Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						*
•
ENSKUR ÞYÐANDI
SJÁLFSTÆÐS FÓLKS
*is
í Skáldatíma skrifar Hall-
dór Laxness lítilleqa um
J. A. Thompson, enskan
pýðanda Sjálfstæos fólks
oq skilur við hann með
sk"bbu og fötu a fimmta
klassa ensku hóteli. Reynt
hefur verið ao qrennslast
fyrir um Thompson j~
komið hefur í Ijós ao GISLI
MÁR GÍSLASON líffræði-
prófessor var góðkunningi
hans á námsárum sínum
á Enqlandi. Gísli fjallar
hér um þennan sérkenni-
leqa huldumann.
ANDLÁT Halldórs Laxness
varð til þess að ýmislegt í
ævistarfi hans var rifjað
upp. Samskonar umfóllum
hafði átt sér stað á stóraf-
mælum hans áður fyrr. Al-
loft er fjallað um þýðingar
á verkum hans á önnur
mál og hafa flestir verið sammála um að
enska þýðingin á Sjálfstæðu fólki sé ein sú
besta. Fátt hefur samt verið skrifað um þýð-
andann, sem var mörg ár að vinna verkið.
Helst er leitað í Skáldatíma Halldórs, en þar
segir hann frá fundum þeirra við lok þýðing-
arinnar í London. Þau skrif segja samt ekki
allt um manninn, enda bar ekki mikið á hon-
um. Nú hefur Sjálfstætt fólk verið endurát-
gefin í Bandaríkjunum og selst í stóru upp-
lagij samanber frétt í Morgunblaðinu 8. mars
sl. Eg ætla að kynna lesendum Lesbókarinn-
ar aðeins þýðandann og hvernig ég kynntist
honum.
1        Kynni min af Thompson
Á námsárum mínum í Newcastle upon Ty-
ne í Englandi kynntist ég af tilviljun James
Anderson Thompson, eða Jim eins og hann
var kallaður. Ég og fjölskylda mín fluttum í
september 1974 í nýtt hverfi í borginni,
Jesmohd, sem liggur rétt norðan miðbæjar-
ins. Þegar ég hafði búið þar í eina til tvær
vikur leitaði ég uppi hverfiskrána Lonsdale.
Ég fór á „bar", sem í þá daga var eingöngu
fyrir karlmenn. Ég hafði ekki setið lengi þeg-
ar maður á sjötugsaldri tók mig tali. Hann
spurði mig hvaðan ég væri og þegar ég
skýrði honum frá því sagði hann á lýtalausri
íslensku: „Þá talar þú íslensku". Mér var svo
brugðið að ég svaraði: „I beg your pardon".
Kom þá í ljós að hann talaði mjög góða ís-
lensku, það góða að hann hefði geta ferðast
**"um ísland eins og Rasmus Christian Rask
forðum, án þess að nokkur tæki eftir því að
hann væri útlendingur, nema hvað hann tal-
aði „gamaldags" mál. Jim varð heimilisvinur
og hittumst við a.m.k. vikulega eftir þetta þar
til við fluttumst heim í ársbyrjun 1977. Hafði
hann gaman af þessum samverustundum og
æfði íslenskuna allan tímann. Eftir að við
fluttum heim skrifuðumst við á fram til 1984.
Við heimsóttum hann sumarið 1977, en þá var
hann fluttur til Leeds og aftur talaði ég við
hann í síma sumarið 1983, þegar ég vann
tímabundið í Vatnahéraði Englands.
Menntaskólakennari á Akuroyri
t|
Jim fæddist i Berrwick on Tweed 1910 og
fór í Leedsháskóla, og lauk þaðan prófi í
ensku og norrænum fræðum. Hann byrjaði
síðan að vinna að doktorsritgerð um James
Joyce, sem hann lauk ekki. Viðfangsefnið var
JIM Thompson með Kristínu Hafsteinsdóttur í skemmtigarði í Leeds í júlí 1977.
Ljósmynd Gísli Már Gíslason
Ódysseifur (Ulyssis), sem var bönnuð bók í
Bretlandi í þá daga vegna þess að hún þótti
argasta klám. Gengu rannsóknir Jims því illa.
Hann gerðist kennari í Menntaskólanum á
Akureyri 1931-32 og hafði þegið kennarastöð-
una vegna þess að hann gat ekki fengið bæk-
ur James Joyce í Englandi, en Ódysseif fann
hann síðan á Amtsbókasafmnu á Akureyri.
Sem kennari hafði hann þann sið að kasta
krít í nemendur sem sofnuðu, og kvaðst hann
hafa verið mjög hittinn. Hann var einnig í
vinfengi við stúlku á Akureyri sem hann
nefndi ætíð Þóru í Bankanum. Kunni hann
frá þeim tíma ógrynnin öll af hálfkveðnum
vísum og var oft skemmtilegt að hlusta á
hann á kránni þylja vísur blaðalaust á meðan
aðrir gestir skildu ekki eitt einasta orð,
kannski sem betur fer. Þetta þótti samt við
hæfi, því oftast var setið á barnum sem ein-
göngu var fyrir karla ef vera skyldi að fleiri
skildu málið.
Hótelhaldari, menntasköla-
kennari og bensinafgreiðslu-
maður i Englandi
Eftir að hann fluttist frá íslandi giftist
hann frænku sinni frá Berrwick og fengu
þau í arf hótel með krá, sem þau ráku í
nokkur ár. Var arfurinn bundinn því að þau
giftust. Þetta er sennilega hótelið sem Jim
rak i London í lok stríðsins og Halldór skýrir
frá í Skáldatíma. Þetta hótel rak hann 1948,
þegar Ingvar Gíslason fyrrverandi mennta-
málaráðherra hitti hann. Þau fluttu seinna
búferlum til Leeds, sennilega 1949 og ráku
fyrst lítið hótel þar, en síðan gerðist hann
menntaskólakennari. í upphafi 8. áratugarins
fékk hann taugaáfall og hjónin skyldu að
borði og sæng. Bjó hann í „bedsitter" í
Jesmond og var afgreiðslumaður á bensín-
stöð ICI í sama hverfi. Hann flutti til kon-
unnar aftur í ársbyrjun 1977, þegar hann
komst á eftirlaunaaldur.  Hann vann sem
vörður í leikfimihúsi Leedsháskóla eftir að
hann flutti þangað aftur.
Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en
konan eigaðist son áður en þau giftu sig, sem
var kominn á fimmtugsaldur þegar ég hitti
hann 1977, á meðan við gistum hjá þeim í
Leeds. Konan var þá orðin rúmliggjandi, en
hún var enn á lífi 1983.
KAPAfrumútgáfuSjá/fstæð
« fó/ks á ensku.
Þýðingin á Sjálfstaeðu fólki
Þó að Jim heimsækti okkur oft í
Newcastle, bauð hann mér aðeins einu sinni
inn í herbergi sitt. Það var frekar fátæklegt,
en hann átti þó eina kistu, þar sem hann
geymdi bækur og bréfaskriftir sínar við Hall-
dór Laxness, sem hann hélt mikið upp á.
Hann gaf mér við það tækifæri Gerska ævin-
týrið, sem Halldór hafði gefið honum. Jim
vann lengi að þýðingu Sjálfstæðs fólks, sem
kom út hjá George Allen & Unwin Ltd. árið
1945. Síðar var hún gefin út af bandarísku
forlagi, Alfred A. Knopf í New York 1946 og
það var sú útgáfa sem kom út í 150 þúsund
eintökum og gerði Halldór frægan meðal
enskumælandi manna. Jim talaði ætíð illa um
þá útgáfu, taldi að miklu hefði verið breytt,
„af því að Ameríkanar skilja ekki ensku".
Maðurinn Thompson
Jim var myndarlegur maður. Hann var
hávaxinn af Breta að vera, um 175 cm hár,
grannur með dökkt hár, sem lítið var farið
að þynnast í kollvikunum. Hann var með
dökkt yfirvararskegg, ekki ólíkt því sem Ad-
olf Hitíer lét sér vaxa, sem hann hafði rakað
af sér 1977. Hann keðjureykti sígarettur, sem
hann vafði sjálfur, sennilega vegna blank-
heita, enda gefa verkamannastörf í Englandi
ekki mikið af sér. Hann drakk ætíð „Best
Scotch" ölið frá Scottish and Newcastle
Breweries og stakk nokkuð í stúf við aðra
gesti Lonsdale fyrir málfar og umræðuefhi.
Lonsdale var verkamannakráin í hverfinu, en
millistéttarmenn og háskólamenn sóttu aðal-
ega Cradlewell, aðra krá lengra frá heimilum
okkar beggja.
Jim skýrði mér einnig frá því að hann hefði
komið í heimsókn til fslands 1948 og hugsan-
lega gæti hann hafa heimsótt landið einu sinni
síðar. Hann átti nokkra kunningja á íslandi,
hann nafngreindi aðeins fyrrnefndu Þóru,
Bjúsa (Björn Bjarnason magister) og Halldór.
Auk þess hitti hann nokkra íslendinga sem
voru við nám í Englandi, sérstaklega í
Newcastle. Ég held að Jim hafi látist 1984 eða
þá hafi hann orðið mjög sjúkur, því þá fékk ég
endursent bréf sem við skrifuðum honum og
var bréfið kyrfilega merkt að viðtakandi væri
óþekktur. Einnig reyndum við að hafa upp á
honum eftir öðrum leiðum án árangurs. Öll
bréf hans til mín voru á ensku, þó að ég skrif-
aði honum á íslensku. I bréfum sínum nefndi
hann frúna ofast „the battle axe".
Mér fannst rétt að fræða lesendur Lesbók-
arinnar um manninn. Jim var mjög vel lesinn,
bæði í enskum og íslenskum bókmenntum og
ég held að hann hafi lesið allar bækur Hall-
dórs, sem hægt er að finna á bókasöfnum í
Englandi, m.a. á bókasafhi Leedsháskóla,
þannig að það er ekki rétt hjá Halldóri að
„[maðurinn] mátti aldrei framar sjá bók eftir
það" (þ.e. þýðingu Sjálfstæðs fólks).
Mér finnst þýðingarstarf Jims vera mjög
markvert og áhugavert væri að hafa upp á
bréfaskriftum þeirra Halldórs. Eg tel að Jim
eigi skilið verðugan sess í bókmenntasögu
okkar, sérstaklega fyrir framtak hans í að
kynna enskumælandi fólki stórskáldið okkar.
20   LESBÓK MORGUNBLAÐSJNS ~ MENNJNG/LISTIR 28. MARZ1998
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20