Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						AÐSKOTAHLUTIR í nýju hlutverki, Himneskur hringur 1996.
LEIKFÖNG
AF LOFTINU
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir í sumar sýning á verkum
hins kunna hollenska listamanns Karels Appels. Hann
var yngsti meðlimur Cobra-hópsins og hefur í seinni tíð,
ásamt Asger Jorn, verio talinn til mikilvægustu fulltrúa
hópsins. ANNA SIGRÍDUR EINARSPÓTTIR fræddist um
'   listamanninn og verk hans hjá Eiríki Þorlákssyni, for-
____________stöðumanni Kjarvalsstaða.____________
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
DRAUMKENND veröld sem keppir við hlutveruleikann, Bálköstur dýranna 1994.
ÞEGAR blaðamaður mætti á
Kjarvalsstaði var vinna við sýn-
inguna í fullum gangi, en hún
verður opnuð í dag. Stórir við-
arkassar tóku yfir umtalsverð-
an hluta sýningarrýmsins og að
sögn Ólafar K. Sigurðardóttur,
deildarstjóra fræðsludeildar
safnsins, er sýningin með fyrirferðarmeiri
sýningum sem safnið hefur hýst. „Verkin
koma í þremur stórum gámum, þau er ekki
mjög þung en fyrirferðarmikil," segir Ólöf.
VHvert verk er skrúfað saman úr mörgum
ólíkum einingum og kom aðstoðarmaður
Appels til landsins sérstaklega í því skyni að
hafa yfirumsjón með uppsetningu verkanna.
Samvinnuverkefni
norrsenna lislasafna
Sýningin ber heitið Leikfóng af loftinu eft-
ir einu verka Appels og er samvinnuverkefni
Listasafns Bergen, Listasafns Reykjavíkur
og Listasafns Þórshafnar í Færeyjum. Lista-
maðurinn kemur til íslands, að sögn Eiríks
Þorlákssonar, til að vera viðstaddur opnun
sýningarinnar og er hann þá að sjá hana í
fyrsta skipti. En hann gat, segir Eiríkur,
ekki verið við opnunina í Bergen. Sýningunni
lýkur á íslandi 29. ágúst og verður þá flutt til
Færeyja.
."? Leikfóng af loftinu er yfirlitssýning á
verkum Appels á þessum áratug og sýnir
hann bæði olíuverk og skúlptúra. Olíuverkin
eru sum hver blönduð öðrum hlutum og ýja
stöku sinnum að afrískri list, en skúlptúrarn-
ir eru samansettir aðskotahlutir sem hafa
fengið nýtt hlutverk.
Karel Appel var yngsti meðlimur Cobra-
hópsins, en hópurinn hóf starf sitt upp úr
lokum seinni heimsstyrjaldar. Cobra-hópur-
inn var eins konar samvinnuverkefni
danskra, belgískra og hollenskra málara sem
voru sammála um það eitt að ekki væri nauð-
synlegt að vera sammála um nokkurn hlut.
^ifcHópurinn átti það þó sameiginlegt að leita
fanga í óhefðbundinni list, þ.e. list sem ekki
hafði verið innlimuð í menningar- og fagur-
fræðiumræðu þess tíma, s.s. í dægurlist,
frumstæðri list og listsköpun barna og sál-
sjúkra. En með þessu sjónarmiði leitaðist
Cobra-hópurinn við að móta nýja listastefnu
FÍGÚRUR Appels vaxa út úr striganum og verða að hlutum, Fígúrur í regnskóginum 1993.
sem byggðist á óheftum samruna þess ómeð-
vitaða og sjálfsprottna.
Annars kenar menning
Appel hefur unnið að list sinni í meira en
50 ár og hefur þar af skipt tíma sínum milh
New York, Evrópu og ferðalaga til fjarlægra
landa Asíu og Afríku síðastliðin 45 ár. Hann
telst til upphafsmanna einnar mestu um-
breytingar listasögunnar. Umbrota sem
höfðu í fór með sér að hefð og sögu var hafn-
að í fyrsta skipti og þess í stað leitast við að
skapa eða uppgötva frummikilvægi listarinn-
ar með tilstyrk undirmeðvitundarinnar og að
kanna með því „annars konar menningu".
,Appel", segir Eiríkur, „hefur haft gífur-
leg áhrif á það sem kallað hefur verið nýja
málverkið eða ný-expressionismi. En stílein-
kenni hans koma fram að ýmsu leyti í verk-
um margra þýskra listamanna eins og t.d.
Kiefers. Það má segja að hann hafi haft áhrif
á sambærilega þróun hér, þó að það sé erfitt
að rekja bein tengsl," bætir hann við. Að
sögn Eiríks átti Appel mikilvægan þátt í því
að víkka hlutverk lista, sem hann útskýrir
sem þá þróun að myndlistarmenn færi verk
sín úr gyllta rammanum og af hvíta stöplin-
um og taki þess í stað aðskotahluti upp á
arma sína líkt og Appel gerir.
Eiríkur bendir í því sambandi á að enginn
af skúlptúrum sýningarinnar sé sérsmíðað-
ur, heldur leiti listamaðurinn fanga á skran-
sölum og setji verk sín saman úr brotnum
handriðum, gömlum rugguhestum og öðrum
aðskotahlutum.
Appel velur hluti og efni sem áður hafa
þjónað öðrum tilgangi, en með því að taka þá
úr sínu upprunalega samhengi gefur hann
þeim nýtt líf í nýju samhengi. Hann breytir
líka oft táknmynd hlutanna með litum og
áferð og hefur þannig skapað sér sitt eigið
myndmál. ,Appel leitar eftir að koma á óvart
til að fá áhorfendur til að sjá á hlutina í nýju
ljósi. Listaverkið er þannig meira heldur en
það sem fyrir augu ber," segir Eiríkur og
bætir svo við „segja má að það sé í raun aðal
allra góðra listamanna".
Tjáning ón með-
vitaðrar hugswnar
„Það er erfitt að benda á eitthvað og segja
að það sé dæmigerður Appel," segir Eiríkur,
„en engu að síður eru samhangandi stílein-
kenni í verkum hans". Hann hafði þegar til-
einkað sér stílbrigði barna og naívista og
unnið að því að ná tökum á „tjáningu án
meðvitaðrar hugsunar" þegar hann hóf að
vinna með Cobra-hópnum. Appel hefur nú í
meira en hálfa öld skapað og þróað mismun-
andi myndgerðir sem eru ýmist sjálfsprottn-
ar eða bundnar, fígúratífar eða abstrakt, efn-
ismiklar og hlaðnar eða gegnsæjar og
stefnufastar, hvort sem er í málverki eða
höggmynd. Engu að síður má greina sam-
felld stíleinkenni í verkum hans allan hans
listferil, sem er, að því er segir í sýningar-
skrá, einna helst stöðug löngun til að brjóta
niður stofnanalist og opna með því mögu-
leika fyrir óheftri og stöðugri myndbreyt-
ingu lífsins sjálfs.
Þegar olíuverk Appels eru skoðuð má sjá
hvernig óendanlegar fígúrur verða til úr efni
og litum. Hvernig fígúrurnar vaxa út úr
striganum og verða að hlutum sem blanda
saman tvísýni fígúra og mynda. Á líkan máta
vekja höggmyndir hans með áhorfandanum
tilfinningu um að einingar verksins séu vald-
ar af handahófi og raðað saman á tilviljana-
kenndan hátt, sem skapi draumkennda ver-
öld sem keppi við hlutveruleikann.
I dag má finna verk Karels Appels á nær
öllum stóru nútímalistasöfnunum, en að sögn
Eiríks er ólíklegt að Listasafni Reykjavíkur
reynist fjárhagslega mögulegt að eignast
verk listamannsins. Ahrif Appels á breytt
viðhorf til menningar virðist hins vegar vera
ótvíræð. „Það var nýlega haldin lágmenning-
arhátíð í Reykjavík," segir Eiríkur. „Hug-
tökin hámenning og lágmenning eru að vísu
umdeild, en það eitt að þau teljist hluti
menmngarheimsins er afleiðing þess að
menn eins og Appel fóru að benda á að til
væri „annars konar list"."
< r
20    LESBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/LISTIR 29. MAÍ1999
.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20