Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1998, Blaðsíða 10
✓ ARIÐ 1998 er ár tímamóta í húsnæðissögu íslenskar myndlistar. Nú í vikunni var þess minnst að aldarfjórð- ungur er liðinn frá vígsludegi Kjarvalsstaða á Miklatúni, fyrsta varanlega hússins sem reist var hér á landi til alhliða sýningarhalds á sviði myndlistar. í apríl verða liðin fímmtíu og fímm ár frá vígslu Listamanna- skálans, bráðabirgðahússins sem í rúma þrjá áratugi hýsti flesta helstu myndlistarviðburði þjóðarinnar. A Listahátíð í sumar verður svo fyrsta sýningin opnuð í nýjum húsakynnum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem vísa mun veginn inn í nýja öld. Saga sýningarhalds í þessum húsum er ná- tengd framvindu íslenskrar myndlistar á 20. öld. Ahugavert væri að gera þeim þætti skil en verð- ur þó ekki gert hér, enda slík úttekt betur á færi annarra en þess sem hér ritar. Þess í stað skal ljósi brugðið á fáeinar staðreyndir um húsin sjálf, tildrögin að byggingu þeirra og höfundana, sem allir voru og eru merkir fulltrúar sinnar samtíðar í íslenskri byggingarlist. I huga yngstu kynslóðar listunnenda er Lista- mannaskálinn við Kirkjustræti vart annað en fjarlæg goðsögn. Fáar eða engar myndir hafa varðveist er gefa glögga mynd af gerð og ásýnd þessa húss sem í rúma þrjá áratugi var helsti sýningarsalur landsins. Þetta á sér skýringu í því að skálinn stóð á þröngri baklóð Kirkju- strætis 12 og var umlukinn húsum á allar hliðar. Húsið Kirkjustræti 12, oftast kennt við hjúkrun- arfélagið Líkn, stóð vestan við Alþingishúsið þar til það var flutt á Árbæjarsafn árið 1973. Lóð þess er nú hluti af bílastæði Alþingis. Aðkoman að listamannaskálanum lá um þröngt sund milli Kirkjustrætis 12 og Alþingishússins. í raun voru sýningarskálar á þessum stað tveir en ekki einn. Sá fyrri var reistur í júnímánuði 1930 og hýsti opinbera listsýningu í tilefni Aiþingishátíðarinn- ar. Hann var einfold bygging að allri gerð og stóð stutt, var fjarlægður strax að sýningu lok- inni 1 ágúst.1 Uppdrætti af skálanum gerði Sig- urður Guðmundsson arkitekt. Það sama ár var lokið við byggingu þriggja merkra bygginga er hann hafði teiknað: Elliheimilisins Grundar við Hringbraut, Barnaskóla Austurbæjar við Vita- stíg og íbúðarhúss Ólafs Thors í Garðastræti 41, fyrsta hússins hér á landi sem mótað var eftir nýjum viðhorfum módernisma í byggingarlist. Síðla árs 1942 fékk Félag íslenskra myndlist- armanna leyfi til að byggja nýjan sýningarskála á baklóðinni við Kirkjustræti. Bygging skálans kom í kjölfar Listamannadeilunnar og Gefjun- arsýningunnar alræmdu sumarið 1942. Þá efndi formaður menntamálaráðs, Jónas Jónsson frá Hriflu, til háðungarsýningar á verkum þekktra myndlistarmanna, svo almenningur mætti líta með eigin augum þá úrkynjun íslenskrar mynd- listar sem rekja mætti til áhrifa alþjóðlegrar framúrstefnu. Samtök listamanna brugðust hart við framtaki Jónasar og um haustið var efnt til Listamannaþings í fyrsta sinn. Um líkt leyti hófu myndlistarmenn undirbúning að byggingu listamannaskálans.23 Fengu þeir Gunnlaug Halldórsson arkitekt til þess að teikna húsið. Hann hafði sjálfur mátt sæta gagnrýni Jónasar frá Hriflu fyrir verk sín, einkum og sér í lagi hina umdeildu viðbyggingu við Landsbankann í Austurstræti sem fullgerð var árið 1940.1 skrif- um sínum hafði Jónas lagt að jöfnu „kassastíl“ Gunnlaugs og annarra arkitekta módernismans og „klessustfl" hinna úrkynjuðu listmálara.4 Skáli sá sem Gunnlaugur Halldórsson teikn- aði var einlyft timburhús með lágu risi. I aðal- húsinu var sýningarsalurinn en við norður- og austurhliðar voru lágar útbyggingar þar sem voru anddyri, skrifstofa, geymsla og snyrtiher- bergi. Raðir þakglugga voru meðfram báðum langveggjum salarins og eftir endilöngu í miðju. Þótt skálinn væri af vanefnum byggður og ein- ungis ætlaður til bráðabirgða þjónaði hann hlut- verki sínu vel. Hann var vígður við hátíðlega at- höfn hinn 4. apríl 1943 af Sveini Björnssyni rík- isstjóra. Með tilkomu listamannaskálans var endi bundinn á erfiða leit listamanna að hent- ugu sýningarhúsnæði í Reykjavík. Á árunum 1930-42 höfðu myndlistarsýningar m.a. verið haldnar í Góðtemplarahúsinu, í Menntaskólan- um og í Miðbæjarskólanum. Snemma á sjöunda áratugnum var orðið ljóst að bráðabirgðaskálinn við Kirkjustræti gat ekki öllu lengur þjónað hlutverki sínu. Samtök lista- manna höfðu leitað eftir lóð undir varanlegt sýningarhús. Höfðu nokkrir staðir komið til álita í þeim efnum, m.a. Klambratún, sem þá hafði verið nefnt upp á nýtt og kailað Miklatún. Árið 1964 var lögð fram tillaga að skipulagi úti- vistarsvæðis á Miklatúni þar sem gert var ráð fyrir lóð undir sýningarskála ásamt litlu veit- ingahúsi. Tillagan var samþykkt af borgarráði það sama ár. Var Félagi íslenskra myndlistar- manna gefíð fyrirheit um leyfí til að reisa sýn- ingarskála á þessum stað. Félagið réð Hannes Kr. Davíðsson arkitekt til að vinna tillögu að sýningarsal með áföstu veitingahúsi, auk hliðar- álmu fyrir starfsmenn garðyrkjudeildar. Hlaut KJARVALSSTAÐIR á Miklatúni. Til vinstri er verk Ólafs Elíassonar myndlistarmanns, Regnskáli, sem þar er til sýnis ui LISTAMANNASKÁI KJARVALSSTAÐIR HAFNARHÚSH EFTIR PÉTUR H. ÁRMANNSSON Snemma á sjöunda áratugnum var orðið Ijóst að bráða- birgðaskálinn við Kirkjustræti gat ekki öllu lengur þjónað hlutverki sínu. Samtök listamanna höfóu leitað ef tir lóð undir varanlegt sýningarhús. Höfóu nokkrir staðir komið til álita í | þeim efnum, m.a. Klambratún, sem þá hafói ver- ið nefnt upp á nýtt og kallað Miklatún. tillagan samþykki borgaryfirvalda. Upphafleg- ar hugmyndir Hannesar af skálanum byggðust m.a. á því að þak sýningarsalarins væri borið uppi af stálköplum. Meðfram báðum hliðum hússins áttu að rísa háar og miklar burðarsúlur, er hölluðu út á við til mótvægis við togkraft stálkaplanna. Á endanum var horfið frá þessari hugmynd, sem óneitanlega hefði sett mikinn svip á húsið en án efa verið vandasöm og dýr í útfærslu. Árið 1965 var áttræðisafmælis Jóhannesar S. Kjarvals minnst með veglegri sýningu á verk- um hans í Listamannaskálanum. Við opnun hennar skýrði þáverandi borgarstjóri, Geir Hall- grímsson, frá ákvörðun borgarráðs um að gang- ast fyrir byggingu sýningarhúss þar sem hvort tveggja væri, húsrými ætlað undir verk Kjarvals í eigu borgarinnar og nýr sýningarsalur er kæmi í stað gamla listamannaskálans. Skyldi húsið tengt nafni Kjarvals. Hugmyndina að þessari til- högun átti Ragnar Jónsson í Smára sem komið hafði henni á framfæri við borgarstjóra. Nokkru áður en hugmyndin var kynnt hafði borgin falið Hannesi Kr. Davíðssyni að endurskoða tillögu sína í samræmi við breyttar forsendur. Á líkani sem kynnt var í tilefni afmælisins var myndlist- KRISTJÁN Eldjárn, forseti íslands og frú Halldór fsl. Gunnarssonar borgarstjóra og frú Sonju Ba 1973. Með þeim á myndinni eru t.v. Alfreð Guðr Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt hússins og þá\ 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.