Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						• •
UOÐLISTIN ER KOLLUN OG
SKÁLDIÐ SVARAR KALLINU
Skáld hins lágmælta og fíngeroa mætti kalla $0ren Ul-
rik Thomsen, en Ijóð hans eru jafnframt einföld og
kraitmikil, heillandi uppspretta fjölvísandi hugmynda.
SIGRÚN DAVÍDSDÓTTIR ræddi við skáldio, sem les upp
úr verkum sínum í Norræna húsinu í dag.
SKYLDI skáldið hafa áhuga á
kniplingum? Efst í ótrúlega
fullri bókahillunni liggur bók
um kniplinga frá T0nders á Jót-
landi. S0ren Uirik Thomsen
brosir. Nei, hann hefur engan
sérstakan áhuga á kniplingum,
en vinkonu hans einni fannst að
ljóð hans væru kniplingum lík, fíngerð og
greindust í allar áttir. Því gaf hún honum
kniplingabókina og nú trónir bókin efst í bóka-
hillunni í litlu stofunni, þaðan sem sést yfir
hverfið upp með Vötnunum rétt við miðborg
Kaupmannahafnar, nánar tiltekið yfir gamla
Kommúnuspítalann. Einfaldir og fáir húsmun-
ir, lítið borð við gluggann, þar sem skáldið
vinnur. Segist ýmist skrifa í höndunum, á ritvél
eða litlu svörtu tölvuna, sem lætur lítið fara
fyrir sér á borðhorninu. Allt er fallið í dúnalogn
eftir stranga vinnutörn undanfarnar vikur, því
skáldið hafði tekið að sér að færa Föníkukonur
Evrípídesar á danskt nútímamál. Helst að
kettirnir tveir séu enn æstir. Norski skógar-
kötturinn, grár og loðinn og egypskur tignar-
köttur eins og þessir á fornegypskum listmun-
um skjótast öðru hvoru eins og pflur í gegnum
stofurnar, en kannski er það fremur gestkom-
an en mikil vinna, sem situr í þeim.
S^ren Ulrik Thomsen vakti strax athygli með
fyrstu bók sinni, CitySlang, 1981 og skipaði sér
í röð athyglisverðustu ungu dönsku skáldanna.
Nú er hann aðeins of gamall til að vera ungur
og athyglisverður, heldur er einfaldlega eitt
kunnasta og viðurkenndasta danska skáldið,
gefur út ljóðabækur á nokkurra ára fresti,
skrifar esseiur og snarar verkum eins og þeim
grísku. Reyndar kann hann ekki grísku, segir
hann, heldur er það verkefni hans að koma orð-
réttri þýðingu dansks textafræðings á slíka
dönsku að hið bókmenntalega innihald skili sér
til áhorfenda. Föníkukonurnar verða frum-
sýndar í lok apríl og textinn gefinn út í mynd-
skreyttri bók. Og myndlistin er honum nær-
tæk, ekki síst myndlist hans eigin kynslóðar.
„Það er oft betra að ræða við myndlistarmenn
um list, heldur en við önnur skáld og rithöf-
unda, því þá fléttast oft persónulegur metingur
inn í umræðurnar," segir hann kíminn.
Áhuginn beindist fljótt að bókmenntum og
S0ren Ulrik Thomsen tók próf frá Hafnarhá-
skóla, en eigin iðkanir urðu ofan á fremur en
fræðistörfm. Aðspurður hvers vegna hann hafi
gerst skáld segist hann oft hafa spurt sjálfan
sig sömu spurningar. „Ætli maður verði ekki
skáld ef maður getur það á annað borð. Orðið
„kúnst" er skylt orðinu að kunna og sá sem
kann og getur verður líka að axla þá skyldu að
fylgja því eftir. Ein af skýringum mínum er sú
að pabbi söng alltaf danskar vísur fyrir okkur
bræðurna, þegar við fórum í háttinn og ég var
hrifinn af þeim. Og svo var ég góður í að læra
sálma og kvæði utan að í skólanum. En þessi
skýring hrekkur vísast skammt, því bræður
mínir tveir urðu ekki skáld, þrátt fyrir kvöld-
söng pabba. Líklega er þetta eitthvað, sem
maður er fæddur með."
S0ren Ulrik Thomsen var farinn að skrifa
sem drengur, en segist ekki hafa byrjað af al-
vöru fyrr en hann var orðinn tvítugur. Þá sendi
hann fyrsta Ijóðið til Hvedekorn, þessa virta og
gamalgróna bókmenntatímarits, þar sem
dönsk skáld undanfarna áratugi hafa gjarnan
komið fyrst fram á ritvöllinn. Skáldið og gagn-
rýnandinn Poul Borum var ritstjóri þess í 25 ár
og birti strax sex örstutt ljóð 1977. Fjórum ár-
um síðar kom fyrsta bókin út. S0ren Ulrik
Thomsen hefur hlotið viðurkenningar af ýmsu
tagi og er nú á föstum listamannalaunum til
æviloka.
Síðan 1982 hefur hann ekki sinnt öðru en
skriftum, tók þær fram yfir bókmenntakönn-
un. „Eg las bókmenntir af því ég hafði áhuga á
bókmenntum og bókmenntagreiningu, en svo
kom þar að mér fannst ég þurfa að velja á milli
rannsókna og ljóðagerðar. Ég kaus að búa svo
um hnútana að ég ætti ekki annað athvarf en
ljóðagerðina, að það yrði algjör hörmung, ef
ég sneri frá henni. Ef ég hefði annað að halla
mér að hugsaði ég sem svo að þá yrði of auð-
velt að hætta við að gefa út bók. Ég vildi sýna
sjálfum mér og öðrum að ég væri skáld og
ekkert annað og gera mér ókleift að komast
hjá hinum mestu kröfum."
Nýlega las S^ren Ulrik Thomsen upp í
menntaskólanum á Helsingjaeyri og við há-
skólann í Arósum. Nú liggur leiðin til íslands
og í lok mánaðarins til Lúxemborgar í sömu
erindagjörðum. Honum fellur vel að lesa upp
og segist ekki finna til neinnar feimni að lesa
upp eigin texta. „Gott ljóð er persónulegt, en
það er ekki einkamál. Ef skáldinu tekst að
finna jafnvægið þar á milli afhjúpa ljóðin ekki
GÓÐ setning þarf að vera hvorttveggja í
senn skýr og óræð, segir Ijóðskáldið Soren
Ulrik Thomsen.
skáldið. Það er ákveðin þversögn í list að hún
má aldrei vera einkamál, en samt verður hún
ekki góð nema listamaðurinn leggi sál sína í
hana. Hinn listræni tjáningarmáti tilheyrir
listamanninum, en verkin vísa í margar áttir.
Hið huglæga verður hlutlægt, en verkið verður
að vera persónulegt. Annars er það leiðinlegt.
En með því að afhjúpa sjálfan sig verður verk-
ið óahugavert. Mér fellur vel að lesa upp og hef
gaman að svara spurningum, sem þau kveikja
með lesendum."
Ljóðavísar kvikna viða
- iíka í íslandsferðum
Hugmyndir að ljóðunum kvikna víða og af
misjöfnum orsökum. „Fyrsti vísirinn er oftast
setning, sem lætur mig ekki í friði og sem ég
get ekki losnað við með því að nota hana í
esseiu eða bara í samræðum við vini mína. Góð
setning þarf að vera hvorttveggja í senn skýr
og óræð. Það dugir ekki að hún sé einungis
óræð til að vera torræð og hún má heldur ekki
vera einhliða. Setningar af þessu tagi leiða oft
til annarra, sem að lokum mynda Ijóð. Annað,
sem oft leiðir af sér ljóð eru myndir, svipmynd-
ir, sem ég kem auga á.".
Eitt Ijóða hans, ,Að missa allt og þó bera
það með sér" er sprottið upp af íslenskri svip-
mynd, þegar hann var eitt sinn á ferð þar og
keyrði fyrst framhjá gróðurhúsum, sem lýstu á
-----------------------------------------------------^
vetrarkvöldi og síðan framhjá stórum radar-
diski. „Það var heillandi mynd að keyra fram- i
hjá upplýstum gróðurhúsum, þegar rökkrið
seig yfir. Þarna á geldu hrauninu spratt frjó-
semin upp undir örþunnu glerinu, biksvart
myrkrið og upplýst glerkerin, hið viðkvæma og
veikburða í miskunnarlausu landslaginu. A
sömu ferð fórum við framhjá risastórum radar-
diski, sem sneri í austur, í átt að Asíu. Ég veit í
ekki til hvers diskurinn var, en ímyndaði mér
að þetta væri hlerunartæki.
I kvæðinu, þar sem ég nota myndina af gróð-
urhúsunum og skjánum, sem ég í raun sá, er
þeim snúið upp í tilvistaratriði. Gróðurhúsin ^
tákna hið viðkvæma, óvarða, auðuga, frjósama
og lýsandi, því sem maður hefur innbyrðis,
meðan radarinn er mynd af því næmi sem
beinist út á við, utan sín sjálfs. Ég hreifst þeg-
ar ég sá þessi fyrirbæri, gróðurhúsin og radar-
inn, en það var ekki fyrr en seinna að ég upp-
götvaði að ástæðan fyrir því að ég heillaðist af
þessu var að þessi fyrirbæri báru í sér merk-
ingu sem höfðaði til mín."                  _^
Iðju skáldsins er ekki auðvelt að fella í af-
markaðar vinnustundir. „Það tekur kannski
ekki nema fimm mínútur að fella ljóð niður á
blað, en svo er það kannski smáatriði í 13. línu,
sem ekki gengur upp fyrr en að lausnin finnst
að hálfu ári liðnu. I öðrum tilfellum verður ljóð
til á löngum tíma, aukið í það smátt og smátt.
Galdurinn er svo að fá það til að líta út eins og
það hefði verið hrist fram úr erminni í einni
andrá. Það er galdur, sem stundum tekur lang- ,
an tíma. „Sviti skáldsins kemur ekki lesandan-
um við," segir danskur skáldfélagi minn og það
er alveg rétt."
Lifið er drama
Vinnutakturinn er upp og ofan. „Það geta
liðið ár án þess að ég skrifi staka línu, en svo
kemur afraksturinn í einum rykk. Þann tíma,   \
sem ljóðin leita ekki á mig, nota ég til að skrifa";
esseiur og þýða. Eg vinn þegar innblásturinn> j
kemur, en ég get ekki gert neitt sérstakt til að
höndla hann. Ég ferðast mikið, en ekki til að
leita innblásturs. Annars lifi ég venjulegu lífi,
fóðra kettina, kaupi mjólk, en svo lengi sem ég
lifi þá er lífið drama."
S0ren Ulrik Thomsen neitar því ekki að það
geti tekið á taugarnar, þegar innblásturinn
lætur á sér standa. „Ég veit heldur ekki hvort
hann kemur aftur, en þessi óvissa er fylgifisk-
ur skriftanna. Það dugir ekki að skrifa bara til
að skrifa. Þá verður árangurinn aldrei góður.
Það þýðir þó ekki að ég bíði bara eftir að ljóð- ^"
inu Ijósti niður í hausinn á mér af himnum of-
an. Franska skáldið Valery hefur sagt að
fyrsta línan sé Guðs gjöf, en önnur línan helvít-
is vinna. Fyrsta línan, sem verður kveikjan að
ljóðinu, verður ekki endilega fyrsta línan í full-
gerðu ljóðinu, en hún verður að koma eins og
gjöf. Svo er að halda áfram. Innblásturinn er
gjöf, en framlagið kemur frá mér, því ég get
ekki bara beðið. En það þýðir heldur ekki að
hugsa að nú verði ég bara að skapa skáldverk.
Innblásturinn kemur fyrst.
Það finnst víst mórgum ónútímalegt að tala
um innblástur, heldur einblína bara á vinnuna,
en því er ég ekki sammála. „Og þú ert þó ekki
svo hástemmdur að tala um ljóðagerð sem köll- *
un?" heyri ég stundum spurt. Jú, auðvitað er
það köllun að vera skáld, því hverju væri ég
annars að svara ef ekki því kalli."             «
FJÖLBREYTT OG
FJÖLRADDAD í
HALLGRÍMSKIRKJU
LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju og
Mótettukór Hallgrímskirkju gangast fyrir
kórtónleikum í kirkjunni á morgun, sunnu-
tíag, kl. 17. Fram kemur, auk
Mótettukórsins, Schola cantorum og munu
kórarnir syngja saman og hvor í sínu lagi.
Stjórnandi verður Erik Westberg, einn fremsti
kórstjóri Svía.
Á efnisskrá eru kórverk eftir Svíana Otto 01-
son, Ingvar Lidholm, Thomas Jennefelt og
Sven-David Sandström, en síðasta verkið er
samið sérstaklega fyrir Erik Westberg eins og
tvær nýjar mótettur eftir eistneska tónskáldið
Arvo Párt. Þá verður flutt í Hallgrímskirkju
kórverkið Te Deum eftir Hjálmar H. Ragnars-
son, sem er eina verkið á efnisskránni sem
Mótettukórinn hefur sungið opinberlega áður,
auk þess sem Hörður Áskelsson mun leika tvo
þætti úr orgelsinfóníu eftir norska tónskáldið
Kjell M0rk Karlsen.
„Þetta er sú gerð tónlistar sem mér finnst
skemmtilegust - án undirleiks, fjölrödduð og
fjölbreytt," segir Sigríður Guðmundsdóttir,
formaður Mótettukórsins. „Þetta eru allt verk
frá þessari öld, sem þýðir þó ekki að þau séu
óaðgengileg, heldur eru þau, þvert á móti,
hvert öðru fallegra. Allt eru þetta verk sem
njóta sin vel í Hallgrímskirkju."
Tónleikarnir eru liður í undirbúningi
Mótettukórsins fyrir tónleikaferð í vor, þar
sem borgir á Norðurlöndunum verða sóttar
heim og flutt íslensk og norræn tónlist, ásamt
verkum Arvos Parts. Segir Sigríður ferðina
leggjast afskaplega vel í söngfólkið en gert er
ráð fyrir allt að 100% þátttöku. „Þetta er vel
hugsuð og vel skipulögð ferð og vonandi verður
hún vel heppnuð," segir Sigríður en hugmynd-
in kviknaði á norræna kirkjutónlistarmótinu í
Gautaborg fyrir tveimur árum.
Mótettukórinn hefur ferðina í Björgvin, þar
sem hann kemur fram á listahátíð borgarinn-
ar 30. maí. 1. júní verður kórinn í Ósló, tveim-
ur dögum síðar í Stokkhólmi og í Uppsölum 4.
júní. Sjötta dag sama mánaðar verður söng-
fólkið í Helsinki og ferðinni lýkur í Kaup-
mannahöfn 7. júní.
Kórstjórinn, Erik Westberg, er gamall
nemandi hins nafnkunna Erics Ericsson og
Morgunblaðið/Ásdís
SÆNSKI kórstjórinn Erik Westberg á æfingu með Mótettukór Hallgrímskirkju
fyrir tónleikana á morgun.
hefur starfað víða sem kórþjálfari og gesta-
stjórnandi kóra, svo sem Sænska útvarps-
kórsins og Konunglega Fílharmóníukórsins.
Arið 1993 stofnaði hann eigin sönghóp, Erik
Westberg Vocal Ensemble, sem farið hefur í
söngferðir til fjölda landa, auk þess sem hann
fór með sigur af hólmi í Alþjóðlegu kam-
merkórakeppninni í Takarazuka í Japan 1996.
Frá árinu 1990 hefur Westberg kennt kór-
stjórn og kórsöng við Tónlistarháskólann í
Piteá og var nýlega skipaður prófessor í þess-
um greinum.
Sigríður gerir góðan róm að samstarfinu við
Westberg, því þótt Mótettukórinn eigi frábær-
an stjórnanda í Herði Áskelssyni sé alltaf gam-
an að kynnast nýju fólki, nýjum vinnubrögðum.
„Engir tveir stjórnendur eru eins."
Sigríður hefur verið félagi í Mótettukór
Hallgrímskirkju í tólf ár. Segir hún andann í
hópnum alltaf jafngóðan. „I kór er alltaf góð
stemmning - öðruvísi gengur þetta ekki. Fólk
er í þessu áhugans vegna og allan þann tíma
sem ég hef verið í Mótettukórnum hefur and-
inn verið góður."
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. MARZ 1998  19  *"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20