Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. jśnķ 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ÞEGAR ég las fornsögurnar á ung-
um aldri, mat ég kappana eftir afli
og hreysti eins og smásveinum er
títt. Þá hlaut hinn sögufróði móð-
urfaðir minn að skera úr því hve
þessi eða hinn garpurinn hefði
haft margra manna afl. Tveggja
manna afl taldist sæmilegt, fjögra
manna ágætt. Mestrar aðdáunar naut Grettir
Ásmundarson, hann lyfti björgum og sigraði
tröll og forynjur. Afi minn taldi ekki ólíklegt að
hann hefði haft átta manna afl.
En aldinn fræðimaður horfir fremur til
þeirra andlegu verka sem liðnir menn hafa eft-
ir sig látið. Og þá hlýtur Jón Helgason frá
Rauðsgili að teljast til hinna aflrömmustu af-
reksmanna, hvort sem verk hans eru metin eft-
ir magni eða gæðum. Þá er ekki ofmælt að
hann hafi verið átta manna maM.
Ungur að aldri sigldi hann til náms í nor-
rænum fræðum við háskólann í Kaupmanna-
höfn, og skömmu síðar tók hann að vinna að út-
gáfu íslenskra fornsagna. Handritarannsóknir
og útgáfustörf voru síðan megin viðfangsefhi
hans í nær sjö tigu vetra allt til þess er hann
andaðist í hárri elli. Hann sat við skrifborðið
sitt hvern virkan dag frá morgni til kvölds, í
senn vandvirkur og þó furðulega skjótvirkur.
Ég hef stundum sagt, með líkingu við síðari
tækni, að hann hafi haft tölvu í höfðinu.
Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend,
á himni ljómar dagsins gullna rönd;
sú gjöfmér væri gleðilegust send
að góður vinnudagur færi íhönd
segir hann í einu kvæða sinna.
Hann var aðeins átján vetra, og hafði verið
eitt ár við nám þegar kennari hans, öldungur
fræðanna Pinnur Jónsson, kjöri hann til að
starfa fyrir norska sagnfræðinginn Oscar Al-
bert Johnsen að útgáfu Ólafs sögu helga hinn-
ar miklu sem svo er nefnd. Saga þessi eða
sagna-samsteypa hefur að kjarna Olafssögu
Snorra Sturlusonar, en er aukin með margvís-
legum hætti í fjölda handrita og viðfangsefnið
því ákaflega flókið. Við þetta starfaði Jón
næstu áratugina, og kom verkið út í tveimur
bindum 1941, alls 1163 blaðsíður. í ævisögu
Jóns í Andvara (1997) segir Ólafur Halldórsson
að þótt Jón hefði aldrei gert annað en ganga
frá útgáfu þessarar sögu „mundi honum verða
skipað í flokk þeirra manna sem mest gagn
hafa unnið íslenskum fræðum."
En Jón Helgason gerði raunar fjölmargt
annað á þessum sömu árum jafnframt útgáfu
Ólafssögunnar. Hann lauk meistaraprófi 1923
og doktorsprófi í ársbyrjun 1926, aðeins 26 ára
að aldri. Doktorsrit hans fjallaði um Jón Ólafs-
son frá Grunnavík og verk hans. Hann var
skipaður forstöðumaður Arnasafns í Kaup-
mannahöfn 1927 (eftirmaður Kristians
KJLlunds) og prófessor við Hafnarháskóla 1929
(eftirmaður Finns Jónssonar). Hann gerði úr
garði margar og tímafrekar handritaútgáfur,
og má sérstaklega nefna Heiðreks sögu (1924),
Ljóðmæli Bjarna Thorarensens í tveimur bind-
um (1935), íslenzk miðaldakvæði, einnig í
tveimur bindum (1936 og 1938) og Byskupa
sögur, 1. hefti, en í því voru Byskupa ættir, ís-
leifs þáttur og Hungurvaka. „í þessu hefti er
Hungurvaka í fyrsta sinni gefin út þannig að
ekki verður um bætt, nema svo ólíklega vilji til
að betri handrit komi í leitirnar en áður voru
þekkt," segir Ólafur Halldórsson í fyrrnefndri
ævisögu Jóns. Um útgáfuna á kvæðum Bjarna
segir Olafur: „í þessum bókum komust kvæði
Bjarna Thorarensens loksins óbrjáluð á prent,
og engu íslensku skáldi hafa verið gerð betri
skil en honum í þessu verki Jóns Helgasonar."
En um íslenzk miðaldakvæði segir Sigurður
Nordal í grein í Skírni 1944: „Frá slíkri útgáfu
verður ekki betur gengið."
Auk alls þessa birti Jón á árunum fram að
heimsstríði margar ritgerðir og nokkrar bæk-
ur frumsamdar. Áður er getið um doktorsrit
hans, Jón Ólafsson frá Grunnavík. Hér skulu
enn fremur nefnd þessi rit:
Hrappseyjarprentsmiðja 1773-1794 er fróð-
leg greinargerð um þá merku þjóðlegu útgáfu-
starfsemi sem þar fór fram. Bókin var prentuð
í Safni Fræðafélagsins 1928.
Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálks-
sonar (1929) kom einnig í Safni Fræðafélags-
ins. Þetta er undirstöðurit um íslenska tungu á
16. öld og ærið oft til þess vitnað af málfræð-
ingum.
Norr0n litteraturhistorie (1934) var einkum
ætluð til stuðnings stúdentum í fræðum þess-
um. Þegar hann tjáði mér fimmtán árum síðar
að hann hefði séð bók þessa í glugga á forn-
sölu, tók hann fram að hún væri gersamlega
ófrumleg, enda væri það fagnaðar efni að hún
væri með öllu úrelt orðin, það sýndi hve fram-
farir væru örar í fræðunum. Bókina keypti ég,
og mér hefur ætíð þótt hún afbragðsgóð. Þar
er undirstöðu-fróðleikur settur fram í ljósu
máli og réttum hlutföllum; og þótt ég viður-
kenni að bókin sé úrelt um sumt, þá hygg ég að
annað sé þar réttara en margt af því sem síðar
hefur birst um íslenskar fornbókmenntir -
jafnvel það sem Jón hefur sjálfur skrifað, til
dæmis í riti sínu um fornan islenskan kveð-
JÓN HELGASON heilsar upp á góða granna í Borgarfirði, Þorstein Jónsson á Úlfsstöðum f Halsasveit og Jón föður Þorsteins.
FRÆDIMAÐURINN
JÓN HELGASON
skap, Norges og Islands digtning (1952).
Síðast skal þess getið sem allramest er um
vert frá þessu tímaskeiði í ævi Jóns Helgason-
ar, en það er kvæðabók hans Úr landsuðri sem
út kom í fyrsta sinn 1939. Um ljóðmæli Jóns er
fjallað annarsstaðar í þessu blaði, og því leiði
ég hjá mér að ræða um þau. Aðeins langar mig
að geta þess mér til hróss að þegar ég vann
undir handleiðslu hans um miðja öldina - en þá
var hann um fimmtugt, reyndi ég stundum að
hvetja hann til yrkinga. En hann tók því þver-
lega og kvaðst vera gersamlega hættur að fást
við slíkt. Síðar gerði hann þó allmargar erlend-
ar þýðingar sem njóta vinsælda og virðingar.
En að honum látnum fannst fátt eitt óprentað
ljóðakyns.
Jóni auðnaðist ekki að ganga að fullu frá
Miðaldakvæðum og Byskupa sögum, og þarf
það engan að undra svo mörg járn önnur sem
hann hafði í eldinum. En 1978 voru textar Þor-
láks sögu helga og Páls sögu prentaðir í fram-
haldi af Hungurvöku, og fylltist svo vænt bindi;
og mikil drög mun Jón hafa látið eftir sig til
inngangs um handrit sagnanna. Einnig skilst
mér að áður Jón dó hafi hann nálega lokið út-
gáfu Miðaldakvæða svo sem hann taldi viðhlít-
andi. Er þess að vænta að eftirmenn hans komi
þvíyerki út á prent.
Á styrjaldarárunum var nokkur lægð í út-
gáfustarfsemi Jóns. í byrjun stríðsins voru
handritin í Arnasafni og skömmu síðar handrit
Konungsbókhlöðunnar lögð í kassa og flutt á
óhultan stað. Þó fékk Jón að nota handrit
Ólafssögunnar, og auk þess gaf hann út nokkur
önnur handrit sem hann hafði aðgang að, svo
sem úrval úr Bréfabókum Brynjólfs biskups
Sveinssonar og fyrra bindi Bréfa Bjarna
Thorarensens. (Síðara bindi hafði hann búið til
prentunar er hann andaðist, og var það gefið út
aðhonum látnum 1986.)
í stríðinu beindust kraftar Jóns mjög að fé-
lagslífi íslendinga í Kaupmannahöfn. Heimili
þeirra hjóna, Jóns og Þórunnar, var meir en
nokkru sinni griðastaður landa í útlegðinni,
eins og vin í eyðimörku. Frægar og styrkjandi
til samheldni voru hinar svonefndu kvöldvökur
sem Félag íslenskra stúdenta hélt undir stjórn
Jóns og Jakobs Benediktssonar. Þar las Jón
valda kafla úr íslenskum bókmenntum. Einnig
var hann forkólfur við útgáfu tímritsins Frón
sem Hafnarstúdentar gáfu út 1943-1945 undir
ritstjórn Jakobs, og þar birti Jón margar fróð-
legar greinar.
Þegar ég horfi til baka til minna Hafnarára
1948-1952, þykir mér sem þá hafi enn verið
nokkur lægð í handritaútgáfu Jóns, miðað við
ALDARMINNING
EFTIR JÓNAS KRISTJÁNSSQN
Þess er minnst nú ao
30. júní nk. eru 100 ár
liðin frá fæoingu Jóns
Helgasonar, prófessors og
skálds í Kaupmannahöfn.
Meo tilliti til ævistarfs hans
þar, segir greinarhöfund-
urinn, „hlýtur Jón Helga-
son frá Rauosgili ao teljast
til hinna gflrömmustu
gfreksmanna, hvort sem
verk hans eru metin eftir
magni eoa gæoum".
það sem gerðist fyrr og síðar, enda var hann þá
mjög svo einn að verki og kvartaði yfir því að
engir væru peningar til að kosta nýjar útgáfur.
„Mig langar mest til að kasta frá mér öllum
handritum," sagði hann einhverju sinni í mín
eyru.
En þetta átti eftir að breytast þegar fjör
færðist í hið svokallaða handritamál milli ís-
lendinga og Dana. Þá vöknuðu Danir til vitund-
ar um að þeim væri skylt að sinna nokkuð
þessum gömlu skræðum sem vöktu svo ákafar
tilfinningar í brjóstum annarrar þjóðar. Þvi
var líkasj sem samkeppni myndaðist milli
Dana og íslendinga um það hvorir meira vildu
gera fyrir handritin. Danir gengu á undan.
Sett var á fót ný stofnun í Kaupmannahöfn
1956 til að annast varðveislu og útgáfu hinna
fornu bóka. Þær voru fluttar í gamalt, en nýbú-
ið húsnæði, og fjárveitingar komu nálega eftir
þörfum til að kosta útgáfur og greiða laun
nýrra starfsmanna. íslendingar þurftu fyrir
sitt leyti að sýna að þeir ættu skilið að fá hand-
ritin heim, og svipuð stofnun var sett upp í
Reykjavík 1962, að því leyti fremri hinni
dönsku að reist var nýtt hús yfir starfsemina
með rammlegri handritageymslu. Þá kom að
Dönum að líkja eftir íslendingum, og fengu
þeir handritunum stað í nýju húsi með álíka
vönduðu geymslurými. Síðan var dýrgripunum
skipt og handritin send heim smátt og smátt.
Islendingar fengu mestan hluta, en þó var
nokkuð skilið eftir í Danmörku og ljósmyndir
teknar af öllu sem heim var sent. Getur svo
starfsemin haldið sínu striki í báðum löndum
svo lengi sem fé er veitt og fusar hendur fást
til vinnunnar.
Og nú var ekki framar um það rætt að kasta
frá sér handritunum. Jón Helgason, sem nú
var kominn um sextugt, var að sjálfsögðu sett-
ur yfir þetta allt saman; og svo var sem hann
færðist í ásmegin við að nýta fjáraflann, skipu-
leggja starfsemina og kveðja fólk til verka.
Hér skal reynt að veita stutt yfirlit um það sem
gerðist undir handleiðslu hans.
Arnanefnd hefur yfirumsjón handritanna
samkvæmt erfðaskrá Árna Magnússonar.
Nefndin starfaði framan af með nokkrum
krafti, en smám saman dró út starfseminni
þegar sjóðir rýrnuðu. Þó hóf hún, að tillögu
Jóns, útgáfu á ritröð sem nefnd var Bibliotheca
Arnamagnæana. Fyrsta bindið birtist 1941,
Háttalykill hinn forni í útgáfu Jóns í samvinnu
við hina norsku vísindakonu Anne Holtsmark.
I ritsafni þessu voru framan af jöfnum höndum
út gefnir frumtextar, bæði frá fyrri og síðari
öldum, og sjálfstæð fræðirit varðandi íslenska
tungu og bókmenntir. Drjúgt bættist í hillumál
þegar Jakob Benediktsson bjó til prentunar
latínurit Arngríms lærða í fjórum þykkum
bindum 1950-1957. Þegar þetta er ritað eru alls
út komin af Bibliotheca Arnamagnæana 40
bindi, þar af 37 bindi undir ritstjórn Jóns, og
auk þess sex bindi í stærra broti með aukatitl-
inum Supplementum.
Þegar Árnastofnun var komin með fulla
sjóði fjár, taldi Jón heppilegra að skipta út-
gáfubókunum í tvær ritraðir. Hélt hann afram
að birta fræðirit í Bibliotheca, en hratt jafn-
framt af stokkum annarri ritröð með textum
frá miðöldum í undirstöðuútgáfum. Hann var
einnig ritstjóri og umsjónarmaður þessa
ritsafns til æviloka, og voru komin út 29 bindi
þegar hann féll frá. Þarna gaf hann sjálfur út
Islenzk fornkvæði (þ.e. þjóðkvæði eða dans-
kvæði) í átta bindum og auk þess síðara bindið
eða heftið af sögum Skálholtsbiskupa sem fyrr
er getið. Og ritstjórn hans á öllum þessum bók-
um, bæði í Bibliotheca og Editiones, var miklu
4    ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. JÚNÍ1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20