Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 16
félaga sem innflytjendur stofnuðu; einkum breskir og franskir. Forvitnilegar risaeyjar Norður af Victoria-eyju, sem hálf tilheyrir Nunavut, er lítil eyja með nafni Vilhjálms Stefánssonar (Stefansson Island). Svipaðar • eyjar eru margar í Nunavut, en það eru riseyj- arnar sem vekja mesta athygli. Langstærst er Baffin-eyja, nærri fimm sinnum stærri en Is- land. Auk bæjarins Iqaluit, sem er litlu norðar en Reykjavík, eru þar 7 þorp en samtals búa ríflega 8.000 manns á þessu flærni. Þama eru risastórir jöklar, ótal firðir, vötn og víðáttur sem fáir hafa séð eða farið um. Norðar eru tvær óbyggðar eyjar sem báðar slaga hátt í ísland: Devon-eyja og Axel Heiberg-eyja, báðar með allstórum jöklum, en vestur af Baffins-eyju eru tvær nokkru minni eyjar: Somerset-eyja og Prince of Wales-eyja. Skammt norðan Somerset-eyju er lítil eyja sem heitir Cornwallis-eyja og þar er næstnyrsta þorp Kanada: Resolute Bay (Qausuittuq). Þorpið er samgöngumiðstöð fyrir norðurhluta Nunavut. Lengst í norður nær eyja sem er smækkuð mynd af Baffins-eyju og er hún um tvölfalt stærri en Islandi. Þetta er Ellesmere-eyja sem liggur samhliða Grænlandi en nær þó ekki al- veg eins langt út í Pólhafið og Grænland. Eyj- an er mjög vogskorin og hálend. Þar er eitt þorp, Grise Fiord (Aujuittuuq), með 180 íbú- um, allra syðst á eyjunni. Þorpið er nyrsti bær Kanada. Á vesturströndinni er veður- og vís- indastöðin Evreka og allra nyrst og austast er veður- og herstöðin Alert, nálægt 84. gr. n. br. Norðvestur-Grænland Örstutt, 25 km, er frá Ellesmere-eyju til norðvesturstrandar Grænlands. Þar er ein af- skekktasta byggð þess mikla lands. Nærri 90% allra Grænlendinga (sem eru alls 55.000) búa á svæði frá suðurodda Grænlands (Nanortalik) norður með vesturströndinni til Diskó-flóans eða þar um bil (til Ummanaq). Þar fyrir norðan er einn umtalsverður bær, Upernavik, uns komið er að svæði í kringum Thule-herstöðina (Pitufik). Þar er Qaanaq og nágrenni, eða Thule, nyrsta byggða hérað Grænlands. Inúítarnir í Thule voru lengi ein- angraðir, líkt og Austur-Grænlendingar og tala því grænlensku (inughuit-málið) nokkuð frábrugðna venjulegri tungu vesturstrandar- innar. * Thule-héraðið (Avanersuup kommunea á grænlensku) nær yfir 245.500 ferkílómetra eða næiri tvisvar og hálfum sinnum stærra svæði en ísland. Einungis 20.500 ferkm eru íslausir. Þarna búa 857 manns, þar af ríflega 500 í Qa- anaq, en auk bæjarins eru 5 lítil þorp í héraðinu. Qaanaq er rúmum 100 km norðan við herstöðina en bærinn var byggður 1953 er fólk var flutt burt úr nágrenni hennar. Allra nyrst er Siorapaluk sem er nyrsta byggð heims ásamt með rússnesku og norsku bæjun- um á Svalbarða. í Thule lifir fólk fyrst og fremst af veiðum. Þar er gnótt sela, rostunga og náhvala, mikið um hvítabirni, ref og snæhéra en helsti nytjafuglinn er haftyrðill. Eins og í Nunavut eru hundasleðar ómissandi í vetrarveiðiferðum en litlir vélbátar eru notaðir á hinum stuttu sumrum. Allmargir ferðamenn koma árlega til Qa- anaq um Pitufik, en Bandaríkjamenn eru lítt hrifnir af umferðinni. Nú er unnið að gerð nýs flugvallar við Qaanaq en hingað til hefur aðeins verið unnt að lenda þar á þyrlu eða skíðaflugvél vetrarlangt úti á ísnum. Norðurferðir Fáir Islendingar hafa verið í Qaanaq fram til þessa. Þangað er aðeins flogið frá Syðri- Straumfirði og er þá meðtalinn þyrluleggur frá Pitufik til Qaanaq. Norður-Grænland er sér- stætt veiðimannasamfélag og þar er margt að skoða, bæði vetur og sumar. Ef til vill sjá ein- hverjir almennir ferðamenn tilgang í að kynn- ast þessu hánorræna samfélagi og óviðjafnan- legri náttúru þessa svæðis. íslenskir aðilar munu vinna að flugvallargerðinni nyrðra og kannski verður það til þess að treysta böndin ♦milli íslands og Thule. Enn færri Islendingar hafa ferðast eitthvað að ráði um Nunavut. Þangað eru tvennar dyr helstar: Iqaluit og Resolute Bay, en báðir bæimir era í þotuflugleið frá stóru borgum Kanada, t.d. Montreal. Nokkur smærri flug- félög (t.d. First Air) sjá um að þjóna flest öllum bæjum, en til sumra þorpanna verður aðeins komist á sleða eða báti. Tugir aðila í ferðaþjón- ustu bjóða upp á margvíslega afþreyingu og alls staðar er unnt að kaupa gistingu og mat. Þarna bíða nærri tvær milljónir ferkílómetra eftir forvitnum Islendingum að feta í fótspor Vilhjálms Stefánssonar eða Roalds Aamund- sens eða Bjarna Herjólfssonar. Bæði í Grænlandi og Nunavut er unnt að nálgast kjaraa norðurhjarans: Víðátturnar, hvíta frerann, stjálbýlið, ríkulegt veiðimanna- og menningarsamfélagið og sérstæða birtuna. Þar komast menn, líkt og sums staðar á Is- landi, alveg inn að ljóssins hjarta. KÍNVERSKA ljóðskáldið Dong Jiping hefur undanfarin tæp þrjú ár unnið að þýðingum á íslenskum nútímaljóðum, sem gefin eru út í sýnisbók þessar vikurnar. Bókin nefnist Tím- inn og vatnið: íslensk nútímaljóðlist og kemur út í stórborginni Tsjungking, sem er heimaborg þýðandans og eitt helsta menningarsetur í Kína. Útgefandinn er Dun Hung listaverka- og bókaútgáfa. Tildrög framtaksins voru þau, að árið 1993 tók Dong Jiping þátt í „International Writing Program“ við Iowa-háskóla í Band- aríkjunum, sem nokkrir íslenskir höfundar hafa átt aðild að, meðal þeirra Guðmundur Steinsson, Guðbergur Bergsson, Birgir Sig- urðsson, Steinunn Sigurðardóttir og undir- ritaður. Hreifst af íslenslcri Ijóðlist í Iowa komst Dong Jiping fyrsta sinni í tæri við íslenska ljóðlist, þegar hann fékk í hendur sýnisbókina The Postwar Poetry of Iceland, sem hafði að geyma 350 ljóð eftir 28 skáld. Hafði hún komið út hjá Háskólaútgáf- unni í Iowa árið 1982. Til marks um viðtök- urnar sem bókin fékk vestanhafs má vitna í ritdóm eftir Peter Firchow, rithöfund og bókmenntaprófessor við Minnesota-háskóla, sern birtist í vorhefti Scandinavian Studies 1984: „Það er gott að hafa fengið þetta ágæta safn samtímaljóðlistar á íslandi: gott í sjálfu sér vegna þess að stór hluti ljóðanna er góð- ur. En líka gott vegna þess að það er raun- verulega í ljóðlist, sem eðli þjóðar og tíma- bils kemur skýrast og best í ljós. Vilji menn komast að raun um hvernig sál íslands í samtíðinni er, þá ættu þeir ekki að leita uppi rit um sagnfræði eða félagsfræði. Þeir ættu að snúa sér að þessari bók.“ Dong Jiping varð svo hrifinn af ljóðunum í The Postwar Poetry of Iceland, að hann ein- setti sér að snúa einhverjum þeirra á kín- versku. Næsta skref var að snúa sér til íslenska utanríkisráðuneytisins og kanna með hvaða hætti hrinda mætti hugmyndinni í framkvæmd. Hjálmar W. Hannesson, þáverandi sendiherra í Peking, sýndi mál- inu mikinn áhuga og sömuleiðis Olafur Eg- ilsson núverandi sendiherra þar eystra. Var haft samband bæði við menntamál- aráðuneytið og mig persónulega, meðþví ég átti höfundarrétt að ljóðaþýðingunum í The Postwar Poetry of Iceland. Niðurstað- an varð sú að ég tókst á hendur að afla heimilda allra skálda sem áttu ljóð í bók- Dong Jiping hyggst ekki láta staðar numið við út- gáfuna á Ijóðasafninu, heldur halda áfram að pýða og kynna íslensk samtímaskáldverk. Hefég sent honum ein átta verk eftir samtímahöfunda, sem þýdd hafa verið og gefin út í Englandi. inni og útvega þýðingar á ljóðum einhverra yngri skálda. Svo vildi til að árið 1994 hafði komið út hjá Shad Thames Books í Lundúnum sýnis- bókin Brushstrokes of Blue með þýðingum á 50 ljóðum eftir 8 yngri skáld. Þar áttu þrír þýðendur hlut að máli. Ég hafði þýtt ljóð Lindu Vilhjálmsdóttur; Bernard Scudder hafði þýtt ljóðin eftir Gyrði Elíasson, Einar Má Guðmundsson, Braga Olafsson og Kristínu Ómarsdóttur; David McDuff hafði þýtt ljóðin eftir Sigfús Bjartmarsson, Elísa- beti Jökulsdóttur og Sjón. Að auki sendi Jónas Þorbjarnarson mér enskar þýðingar á eigin ljóðum. 37 íslensk skáld þýdd Hér voru þá komnar þýðingar á ríflega 400 ljóðum eftir 37 skáld sem máttu teljast spegla íslenska ljóðagerð eftir seinni heims- styrjöld, þó því færi vitanlega víðsfjarri að öll kurl væru til grafar komin. Ljóð eftir fjölmörg frambærileg skáld voru ekki tiltæk í enskum þýðingum, og við það varð að sitja. Dong Jiping valdi 226 ljóð til þýðinga í sýnisbók sína, sem er fyrsta meiriháttar kynning á íslenskri ljóðlist í Kína og raunar Asíu allri. Þegar öll leyfi voru fengin og verkið kom- ið á rekspöl, afréð Bókmenntakynningar- sjóður að veita þýðandanum 150.000 króna styrk og sömu upphæð veitti menntamál- aráðuneytið úr sérstökum sjóði. Þess má geta að Dong Jiping ritstýrir bókmenntatímariti sem nefnist Mánaðarrit ljóðlistar. Þar er fastur þáttur undir fyrir- sögninni „Öndvegisskáld tuttugustu aldar“. í þeim þætti birtist í öðru hefti liðins árs þýðing Dongs Jipings á ljóðabálkinum „Tímanum og vatninu" eftir Stein Steinarr. Farast þýðandanum svo orð, að mörg önd- vegisskáld aldarinnar hafi verið vanrækt í 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.