagði það

rangt sem rétt var. Mér datt auðvitað ekki í

hug annað en standa fast á mínu og kennarinn

varð aðjáta það eftir að hann var búinn að gá

í bókina, en svo á eftir fékk ég ónota spurn-

ingar í meira lagi og sagði eitt rangt, og mér

hlotnaðist 52. í stílnum fékk ég 42, og enginn

fékk hærra en tveirjafn hátt.

Já, er það nú vit að romsa allt þetta. um

vitnisburð, mér stæði svo hjartanlega á sama

um hann ætti ég ekki foreldra en foreldrunum

þykir vænna um sé sonur þeirra heldur ofar-

lega (!!) og þess vegna er rétt að gjöra eitt-

hvað til þess.

Hneigð Jóhanns til skáldskapar virðist hafa

komið snemma fram og lífsstarf hans því rök-

rétt framhald þessarar hneigðar. Á Laxamýri

kom fyrir að færð voru upp leikrit og móðir

hans hafði dálæti á skáldskap eins og fyrr er

minnst á. Á heimilinu var vinnufólk og verk-

stjórinn, Árni Sigurðsson, var hagmæltur og

fræddi hinn námfúsa dreng um bragarhætti.

Það sem vó á móti þessu var heimilisfaðirinn,

Sigurjón Jóhannesson, sem hafði lítið álit á

fögrum bókmenntum en

það kann að vera að örlítil

andstaða við listhneigð Jó-

hanns hafi einungis eflt

löngun hans til að verða

viðurkennt skáld.

Það kemur fram í bréf-

um Jóhanns til bróður síns

að hann hefur verið byrjað-

ur að yrkja allmikið þegar

hann var í skólanum í

Reykjavík en Jóhann hefur

annars fundið lítið andríki í

námsbókunum en leitast

við að lesa áhugaverðara

efni með námsefninu.

Hann hefur auk þess verið

lítið hrifinn af Reykjavík.

Af mínu andlega lífi er

það að segja að það er

heldur vesælt. Það er ekki

eins mikið andríki í fúnum

skólaskræðum eins og í

iðjagrænum hlíðum og

blómskrýddum bólum; það

er meira líf í lækjum og

fossum heldur en stöðu-

pollinum hérna í Vík.

Það helsta, sem ég hef

lesið utan hjá eru nokkrir

enskir „romanar"; svensk-

an, danskan, norskan

skáldskap og dálítið í efna-

fræði og náttúrufræði.

Á skáldferli sínum

kynntist Jóhann bæði mót-

læti og meðlæti, þó er

hægt að segja að meðbyr-

inn hafi verið ráðandi. Með

Fjalla-Eyvindi vann hann sinn stærsta sigur.

Sem dæmi um það má nefna að í Berlín var

hann sýndur í leikhúsi sem tók 2000 sæti,

troðfylltist húsið og var leiknum tekið með

miklum fögnuði. En Jóhann varð ekki eins

heppinn með Galdra-Loft. Konunglega leik-

húsið dró að leika hann þangað til í septem-

ber, sem var versti leikmánuður ársins, þvert

ofan í gefin loforð. Þessu reiddist Jóhann og

lét leika Galdra-Loft í Dagmarleikhúsinu og

fannst honum fólkið taka honum vel en rit-

dómararnir voru ekki eins hrifnir. Var

Galdra-Loftur sýndur 13 sinnum fyrir hálf-

tómu húsi. Taldi Jóhann að öfundsýkin væri

undirrót hinna slæmu ritdóma. Annað varð

hins vegar uppi á teningnum þegar Jóhann

las Lyga-Mörð fyrir um 250 námsmenn á

stúdentafundi í Svíþjóð.

. . . ég las í 1 og 1/2 tíma og var lesturinn

svo mjög rómaður að ég varð að rita nafn mitt

í vasabækur flestra ungu kvennanna og pilt-

anna og amatörfotographer ætluðu mig lif-

andi að drepa.

Á Reykjavíkurárunum hafði Jóhann verið

eldheitur áróðursmaður fyrir bindindi en á ár-

unum eftir tvítugt var það ekki lengur svo, þá

þótti honum gott að dreypa á afurðum vínvið-

arins og dýrkaði Bakkus ef til vill of mikið.

Síðustu tíma æviinnar rann sjaldan af honum

vín. Jóhann var orðinn sjúkur á þessum tíma

og það getur verið að áfengisneysla hans hafi

verið afleiðing sjúkdómsins, Jóhann hafi not-

að áfengið sem deyfilyf á vanlíðanina.

Sagt var að Jóhann líktist mjög móður

sinni, Snjólaugu Þorvaldsdóttur, en þaðan er

runninn skyldleikinn við Jónas Hallgrímsson.

Móðurafi Jóhanns, Baldvin, var bróðir Hall-

gríms föður Jónasar. Ytra útliti Jóhanns var

ekki auðlýst og var hann þó sérkennilegur.

Hann var meðalmaður á hæð, fremur hold-

grannur en hitt, þreklegur, gekk hróðum

skrefum, örlítið álútur, og hægri öxlin ívið

hærri en hin. Hann var dökkur yf-

irlitum, nærri svartur, enda afsum-

um kunningjum sínum kallaður

krummi, sveipur í hárinu yfir miðju

enni, andlitið aflangt, augun gráblá,

stundum allt aðþví blá, en áttu það

til að dökkna, nefið hátt og eilítið

bogið.

Kona hans lýsir honum í endur-

minningum sínum, Heimsókn

minninganna, á þann veg að hann

hafi verið smávaxinn, dökkhærður

og óvenju fallegur í andliti.

Helge Toldberg segir að Jóhann

hafi minnt á norrænar fornaldar-

hetjur sem skapanornirnar hlóðu á

góðum gjöfum en bættu við einni

illri. Hann var viðfelldinn í fasi,

hafði mikla persónutöfra, hafði

taumlausa löngun í frægð og fé og

einnig mikið áræði þegar hann tók

til við eitthvert verkefni. En á móti

þessu kom minnkandi sjálfstjórn og

hæfileiki til að einbeita sér. Hann

var skapstór og geðsveiflur hans

reyndu mjög á langlundargeð vina

hans. Hann gat orðið eins skapæst-

ur og hann var hversdagslega gæf-

GUNNAR Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum

Lofts og Steinunnar í uppsetningu Þjóðleikhússins á

Galdra-Lofti árið 1967.

GUÐRUN Indriðadóttir í hlutverki Höllu í Fjalla-Eyvindi

í sýningu Leikfélags Reykjavíkur 1911.

ur og átti á slíkum stundum til að

segja illt við vini sína eða um þá.

Þetta fór.í vöxt síðustu árin þegar

hann var orðinn sjúkur og þegar

Jóhann dó var hann orðinn ósáttur

við nánustu félaga sína, Guðmund

Kamban og Gunnar Gunnarsson.

En þeir þekktu þó báðir hans innri mann frá

bjartari stundum og skildu það að hann hafði

ekki haft taumhald á sjálfum sér. í augum

þeirra var hann óvenjulegur maður með

skáldaeðli sem kom enn gleggra fram í fari

hans en verkum.

Hér hefur verið minnst á tvo lesti Jóhanns,

að geta ekki lagt bönd á tungu sína og drykkj-

una en þriðja meinið var það að hann var

stundum þjakaður af þunglyndi og minnist á

það í einu af bréfum sínum til Ib.

Bréf Jóhanns veita mikla innsýn í hug Jó-

hanns. Það gerir eftirfarandi draumur sem

Jóhann segir bróður sínum frá í bréfi, dag-

settu 15. febrúar 1899, en auk þess er hann

spádómur um það sem fyrir honum átti að

liggja:

Mig dreymdi undarlegan draum í nótt, ég

var staddur niðri í Ærvfk og ætJadi ad klifra

upp ytra klifið, fjöldi fólks var á leiðinni upp

og það fór hrollur um mig þegar ég sá aðfar-

irnar. Hver togaði í annan til jjess að komast í

hans staðog allir börðu frá sér til þess að hafa

sem rýmst. Sumir hröpuðu niður hvað eftir

annað og gáfust að síðustu upp, örmagna af

þreytu, aðrir stóðu örvæntingarfullir fyrir

neðan og voguðu aldreí inn í þröngina enda

var vegurinn miður glæsilegur því harðfennis-

hengja var á leiðinni. Ég hugsaði ráð mitt.

„Eigum við ekki lagsi," sagði ég við þann

næsta, „að mynda félagsskap, senda tvo, þrjá

heim eftirrekum ogmoka harðfenninu burt?"

„Hverja eigum við að senda?" sagði hann

háðslega. „Við biðjum þá sem eru rétt að

segja komnir upp að sækja rekurnar og lofum

ÁRNI Eiríksson í titilhlutverkinu á uppfærslu Leikfélags

Reykjavíkur á Bóndanum á Hrauni.

þeim fé og virðingu fyrir." „Ha, ha, ég ætti nú

ekki annað eftir en að fara að gefa öðrum af

því litla sem ég hefi, þá vil heldur dúsa hér til

eilífðar." Ég þagnaði og horfði hryggur í

bragði upp í klifið, ég hafði ekki geð í mér til

þess að fara að hrinda vesalings gamalmenn-

um og sjúklingum niður, en með öðru móti

var torvelt að komast upp. Þá hugkvæmdist

mér að leita uppgöngu norðar þar sem aðrir

höfðu aldrei áður farið. Það Það sýndist auð-

vitað dálítið gífurlegt en hvað um það, það

verður þá ekki annað en að ég hálsbrotna, og

svo lagði ég af stað. Hægt og hægt í krákustíg

hélt ég upp nyrst í klifmu, loksins kom ég að

hengjunni; ég byrjaði ótrauður á uppgöng-

unni og klóraði mig áfram en ísingin var hörð

og köld viðkomu. Rétt þegar ég var í miðri

hengjunni heyrði ég óp mikið fyrir neðan, mér

varð að snúa mér við og iíta niður á þyrping-

una, hvað voru menn aðkalla? Jú þeir voru að

kalla í mig, þeir höfðu tekið eftir mér. „Ertu

vitiaus, strákasni, þú drepur þig á þessu,

heldur þú virkilega að þú komist þarna upp?

Niður með þig." Það sló köldum svita um enn-

ið á mér og ónota hryllingur læsti merg og

bein, ég leit burt frá fjóldanum og horfði upp

en uppi stóðu langir slánar og veltu hlæjandi

niður snjóboltum. Þá kom næstum illska í

mig, ég beit á jaxlinn, grófhendur og fætur í

harðfennið og reif mig áfram, ég skal upp,

upp; boltarnir þutu í kringum mig, halló nú

var ég kominn yfir hengjuna en í því kom

bolti beint framan í mig og við það hrökk ég

upp.

Margt er hægt að lesa út úr þessum draumi

og hægt væri að túlka leiðina sem Jóhann fór

upp klifið á þann veg að hún sé forspá um það

að Jóhann ákvað að hætta námi í dýralækn-

ingum og stefna að því að verða viðurkennt

skáld. Jóhann reyndi að lifa af skáldskap sín-

um og vann lítið vanalega vinnu. Hann var

einna fyrstur íslendinga til að gera það.

Á bls 3 er birt Ijóð Jóhanns Sigurjónssonar,

Víkingarnir. I anda nýrómantíkurinnar er hér

hinn sterki einstaklingur dáður, sem trúir á

mátt sinn og megin. Sveiflurnar sem birtast í

anda þessara manna („þeir elskuðu, hötuðu")

eru einnig mjög í anda nýrómantíkurinnar.

Þegar Víkingarnir eru bornir saman við

Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar sést

að ekkert er sameiginlegt með þessum kvæð-

um annað en lýsing á fornum hetjum. En Jó-

hann Sigurjónsson og Jónas Hallgrímsson

eru báðir rómantíkusar en Jóhann var frá-

brugðinn Jónasi á þann hátt að Jóhann er ný-

rómantíkus.

Aðalþættir nýrómantíkurinnar eru fegurð-

arleit, túlkun á innra lífi einstaklingsins, nátt-

úrudýrkun, bölsýnt viðhorf til samtíðarinnar

og hetjudýrkun, þ.e. manna sem þora að

bjóða öðrum byrginn. Fyrstu þrjú atriðin eru

þau sömu og í rómantíkinni. Það sem var þó

mest einkennandi fyrir nýrómantíkina er að

„yfir öllum hugarheimi hennar hvíldi svart-

nættisdrungi, hamingjusamur einstaklingur

var heimskur auli, séni var enginn án sorgar

og því dýpri sorg því meira séní". Þessi ein-

kenni nýrómantíkurinnar koma fram í mörg-

um ljóðum Jóhanns.

Kvöldhugsjón

Feginn hátt ég hugsa vil,

hníga' ei lágt í timans glaumi,

samt ég þrátt í þungum straumi

þyrlast máttlaust, fátt ég skil.

Drottinn! láttu' ei lifa í draumi,

liðinn brátt er tíminn naumi

duftkorn smátt, sem langar ljóssins til.

Bliknar hey og breytast lönd,

berast fley að grafarminni,

fylgir meyja móður sinni,

manninn beygir dauðans hönd;

þá ég hneigi' í hinsta sinni

höfuð og dey i miskunn þinni,

lát mig eygja ljós á dimmri strönd.

Bikarinn

Einn sit ég yfír drykkju

aftaninn vetrarlangan,

ilmar af gullnu glasi

gamalla blóma angan.

Gleði, sem löngu er liðin,

lifnar í sálu minni,

sorg sem var gleymd og grafin,

grætur í annað sinni.

Bak við mig bíður dauðirm,

ber hann í hendi styrkri

hyldjúpan næturhimin

helltanfullanafmyrkri.

Sólarlag

Sólin ilmar af eldi

allan guðslangan daginn,

faðmar að sér hvert einasta blóm,

andar logni yfir sæinn.

En þegar kvöldið er komið

og kuldinn úr hafinu stígur,

þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld

og blóðug í logana hnígur.

Nóttin flýgur og flýgur

föl yfir himinbogann.

Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld,

eys því sem vatni yfir logann.

Föl og grátin hún gengur

geislanna í blómunum leitar.

Enginn í öllum þeim eilífa geim

elskaði sólina heitar.

Heimildir:

AUi Rafn Kristinsson. 1980. Jóhann Sigurjónsson, Ritsafn

I, II og III. Reykjavík. Mál og menning.

Árni Gunnlaugsson. 1987. „Minning: Sigurjóna Jóhannes-

dóttir frá Laxamýri". Morgunblaðið, 23. aprfl, bls. 49.

Böðvar Guðmundsson. 1978. Formáli að íslenskum aðli.

Erlendur Jónsson.   1977. íslensk bökmenntasaga  1550-

1950. Reykjavík. Bókagerðin Askur.

Helge Toldberg.  1966. Jóhann Siguijtfnsson. Gísli Ás-

mundsson þýddi. Reykjavfk. Heimskringla.

Ingeborg  Sigurjónsson.   1947.  Heimsdkn  minninganna.

Reykjavík. Helgafell.

Höhjndurinn er kennari.

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998    15

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20