Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						„HANN
ERÞAR
SKONROK
AÐ TYGGJA"
EFTIR SIGURÐ Þ. GUÐJONSSON
Um bakgrunn Ijóðsins Eftirmæli eða Grafskrift eftir Þór-
berg Þórðarson, en á handritinu stendur undir Ijóðinu
„Eg oq Erlendur". Þar er skopast að flóði eftirmæla í
bundnu máli sem aðstandendur fengu þjóðkunna menn
_________úr hópi skálda til að yrkjg fyrir sig._________
KOMIÐ hefur í leitirnar uppkast
að Ijóðí eftir Þórberg Þórðar-
son. Handritið datt út úr bók í
versluninni     Bókavörðunni.
Ekki er vitað hver átti bókina
og því miður er ekki hægt að
rekja sögu handritsins er
geymir uppkast skáldsins að
ljóðinu „Grafskrift" með fyrirsögninni: „Eftir-
mæli eftir efnaðan sveitarbónda". Handritið
er eitt blað og er pappírinn nokkuð þykkur og
grófur. Hann hefur verið hvítur en er nú
nokkuð gulnaður. Blaðið er 27,5 cm þar sem
það er lengst, en neðst er það rifið og hækkar
rifsárið nokkuð frá vinstri til hægri, um það
bil 1 cm, en á breidd er handritið 20,5 cm. Það
hefur verið margbrotið saman og er þannig
samanbrotið kringum 5,0x6,5 cm, og sjást
brotin mjög vel. Nokkur smágöt og rifur eru á
handritinu sem er þó allt vel læsilegt. Ljóðið
er skrifað með svörtu bleki en strikað er með
blýanti yfir endurtekningu orðsins aldrei eins
og sjá má á ljósmyndinni. Undir ljóðið eru
skrifuð þessi eftirtektarverðu orð: „Eg og Er-
lendur."
Að því er ég veit best mun þetta vera eina
sérstaka handrit Þórbergs sem til er af ljóð-
unum í Hálfum skósólum og Spaks manns
spjörum. I dagbók Þórbergs árið 1915 er hins
vegar að finna fáein þessara ljóða. Þrátt fyrir
það er dagbókin léleg heimild um ritstörf Þór-
bergs á þessum árum. Ljóðið Grafskrift birt-
íst fyrst á prentí sem fremsta Ijóðið í Spaks
manns spjörum, síðan endurprentað óbreytt
frá fyrstu prentun að einu greinarmerki und-
anskildu í Hvítum hröfnum, með skýringum í
Eddu og loks endurprentað alveg óbreytt frá
þeirri útgáfu í annarri útgáfu Eddunnar. Þór-
bergur lýkur skýringum sínum við ljóðið á
þessum orðum í Eddunni: „Kvæðið er ort í
stofunni á miðhæðinni á Norðurstíg 7 árið
1915." Hann var kominn á Norðurstíg í nóv-
ember eða desember 1914, en hafði flutt
þangað úr húsi Þorsteins Erlingssonar skálds
í Bergstaðastræti, en þar á undan átti hann
heima í Bergshúsi. Fyrst bjó Þórbergur í „lít-
illi og skuggalegri þakkompu" baka til í hús-
inu á Norðurstíg (búið er að breyta húsinu
svo glugginn sem vísaði út í portið við Ný-
lendugötu er horfinn), en föstudaginn 14. maí
1915 flutti hann í syðstu stofuna götumegin á
miðhæð hússins. I dagbók sinni lýsir Þór-
bergur vistaskiftunum: „I dag flutti eg úr her-
bergi því við Norðurstíg 7, er eg hefi búið í, í
annað herbergi á neðra loftinu í sama húsi.
Tryggvi Jónsson hjálpaði mér við flutninginn
og aðstoðaði mig á ýmissar lundir. Upp frá
þessum degi hefí eg ásett mér að lifa atorku-
meira og fullkomnara lífi, en eg hef gert hing-
að til, samkvæmt nýsömdum lífreglum, er í
gildi ganga kl. 12 í dag."
í bréfi til unnustu sinnar, Sólrúnar Jóns-
dóttur, dagsett á Akureyri 1% júlí 1922, víkur
Þórbergur að dvöl sinni á Isafirði fyrr um
sumarið: „Á ísafirði var ég beðinn um að
flytja þar erindi á samkomu 17. júní. Erindi
hafði eg ekkert tilbúið, sem hæfði hátíðar-
höldum þessa dags, svo það varð úr, að eg
læsi þar upp nokkur kvæði úr Hvítum hröfn-
um. Eg las upp 9 kvæði, og fyrir hverju kvæði
samdi eg viðeigandi formála. Kvæðin sem eg
las upp voru þessi: ...Grafskrift... Áheyrendur
gerðu mjög góðan róm að upplestrinum, og að
honum loknum var eg kallaður aftur fram á
ræðupallinn." „Formáli" Þórbergs fyrir ljóða-
lestrinum hefur varðveist og er 7 handskrifað-
ar blaðsíður en fyrstu síðuna vantar. Þar seg-
ir um Grafskrift: „Þá kemur Grafskrift, sem
ort er eftir dugandi sveitarbúhöld. Hann átti
sér konu og börn eins og gengur og gerist og
hafði fengið þrisvar sinnum verðlaun úr rækt-
unarsjóðnum fyrir jarðarbætur. Hann var
ástríkur eiginmaður, sómi sveitar sinnar.
Lífsreynsla hans var mikil, því að hann hafði
misst ömmu sína, þegar hann var um ferm-
ingu. Á lummi flaut hann inn í Alþingi 40 ár-
um síðar. Kaupstaðarbrauð var mesta sæl-
gæti hans. Grafskrift þessi hefir orðið fyrir
töluverðum áhrifum frá eftirmælaskáldskap
samtíðarinnar." í formála Eddu gerir Þór-
bergur nokkuð mikið úr þessum áhrifum: ,Á
þeim árum, sem þessi stutta grafskrift, var
sett í rím yfir ónafngreindan búhöld, og
reyndar lengi áður og eftir það, flóði höfuð-
staður íslands út í ógeðslegum grafskrifta- og
erfiljóða-væl, sem ættingjar eða vinir framlið-
inna keyptu skáld og hagyrðinga til að yrkja
fyrir peninga upp á þá burtsofnuðu... Þessi
verksmiðjuiðnaður var nálega undantekning-
arlaust allur með sömu útrennu: Guðhræddur
og göfugur maður er fallinn frá. Hann er sárt
syrgður af ættingjum og ástvinum. En það er
engin ástæða til að syrgja, þvíað hinn fram-
liðni lifír laus við allar þrautir hjá guði á
himnum.
Inní þennan þvætting var svo ofinn slatti af
hástemmdri mærðardellu um fagrar minning-
ar og kvöldroða og afturelding, blævængi,
ljósengla, dauðans haf, lífsins blómum
skrýddu strönd, ljóshvolfsins segulstrauma,
sælunnar höfn, gullhallir, sannleikskórónur,
réttlætisskrúða og fleiri og fleiri álíka
endemi... Grafskrift þeirri, sem hér fer á eft-
ir, er víðasthvar haldið í svipaðri hæð og
erfiljóðum samtíðarinnar. Aðeins á einstaka
stað tyllir höfundurinn sér niður á jörð sann-
söglinnar: hinn framliðni hafði t.d. sléttað tún
í lifendalífi, og skonroksát hans í himninum á
að túlka það náttúrulögmál, að maðurinn
breytist ekki stórum við dauðann, hneigðir
hans og hugrenningar hinumegin verða að
minnstakosti fyrst um sinn nákvæmlega hinar
sömu og þær voru hér í heimi."
I handritadeild Landsbókasafns er mappa
er geymir prentuð erfíljóð frá þessum árum.
Þau eru yfirleitt á tvíblöðungi. Flest ljóðin eru
eftir Guðmund Guðmundsson er kallaður var
„skólaskáld" og eru þessi ljóð hans reyndar
ótrúlega niörg í möppunni. Þórbergur orti um
Guðmund kvæðið „Ljúflingsskáldið" og er
það skopstæling á ljóðum hans. Og það leikur
varla vafi á því að helsta fyrirmynd Eftirmæl-
anna voru einmitt prentuð erfiljóð Guðmund-
ar á þessum árum en hann beitti t.d. stundum
fyrir sig barnamáli þegar við átti. Hér er brot
úr nokkuð dæmigerðu slíku erfiljóði:
o-q cyncL-rqvu zMif faAs (ynaZQ &f<í/
Og fti^,cfi^y, fat^. <6£fte^<&i' <tin <yi$<ftr3l
Íti e^utu, þcu* ?ifrpQ i Ui^u.^^^ <U^r
Þórbergur Þórðarson.
Teikning eftir Sverri Haraldsson.
Til babba koma börnin
að bjóða góða nótt.
Þín ástúð var þeim vörnin, -
jeg veit, að líður fljótt             riino
hver stund, er stílt við bíðum
á ströndum lífsins hjer
uns heima' í ljóssins hlíðum
við heilsum aftur þjer.
En hvenær nákvæmlega skyldu Eftirmælin
hafa verið ort? Dagbókin gefur ekki óyggj-
andi svar við því. En 25. ágúst 1915 telur Þór-
bergur upp í fjórum tölusettum liðum vinnu
sína þann daginn: .....2. Hreinskrifaði éftir-
mæli." Má vera að hér sé átt við við ljóðið þó
„eftirmæli" sé ritað með litlum staf. Þórberg-
ur var kostgangari í Unuhúsi og hefur komið
þar daglega. En næstum því aldrei víkur hann
að því í dagbókinni. En einmitt sumarið 1915
nefnir hann nokkrum sinnum að Erlendur
Guðmundsson í Unuhúsi hafi heim-
sótt sig. Þriðjudagur 1. júní: „Er-
lendur Guðmundsson heima hjá mér
og spjölluðum við um hitt og þetta."
Sunnudagur 19. júlí: „Kl.11-1 sat Er-
lendur Guðmundsson heima hjá mér
og spjölluðum við um sjómennsku í
fornöld, húsagerð og stríð." Það er
auðvitað ekki óhugsandi að þeir Er-
lendur hafi ort Eftirmælin að gamni
sínu við þetta tækifæri en alveg eins
hefði ljóðið getað orðið til í Unuhúsi
sjálfu eða annars staðar án þess að
Þórbergur hafi nefnt það í dagbók-
inni. Hafi ljóðið verið ort sumarið
1915 er einkennilegt að Þórbergur
skuli ekki hafa birt það í Hálfum
skósólum sem hann gaf út í vikunni
fyrir jólin, samkvæmt dagbókinni.
Líklegustu skýringarnar trúi ég að
séu tvær. I fyrsta lagi að efni ljóðs-
ins, gys að látnum manni og útúr-
snúningur á erfiljóðum, hafi þótt við-
kvæmt efni og skáldið hikað við í bili
að prenta slíkt ljóð. I öðru lagi er
hugsanlegt að ljóðið hafi ekki verið
fullort um þessar mundir. Eins og
sjá má á breytingunni frá uppkasti
til lokagerðar hefur Þórbergur velt
talsvert vöngum yfir ljóðinu. Ekki er
annars víst að umrætt ljóðauppkast
sé fyrsta skrift og er reyndar ekkert
um það vitað hvar handritið er yfir-
leitt í röðinni í uppköstum að ljóðinu.
En það er öruggt að Ijóðið var ekki undireins
fullort eins og þó eru stöku dæmi um með
ljóðin í dagbók Þórbergs 1915, sem eru alveg
eins eða næstum^ því alveg eins og prentuð
lokagerð þeirra. I þessu sambandi má nefna
atburð sem gæti stutt þann möguleika að
kvæðið hafi orðið til mjög seint á árinu. Dag-
bók Þórbergs segir laugardaginn 17. desem-
ber: „... Fór með Erlendi að Nýjabæ. Fórum á
stað kl. 8 og 10 mín. Komum kl. 10 og 45 e.h."
Hér er líklega átt við Nýjabæ á Seltjarnar-
nesi. Þarna hefði gefist gott tækifæri til að
setja kvæðið saman. Næstu daga vann Þór-
bergur að útgáfu Hálfra skósóla. En ekkert
verður sem sagt fullyrt um það af heimildum
Þórbergs sjálfs hvenær ársins kvæðið var ort.
Ekki er ráðlegt að gera mikíð úr hlut Er-
lends í kvæðinu þó Þórbergur skrifi hann fyr-
ir því í uppkasti ásamt sér. Hugmyndirnar og
orðalagið, allt yfirbragð ljóðsins, hlýtur að
vera frá Þórbergi komið, en Erlendur hefur ef
14  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20