Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1998, Blaðsíða 7
Ragna Róbertsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur TVÖFALT LANDSLAG HEKLUMYNDIR. í huganum spretta fram ótal gömul landslagsmálverk. Ragna Róbertsdóttir fer aðra leið að viðfangsefninu í listsköpun sinni. Og verk hennar eru jafnvel enn meiri Heklu- myndir en þær sem dregnar eru pensli með ol- íu á striga, því þau eru gerð úr efni fjallsins sjálfs. Heklumyndirnar vinnur Ragna iðulega beint á veggi þess rýmis þar sem sýningin fer fram hverju sinni. Stærð verkanna er miðuð út frá stærð glugganna í salnum og hverju verki stillt upp við hlið glugga svo myndin tekur ekki síður mið af útsýni gluggans en innihaldi sínu, fínlegum hraunvikrinum, í tvöfaldri landslagssýn. „Á stundum minna steinarnir á hrúður á hvítum veggjunum sem virðast bylgjast um- hverfis það. Á öðrum tímum sýnist manni dökkt efnið hopa inn í vegginn eins og göt í ósnortið yfirborð hans. En jafnvel þótt stein- arnir renni um tíma saman í fljótandi fleti birt- ist sérhver þeirra á ný sem sértækt atvik í stærra samhengi," segir Eva Heisler í sýning- arskrá. „Raunar væri hægt að halda því fram að það sé hinn strangi einfaldleiki í myndmáli Rögnu sem tjáir efnislega tilvist Heklu með trúverðugustum hætti.“ Morgunblaöiö/Arnaldur Ragnheiður Hrafnkelsdóttir. VARÐVEISLA ANDARTAKSINS VERK Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur eru gáskafull könnun á þeim geymsluaðferðum sem eru kjarni heimilislífsins - frá tilrauninni til að festa á filmu þau undur sem börnin okkai- eru og gera, yfír í jarðbundnari gjörðir á borð við það að forða mat frá skemmdum." Þannig hefst lýsing Evu Heisler á verkum listamannsins í sýningarskrá. „En hvað nú ef allar tilraunir okkar til að strjúka og aðlaga, móta, geyma og varðveita eru ekkert annað en mótun tómsins?" spyr hún síðar. Hér er á ferðinni innsetning með ljós- myndum og formum mótuðum úr álpappír sem áður hefur verið strekktur yfír matarílát af ýmsum stærðum, og liggja þau ofurvið- kvæm á víð og dreif í salnum. Þær eru líka viðkvæmnislegar ljósmyndirnar úr lífi fjöl- skyldu sem hafa verið klipptar til og festar á litað karton. Nokkuð sem við eigum frekar von á að berja augum í fjölskyldualbúmum eða á foreldradegi í skólanum, - undir þem- anu „Fjölskyldulíf*. Eva bendir í grein sinni á að ljósmyndimar byggist - eins og álpapp- írsformin - á fjarveru þess sem þær sýna: „Þær eru áminning um það að varðveisla andartaksins krefst þess að það hverfi.“ „Ég lifí ekki sér-listrænni tilveru," segir Ragnheiður. „Uppspretta listar minnar er mitt daglega líf og umhverfi.11 RANGEYGÐ OQ INNSKEIF ROMANTIK Á fimmtudag var opnuð sýning á nýjum verkum Sigurðar Guðmundssonar í Galleríi Ingólfsstræti 8. HULDA STEFANSDOTTIR forvitnaðist um hvað listamaðurinn væri að fást við núna og fékk m.a. að heyra um ferðir til Kína, rómantík og ógeð og ekki ógeð á eigin myndlist. ASÝNINGUNNI í Ing- ólfsstræti 8 em nokkur ný verk eftir Sigurð; skúlptúrar úr graníti ásamt teikningum og tveimur grafíkmyndum. Auk þess „flutti“ Sig- nrður skúlptúrinn Brúneygðan jökul og óperu kennda við dýr í Nýlistasafninu í gærkvöldi. Hann hefur farið þrjár ferðir til Suður-Kína að undan- förnu og hyggst halda þangað aftur að lok- inni íslandsheimsókn. Þar ætlai' Sigurður að hvíla sig á myndlist og sitja við skriftir næstu 7 mánuði í stóru húri sem hann leig- ir við strönd Xíanamen. „Ég þarf að kryfja ákveðin mál,“ útskýrir Sigurður. „Og von- andi á það eftir að_________________ skýra eitthvað fyrir mér síðar.“ Fyrst ætl- ar hann þó að fara til Dýrafjarðar og skoða hús, ekki til að flytja heim í nánustu fram- tíð segir hann en „ein- hvem tímann“ - en það fór ekki á milli mála við lestur Tabúla- rasa, fyrstu skáldsögu Sigurðar, um árið að löngunin eftir landinu er sterk. „Ég hef ekki áhuga á neinum listrænum tilþrifum í minni myndlist," segir Sig- urður. En hann hefur áhuga á e.k. abstrakt- expressjóniskri tján- ingu, formum sem era byggð á því fígúratífa án þess að vera bund- in veraleikanum. Hann kýs að nefna verk sín fremur en að láta þau standa án tit- ils en í þeim má ekki búa nein vísun til raunveruleikans eins og um eftirlíkingu þeirra væri að ræða. „Ég er með ofnæmi fyrir öllum nöfnum sem þýða eitthvað. Það er villandi að kalla fram titla á verk- in úr öðram heimi og passar ekki við mitt hugarfar." Hvild er heiti eins skúlptúranna. Á granítsteini liggur komma í stæði sem hefur verið mótað fyrir. „Ég hef verið svag iyrir kommum í mörg, mörg ár,“ segir Sig- urður. „Komman er alltaf þögn og þess vegna gerði ég kommu í hvíld.“ Skúlptúrinn Grænleitt er einfaldlega form höggvið út í grænleitan granítstein. Hvert verk er einstaklingur og Sigurður segist aldrei búa til sýningar, bara verk. Sömu formin koma aftur og aftur fyrir í verkunum og þó hann reyni af fremsta megni að gera eitthvað annað segist hann alltaf enda i þessum sömu formum; höfuð, hús, upphrópunarmerki á hvolfi, hringur, hálfhringur, kommur... Sigurður vitnar í orð Nietzches sem sagði að lífið fæli í sér að maður reyndi að verða sá sem maður er. „Mér leiðist þessi ríkjandi tilhneiging í list- Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson SIGURÐUR Guðmundsson sýnir ný verk sín í Galleríi Ingólfsstræti 8. „Ég held að það sé mun áhugaverðara að fylgja lóð- réttri hreyfingu á ákveðnu svæði í stað ríkjandi tilhneigingar i listum að fylgja ákveðnum formbylgjum, þar sem ein tekur við af annarri." um að fylgja ákveðnum formbylgjum, þar sem ein aldan tekur við af annarri og alltaf í þessum lágréttu bylgjum sem ganga yfir heiminn," segir Sigurður. „Hin leiðin, sem er tiltöllega ókönnuð, held ég að sé mun áhugaverðari og það er sú leið einstaklinga sem skapa list að fylgja lóðréttri hreyfíngu á ákveðnu svæði. Það væri hægt að koma á þennan stað og kanna hversu djúpt þessi lóðrétta lína nær, fara síðan burt og muna það.“ Hann lætur vel af ferðum sínum til Kína þangað sem hann sækir næði til skrifta. „Það hentar mér vel að skrifa á stað þar sem er talað tungumál sem ég skil ekki og enginn skilur mig. Svo er maturinn góður og fólkið sérstaklega vinsamlegt," segir Sigurður. Það veldur honum þó nokkru hugarangri að vera ekki haldinn sama ógeðinu á eigin mynd- list nú og hann var þegar hann tók til við að skrifa Tabúlarasa í sólinni í Portúgal. „Því miður. En ég ætla samt að taka mig úr umferð í myndlist- inni um tíma,“ segir hann og ef vel tekst til við skriftir er aldrei að vita nema önnur skáldsaga líti dagsins ljós. í kjölfarið fylgir saga af strætisvagna- ferðum í Kína þar sem innfæddir ruku jafnan upp til handa og fóta þegar Sigurð- ur birtist í vagninum og kepptust við að bjóða honum sætið sitt. Öflug mótmæli hans skiluðu engum árangri og var hann jafnharðan leiddur til sætis. „í fyrstu hélt ég kannski að þetta væri vegna virðingar þeirra fyrir Vestur- landabúum en síðan áttaði ég mig á því að Kínverjar verða ekki gráhærðir fyrr en eft- ir 75 ára aldur. Svo þeir hafa litið á þennan gráhærða mann sem ég er og hugsa með sér: „Aumingja maðurinn, hann verður að setjast.““ Teikningarnar á sýningunni eru lita- bókamyndir þar sem listamaðurinn hefur bætt við eigin myndum í hvítar eyður á myndunum. Og eftir að hafa skoðað grafík- myndirnar tvær á sýningunni kemur manni ekki lengur á óvart sá rómantíski þráður sem gengur í gegnum list Sigurðar. Fráafatilafa heita myndir sem hann til- einkar öfum sínum, skáldunum Sigurði Sigurðssyni frá Arnarholti og séra Árna Þórarinssyni frá Steinhamri. Hann viður- kennir fúslega að vera rómantíker. „Þó að mér falli betur rið harða rómantík en mjúka. Ekki rómantík í merkingunni kertaljós og væmni heldur svona rang- eygða og innskeifa rómantík. i- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚNÍ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.