Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

and  
M T W T F S S
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Click here for more information on 5. desember 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Main publication:

Morgunblašiš


Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ATTRÆÐISAFMÆLIS JORUNNAR VIÐAR MINNST MEÐ TONLEIKUM OG UTGAFU GEISLAPLOTU

JÓRUNN Viðar hélt lengi vel að allir svanir syngju eins - en svo var það einn haustdag að hún heyrði fimmundarsöng tveggja svana á Öxará.

Morgunblaðið/Þorkell

//

TONLISTIN BREYTIR EFNA-

SKIPTUNUM í MANNI"

HÚN var ekki nema þriggja

ára þegar hún fór að spila á

píanó og lengi vel spilaði

hún af fingrum fram án

þess að læra nótur. Móðir

hennar, Katrín Viðar píanó-

leikari og píanókennari, var

með fjölda nemenda og sú

stutta varð að beita brögðum til þess að fá

hana til að kenna sér. „Það var ekki fyrr en

ég var fimm eða sex ára. Hún hafði alltaf svo

mikið að gera og lét mig bíða og bíða, það

var alveg sama hvað ég puntaði mig upp,"

segir Jórunn, sem brá á það ráð að klæða sig

í sinn fínasta kjól og setjast fram í biðstofuna

meðal hinna nemendanna. „Það voru alltaf

allir svo fínir sem voru í spilatíma hjá henni,"

segir Jórunn. Það endaði með því að móðir

hennar vorkenndi henni og tók hana í tíma.

„Svo skipaði ég henni fyrir hvað hún átti að

kenna mér," segir Jórunn, sem var snemma

mjög ákveðin. Sjálf notar hún reyndar lýs-

ingarorðið frek í þessu sambandi.

Seinna fór hún í píanótíma hjá Páli ísólfs-

syni, en hann yar giftur Kristínu móðursyst-

ur hennar. „Eg hafði eitthvert hugboð um

það að kennari ætti að vera strangur, sem

þýddi að maður gæti ekkert lært hjá mann-

eskju sem væri svona mild og góð eins og

mamma, svo ég bað um að fá að fara til Páls

og hann tók mig; þó að hann hefði óskaplega

mikið að gera. Ég var hjá honum í eitt eða

tvö ár, svo var Tónlistarskólinn stofnaður og

þá vildi ég náttúrlega fara þangað strax en

það leið nú víst einn vetur þangað til ég fékk

að fara þar inn. Þá var Arni Kristjánsson

nýkominn heim og byrjaður að kenna. Ég

hugsa að hann sé besti kennarinn sem ég hef

nokkurn tíma haft og ég er nú búin að ganga

I gömlu og reisulegu húsi við Laufásveginn býr

tónskáldio og píanóleikarinn Jórunn Viðar, sem fæddist

í þessu sama húsi 7. desember 1918. MARGRET

SVEINBJÖRNSDOTTIR sótti Jórunni heim í tilefni af

áttræoisafmælinu og fékk m.a. ao heyra um tónsmíðar

hennar, hinn jarðneska tón og fimmundarsöng svan-

gnna á Öxará. A morgun veroa haldnir tónleikar í Is-

lensku óperunni til heiðurs Jórunni og um þessar mund-

ir kemur út geislaplata með sönglögum hennar, en plat-

an sú er upphafio ao heildarútgáfu verka Jórunnar.

í gegnum marga skólana," segir Jórunn, en

eftir að hún lauk prófí frá Tónlistarskólanum

í Reykjavík og stúdentsprófi frá Mennta-

skólanum í Reykjavík hélt hún til Berlínar.

Þar stundaði hún framhaldsnám í píanóleik í

Hochschule fiir Musik árin 1937-1939 og

náði rétt að komast heim til íslands áður en

stríðið skall á. Fljótlega eftir að hún kom

heim giftist hún unnusta sínum sem hún

hafði kynnst í Menntaskólanum, Lárusi

Fjeldsted stórkaupmanni. Þau eignuðust

þrjú börn, Lárus, Katrínu og Lovisu. Lárus,

eiginmaður Jórunnar, lést árið 1985.

I miðrí heimsstyrjöld hélt Jórunn vestur

um haf og nam þar tónsmíðar við Juilliard-

tónlistarháskólann í New York á árunum

1943-1945. Síðar, eða í lok sjötta áratugar-

ins, átti hún svo eftir að dvelja tvo vetur í

Vínarborg við framhaldsnám í píanóleik.

Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum

1945 fór hún fljótlega að halda tónleika og

kom einnig fjölmörgum sinnum fram sem

einleikari með Hljómsveit Reykjavíkur og

síðar Sinfóníuhljómsveit íslands, auk þess

sem hún sneri sér að tónsmíðum. Óhætt er

að segja að Jórunn Viðar sé meðal þekktustu

tónskálda Islendinga og hafi víða komið við í

tónsmíðum sínum. Hún hefur samið verk

fyrir hljómsveit, píanó, kammerverk,

sönglög, fyrir einsöngvara jafnt sem kóra,

auk þess sem hún hefur samið fyrir leikhús,

ballett og kvikmynd. í bæklingi með nýút-

kominni geislaplötu með tuttugu sönglögum

Jórunnar skrifar Valgarður Egilsson, læknir

og rithöfundur og tengdasonur tónskáldsins,

að tónverk Jórunnar beri með sér áhuga

hennar á hinni þjóðlegu tónlist íslendinga og

einatt verði gömlu stemmurnar henni yrkis-

efni. „En verk hennar eru einnig mótuð af

nánum kynnum við klassíska menningu Mið-

Evrópu, svo og við tónlistarmenningu vest-

anhafs," skrifar hann ennfremur. Jórunn sá

um nokkurra ára skeið um þáttaröð í

Ríkisútvarpinu ásamt vinkonu sinni og

frænku, Þuríði Pálsdóttur söngkonu. Þar

fluttu þær þjóðlög og þulur, m.a. alla Vísna-

bókina. Á þessu tímabili raddsetti hún fjöld-

ann allan af þjóðlögum, auk þess sem hún fór

að fást við gömlu þulurnar en raddsetning

Jórunnar á þeim var brautryðjandaverk.

Galli hversu fá tónskáld

eru sjálf músílcantar

Jórunn hefur í áranna rás annast undirleik

með fjölda einsöngvara og um 25 ára skeið

var hún prófdómari í píanóleik við Tónlistar-

skólann í Reykjavík. Síðastliðin tuttugu ár

hefur hún starfað sem píanóleikari við

Söngskólann í Reykjavík. Hún segist reynd-

ar meira eða minna hætt að spila sjálf en

sem dæmi um starfsorkuna má nefna að nú

síðast í þessari viku var hún með masterclass

námskeið fyrir ljóðadeild Söngskólans. Auk

þess tekur hún barnabörn sín gjarnan í

píanótíma heima á Laufásveginum. „Maður

er svo feginn því að þau nenni þessu. Þau

hafa verið hérna svona til skiptis. Nú er ég

með eina, hún er átján ára og er komin með

svoleiðis sprengáhuga. Það er svo gaman

þegar áhuginn kemur, þá þarf ekki að hvetja

fólk," segir hún. Og enn er Jórunn að semja

og setja út. Á nýju geislaplötunni eru til

dæmis tvö spánný verk, Sætröliskvæði og

6     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20