Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1998, Blaðsíða 16
TIZIAN: Bakkus og Aríaðna. Myndin er máluð í kringum 1520 og er í eigu National Gallery f London. TIZIAN: Bakkusargleði á Androseyju. Myndin erfrá því um 1525 og er varðveitt á Prado-safn inu í Madrid. BAKKUS OG ARlAÐNA I HUÓMSKÁLAGARÐINUM EFTIR ÓLAF GÍSLASON Sýningin Erlend verk í eigu safnsins verður opnuð í Listasafni íslands í c lag og það kennir ýmissa grasa, þegar litast er um í | dví safni af erlendri myndlist, sem er í eigu listasafnsins. Til safns erlendra verka í Lista- safni íslands var stofiiað árið 1884 með veglegri stofngjöf um 50 erlendra listaverka, sem flest voru eftir danska lista- menn frá síðustu öld. Á þeim 114 árum sem liðin eru síðan hefur erlenda myndlist rekið á fjörur þess af og til, og virðist tilviljun oft hafa ráðið hvað fyrir valinu varð, nema á tímabili í tíð Selmu Jónsdóttur, þegar safnið eignaðist nokkuð gott safn grafíkmynda eftir evrópska listamenn er stóðu COBRA-hreyf- ingunni nærri. Meðal þeirra erlendu mynda sem þannig hafa komist í eigu safnsins, og nú eru til sýnis í sölum þess, eru tvö málverk sem greinilega segja söguna af Bakkusi og Ariöðnu og eru eftir óþekktan höfund, en tal- in gerð eftir frummynd flæmska málarans Hendrik van Balen (1575-1632). Málverkin bera öll einkenni barokktímans og þeirrar hefðar goðsögulegrar myndlistar sem rekja má aftur til endurreisnartímans á Ítalíu. Þau voru af ókunnum ástæðum keypt í Lundún- um árið 1944, að því er virðist fyrir atbeina sendiherra íslands þar í borg og með sam- þykki Menntamálaráðs. Engin skýring er til á því hvers vegna verk þessi voru keypt til safnsins og ekki verður séð af fundargerð Menntamálaráðs að því hafi verið kunnugt um efni myndanna né höfund, þegar kaupin voru samþykkt. Bakkusarmyndir í Ferrara En hver er sagan sem þessi málverk segja, og hvemig lá leið hennar inn í evr- ópska listasögu á sínum tíma og síðan alla leið upp í listasafnið við Hljómskálagarðinn? Málverkin tvö sem rakin eru til Henriks van Balen, eiga sér greinilega fyrirmynd í tveim málverkum sem feneyski málarinn Tizian málaði á árunum 1519-25 íyrir við- hafnarsal Isabellu d’Este í hertogahöllinni í Ferrara. Þau vora hluti af skreytingu sem hertoginn Alfonso d’Este hafði gert áætlun um árið 1505, í tilefni þess að systir hans, sem var viðfræg og valdamikil menntakona, hafði þá orðið þunguð. Upphaflega pantaði hertoginn verk hjá þrem af fremstu málur- um Italíu á þeim tíma, þeim Giovanni Bellini, Rafael og Fra Bartolomeo og virðist hafa gefið nákvæm fyrirmæli um myndefnið. Skyndilegt fráfall tveggja síðamefndu mál- aranna gerðu að engu áformuð verk þeirra, og það kom í hlut Tizians að ljúka ófullgerðu málverki Bellinis, Gleðskapur guðanna, (hann málaði bakgranninn) og bæta við þrem öðram verkum, Fórn Venusar, Bakk- usarhátíðin og Bakkus og Aríaðna. Tvö fyrr- nefndu verkin era nú varðveitt í Prado-safn- inu í Madrid, en Bakkus og Aríaðna er í National Gallery í London. Regla eg óreiða ó Olympstindi Sagan af Bakkusi og Aríöðnu leiðir okkur aftur í þann skemmtilega félagsskap, sem átti sér samastað á Olympstindi í Grikklandi hinu foma. í hópi hinna grísku guða hefur Bakkus eða Dionysos þá sérstöðu að hann átti sér dauðlega móður, þótt hann væri son- ur Seifs. Semele, móðir hans, varð lostin eld- ingu er hún sá bamsfóður sinn augliti til auglitis, en Seifi tókst að bjarga fóstrinu og fela það í lend sér fyrir Hera, eiginkonu sinni, þannig að Bakkus fæddist tvisvar, fyrst úr skauti deyjandi móður sinnar, síðan úr föðurlend. Seifur sendi Bakkus til fósturs á Nísufjalli þar sem allt var vaxið vínviði og þar varð hann guð vínsins, vímunnar og þess guðdómlega æðis sem kemur mönnunum í samband við náttúrana og guðdóminn. Bakkus var verndari Þebu, en goðsögnin tengir hann frekar við sveitina en borgina á sama hátt og hann tengist hinu kvenlega frekar en hinu karlmannlega. Borgin með sínu fullkomna skipulagi er ímynd þeirrar reglufestu og rökhyggju, sem kennd er við sólina, sólarguðinn Apolló og karlmennsku- ímynd hans, á meðan Bakkus tengir saman frjómagn og óreiðu náttúrannar og hið heilaga. Eins og lárviðurinn er einkennisjurt Appolós, þá er bergfléttan einkennisjurt Bakkusar. Alls staðar þar sem hann fer blómgast gróður og svignar undan ávöxtum jarðar, skógurinn laufgast og fyllist af villi- dýrum, bergfléttan flæðir um og sprengir af sér kaldan marmarann og fylgdarlið hans, þau Sílenos, Pan, Marsia og Bakkynjumar eru í stöðugri vímu þar sem hömlulaus kyn- kvöt blandast linnulausri víndrykkju, kjötáti, hljóðfæraslætti og stöðugri hólmgöngu við dauðann. I fylgd þeirra sjáum við gjarnan asnann, snákinn, hlébarða og önnur dýr merkurinnar. Bakkynjurnar frá Þebu í leikriti Evrípídesar, Bakkynjurnar1 yfir- gefa konurnar í Þebu eiginmenn sína og borgina til þess að fylgja Bakkusi til fjalla. Marmarahöll konungsins molnar undan bergfléttunni, og eldar Seifs taka að loga á gröf Semelu móður Bakkusar. Utan borgar- innar töfra bakkynjurnar fram óþrjótandi lindir vatns, hunangs, mjólkur og víns um leið og þær ráðast á búsmalann og rífa hann í sig, umtuma ökranum, ráðast á húsin í borg- arjaðrinum og reka karlpeninginn á flótta. Konungurinn sér að endingu ekki annað ráð en að klæðast kvenklæðum og halda á fjallið í bakkynjugervi til að bera „hið forboðna“ augum. Bakkynjurnar taka þennan hold- gerving stjórnviskunnar í konuklæðum hins vegar fyrir villidýr og lumbra á honum þar til móðir hans nær að veita honum bana- höggið í þeirri trú að hann sé skynlaus skepna. Svo er allri borginni boðið til mann- átsveislu þar sem konungurinn er á borðum sem aðalrétturinn. Mitt í þessari upplausn birtist Bakkus í allri sinni dýrð til að festa Bakkusardýrkun í sessi í borginni. Synd borgarinnar hafði verið sú að vilja byggja á hreinni rökhyggju og útiloka hin myrku dul- mögn náttúrannar og allt hið óvænta í ver- öldinni. I harmleiknum era konumar fulltrú- ar upplausnaraflanna og þeirrar óreiðu sem á í krafti Bakkusar að tryggja borginni frjómátt, næringu og líf. Borg sem lýtur al- gildum reglum skynsemi og rökvísi er yfir- seld dauðanum og þannig verður Bakkus frelsari Þebu. Aríaðna ó mörkum sögulegs og goðsögulegs llma Aríaðna var dóttir Mínosar konungs á Krít. Hún lagði ástarhug á hetjuna Þeseif og hjálpaði honum til að sigrast á Mínótámum, ófreskjunni er nærðist á börnum Krítar, og finna leiðina út úr Völundarhúsinu. I því skyni varð hún sér úti um leiðarþráð í hnykli hjá Dedalusi, sem var þúsundþjalasmiður og upphafsmaður tækniþekkingar í mannheim- um. Þeseifur endurgalt Aríöðnu aðstoðina með því að taka hana með sér á ástarfund út á eyjuna Naxos, en skildi hana svo eftir, eina og yfirgefna. Þá kom Bakkus og sefaði ör- væntingu Aríöðnu, hélt síðan í sigurför sína til Austurlanda en sneri aftur í sigurvagni dregnum af hlébörðum og gekk að eiga Aríöðnu. Við samrana þeirra dó Aríaðna en öðlaðist um leið eilíft líf sem stjömumerki kórónunnar á himinfestingunni. Því hefur verið haldið fram2 að á meðan Bakkus og hans fylgdarlið séu persónugerv- ingar hins goðsögulega tíma þar sem maður- inn er fullkomlega á valdi náttúrannar og æðri máttarvalda í tímalausri tilvist sinni, þá standi Aríaðna, Þeseifur og Dedalus fyrir mörk hins goðsögulega og sögulega tíma, þegar maðurinn fer að móta sögu sína sjálfur. Leiðin út úr völundarhúsi Mínótársins mark- ar jafnframt leið mannkyns frá hinum myrku öflum goðsögulegs tíma til þess sögulega tíma þar sem maðurinn gat beitt hyggjuviti sínu í viðskiptum sínum við náttúruöflin. Goðafræði og kristindómur Þetta eru sögurnar sem Tizian þyggði á og hafði lesið í ritum skálda eins og Óvíðs, Filia- strosar og Catúllusar, sem vora í hávegum höfð á Ítalíu á endurreisnartímanum. Það var ekki bara að áhugi húmanistanna ítölsku beindist að fomöldinni, heldur leituðust nýplatónistamir beinlínis við að samræma heiðnar goðsögur hinnar klassísku menning- ar og kristna guðfræði. Grísk-rómversk goðafræði verður viðfangsefni myndlistar- manna í Flórens og Mantovu þegar á 15. öld. Sandro Botticelli, Piero Cosimo og Man- tegna máluðu allir goðsögulegar iaunsagnir, þar sem táknmál goðafræðinnar var að ein- hverju leyti heimfært upp á heimsmynd kírkjunnar. Þannig mjmdskreytti Rafael Segnatura-salinn í Vatikanhöllinni í upphafi 16. aldar með myndum um fjögur þekkingar- svið mannsins, þar sem skáldskaparlistin er tákngerð með Parnassosfjalli og guðinum Apolló, sem trónir þar í öndvegi. Síðan eru þekkingarsviðin tengd við höfuðskepnurnar fjórar, pláneturnar og guðina. Þar gerir Raf- ael líka mynd af refsingu Marsia, fylgisveins Bakkusar, sem hafði sagt að flautuleikur Pans væri fegurri og göfugri en hörpuleikur Apollós og galt fyrir með því að vera fleginn lifandi. Báðar myndimar fjalla í raun um göfgun og hreinsun sálarinnar í gegnum bælingu og fórn hins dýrslega og frumstæða í mannlegu eðli, sem kennt er við Bakkus og hirðmenn hans. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.