Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 3
I I SBOK MORGUNBLAÐSINS - MENNING USTIR 23. TÖLUBLAÐ - 7A. ÁRGANGUR EFNI Kristján bílakóngur Þess er minnst að öld er frá fæðingu Kri- stjáns Kristjánssonar á Akureyri, eða Kri- stjáns bflakóngs eins og hann var oft nefndur. Hann var einn þeirra sem ruddi bflnum braut á Islandi, rak Bifreiðastöð Akureyrar og átti álitlegan fjölda rútubfla sem gengu m.a. milli Reykjavíkur og Akureyrar. Hann er einn þeirra manna snemma á öldinni sem hófst af sjálfum sér, þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Indriði G. Þorsteinsson, sem vann hjá bflakónginum um tíma og þekkti hann vel, skrifar greinina. Amasónur og sírenur Bragi Ásgeirsson hefur gluggað í leyndar- dóma Parísarborgar og komist að raun um að mikillátar og stórgáfaðar konur, sumar þeirra samkynhneigðar, áttu drjúg- an þátt í litríku mannlífi í borginni á Signubökkum á fyrrihluta aldarinnar. Nómsdvöl í Indlandi Jón Baldvin Hannesson heldur áfram frá- sögn sinni frá Indlandi og segir frá áhrifa- ríkri heimsók í mannúðarstofnun móður Theresu, þar sem hlúð er að munaðarlaus- um börnum, holdsveiku fólki og útigangs- mönnum. f sumum þorpunum hefur fátt breyst í þúsund ár. í Dehli heimsótti hann safn til minningar um „föður þjóðarinn- ar“, Mahatma Gandhi. Rembrandt málaði sjálfan sig meir en aðrir og nú stendur í London sýning á sjálfsmyndum hans. Þær spanna listamannsferil hans; frá unga aldri, þegar velmegun og vinsældir voru hlut- skipti hans, til efri ára, þegar per- sónulegar raunir og gjaldþrot settu á manninn mark. Sjálfs- myndir Rembrandts, málverk, ætingar og teikn- ingar, eru taldar um áttatiu og sextíu þeirra eru á sýningunni í National Gall- ery. Sú elzta er af honum 22 ára og sú yngsta sýnir hann 63ja ára og var máluð 1669, sama ár og hann lézt. Auk sjálfs- myndanna flýgur svipur hans fyrir í nokkrum málverka hans og einnig máluðu nemendur hans myndir af meistaranum. FORSÍÐUMYNDIN er af styttu Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði af Leifi heppna. Myndin er birt í tilefni af því, að í dag er frumsýnd leikin kvikmynd um æfi og list Samúels. Hin sérkennilegu verk Samúels eru flest illa farin, enda úr stein- steypu, sem frost og veðrun hafa unnið á. Ljósmynd: Árni Sæberg. JÓHANN JÓNSSON VÖGGUVÍSUR UM KRUMAAA Hrafninn flýgur um aftaninn, hans eru ei kjörin góð. Sumarið leið og laufíð féll, og lyngið varð rautt sem blóð. Seint fíýgur krummi á kvöldin. Hrafninn flýgur um aftaninn, hi-ynur af augum tár, því hann er svartur sorgarfugl og söngur hans feigðarspár. Seint fíýgur krummi á kvöldin. Hrafninn flýgur um aftaninn með hrím á svörtum væng. En bezt er að hirða ei hót um það og hjufra sig niður í sæng. Seint fíýgur krummi á kvöldin. Hrafninn fíýgur um aftaninn, hann á ei skáura völ. Mai-gur hlaut gogg og góða kló, sem gæfan varð aldrei föl. Seint fíýgur krummi á kvöldin. Jóhann Jónsson, 1896-1932, var upprunninn ó Snæfellsnesi en fór eftir nóm í MR til Þýska- lands þar $em hann veiktist af berklum og liföi aðeins í fóein ór. Þekktast Ijóða hans er Söknuður sem hann orti t>egar sýnt var að hann ótti skammt eftir ólifað og er eitt af fyrstu módemísku Ijóðunum ó íslensku. RABB UM KAMILLU- LÍF INGIMARS GUÐ fylgist sífellt með okkur og notar til þess augu dýranna." Ókunnurhöf. Ein- hvern tíma á síðasta ári kom frétt í Morg- unblaðinu undir fyrir- sögninni: Fékk nýtt líf í svefnherberginu. Greinin var um folald sem komið var í dauðann og átti að fara að lóga þegar einhverjum datt í hug að hafa samband við fólkið í dýragarðinum í Slakka í Laugarási og gefa því kost á að eignast folaldið ef því tækist að lífga það við. Og kraftaverkið gerðist með guðs hjálp og góðra manna. Þar komu við sögu sænsk stúlka, sem heitir Liv og var starfs- maður í garðinum, Ingimar Sveinsson á Hvanneyri, kraftaverkamaður í dýralækn- ingum, sem lagði til uppskriftina að sér- stakri blöndu af mjólk, kamillutei og mat- arsóda sem folaldinu var gefin, og annað starfsfólk í dýragarðinum. Sænska stúlkan bað um að folaldið yrði flutt inn í svefnherbergi sitt og var það gert. Gaf hún því töfrablönduna góðu á tveggja tíma fresti alla nóttina og upp úr því fór það að hjama við. Ekki veit ég hvers vegna þetta greinar- korn hafði svona mikil áhrif á mig. Já, gott ef mér vöknaði ekki um augu meðan á lestrinum stóð og ég varð allur svo meyr og mjúkur innan í mér. Kannski var það vegna þess að maður fær alltof sjaldan svona hugljúfar fréttir í fjölmiðlum. Hvem einasta dag árið um kring rignir yfir mann þvílíkri fréttadembu af ránum, morðum, nauðgunum, styrjöldum, stór- slysum og hræðilegum náttúruhamförum að oftar en ekki fær maður það á tilfinn- inguna að allt sé á góðri leið með að fara til andskotans. Á seinni árum hef ég mátt hafa mig allan við til þess að fá ekki slag- síðu á hugsanaganginn, skreiðast upp í rúm og breiða upp fyrir haus. Loks var svo komið að við svo búið mátti ekki standa. Ég var nauðbeygður til að vemda mig gegn þessum ósköpum og finna um leið ráð til að verða glögg- skyggnari á bjartari hliðar lífsins og fund- vísari á hið jákvæða í kringum mig. Það fyrsta sem ég gerði var að draga mjög úr neyslu á útvarps- og sjónvarps- fréttum. Auðvitað steypist líka yfir mann þessi holskefla af ógnarfréttum í dagblöð- unum en ég tók upp þann sið að fletta yfir á aðra síðu ef eitthvað sérlega ókræsilegt bar fyrir augu mín og auk þess lét ég koma krók á móti bragði til þess að við- halda hugarrónni og lífsgleðinni þrátt fyr- ir þennan hrylling sem alltaf er verið að hella yfir mann. Nú er ég alltaf á höttunum eftir góðu fréttunum á meðan ég er að lesa. Stund- um er uppskeran ansi rýr en það má mik- ið vera ef ég finn ekki eitthvað í hverju blaði sem hlýjar mér um hjartarætur. Ég hef þá gjarnan þann háttinn á að ég margles viðkomandi frétt, skoða hana frá öllum hliðum og smjatta og kjamsa á hverjum ætum bita sem þar finnst. Á eftir klippi ég hana stundum út og les fyrir mína nánustu þeim til upplyftingar og sálubótar. Þótt undarlegt megi virðast eru þessir ástvinir mínir oft og tíðum roknir út í veður og vind þegar ég er um það bil að draga úrklippumar upp úr pússi mínu. En hvað sem því líður hefur þetta hjálpað mér heilmikið við að halda jafnað- argeðinu. Einkum hafa falleg og skondin fréttakorn af dýrum reynst mér mikil sálubót í gegnum árin. Ég minnist kýrinn- ar sem sleit sig lausa vestur á fjörðum þegar verið var að leiða hana til slátmnar. Sú gamla skeiðaði alla leið niður í fjöru, skellti sér í sjóinn og synti yfir fjörðinn þar sem bóndi nokkur tók við henni og leiddi í fjós sitt. Þar hefúr hún verið síðan og fætt hvem kálfinn á fætur öðmm. Hvalasögur em einnig mitt uppáhald þar sem heilu þoi’pin, bæirnir, já gott ef ekki heilu samfélögin sameinast í viðleitni sinni til þess að bjarga blessuðum skepn- unum á haf út eftir að þær hafa synt á land og bíða dauða síns án nokkurrar sjá- anlegrar ástæðu nema ef til vill þeirrar að vilja mótmæla ástandi heimsins og hvern- ig mannskepnan hefur hagað sér gagnvart lífríki sjávarins. Það kæmi mér ekki á óvart að þær hetjur finnist meðal hval- anna sem séu reiðubúnar að færa þessa helgustu fóm til þess að koma vitinu fyrir manninn og sanna með því það sem ýmsa hefur gmnað, að hvalurinn sé ekki ein- ungis miklu vitrari skepna en maðurinn, heldur líka hugrakkari og fórnfúsari. Ég minnist myndar af hrafni sem sett- ist alltaf á hjól hjá strák þegar hann fór niður á bryggju að veiða. Maríuerlu sem gert hafði sér hreiður ofan á vatnskassa undir vélarhlíf bifreiðar, sem varð til þess að eigandi hennar lagði henni þar til ung- amir vom komnir úr hreiðrinu. Og fyrir nokkm bjargaði Jón Karl Snorrason, flug- stjóri hjá Flugfélagi Islands, andafjöl- skyldu þegar hann var að lenda Fokkervél á Isafjarðarflugvelli. Hann lyfti einfald- lega vélinni rétt áður en hjól hennar snertu flugbrautina þegar hann sá þar önd á vappi með ungahópinn sinn. Ég vel hann hér með mann ársins. Já, það er eins og skyndilegar uppá- komur sem tengjast dýrum laði fram það besta í mannskepnunni og hvernig skyldi standa á þvi að mörgum okkar veitist auð- veldara að sýna dýmnum ást og um- hyggju en meðbræðmm okkar og systr- um. Það skyldi þó aldrei vera að maðurinn sé orðinn svo firrtur í hringiðu nútíma tækni og svokallaðra framfara að hann kenni aðeins uppruna síns í umgengni við dýrin. EYSTEINN BJÖRNSSON LESÐÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.