Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1999, Blaðsíða 4
EFTIR KJARTAN ÓLAFSSON KAFLI ÚR ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS 1999 Árbók Ferðafélags íslands 1999, sem nýlega er kom- in út, er að því leyti fró- brugðin síðustu órbókum, að textinn er miklu lengri, en minna um myndir. Bók- in er 600 blaðsíður og fjallar um 6 hreppa í Vest- ur-lsafjarðarsýslu: Auð- kúluhrepp, Þingeyrar- hrepp, Mýrahrepp, Mosvallahrepp og Suður- eyrarhrepp. Hér er gripið niður í kaflann um Stað í Súgandafirði. Göngu okkar heim að Stað í Súgandafirði, hinu foma prestssetri og kirkjustað, hefjum við á hreppamörk- um, rétt fyrir vestan tána á Sauðanesi. Norðan við hana er Hánes og á því lít- ill viti sem var reistur skömmu eftir 1960. Innan við það gengur í sjó fram skeijaklasi sem myndar langan tanga. Skerin heita Slotsker og svo voru þau nefnd í Súgandafirði fyrir hundrað árum. Skýringin mun vera sú að bárunni slotar innan við skerin. Sumir nefna þau Slorsker en ætla má að það sé nýnefni. Víkin innan við Slotsker heitir Hvalvík ogjgil- ið í fjallinu ofan við hana Manntapagil. Arið 1690 andaðist ,4járpiltur“ frá Stað af slysfórum er hann lenti í skriðu eða snjóflóði. Líklegast er að sá manntapi hafi orðið hér. Innan við Hval- vík og Manntapagil er Stórhóll á sjávarbökkun- um, hár og sæbrattur. Vegalengdin frá Sauða- nestá inn að Stórhól er liðlega einn kflómetri. A Stórhól og innan við hann var góð vetrarbeit fyrir sauði, enda stendur hóllinn jafnan upp úr snjó. Rétt innan við háhólinn eru beitarhúsa- rústir og við annan enda þeirra lítil tótt, tæp- lega tveir metrar á lengd. Það skýli hefur að líkindum verið ætlað sauðamanninum. Um það bil hundrað metrum innar er jarðsigin hring- laga tótt, um 20 metrar að ummáli, og mun vera gamalt fjárbyrgi, reist til skjóls fyrir útigangs- sauði. Árið 1821 átti presturinn á Stað 35 sauði, tveggja vetra og eldri, en eftir 1830 voru þeir jafnan mjög fáir. Innar á Sauðanesinu eru þrjár sams konar tóttir, allar hringlaga. Hryggur skammt fyrir innan Stórhól heitir Ölduhryggur en hólamir þar fyrir innan Klangurhólar og mun nafnið vera dregið af orðinu klangur sem merkir hrófatildur. í hól- um þessum var að sögn álfabyggð. Rétt fyrir innan þá liggur gamla Seltúnið í brekkuhalla ofan við sjávarbakkana. Efst á því eru rústir selhúsanna frá Stað og heitir þar enn Sel. í sel- inu hafa verið tvö sambyggð hús og lastur nærri að stærri tóttin sé 3 _ 5 metrar. Arið 1839 var alllangt um liðið frá því prestarnir á Stað og aðrir Súgfirðingar hættu seljabúskap en lfldegt er að ær hafi enn verið mjaltaðar í selinu á átjándu öld. Skálin mikla í fjallinu ofan við selið heitir Kleifarskál. Kleifin er hár og brattur urðar- hryggur í hlíðinni innan við seltúnið en fjalls- raninn innan við skálina heitir Jaðar. Uppi við klettana innan við Jaðar er Ystahvilft en síðan kemur Miðhvilft, sem er mjög lítil, og þar fyrir innan Bæjarhvilft. Skatnatindahryggur skilur að Miðhvilft og Ystuhvilft. Á honum eru nokkr- ar klettastrýtur sem hafa á sér mannsmynd og eru nefndar Skatnatindar. Frá gömlu seltóttunum leggjum við leið okk- ar inn sjávarbakkana og komum rétt fyrir inn- an seltúnið að Kleifarvík. Bakkamir ofan við hana era býsna háir og snarbrattir. Á „kletta- rimanum" utantil við víkina strandaðí þilskipið Talisman frá Akureyri síðla kvölds þann 24. STAÐUR í Súgandafirði. Fjallið Göltur handan fjarðar en til hægri Spillirinn. HEIMILISFÓLKIÐ á Laugum í Suðureyrarhreppi 1942. Mynd úr kaflanum um Suðureyrarhrepp. mars árið 1922 í stormi og sortabyl. Á næstu klukkustundum liðaðist það í sundur og átta af sextán mönnum sem verið höfðu um borð drukknuðu í brimgarðinum. Hinir náðu landi illa þrekaðir. Enginn þeirra hafði hugmynd um hvar þeir voru staddir og svo illa tókst til að þeir sem enn voru nokkurs megnugir beindu ekki fór sinni heim að Stað en tóku stefnu í þveröfuga átt, fyrir Sauðanes. Fjórir dóu af vosbúð en aðrir fjórir lifðu af. Sá sem lengstan spöl lagði að baki á þrautagöngunni var kom- inn inn undir Kálfeyri í Önundarfirði er hann mætti manni sem var í kindaleit. Víkin innan við Kleifarvík er hömrum girt og heitir Básavík en síðan koma í þessari röð Fornustekkjavík, Leitisvík, Hnísuvík og Kera- vík innst, skammt fyrir utan árósinn. Ofan við Fomustekkjavík er stekkjartóttin enn á sínum stað og ofan við Hnísuvík hringlaga tótt af gömlu sauðabyrgi. Svolítið innar á bökkunum, milli Hnísuvíkur og Keravíkur, stendur Land- dísarsteinn, einn margra slíkra steina í vestur- hluta ísafjarðarsýslu. Hann er líkur húsi í lög- un og hæðin um það bfl 1,70 metrar. Frá Landdísarsteinínum er aðeins ör- skammur spölur inn að Keravík en um 200 metrar frá henni inn að Árós þar sem Langá fellur til sjávar. Ofan við víkina era háir gras- bakkar og niður þá þokum við okkur til að kanna forna veiðistöð. Frá Keravík munu Stað- armenn hafa róiðtil fiskjar öldum saman. Ein eða tvær skipshafnir lágu hér tíðum við á vorin og stundum líka á haustin. Keravík dregur nafn af Keranum, sjávarkletti framan við hin skerin. Þegar stórstreymt er fer hann í kaf á háflæði en þá brýtur á honum. Svolítið utar með ströndinni og nær landi stendur annar klettur upp úr sjávarfletinum og er nefndur Ytrikeri. Hann fer aldrei í kaf. I Keravík er fjaran stórgrýtt og flesta daga mikill súgur. Lendingin var innst í víkinni, „inn við skerin,“ í skjóli við Kerann. Hún er brimasöm og var tal- in „hættuleg þegar að amar.“ Eiríkur Egilsson, sem var bóndi á Stað frá 1898 til 1903, lét setja hér upp vinduspil og sprengja upp úr vörinni „hæstu klampimar og stórgrýtið." Uppi á bakkabrúninni, ofan við víkina, vora um síð- ustu aldamót og langt fram á okkar öld fjárhús og hlaða. Neðan við bakkana voru líka á árun- um kringum 1890 „tíu smáhús“ og kindur hafð- ar í þeim öllum að vetrinum, nema einu sem var físksöltunarhús. í tveimur hinna lágu 'sjó- menn við á vorin. Tóttir allra þessara húsa eru hér enn, rétt fyrir innan Keravík, og ofan við lendinguna mótar fyrir fomu nausti. Flestar kúra þær í einum hnapp en sú innsta stendur þó stök. Hana nefna menn Vatnadalsbúð og er sagt að fyrram hafi bændur í Vatnadal stund- um róið frá Keravík. Undir lok 19. aldar voru hér oft einn eða tveir formenn frá Önundarfirði við róðra á vorin og má nefna Guðmund Jóns- son á Görðum sem reri héðan bæði 1898 og 1899. Staðarmenn rera frá Keravík árið um kring, þegar færi gafst, uns farið var að gera út vél- báta á áranum upp úr síðustu aldamótum. Þeg- ar blíðast var á vorin lágu þeir stundum við en gengu oftast til sjávar því spölurinn heimanað er aðeins tæplega einn kflómetri. Veturinn 1897- 1898 var Sturla Jónsson á Stað formaður á stóru fjögra manna fari með sex manna áhöfn. Hann var þá að taka við búi af móður sinni. Hásetar hans voru allir frá bæjunum í Staðardal. Fjórir þeirra vora kvæntir bændur í Bæ og Ytri-Vatnadal en sá fimmti lausamaður á Stað. Mánudaginn 28. febrúar 1898 fórst bát- ur Sturlu með allri áhöfn í norðan stórviðri sem skall á eins og hendi væri veifað er þeir vora á landleið undan fjallinu Öskubak, milli Skálavíkur og Keflavíkur. Tvö af líkunum fundust síðar rekin í ijörunni þar norður frá, annað skammt fyrir vestan Bakkaófæra en hitt í Illubót. Bátur frá Bolungavík fórst sama dag og með honum tveir Súgfirðingar og átti annar þeirra heima á Stað. Ur Staðardal fórust því sjö menn og létu þeir eftir sig 5 ekkjur og 15 börn, innan við fermingaraldur, að tveimur meðtöldum sem voru enn í móðurkviði. Bænd- ur á jörðunum fjórum í Staðardal voru sex og drukknuðu allir nema einn sama daginn. Það mikla áfall var fólkinu sem eftir lifði ærin raun. Hundrað árum síðar stöndum við hér á bökk- unum ofan við Keravík og sjáum Sturlu og skipverja hans róa knálega til hafs. Þeir leggj- ast fast á árar, heilir og hraustir allir sex, uns myndin hverfur í sortann. Við árósinn innan við Keravík er gott að hvfla lúin bein. Áin heitir Langá og annað nafn á henni er Staðará. Til forna var hún nefnd Dalsá og enn eitt nafnið er Vatnadalsá. Svo er hún enn nefnd þar sem hún fellur um landar- eign Vatnadals. Kirkjuvegur allra sem bjuggu á Suðureyri og bæjunum þar fyrir innan lá yfir ána hér rétt við ósinn. Árið 1888 var áin brúuð og sex árum síðar var reist hér önnur og vand- aðri brú sem kostaði kr. 84,85. Frá árósnum flýtum við för okkar upp á Móana og sem leið liggur heim í hlað á kirkjustaðnum forna. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MAÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.