Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Christoph Hein
huldumaður að austan
EG er hræddur," segir Christoph
Hein og það er eins og hann
sökkvi niður í gamlan, leður-
klæddan stólinn. „Ég hef áhyggj-
ur af því hvað þetta þýðir fyrir
mig og ritstörfin en þetta er mik-
ilvægt verkefni og ekki hægt að
víkja sér undan því."
Þótt Hein væri það raunar þvert um geð,
þá var hann samt kjörinn forseti þýsku PEN-
samtakanna með miklum meirihluta á þingi
þeirra í Dresden. Hefur því verið fagnað mjög
í þýskum fjölmiðlum, jafnt í vestur- sem aust-
urhlutanum, enda er hann maður mjög yfir-
vegaður og þess er vænst, að hann geti brúað
það bil, sem nú er á milli rithöfunda í austur-
og vesturhlutanum. Sjálfur varar hann þó við
slíkum væntingum og segir, að það geti eng-
inn á skömmum tíma. Hans framlag muni
verða að koma fyrir nokkrum stikum á þeirri
leið.     ,
„Að sameina PEN-samtökin í austur- og
vesturhlutanum mun líklega taka ein 40 ár,
sama tíma og þau hafa verið aðskilin," segir
Hein. ;)Að skilja að eina þjóð tekur langan
tíma. A sjötta áratugnum var munurinn lítill
sem enginn en við uxum bara hver frá öðrum
smátt og smátt. Sum vandamál eru auk þess
óleysanleg. Sem einstaklingar verðum við að
lifa með vandamálum okkar alla tíð þótt úr
sumum megi bæta en þegar um er að ræða
tilvistarkreppu er það aðeins tíminn einn,
sem getur læknað hana. Hann er góður
læknir, fjarlægir ekki sársaukann en sefar
hann."
Þrátt fyrir slagviðrið rataði ég rétta leið að
Weissensee-hverfinu, sem er alllangt frá
Alexanderplatz í Austur-Berlín. Þar býr
Christoph Hein, 54 ára gamall, með konu
sinni, kvikmyndaleikstjóranum Christinu, og
rauðum ketti. Eftir að hafa troðið mér fram-
hjá reiðhjólum, barnavögnum og ógrynni af
skófatnaði komst ég loks upp á fjórðu hæð í
fjölbýlishúsinu þar sem þessi kunni, austur-
þýski rithöfundur hefur búið frá árinu 1976,
höfundur sagna á borð við „Drekablóð" og
„Dauða Horns".
I átta ár hafa samskipti PEN-félaganna í
Austur- og Vestur-Þýskalandi einkennst af
gagnkvæmum ásökunum og skítkasti og því
þykir það næstum kraftaverkj að nú skuli
hafa tekist að sameina þau. Á ýmsu hefur
gengið í sögu þeirra. Eftir stríð eða 1949 var
stofnað félag, sem Thomas Mann veitti for-
stöðu, en eftir miklar deilur um hvað væri
mikilvægast, friður eða frelsi, klofnuðu sam-
tökin. Erich Kástner var formaður í vestur-
hlutanum en Johannes R. Becker, síðar
menningarmálaráðherra í Austur-þýska al-
þýðulýðveldinu, varð formaður í austurhlut-
anum. Voru bæði félögin viðurkennd af al-
þjóðasamtökum PEN-klúbba. I austurhlutan-
um komu þó fljótlega upp ýmis erfið vanda-
mál vegna samstarfs sumra félaganna við
kommúnistastjórnina.
Eftir 1989 vaknaði strax áhugi á að sameina
félögin. Var tekið vel í það í austurhlutanum
en í vesturhlutanum urðu margir til að mót-
mæla því. Voru margir rithöfundar, sem flúið
höfðu frá A-Þýskalandi, hræddir við samein-
ingu nema starfsbræður þeirra í austri gerðu
fyrst hreinskilnislega upp við fortíðina. Meðal
þeirra voru t.d. Herta Miiller, Sarah Kirsch
og Hans Joachim Schadling og nokkrir sögðu
sig úr samtökunum í mótmælaskyni.
„Við eigum vafalaust eftir að fást við mörg
erfið úrlausnarefni á næstu árum og ekki við
öðru að búast," segir Hein. „Við höfum búið
við ólík þjóðfélagskerfí og ólík lífskjör og ég
efast ekki um, að sumum mun finnast sem
þeir hafi verið sviknir. PEN-klúbbarnir eiga
sér hins vegar sína stofnskrá, sem leggur öll-
um félögunum sömu lífsreglurnar. Hún er
mikilvæg og við hana munum við halda okkur
án þess að gerast um leið einhverjir bókstafs-
trúarmenn. Okkar vandi er vandi þessarar
kynslóðar og fólk á aldrinum 40 til 50 ára og
eldra fær við þetta að glíma það sem það á
eftir ólifað. Þeir, sem eru um tvítugt, eiga sér
önnur áhyggjuefni og sem betur fer, hefur
okkur bæst mikið af ungu fólki, einkum í aust-
urhlutanum. Það sýnir, að þýsku samtökin
eiga sér lífsvon."
Hein segist ekki draga neina fjöður yfir
það, að starfið fyrir PEN hafi setið á hakan-
um síðustu árin.
Eftir um það bil 50 ára aðskilnað og átta ára vand-
ræði hafa þýsku PEN-samtökin loksins sameinast,
skrifar norski blaðamaðurinn TONE MYKLEBOST. Ný7
forseti hefur verið kjörinn og á að brúa bilið milli
austurs og vesturs. Þetta er huldumaðurinn að austan,
"Títhöfundurinn Christoph Hein. '
Morgunbladið/Tone Myklebost
CHRISTOPH Hein nýkjörinn forseti þýsku PEN-samtakanna.
„Nú er kominn tími til að láta hendur
standa fram úr ermum. Við höfum verið svo
upptekin af sjálfum okkur en markmiðið er að
endurheimta þá virðingu, sem PEN á skilið
en við höfum glutrað niður. Verkefnið nú er
„Rithöfundar í fangelsi" og við þurfum að
sinna þeim landflótta rithöfundum, sem hér
búa. Þeir hafa kannski þak yfir höfuðið og fá
einhverja fjárhagslega hjálp en margir þeirra
lifa í mikilli einsemd."
Hein lætur nú hugann hvarfla frá pólitfk-
inni um stund, það eru önnur og dálítið mýkri
málefni, sem smeygja sér inn um dyragætt-
ina. Rauði, feiti kötturinn er kominn og
mjálmar ámáttlega. Hein brosir og pírir aug-
un eins og kisa. „Hann er 14 ára gamall og má
muna sinn fífil fegurri. Rauðir kettir eru víst
ávallt fress," segir hann og ýtir honum vina-
lega út úr stofunni.
„Fjárhagurinn hjá PEN er slæmur eins og
kannski alls staðar. Við berjumst við aðra um
opinberu framlögin, það vantar víða peninga í
þýsku meningarlífi. Blaðamenn berjast um æ
færri stöður og alþjóðavæðingin veldur því, að
fáir blaðamenn, útgefendur og rithöfundar fá
mikið en aðrir ekkert. Það er metsöluáráttan,
sem nú ríður röftum. Aður fengu allar bækur
sama tækifæri en nú seljast bara þær, sem
komast á metsölulistann.
Þjóðverjar standa ekki nógu vel með sín-
um eigin rithöfundum. Fjölmiðlarnir sýna
þeim enga virðingu og því er haldið fram, að
þýskar samtímabókmenntir séu óskemmti-
legar. I allri Evrópu er nú lagt mest upp úr
því að þýða bandarískar bækur þótt öll eigi
löndin sínar bókmenntir, hve góðar sem þær
eru. Öðrum Evrópulöndum er ekki sinnt, til
dæmis Norðurlöndum. Fyrir 30 árum var
Rómanska Ameríka í tísku en nú er það liðin
tíð. Það hefur þó ekkert með bókmenntirnar
að gera, þær þurfa ekki að vera neitt verri
nú.
Það er enginn áhugi á bókum frá mörgum
löndum í og utan Evrópu og þar er um að
kenna hroka og vanþekkingu og ofuráhuga á
því, sem þykir í tísku og líklegt til að seljast.
Bækur eru raunar dýrar í Bandaríkjunum og
víst eru til útgefendur, sem finnst, að við ætt-
um heldur að kaupa góðar bækur frá öðrum
löndum, t.d. Norðurlöndum, og koma þeim á
metsölulistann. Það er líka hægt ef menn
vilja."
Christoph Hein er kunnur sem rithöfundur,
jafnt heimafyrir sem erlendis, en hann hefur
alltaf látið lítið fyrir sér fara opinberlega. Er
það viðkvæðið hjá honum, að bækurnar hans
séu opinberar en ekki hann sjálfur.
Síðasta bókin hans, „Allt frá byrjun", er
saga um Daníel, 13 ára gamlan strák, og það,
sem á daga hans drífur í litlum bæ í Austur-
Þýskalandi síðast á sjötta áratugnum. Faðir
hans er prestur, sem á í útistöðum við yfir-
völdin, og móðir hans á yfirleitt alltaf von á
sér. Til að komast í menntaskóla verður Daní-
el að sækja hann í Vestur-Berlín. Skyldi Hein
vera að segja frá sjálfum sér?
„Nei, ekki fremur mér en öðrum. Bók-
menntirnar eru stundum eins og leikur að
grímum. Ég set upp grímu til að eiga auðveld-
ara með að tjá mig. Shakespeare hlýtur að
hafa farið eins að, hann hefði ekki getað skrif-
að Ríkharð III án þess. Góður og gegnheill
maður hefði ekki getað skrifað það verk og
Shakespeare hafði heilmikið af Ríkharði III í
sér. Ævisaga Shakespeares er ekki til en sög-
urnar segja okkur margt um manninn.
Ég get ekki skrifað fyrir sjálfan mig, ég
verð að koma því á prent. Listin er leikur og
það er auðveldara að segja sannleikann með
grímu fyrir andlitinu. Ég er það, sem kemur
fram í bókunum mínum, öllum en ekki ein-
hverri einni. Daníel tilheyrir mér en það gera
líka margir aðrir.
Æskan í Austur-Þýskalandi var ekki svo
ólík því, sem gerðist í vestri. Á fimmta ára-
tugnum var ástandið svipað alls staðar og 12
eða 13 ára gömul börn eru svipuð hvar sem er
í heiminum. Það er engin tilviljun, að þau
skuli hafa áhuga á líkri tónlist. Aldrað fólk um
allan heim er líkað svipað, sömu langanir og
þrár, og ef við getum ekki haft áhrif á aðra
eða orðið fyrir áhrifum frá þeim, þá er öll póli-
tík tilgangslaus."
Faðir Heins var í ónáð hjá yfirvöldum
vegna stjórnmálaskoðana sinna og það hafði
sínaerfiðleika í för með sér fyrir Hein.
„Ég neyddist til að yfirgefa landið 14 ára
gamall og fara í skóla í Vestur-Berlín. Það var
svo sem ekkert útland en það var erfitt að
vera einn. Ég var eins konar utangarðsmaður.
Við fluttumst til A-Þýskalands frá Slesíu og
áttum þá ekkert og þegar ég fór vestur átti ég
heldur ekkert og varð fyrir alls konar auð-
mýkingu vegna þess."
Hein brosir og pírir augu á bak við gleraug-
un. „Ég hef eiginlega aldrei tekið þátt í gleð-
skapnum en bara verið ég sjálfur. Eg gat
skrifað en hvort það hjálpar mér sem forseta
PEN veit ég ekki. Eg er í sannleika sagt
smeykur við þá ábyrgð, sem ég hef axlað, og
óttast það opinbera tilstand, sem embættinu
fylgir. Hef alltaf forðast slíkt en nú verður
ekki undan því vikist."
Hein situr við skriftir alla daga. „Garcia
Marquez sagði einu sinni, að til að skrifa yrðu
menn að vinna eins og bókhaldari. Það var vel
að orði komist enda gengur það ekki öðruvísi.
Maður verður að setjast niður á ákveðnum
tíma, jafnvel þótt það geti verið erfitt. Ég
byrja klukkan sjö eða átta á morgnana og er
að allan daginn, líka þegar ekkert gengur.
Þeir, sem eru sjálfs sín herrar, verða að beita
sig aga. Það er nefnilega til svo margt annað
miklu skemmtilegra, t.d. að ganga um eða
fara á kaffihús."
Margt hefur breyst síðan Múrinn féll en
hvað með Hein sjálfan og ritstörfin?
„Nei, það hefur ekki margt breyst hjá mér
og hvað ætti það svo sem að vera? Ég hef
alltaf reynt að gera það, sem ég vil, og hafí
ég fengið nei, hef ég bara haldið áfram að
reyna. Ég get ferðast meira en áður og hef
meiri fjárráð en að öðru leyti er flest eins.
Mér veitist ekki auðveldara að skrifa eftir
sameininguna og því miður verður það ekki
léttara með aldrinum. Einu sinni hélt ég, að
með aukinni reynslu yrði þetta leikur einn en
mér finnst alltaf jafn erfitt að byrja á nýrri
bók. Ég hef skrifað þær tuttugu en óttinn við
pappírinn hverfur ekki. Reynslan er nauð-
synleg, hún er brunnur, sem ég eys af, en
hún er líka byrði. Eg get þó bara skrifað
vegna þess, að ég hef upplifað eitthvað en
auðvelt er það ekki."
Hefurðu séð „möppuna" þína hjá Stasi?
Kom þér eitthvað á óvart?
„Ég skoðaði hana í tvær eða þrjár klukku-
stundir en ákvað síðan að leggja hana frá
mér. Jú, ég var hissa á því, að ég skyldi ekki
vita allt, sem þar stóð. Að ég skyldi hafa verið
hleraður sem stúdent, 20 ára gamall. Það er
hlægilegt. Og öll vitleysan. Þeir hafa ekki skil-
ið um hvað við vorum að tala eða við hvern.
Ég vil ekki vita meira því að þá verð ég að
upplifa þetta allt saman aftur. Ég geri það
kannski ef ég næ 100 ára aldri."
I möppunni sá Hein líka nöfn vina sinna,
sem höfðu svikið hann. „Það var furðulegt en
ég hætti þeim lestri fljótt. Ég var farinn að
gruna blásaklaust fólk."
Hein pírir enn augun en það breytist þegar
ljósmyndarinn smellir af okkur mynd. Brostu,
segi ég en hann segir, að ljósmyndurunum líki
það ekki því að þá hverfi augun í honum al-
veg. „Indíánar segja líka, að með hverri mynd
hverfi eitthvað af sálinni," segir Christoph
Hein að lokum.
MALVERK af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og
skrifborð hennar i Háskólabókasafninu.
ÖRSYNING UM
BRÍETI BJARN-
HÉÐISDÓTTUR
KVENNASOGUSAFNI íslands barst nýlega
að gjöf málverk Gunnlaugs Blöndals af Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940), helstu for-
göngukonu kvenréttinda á íslandi. Verkið
málaði Gunnlaugur árið 1934.
I tilefni af því hefur verið sett upp örsýning
um Bríeti í forsal þjóðdeildar Landsbókasafns
íslands - Háskólabókasafns. Þar er málverkið
til sýnis ásamt skrifborði Bríetar og gögnum
úr fórum hennar.
Málverkið er gjöf frú Guðrúnar Pálsdóttur,
tengdadóttur Bríetar.
Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl.
8.15-19 og laugardaga kl. 10-17.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 27. FEBRÚAR 1999   9
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20