Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 4
Ljósm.Lesbók/GS. SEÐ HEIM að Bræðratungu sunnan frá. Sveinn bóndi stendur á kálakri, vestast og lengst til vinstri er íbúðarhúsið, þá búpeningshús, en austast stendur kirkjan. BRÆÐRATUNGA- HÖFUÐBÓL • • OG SOGUSTAÐUR i ASuðurlandi og raunar á öllu íslandi er ekki víða til fegurra og víðfeðmara út- sýni en frá Bræðratungu í Biskupstungum og má segja að einu gildi hvert litið er. Að vísu er það svo að fegurðin er afstætt og ómælanlegt hugtak og sumum þykir ugg- laust að óvenjulega víðáttumikil tún út frá háum bæjarásnum, sumpart sundurskorin af skurðum, séu full einsleit; græni liturinn ein- ráður að sumarlagi hvert sem litið er. Um- fram allt er það búsældarlegt. En útsýnið er „panorama“ eins og það er nefnt á alþjóða- vísu og gesturinn sem virðir það fyrir sér af hlaðinu í Bræðratungu, staðnæmist umfram allt við það sem hann sér í fjarlægð, jafnvel úti við sjóndeildarhring. í suðausturátt rísa ásamir austan Hvítár og Hreppafjöllin yfir breiður túna sem sýnast ævintýralegar að víðáttu, en Hvítá rennur handan þeirra og dreifir sér mjög á kafla á breiðum eyrum. Alfaraleið yfir ána var þó ekki þar, heldur á Kópsvatnseyrum, lítið eitt ofar. Handan árinnar blasa við bæir í Hruna- mannahreppi, ísabakki og Hvítárholt á ár- bakkanum eru þeirra næstir, en fjær sést þéttbýlið á Flúðum. Ofan við Hvítárholt er fyrirhuguð brú á Hvítá og langþráður vegur sem skerðir að vísu túnin í Bræðratungu, en mun tengja saman tvær blómlegar sveitir, Biskupstungur og Hrunamannahrepp. I Vesturátt sést yfir bæinn á Hvítárbakka, sem áður hét Halakot og stendur fremst á ásn- um. Nú hefur sú jörð ásamt Lambhústúni, lítið eitt norðar, verið keypt og lögð undir Bræðra- tungu. I vesturátt rísa Vörðufell, Ingólfsfjall og Mosfell, en nær sést yfir Tungueyju og fram í EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Bræðratungq var lengi eitt helzta valda- og embæitis- mannasetur á Suðurlandi en þeim kapítula lauk fyrir meira en hálfri annarri öld. I nútímanum hafa landkostir hinsvegar verið nýttir þar á þann veg að nú er hægt að reka á jörðinni eitt alstærsta bú sem til er á landinu öllu. ALTARISTAFLAN f Tungukirkju, eftirmynd eftir kvöldmáltíðarmynd Leonardos da Vinci eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð, eitt sárafárra verka sem varðveizt hafa eftir hann. Sporð, þar sem Hvítár og Tungufljót renna saman. Þegar lengra er litið til norðvesturs eru ræktaðar víðáttur milli skurða í forgrunni, en fjær breiðir PoUengið úr sér meðfram Tungufljóti, áður talið eitt bezta flæðiengi landsins. Enn bylgjast störin þar eins og áður en þessar grasnytjar, sem áður fyrr voru svo dýrmætar, koma nú engum að gagni. Yfir Pollengið ber klettana sunnan í Reyk- holti, handan Fljótsins, og lengra til norðurs er Fellsfjall, kjarri vaxin hæð, og stendur engan veginn undir nafni sem fjall, en skyggir heldur ekki á neitt af því sem fegurst er í þessari fjarvídd: Fjallaröðina vestan frá Laugardalsfjöllum í Rauðafell, Brúarárskörð, Högnhöfða, Bjamarfell, Kálfstinda og síðan röð Jarlhettanna, sem ber svo tignarlega í Langjökul. Raunar sést jökullinn einnig í gegnum Brúarárskörð. En austar eru ná- grannabæimir Ásakot, þar sem enn er búið, og Galtalækur sem nú er án búskapar. Fjær, út á bakka Tungufljóts, er bærinn Krókur þar sem ferjustaðurinn var. Fyrr á ámm fengu Tunguhverfingar sig blauta og kalda í mjólk- urflutningum yfir ána sem þá var jökulvatn og á vetmm geta myndazt þar háar skarir. Nú hefur Tungufljót fengið á sig bláan og tæran svip bergvatnsár eftir að Farinu var veitt austur í Hvítá með stíflu við Sandvatn á Haukadalsheiði. Samgönguleysið í Tunguhverfi og nálægum bæjum í Eystri-Tungu var með ólíkindum langt fram eftir öldinni, en hefur nú heldur betur verið rofið með nýju brúnni á Tungufijóti framan við Krók og Fellskot. Ennþá meiri tímamót markaði þó vegurinn upp á gömlu Fljótsbrúna; eftir það var Króks- ferja lögð niður. II Það var ekki fyrr en skömmu fyrir 1500, þegar bræður tveir eignuðust jörðina, að 4 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.