Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						GIOVANNI Bellini: Gleðskapur guðanna. Myndin er máluð um 1515, en Tizian lauk við hana og málaði trjágróður og landslag í bakgrunni í
kringum 1519. Myndin er varðveitt í National Gallery í Washington.
Gleðistund guðanna
I þessu samhengi hefur mynd Giovanni
Bellinis, Gleðistund guðanna, nokkra sér-
stöðu, þar sem hún sýnir okkur hirð Bakkus-
ar, vímuna, ástina og tónlistina án allrar
sektarkenndar að því er virðist. Þarna liggur
þetta lið úti í guðsgrænni náttúrunni og unir
sér við hinar ljúfu nautnir án þess að nokkuð
sé til þess að raska ró þess eða okkar.
Því hefur verið haldið fram að Alfonso
d'Este hafi átt það sameiginlegt með ýmsum
valdsmönnum á ítalíu við upphaf 16. aldar,
að leita í gamlar goðsögur í eins konar flótta
frá þeim pólitísku og siðferðilegu vandamál-
um sem þeir stóðu frammi fyrir.3 I þessum
goðsagnaheimi uppgötvuðu þeir að handan
við heiðríkju Júpiters var að fínna frumstæð-
an myrkraheim Satúrnusar, og handan við
reglufestu Apollós var víma Bakkusar. Vím-
an og hinn frumstæði heimur Satúrnusar
birtist okkur þá í mynd Bellinis af gleðistund
guðanna sem flótti valdsmanna hinna ítölsku
furstadæma endurreisnartímans frá þeirri
veruleikasýn sem húmanisminn hafði byggt
á í upphafi, með trú sinni á skynsemina og
reglufestuna í veröldinni. Við þessu verkefni
tók Tizian svo alfarið með því að mála mynd-
irnar þrjár til viðbótar, en tvær þeirra
(Bakkusarhátíð Androsbúanna og Bakkus og
Aríaðna) eru upphaflegar fyrirmyndir þeirra
málverka sem ratað hafa í Listasafh íslands.
Eilíf vima á Andros
Frásögn Filiastrosar, sem Alfonso d'Este
lét Tizian lesa4, segir m.a. af íbúum Andros-
eyjar, en eyja þessi var svo á valdi Bakkusar
að vín rann í ánni og á bökkum hennar óx
bergflétta en ekki reyr. íbúarnir sem að
stórum hluta voru á barnsaldri, voru í
stöðugri vímu, og karlarnir sungu konum
sínum og börnum stöðugt lofkvæði um „hið
guðdómlega fljót". Bakkus sjálfur heiðraði
eyjarskeggja með heimsókn sinni siglandi af
hafi. Tizian fer frjálslega með efnið, - Bakkus
sjálfur er fjarverandi og barnamergðin birt-
ist okkur í einu nöktu barni sem pissar í átt
að gyðjunni sem liggur nakin í vímu í for-
grunni myndarinnar, á meðan stúlkurnar
með flauturnar hafa fyrir framan sig nótna-
blað með texta úr franskri drykkjuvísu, þar
sem stendur „Sá sem drekkur og sýpur ekki
aftur á veit ekki hvað það er að drekka" en
karlarnir í kring bergja á könnum og krús-
um. Aðrar krúsir liggja tæmdar í grasinu, en
GUÐAGLEÐI á Androseyju. Eftirlíking á málverki eftir Hend-
rik van Belen, máluð í kringum aldamótin 1600, í eigu Lista-
safns l'slands.
í bakgrunni til hægri liggur gamall maður,
að því er virðist ofurölvi. Myndin í Listasafni
íslands, sem líkist þessari mynd Tizians, er
fdll af erótík og tónlist þar sem Pan leikur á
tambúru með reistan reður og bakkynjan á
málmgjöll en nakta gyðjan liggur á jörðinni
eins og hjá Tizian - þó ekki sofandi - og lítill
drengur pissar í átt að henni. Það eina sem
vantar er vínið og keröldin og gamalmennið.
Við verðum að geta okkur til um ástæðuna.
I mynd Tizians verða erótíkin, víman og
víndrykkjan eitt með tónlistinni. En þar skil-
ur á milli myndarinnar í Listasafninu og
myndar Tizians að hjá honum er tónlistin
þögnuð og dísin og gamalmennið ofurölvi.
Ólíkt Bellini virðist Tizian túlka þá vímu og
þá tónlist sem ekki hefur verið göfguð í reglu
Apollós sem vafasaman ávinning, sem ekki
sé hægt að lofsyngja athugasemdalaust.
Þegar tónlistin  hefur þagnað  og gyðjan
drukkið bikar sinn í botn pissar
barnið á hana meðan gamal-
mennið liggur afvelta, getu-
laust og ósjálfbjarga. Gentile
heldur því fram með góðum
rökum, að nautnin og dyggðin,
voluptas et virtus, séu gegnum-
gangandi þema í mörgum
verka Tizians, og enduspegli
átök hinna díonysísku og
apollónísku afla í tilverunni.
Þannig rekur Gentile hvernig
hægt er að lesa út úr síðari
goðsögulegum myndum Tizi-
ans breytingu sem varð á túlk-
un hans á andstæðum hinnar
appollónísku hugsjónar og hins
díonýsiska og óræða í tilver-
unni. í þessari mynd Tizians
virðist nautnin hafa borið
dyggðina ofurliði og túlkun
Tizians er því önnur en sjá má í
Guðagleði Bellinis, og hún er
líka önnur en í myndinni á
Listasafni Islands.
Ástin, dauðinn og eilifðin
I myndinni af Bakkusi og
Aríöðnu styðst Tizian einkum
við frásögn Ovíðs, þar sem seg-
ir frá því hvernig Bakkus finn-
ur Aríöðnu sofandi og yfirgefna
á eynni Naxos, en yfirgefur
hana aftur til að leggja undir
sig Indland. Á meðan gengur
Aríaðna örvæntingarfull á ströndinni og for-
mælir ótryggð ástmanna sinna. Þegar
Bakkus snýr aftur kemur hann að henni
óviðbúinni, en þegar hún sér hann, þurrkar
hann tár hennar með kossum. Hún deyr í
þessum faðmlögum og öðlast um leið eilíft líf
meðal guðanna sem stjörnumerki kórónunn-
ar á himnum. „Við munum saman komast í
efsta himin," segir Bakkus við hana á dauða-
stundinni.
Mynd Tizians sýnir okkur hvar Bakkus
stekkur úr sigurvagni sínum, sem dreginn er
af tveim indverskum hlébörðum. Með honum
er fylgdarliðið, bakkynjur og skógarpúkar,
og er einn þeirra vafinn snákum og er það í
samræmi við lýsingu Catúllusar. Sumir hafa
kjötlæri á lofti og afskorinn kálfshaus og
tæmt vínker liggja á jörðinni. Myndin sýnir
jafnframt augnablikið þegar Aríaðna sér
guðdóminn, og á himnum efst til vinstri eru 8
stjörnur sem mynda krans og tákna það ei-
lífa líf sem Aríaðna öðlaðist með þessum ást-
arfundi. Mynd Tizians er í hæsta máta
óvenjuleg, ekki síst vegna hreyfingarinnar
sem Bakkus sýnir þar sem hann birtist
Aríöðnu, en Panofsky hefur bent á að stell-
ing hans eigi sér fyrirmynd í lágmynd á
gamalli rómverskri steinþró.
Myndin í eigu Listasafnsins lýsir þessum
ástafundi með öðrum hætti: Bakkus er nak-
inn í þann veginn að kyssa Aríöðnu.
Bakkynjan heldur kórónunni yfir höfði
Aríöðnu og skógarpúkinn bíður eftirvænt-
ingarfullur eftir dauða- og upprisustundinni.
Baksviðs sjáum við í sigurvagn Bakkusar,
þar sem lítið barn fórnar höndum, og á vagn-
inum eru tvær hvítar dúfur en englar svífa
yfir þessum atburði með blómsveiga.
Efahyggja Tixians
Þótt myndirnar í eigu Listasafns íslands
séu í ýmsu frábrugðnar myndum Tizians,
þar sem þessi viðfangsefni birtast fyrst í evr- '
ópskri málaralist, þá fer ekkert á milli mála
hvaðan myndefnið er upprunnið. I kjölfar
mynda Tizians urðu margir málarar til að
taka upp þetta viðfangsefni. Meðal þeirra
voru Giulio Romano, Tintoretto, Annibale
Caracci, Guido Reni, Rubens og Henrik van
Balen. Þeir síðastnefndu voru reyndar bæði
samlandar og samtímamenn og undir mikl-
um áhrifum frá ítalskri myndlist, ekki síst
frá Tizian. Þessar myndir Tizians hafa þá
sérstöðu meðal verka hans að þær eru fyrstu
goðsögulegu myndirnar sem hann gerði.
Hann tók svo ekki upp þráðinn aftur fyrr en
tæpum 30 árum síðar, og þá verða nautnin
og dyggðin, Apolló og Díonysos, enn í
brennidepli, en nú út frá nýjum skilningi og
djúpstæðari efasemdum í garð hinna ,..
húmanísku hugmynda um það samræmi og
þá reglu sem lesa mætti úr sköpunarverkinu,
sögunni og náttúrunni. I stað þeirra efa-
semda um nautnina og blessun vímunnar,
sem lesa má úr myndunum fyrir Alfonso
d'Este, verða myndir hans um Venus og
Adonis, Díönu og Atteón, Díönu og Callisto
og Refsingu Marsia hlaðnar efasemdum um
hina apollónísku rökhyggju andspænis jarð-
bundinni óreiðu og frumstæðum heimi
Bakkusar.
Flóttinn fra veruleikanum
Þótt lesa megi djúpa alvöru og efahyggju
á bak við goðsögulegar myndir Tizians, þá
verður ekki það sama sagt um allt það goð-
sögumálverk sem fylgdi í kjölfarið. Þannig
liggur nær að túlka viðfangsefnin í goðsögu-
myndum Paolo Veronese, Giulio Romano,
Rubens eða Hendriks van Balen sem ákveð-
inn flótta frá veruleikanum frekar en beina
glímu við heimspekilegan vanda.
Húmanisminn og endurreisnin á ítalíu
hófust með bjartsýnni trú á að maðurinn-
gæti með rökhyggju og skynsemi skilið og
skilgreint þá reglu er lægi til grundvallar
sköpunarverki Guðs, og að myndlistin væri
eitt þeirra meðala sem gætu opnað fyrir slík-
an skilning. Með skilningnum vildu húman-
istarnir heimfæra hinar algildu reglur sköp-
unarverksins upp á mannlegt samfélag í ,v
anda hinnar appolónísku reglu. Efasemdirn-
ar gagnvart þessari trú birtast okkur í
mannerismanum á 16. öldinni og verða alls-
ráðandi á þeim tíma gagnsiðbótar og rann-
sóknarréttar í kaþólskum löndum, sem
kenndur er við barokk. Barokklistin hafði yf-
irgefið með öllu þá rannsókn á veruleikan:
um, sem einkenndi endurreisnartímann. í
staðinn brá hún upp seiðandi sviðsmyndum
tilbúins veruleika handan allrar rökhyggju,
þar sem tæknilegri sjónhverfingu var beitt,
oft af ótrúlegri snilli, í því skyni að sefja
fjöldann í trá og undirgefni gagnvart æðri
máttarvöldum, hvort sem þau voru af verald-
legum eða andlegum toga. Myndirnar um
Bakkus og Aríöðnu í eigu Listasafns íslands
tilheyra þessari hefð barokktímans. Þær
byggja á sögulegum arfi um átök nautnar og *
dyggðar og hin myrku tengsl jarðneskrar
vímu og himneskrar opinberunar, en sögu-
lega séð virðast þær fyrst og fremst hafa
þjónað sem umgjörð um hirðlíf þeirrar yfir-
stéttar sem kaus að láta goðsöguna varpa
ljóma á sína ytri umgjörð og lífsstíl, frekar
en að kryfja þá djúpu gjá sem liggur staðfest
á milli siðmenningar og náttúru og er sígilt
viðfangsefni allrar mikillar listar.
1  Sjá Grískir harmleikir í þýð. Helga Hálfdánarsonar,
Mál og menning 1990, bls. 1048.
2  Sbr. Augusto Genttte: Da Tiziano a Tiziano. Mito e al-
legoria nella cultura Veneziana del Cinquecento,
Feltrinelli 1980, bls. 98.
3  Sjá Da Tiziano ...bls 87.
4  Sjá Erwin Panofsky: Tiziano. Problemi di iconografia,
Marsilio 1992, bls. 101.
Höfundur er sérfræðingur hjá tistasafni Isbnds.
H

LESBÓKMORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998 f 1 7
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20