TÝmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbˇk Morgunbla­sins

and  
M T W T F S S
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunbla­i­


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbˇk Morgunbla­sins

						-f

STOFA í einbýlishúsi í Reykjavík, að líkindum

í einu af hinum gullfallegu húsum sem Sig-

valdi Thordarson teiknaði á sjöunda ára-

tugnum. Hér hefur verið unnið af miklu ör-

yggi með formið og ólík byggingarefni kall-

ast á: Múrsteinn í kringum arininn, hjálmur

yfir honum og reykháfur úr járni, svartbikaðir

bitar sem mynda einskonar falskt loft undir

plötuklæðningu. Teppi er á gólfi og yfir pí-

anóinu er landslagsmynd sem gæti verið eft-

ir Ásgrím. Þótt áratugir séu liðnir er óvfst að

betur hafi verið gert síðan.

PAÐ GERIST ekki betra þótt áratugir hafi lið-

ið: Barnaherbergi og bókakrókur í húsi á

Akureyri. Allt sérsmíðað, enda var húsbónd-

inn, Nói f Valbjörk, allt í senn; hönnuður,

smiður og húsgagnakaupmaður.

um, mátti heita að hillukerfi sem kennt var

við Hansa gengi eins og rauður þráður í gegn-

um allar nýlegar íbúðir á sjöunda áratugun-

um. Þær voru ævinlega úr tekki og mátti

heita að þær útrýmdu hefðbundnum bóka-

skápum. Stofuskápurinn, sérstakt fyrirbæri

sem kom upp hafði komið á árunum eftir

stríðið og var geymslustaður fyrir fjölskyldu-

myndirnar og sparistellin með einskonar sýn-

ingarglugga efst, var nú útlægur ger, en

skápar tengdir hansahillunum komu í staðinn.

Myndlýsing: Guðný Svava Strandberg.

RÚTAN

ORSAGA EFTIR

MARGRÉTI ÁSGEIRSDÓTTUR

HRÍÐIN lamdi utan lítinn fjögurra rúðu

glugga hins gamla gisthúss Grænumýra-

tungu. Hvítt hreint teppi, hráslagi, við-

kunnanleg notalegheit.

Ruðst inn með fyrirgangi - rólegar æðru-

lausar viðtökur. Ekki tafið. Þrír menn klæðast

hlífðarfötum í flýti og svo ekur jeppi úr hlaði,

út í illfært hríðarveðrið og snjókyngina.

Morguninn eftir hafði birt örlitið til. Við vor-

um vakin snemma og sagt að rútan væri að

brjótast til okkar frá gististaðnum í skólanum.

Við biðum og biðin var orðin töluverð. Fátt var

talað meðan við drukkum kaffi í morgunsárinu,

hver sat og hugsaði sitt. Ferð í hæpnu veðurút-

liti fram undan yfir fannkyngdan veg og illfær-

an - jafnvel ófæran í gömlum rútubíl en með

harðduglegum bílstjóra. Best að treysta Guði

og lukkunni, en sakaði þó varla að vera sjálfur í

ráðum. Og svo atburðir kvöldsins áður.

Eftir að tvisvar hafði verið drukkið morgun-

kaffi og enn bið eftir rútunni, sem við höfðum

þó fylgst með í gegn um sveitasímann á bæjun-

um út með firðinum og hafði mjakast í

námunda við okkur, og okkur sagt að bílstjór-

inn myndi koma inn og fá sér hressingu og

taka okkur svo um leið. Nú var eins og losnaði

aðeins um tunguhaftið hjá þeim sem biðu:

„Fórst þú með hann?" „Já, við fórum þrír."

„Var hann erfiður?" „Jaha - Ne-i, hann var það

nú eiginlega ekki. Það var svolítið æði á honum

fyrst, en svo varð hann sæmilega rólegur."

„Varstu var við þegar hann kom?" „Ég var

ekki farinn að hátta og fór fram. Þeir feðgar

voru þá að reyna að tala við hann og svo

ákváðu þeir bara að keyra hann út eftir, annað

varla vogandi. Hann leit út fyrir að vera að fá

algjört æði. Svo fékk hann sprautu strax og

hann kom út eftir."

Nú, heyrðist í bíl og nokkru eftir sást rútan

mjakast eftir beygjunni heim að bænum. Var

nú enn drukkið kaffi og svo stigið í bílinn sem

skrönglaðist áleiðis yfir misjafnlega háa og

misharða skafla. Oft varð að stoppa til að moka

frá hjólunum. Tveim tímum eftir hádegi vorum

við farin að nálgast háheiðina. Þessi smáspölur

sem maður ók á nokkrum mínútum að sumrinu

ætlaði sannarlega að reynast drjúgur farar-

tálmi á leið okkar suður.

Um kaffileytið vorum við komin í brekkuna

upp á næst síðustu bungu heiðarinnar áður en

sæluhúsinu væri náð, og þar með háheiðinni.

Kaffið sem við höfðum drukkið um morguninn

var nú farið að segja til sín og tíndust karl-

mennirnir aftur fyrir bflinn, einn af öðrum, en

konurnar tvær sátu enn. Skafmold hafði verið

nokkur og sást skammt frá bflnum, en nú lægði

nokkuð og kom þá í ljós vörubfll, hálfur út af

veginum, opin önnur hurðin og slóst til í vind-

inum. Önnur konan reis á fætur og gekk út úr

bílnum og hvarf svo fljótlega í kófið. Hún gekk

þennan spöl að vörubílnum - rösklega - og lok-

aði hurðinni um leið og hún gekk aftur með

honum og fór síðan á bak við hann. Skömmu

síðar gekk hún sömu leið til baka.

Allir voru nú inni í rútunni og í áköfum sam-

ræðum og smámsaman fékk sú nýkomna sam-

hengi. „Víst er þetta bfllinn hans sem hann

hljóp frá í gær. Og þú sást hann? Hann stóð

þarna við bflinn rétt áðan, við sáum hann hérna

þrjú." „Vitið þið eitthvað hvernig þetta gerð-

ist?" „Já, þeir voru á skytteríi á heiðinni í

fyrra. Voru vlst ekki alveg allsgáðir - voru

orðnir villtir og fóru svo eitthvað að rífast um

stefnuna til byggða. Skyldu svo í styttingi og

fóru svo hvor í sína áttina. Hann ranglaði svo

alla nóttina og komst til byggða daginn eftir og

sagði til hins. Þá var farið að leita - og hann

fannst svo seinni partinn - frosinn niður. Þetta

var að haustlagi og mig minnir að þá hafi verið

fyrstu næturfrostin. Þeir töldu hann hafa sofn-

að. - Já, og svo í gær, þá sá hann hann alltaf í

yósunum - beint fyrir framan, eða á hlið við sig

_ þangað til hann þoldi ekki meira, enda bíllinn

þá kominn út af - og hann bara hljóp í einum

spretti niður alla heiðina - það var ekki kominn

svo mikill snjór þá. Honum tókst víst að fylgja

veginum. Hann sagði að hinn hefði alltaf verið

á hælunum á sér - alla leiðina, enda var hann

nærri sprunginn þegar hann náði bænum. Þeir

þorðu ekki annað en fara með hann strax -

eins og veðrið þó var, héldu að hann væri að

tapa sér. Og svo sáuð þið núna - þarna við

hægra hornið á bílnum - hvarf svo."

Sú nýkomna sagði: „Sáuð þið draug hjá bfln-

um?" Svörin voru dræm - litið í gaupnir sér -

iðað svolítið. „Ja-á við sáum þarna eitthvað við

bflinn - við sáum það öll." „Þið hafið séð mig -

ég var hjá bflnum." Andlitin voru tóm, svo

móðguð - ekkert svar. „Þið sáuð mig fara út?"

„Jú, við sáum það," sagði einhver og bætti við

dauft - „en hann lokaði bflnum." „Ég lokaði

bílnum - komið út - ég skal sýna ykkur sporin

mín," og sú nýkomna stökk niður af rútunni.

Tveir fylgdu á eftir - og svo sá þriðji. „Sjáið

þið, þetta er slóðin mín, ég labbaði að bílnum

og aftur fyrir hann og lokaði honum í leiðinni."

Efasvipur á andlitunum - ekkert sagt. „Þið

sjáið að þetta eru mín spor - sko ég passa al-

veg í þau, þau breytast sko ekki þó ég stígi í

þau aftur - og haldið þið að draugurinn eigi

virkilega þessi spor? Sko, þau liggja beint upp

að bílnum og sjáið þið traðkið þar sem ég stóð

við að loka hurðinni?"

Efí í hverju andliti. Sú nýkomna sneri nú til

rútunnar og inn og settist. Þeir sem inni voru

voru hneykslaðir á svip, eins og þeir hefðu orð-

ið vitni að guðlasti. Fátt var sagt. En þegar

hún leit út um glugga rútunnar, sá hún tvo

menn þræða sporaslóð sína til vörubílsins -

hægt og horfðu niður.

Höfundurinn er myndlistarkona og spókona.

SIGURÐUR

HARÐARSON

ÁSTIN Á TÍMUM

VÍKINGANNA

Inn í hvítskúraða

mjúkteppalagða

prinsessuhöUina

skal ég brjótast

Sprengja upp fjárhirslur

tilfinninga þinna

Sveigja þær og beygja

svo brothættar

Rembihnýta við mínar

ósveigjanlegar

Aldrei framar

ófunda hundinn þinn

eða

kannski ég bara

leysist upp

og líði

sem hófugur ilmur reykelsis

uppafvörmu spori nakins fótar

Dansi við sofandi

andardrátt þinn

(fuglinn með nef undir væng)

áður en ég

blandast morgunþokunni

fyrir utan gluggann

Þúsjáirmig

einusinni

áður en hvessir.

Höfundur er nemi í hjúkrunarfræði.

LEIFUR

MAGNÚSSON

MINNING

Þung þykja mér

jbessi lokaskref með þér.

Dauðinn er ekki flík sem fer þér.

Þúert

afl, styrkur

áræði, staðfesta

enníhugamér.

Afls mér enn

og aftur vitnast vaM.

Það var kraftur íþínu hinsta taki.

Höfundurinn er tölvunarfraeðingur.

GUÐNY

HARÐARDÓTTIR

TÁR

KÆRLEIKANS

Hjarta þitt er perla

hrein og tær

í lokaðri skel.

Kreppt lúkan yfir

stirð,

því enginn hefir

náð til hjartans.

Opnist lúkan

lyki upp

fölleitri perlu

tári kærieikans.

Höfundurinn er forstjóri í Reykjavík.

H-

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 25. JÚli 1998   7

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16