Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						WITTGENSTEIN
ÁÍSLANDI 1912
I KAFFI OG
HVERABRAUÐI
HJÁ BÖÐVARI OG
INGUNNI Á
IAUGARVATNI
EFTIR HALLDÓR
FRIÐRIK ÞORSTEINSSON
Heimspekingurinn Ludwig
Wittgenstein, sem kynntur
var í síðustu Lesbók, tókst
á hendur íslandsfero 1912
og ferðaðist ríðandi um
Suðurland ásamt vini sín-
um sem skrifaði dagbók.
RIÐ 1912 kom Ludwig
Wittgenstein til íslands
ásamt vini sínum, David
Pinsent. Þetta var árið sem
Titanic sökk, Þórbergur
Þórðarson fór fótgangandi
frá Norðurfirði á Ströndum
iður í Borgarnes, Hannes
Hafstein varð ráðherra íslands í annað sinn,
Halldór Guðjónsson, síðar Laxness, var tíu ára
að pára út stílabækur, daglangt, í smíðakofan-
um í Laxnesi og undirbúningur að stofnun
hlutafélagsins Eimskipafjelag íslands hófst.
David Pinsent hélt dagbók yfir ferðalagið og er
hún í senn skemmtileg heimild um land og þjóð
í byrjun aldarinnar og um persónu Wittgen-
steins, sem er einn þekktasti heimspekingur
þessarar aldar. I inngangsgreininni sem birtist
fyrir viku var greint frá lífshlaupi Wittgen-
steins. Hér verður lítillega sagt frá samferða-
manni hans og vini David Pinsent og kynnum
þeirra og síðan verða birtir valdir kaflar úr
dagbók Pinsents.
Ludwig Wittgenstein tileinkaði vildarvini
sínum David Pinsent bók sína Traetatus Log-
ico-Philosophicus. Það var eina heimspekiritið
sem kom út að Wittgenstein lifandi og er hans
fyrsta og þekktasta verk; eitt frægasta heim-
spekirit fyrr og síðar. Tileinkunin var helguð
minningu Pinsents sem lést um aldur fram í
flugslysi árið 1918,27 ára gamall. Wittgenstein
lét svo um mælt að Pinsent hefði verið fyrsti
vinur sinn. Það segir kannski dálítið um Wittg-
enstein sjálfan, því þeir kynnast ekki fyrr en
Wittgenstein er 23 ára gamall. Pinsent var
tveimur árum yngri. Wittgenstein var flókin
manngerð og ekki auðveldur í samskiptum.
Hann þjáðist alla tíð af þunglyndi, lengi vel af
einmanakennd og hugðist margoft stytta sér
aldur. Hann var mjög sérlundaður, hafði
ákveðnar skoðanir á mörgum hlutum og lét
þær óspart í ljós, dró ekkert undan. Hann
ögraði tíðum umhverfi sínu og gat móðgað við-
mælendur sína miskunnarlaust. Engum duld-
ist að þar fór óvenju skarpur hugur. Gagnrýnin
yfirgengileg og sjálfsgagnrýnin engu minni.
Hann stefndi að fullkomnun í hverjum hlut,
ekki síst í vináttu. Þess vegna var hann oft og
tíðum erfiður í samskiptum.
David Pinsenl
David Hume Pinsent var fæddur árið 1891,
elstur þriggja barna Humes C. Pinsents mál-
flutningsmanns og Ellenar Frances sem var
rithöfundur. Langafi Pinsents var náskyldur
David Hume, hinum víðkunna skoska 18du ald-
ar heimspekingi. Árið 1910 hóf Pinsent nám í
stærðfræði á Þrenningargarði í Cambridge.
Hann hafði vítt áhugasvið. Fyrir utan strangt
VIÐ GEYSI í Haukadal þremur árum eftir að þeir félagar komu þangað. Til vinstri á myndinni stendur Konungshúsið frár 1907.
Ludwig Wittgenstein          David Pinsent
stærðfræðinám leitaði hann í félagsskap heim-
spekinema, lærði á píanó og sótti tíðum tón-
leika í Cambridge og London. Hann eignaðist
marga vini á skólaárunum, þeirra á meðal Ge-
org Thomson, síðar nóbelsverðlaunahafa í eðl-
isfræði, sem lýsir honum m.a. á þessa leið:
„David var sá snjallasti í mínum árgangi og
einn snjallasti maður sem ég hef kynnst. Hann
var dálítið sérkennilegur ásýndum, grannvax-
inn og höfuðstór, hafði mikla útgeislun og lað-
aði að sér marga vini af ólíkum toga. Hann var
stærðfræðingur með heimspekilega slagsíðu
og var vinur Wittgensteins". Eftir að Pinsent
útskrifaðist i stærðfræði með láði, las hann lög
í Birminghamháskóla. Fyrri heimsstyrjöldin
var hafin. Vegna veikrar líkamsbyggingar fékk
Pinsent ekki inngöngu í herinn og var synjað
tvívegis. I staðinn var honum fengið starf í her-
gagnaverksmiðju. Á sama tima voru Georg
Thomson og fleiri kunningjar hans í
Cambridge niðursokknir í rannsóknir í loftafls-
fræði og hvöttu þeir Pinsent til að koma og
hagnýta stærðfræðiþekkingu sína til þróunar á
flugfræðum sem þá voru talin lykillinn að yfir-
burðum í hernaði. Pinsent gekk til liðs við þá
og sökkti sér í flugrannsóknir. Og nú kom sér
vel að vera smábeinóttur því flugklefinn var
þröngur og því var Pinsent útvalinn til flugat-
hugana. Það var kaldhæðni örlaganna að fín-
gerð líkamsbygging Pinsents sem varð honum
frágangssök í herþjónustu, en nýttist honum
vel í flugathugunum, kostaði hann lífið í einni
þeirra árið 1918.
Tónlistin tengdi þá
Pinsent og Wittgenstein hittust fyrst í síð-
degisboði hjá Bertrand Russell snemma árs
1912. Þeim varð fijótt vel til vina. Ástríðufullur
tónlistaráhugi var þeim sameiginlegur. Þeir
höfðu báðir mikið dálæti á Schubert og spiluðu
hann stundum saman; þá sat Pinsent við píanó-
ið en Wittgenstein flautaði af stakri list. Auk
þess kynntust þeir við tilraunir í sálarfræði
sem Wittgenstein hafði veg og vanda af. Þessi
ár voru blómatími hagnýtra sálfræðirannsókna
í Cambridge. Wittgenstein hafði í senn áhuga á
öllu sem viðkom tónlist og sálarfræði, ekki síst
á tengslum tónlistar og tungumáls. Hann
hleypti af stokkunum tilraunum í tónlistarsál-
arfræði og Pinsent varð þátttakandi í þeim.
Wittgenstein geðjaðist óvenju fljótt að Pin-
sent, því yfírleitt tók hann fólki seint og var yf-
irmáta vinavandur. Þeir höfðu ekki þekkst
nema í u.þ.b. mánuð þegar Wittgenstein bauð
Pinsent að koma með sér til íslands og það
frítt. Pinsent þekktist boðið og upp frá því þró-
aðist með þeim einlæg vinátta sem stóð allt til
þess er Pinsent féll frá um aldur fram. Eins og
fyrr greinir var Wittgenstein oft og tíðum erf-
iður í samskiptum og það segir sitthvað um
persónu Pinsents hversu vináttan hélst þótt oft
hlypi snurða á þráðinn. Jafnaðargeð hans og
háttvísi virkaði vel á hvatvísan Wittgenstein.
Pinsent mat Wittgenstein mikils og naut oft
samvistanna við hann. Virðingin var gagn-
kvæm. Það er sagt að Wittgenstein hafi þá að-
eins sett á sig bindi þegar hann heimsótti syst-
ur Pinsents, löngu eftir dauða hans. En skýr-
asti virðingarvotturinn var þegar Wittgenstein
tileinkaði Pinsent Tractatus Logico-
Philosophicus. Það átti að vera hans fyrsta og
síðasta heimspekirit, allt sem hann hafði um
heimspeki að segja. Hugmyndirnar í Tracta-
tusi mótuðust m.a. á ferðalagi Wittgensteins á
íslandi en eins og dagbókin ber með sér var
Wittgenstein oft með hugann við heimspekina
og ráðgátur hennar. Dagbók Davids Pinsents,
sem hér birtast valdir kaflar úr, var fyrst gefin
út á bók í Oxford árið 1990 af Blackwell forlag-
inu. Bókin heitir: A Portrait of Wittgenstein as
a Young Man: From the Diary of David Hume
Pinsent 1912-1914. Auk þess sem hún geymir
dagbók Pinsents er að fínna í bókinni á annan
tug sendibréfa frá Pinsent til Wittgensteins,
sem komu ekki í leitirnar fyrr en árið 1988. G.
H. von Wright, fyrrum prófessor í heimspeki í
Cambridge og eftirmaður Wittgensteins í pró-
fessorsembætti, ritstýrði útgáfunni. Hann seg-
ir frá því í formála bókarinnar að fyrirspurn
frá Mikael M. Karlssyni, prófessor í heimspeki
í Háskóla íslands, hafi ýtt við sér að gefa dag-
bókina út, hún gefi sanna mynd af persónu
Wittgensteins sem ungs manns, en hann var
23ja ára gamall þegar hann heimsótti ísland.
Þetta Islandsferðalag var ekki farið af van-
efnum. Faðir Wittgensteins, moldríkur iðnjöf-
ur, stóð straum af ferðinni og Wittgenstein
spáði lítt í kostnaðinn. Tvímenningarnir ferð-
uðust iðulega á fyrsta farrými, hestalest þeirra
á íslandi var stærri í sniðum en almennt tíðk-
aðist og þeir veittu sér það besta í mat og
drykk.
Úr dagbók Davids Pinsents
Föstudagur 31ti maí 1912
Hitti Wittgenstein kl. 15 á rannsóknarstofu
sálfræðideildarinnar, þar sem ég gerði fleiri
takttilraunir. í lokin spurði hann mig upp úr
þurru hvað ég hefði fyrir stafni í fríinu og
stakk upp á að ég kæmi með sér til íslands.
Þetta kom flatt upp á mig en ég spurði hvað
hann héldi að þetta myndi kosta. Hann svaraði:
„0 það skiptir engu máli: Ég er blankur og þú
ert blankur, og jafnvel þótt þú værir það ekki
skiptir það ekki máli því faðir minn á sand af
seðlum". Hann lagði því til að faðir sinn borg-
aði allan brúsann! Ég veit hreinlega ekki hvað
skal segja. Þetta yrði eflaust mjög gaman, ég
hef hinsvegar ekki efni á þessu en Wittgen-
stein virðist ólmur vilja fá mig með sér. Ég
frestaði ákvörðuninni og skrifaði heim til að fá
góð ráð. ísland virðist vera mjög heillandi. Mér
skOst að það þurfi að fara allar ferðir innan-
lands á hestbaki sem yrði ofboðslega gaman!
Mér finnst þessi hugmynd óll heillandi og ný-
stárleg. Ég hef aðeins þekkt Wittgenstein í
þrjár vikur eða svo, en við virðumst ná vel
saman. Hann er mjög músíkalskur, með sama
tónlistarsmekk og ég. Hann er Austurríkis-
maður, en talar ensku reiprennandi. Trúlega á
svipuðum aldri og ég.
Þriðiudagur 4ði |úni, 1912
Kl. 16.45 fór ég í Málstofu stúdenta og
hringdi síðan í Wittgenstein. Ég hef samþykkt
áform hans um Islandsferðina. Pabbi og
mamma hafa ekkert við þetta að athuga, og
það lítur út fyrir að þetta geti orðið dágaman.
Fimmtudagur 5ti september, 1912
Kl. 16.15 tók ég leigubíl með föggum mínum
á járnbrautarstöðina og tók loks fimm-lestina
til Euston. Hún kom stundvíslega kl. 19 og
Wittgenstein beið mín á brautarpallinum. Eftir
að hafa náð í farangurinn tókum við leigubíl og
ókum á Grand Hótel við Trafalgartorg. Ég
stakk upp á ögn íburðarminna hóteli, sérstak-
lega þar sem Wittgenstein býr sjálfur hjá
Russell, en hann vildi ekki heyra á það minnst!
Útgjöldin í þessari ferð verða ekki skorin við
nögl! Símskeyti beið Wittgensteins í gestamót-
tökunni. Það var frá bróður hans sem var ný-
kominn frá f slandi og sagði að veðrið þar væri
óvenjukalt og hann ráðlegði okkur að gefa
ferðina upp á bátinn. Wittgenstein var næstum
því snúinn við, en mér tókst með stakri lagni
og sannfæringarkrafti að telja honum hug-
4    LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL1998
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20