Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						HEIMAR
HINNA
DAUÐU
EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON
Kaþólska kirkjan bannaði gllg andatrú, en sumir
klerkar mótmælendakirknanna hafa aðhyllst þessar
kenningar. Tilgangurinn er breyttur frá því sem var.
Fyrri alda særingamenn leituðust vio að ná valdi á
sálum framliðinna, en sálarrannsakendur telja sig
fá fullvissu um líf eftir líkamsdauðann.
EFNISHEIMURINN, umhverfí
og barátta mannanna við óblíð
náttúruöfl var frumstæðum
mönnum jafnmikil staðreynd og
heimar andanna. Animisminn eða
sú trú að allir hlutir séu lifandi í
sjálfu sér og að heimurinn sé full-
ur af hliðhollum og fjandsamleg-
um öflum, góðum og illum öndum, gerði mönn-
um ljóst að fleira var í heiminum en séð varð í
vöku. Trúin á aðra heima, heima bak við þenn-
an heim lauk upp nýjum víddum í meðvitund
mannsins. Menn urðu að hlýða þeim boðum
sem þeim bárust í draumum og með táknum
og óútskýranlegum fyrirburðum í vöku. Það
kom að því að menn hlutu að starfa og álykta
samkvæmt vilja æðri afla og hlýða boðum guð-
anna. Meðvitund manna var tengd vilja guð-
anna. Odysseifur hlýddi fyrirmælum Aþenu,
sem honum bárust í draumum.
Guðir og vættir birtu vilja sinn ýmist í
draumum eða í vöku, sama var uppi á teningn-
um varðandi framliðið fólk, svipir þess voru á
sveimi bæði í draumum og í vöku. Þessi vissa
um heima og tilveru hinna dauðu forðaði
mannheimi frá því að lokast af í hrárri nauð-
syn raunheimsins, umhverfis fullnægingu
frumstæðustu og eiginlegustu hvata dýr-
heimsins og drabba þar með niður í grófustu
efnishyggju. Því gerist það oft nú á dögum, að
þegar frumstæðir þjóðflokkar glata heims-
mynd sinni eða barnatrú og kynnast viðhorf-
um alls óskyldra menningarsvæða, mórölskum
kröfum og vísindahyggju í formi þess sem
Danir nefna „populær videnskap", að þessir
þjóðflokkar og þjóðir verða mjög veikar fyrir
þeim kenningum, sem eiga sér forsendur í
grófustu efnishyggju og paradísarhugmynd-
um um sæluríki í nánustu framtíð. Þessar hug-
myndir leiða síðan frumstæðar þjóðir og aðrar
í blindgötu og til algjörrar úrkynjunar og and-
legs dauða.
Draumar voru því frumástæðan fyrir trú
manna á drauga, vofur og svipi. Þessi fyrir-
brigði voru og eru staðreynd. Látið fólk birtist
í draumi og því var því trúað að þar hafi farið
svipur hins framliðna og hlýða bæri kalli hans
og fyrirmælum. Nú á dögum eru svipir og vof-
ur oft taldar stafa af sálrænum truflunum við-
komandi, taldar til ofskynjana, en hvar eru
skilin milli skynjana og ofskynjana? Nútíma-
menn miða oftast við skynsemina sem
mælistiku, raunskynið og raunheimurinn er
aðskilinn dulvituðum orsökum, sem taka á sig
myndir og tákn í draumum, oft mynd látinna
persóna. Sama er uppi á teningnum í miðils-
dái. Reynt hefur verið að skýra svipi og vofur
sem frávarp (prójektion) úr dulvitund, og þar
með er frávarpið gert hlutlægt. Sterk öfl
magnast svo dulvitað að þau taka á sig mynd í
vöku. Tilraunir sálfræðinga til skýringa á dul-
arfullum fyrirbrigðum, svipum, vofum, aftur-
göngum og draugum afsanna alls ekki tilveru
þessara fyrirbrigða. Sálfræðin leitast við að
skýra það sem birtist í hugarheimi mannsins
og verkanir þess á hann og það sem maðurinn
telur sig skilja, en ekki hin yfirskilvitlegu fyr-
irbrigði í sjálfu sér. Tilvist fyrirbrigðanna utan
mannshugarins, er því ógertlegt að „sanna",
en þau geta þó engu að síður átt sér sjálfstæða
tilvist utan mannshugarins og ef svo er þá
lýkst upp hinn forni heimur magíunnar, veröld
þar sem náttúran var lífi gædd. Vissan um til-
veru anda og vætta og um heima bak við þenn-
an heim var og er staðreynd, sem hefur oft
mótað afstöðu manna meira en raunskynið, í
nútíma merkingu hugtaksins. Menn leituðu
hjálpar í sjúkdómum og náttúruhamförum til
heimsins bak við heiminn, til anda, guða og
vætta og ráða hjá framliðnum. Lækningar
voru að miklu leyti magískar og huglækningar
nútímans eru af sama toga.
Trúin á annað líf og þar af leiðandi trú á
anda, afturgöngur og drauga var viðurkennd
staðreynd hér á landi um aldir og er enn.
Landnámsmenn álitu að lík framliðinna Iifðu
áfram, meðan þau voru ófúin og að menn
gengju aftur svo lengi sem fúinn vann ekki á
þeim. Svipir hinna dauðu voru á reiki, margir
fóru til Heljar, Valhallar (vopndauðir), það var
krökkt af öndum af ýmsu tagi og ferðir þeirra
lágu víða, sumir hurfu í fjöll aðrir höfðust við í
haugum sínum. Með kristninni koma himna-
ríki, hreinsunareldur og helvíti, en vistin var
alls ekki vís strax við andlátið, kenningar voru
uppi um að kristnir menn svæfu í gröfum sín-
um til dómsdags. Þótt kirkjan amaðist við
draugatrú og annarri fornri hjátrú, lifði trúin
á drauga góðu lífi. Sumir lifðu í gröfum sínum
og gengu stundum aftur, líkaminn var þá á
sveimi og ef draugurinn var illur viðureignar
og leitaði á menn, þá var ráðið að brenna lík-
amann, skera höfuðið af og leggja við þjóið.
Þessi trú þýddi að draugurinn var talinnlíkam-
legur. Hatur, illvilji og afbrýðisemi var oftast
orsök þess, að menn gengu aftur. En máttur
þeirra dvínaði eftir því sem rotnunin jókst.
Huldir heimar tóku myndbreytingum við
kristnina. Kenningar kirkjunnar um aðra
heima tóku að móta hugarheimana og votta
það kristnar vitranasögur, sögur um sýn inn í
aðra heima, sem hafa á sér kristið yfirbragð.
Draugar verða ekki eíns hættulegir eftir að
menn kynntust aðferðum kirkjunnar til að yf-
irbuga ill öfl og þar með drauga, hvíti galdur
kirkjunnar var máttugri en aðsókn illra anda
eða afturgangna. Signingin nægði eða helgað
vatn. Þar með dró úr draugatrú og einkum
óttanum við drauga. Með lútherstrú verður
annar heimur uggvænlegri að  því leyti að
hreinsunareldurinn "hvarf. Þótt tíminn gæti
orðið allt upp í 10.000 ár í hreinsunareldinum,
þá var þar von, en í helvíti lútherstrúar var
engin von. Því hefur óttinn magnast og þar
með óttinn við ill öfl og drauga. Draugarnir
magnast eftir því sem dregur úr ginnhelgi
náðarmeðala kirkjunnar. I útlendum ferða- og
landlýsingaritum kvað mikið að því, að höf-
undarnir lýstu magnaðri hjátrú Islendinga á
16. og 17. öld, einkum varðandi svipi og
drauga. Galdrafárið á 17. öld varð til að magna
draugatrúna og einnig trúna á djöfulinn og ára
hans, en sú trú var forsenda galdratrúarinnar.
Þótt Brynjólfur biskup Sveinsson teldi hinn
magnaða ótta við djöfulinn og galdramenn
meira en hæpinn, megnaði það ekki að slæva
ótta þeirra, sem gjörst þóttust þekkja þessi
fyrirbrigði. Fyrsta söfhun þjóðsagna hófst
með Arna Magnússyni fyrir 1689. Hann skrif-
ar Birni Þorleifssyni Hólabiskup fyrir og eftir
aldamótin 1700 og biður hann um að safna fyr-
ir sig sögum um Sæmund fróða „hversu
heimskulegar sem þær eru" (úr bréfi 25. maí
1701). Árni og Björn litu á þjóðsögur og
draugasögur sem „fabúlur". En meðal þjóðar-
innar lifði þessi trú góðu lífi, þjóðarinnar í
merkingunni almenningur. Og þessi trú á
drauga var mjög forn eins og reyndar trú á
kukl og varnargaldur, eldri en kristnin í land-
inu. Heimur miðaldamannsins var iðandi af
öndum eins og áður segir og á frummiðöldum
og reyndar fram undir daga Dantes var greið
leið milli þessa heims og annars heims, eins og
sjá má af vitranasögum. Og þegar svo hagaði
til, þá var svipur framliðins algjör raunveru-
leiki. Þar sem kristinna áhrifa gætti ekki fyrr
en árþúsundi eftir stofnun kirkjunnar á hvíta-
sunnudag snemma á fyrstu öld e.Kr. lifði eðli-
lega lengi í glæðum fornra trúarbragða. Frjó-
semistrú, náttúrudýrkun, álfa- og vættatrú
lifði áfram og þar með forn mynd draugatrúar.
Klerkar prédikuðu stíft gegn fornum bábiljum
en sú upplýsing mótaði seint meðvitund al-
múga og höfðingja og samkvæmt kenningu
kirkjunnar var annað líf ekki minni staðreynd
en hugmyndir fornra trúarbragða um aðra
heima. Því var andatrúin jafnmikil staðreynd
fyrir og eftir kristnitöku. Eitt var það sem
rýrði aðhald kirkjunnar hér á landi í saman-
burði við evrópskar aðstæður, sem var dreif-
býlið. Það var auðveldara að staðla almenning
til vissrar meðvitundar þar sem fólk bjó í
þorpum eða bæjum en í miklu dreifbýli. Því
varð dreifbýlið til þess að halda við fomri með-
vitund um eðli annarra heima og þar með ým-
iss konar svokallaðri „hjátrú". Enn var eitt
sem hamlaði breytingum í trúarvitund og nýj-
ungum, sem reyndar voru fremur sjaldgæfar
fyrr á öldum, en það var einangrun byggð-
anna. Fólk lifði oftast á sama skikanum allt
sitt líf, var bundið byggðarlaginu og arfsögn-
um þess. Sumar sóknir landsins voru hrein-
lega einangraðar svo, að sakamenn gátu leitað
þar hælis og jafnvel búið þar óáreittir árum
saman. Talið var t.d. að forn vitneskja og fjöl-
kynngi lifði góðu lífi á Hornströndum og var
lítið gert til þess að hamla gegn því.
Hugarheimur landsmanna var mjög mótað-
ur af fornum minnum, arfsögnum og þegar
kemur fram á síðari aldir, af venjum úr páfa-
dómi. Þjóðfélagið var því lítt breytt að ýmsu
leyti um aldir. Því var mjög eðlilegt að venjur
og trú jafnvel úr heiðni héldu áhrifamætti sín-
um og þar með fylgdi trú á anda og drauga,
sem lifði og lifir jafnvel miðaldasamfélagið.
Divination eða „uppgötvun með yfirskilvit-
legum hætti" eða töfrum er þáttur margra
trúarbragða. Á dögum Rómverja og Grikkja
trúðu menn að guðirnir létu vilja sinn i ljós í
draumum og spáprestarnir eða gyðjurnar í
Delfi sögðu fram óorðna hluti í dásvefni. Með
því að liggja úti á krossgötum á vissum tímum,
gátu menn öðlast uppfyllingu óska sinna og
vona. Merkisdagar voru þýðingarmiklir í
þessu sambandi.
Frægustu dæmin og þau sem oftast er vitn-
að til um særingar eru í Odysseifskviðu og Bi-
blíunni. í Draugablótsþætti Odysseifskviðu
segir frá særingum Kirku og svipum hinna
dauðu úr undirheimum, sem segja fyrir um
óorðna atburði, þegar þeir höfðu drukkið blóð
fórnardýra. í Biblíunni eru fyrirmæli um
galdrakonur: „Eigi skalt þú láta galdrakonu
lífi halda." (II. Mósebók 22:18), en út af þessu
brá Sál, þótt hann hefði gert þjónustuanda og
spásagnamenn útlæga, er hann leitaði til spá-
sagnakonu, eða konu sem hafði þjónustuanda,
vegna yfirvofandi hættu. Spákonan særði sáí
Samúels til að koma til fundar við Sál, en
hann var síðastur hinna fornu spámanna og
trúarleiðtoga Gyðinga (Samúelsbók I. 28). I
fimmtándu aldar handriti, sem varðveitt er í
ríkisskjalasafninu í Munchen er að finna ítar-
legustu lýsingar á aðferðum særingamanna á
síðari hluta miðalda. Þjónustuandarnir sem
særðir eru fram eru djöflar, sem nota á til
ýmiss konar viðvika fyrir hagsmunaaðila. Á
tólftu öld varð mikil breyting á heimsmynd
Evrópumanna við nánari tengsli við arabísk
fræði, um hundrað verk arabískra höfunda
voru þá þýdd á latínu. Mörg þessara verka
vörðuðu stjörnuspár og galdra og þar flutu
6     LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. SEPTEMBER 1998
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20