Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 4
HORFT TIL suðurs af Langavatnsmúla. Staðarhnjúkur sést í fjarska. Ljósmyndin Guðlaug Jónsdóttir. LANGAVATNSDALUR EFTIR TÓMAS EINARSSON Langavatnsdalur er í fjallgarðinum milli Mýra- og Dalasýslu. Leiðin frá Svignaskarði í Borgarhreppi inn á Langavatnsdal var gerð ökufær fyrir allmörgum árum, en ef menn kjósa að ferðast gangandi ° l þessar öræfaslóðir er um þrjár leiðir að ræða. / Ifjallgarðinum milli Mýra- og Dalasýslu eru tveir stórir dalir, Hítardalur og Langavatnsdalur, sem er austar. Þótt ólíkir séu, eiga þeir ýmislegt sameigin- legt. Þar er góð sumarbeit fyrir búfé, fengsæl veiðivötn, sumarfegurð, bæjar- rústir og sagnir um foma byggð. Um þá lá leið manna öldum saman, þegar fara þurfti milli héraða. I þessari grein verður fjallað nokkuð um Langavatnsdal því hann á sér sögu, sem vert er að gefa gaum og setja á blað. Langavatnsdalur liggur frá norðri til suð- urs og er vatnið, sem hann er kenndur við í suðurhluta hans. Dalurinn mun vera um 11 km langur, vatnið um 5 ferkm að flatarmáli og liggur 214 m ofar sjávarmáli. Mesta dýpi hef- ur mælst 36 m. Tveir hólmar eru í vatninu sunnanverðu skammt frá austurbakkanum. Eru þeir þar til mildUar prýði. Tvær ár falla í vatnið, Langavatnsá, sem rennur eftir dalnum endilöngum og fellur í norðurenda vatnsins, og Beylá, sem dregur til sín vatn úr smádöl- um austan við Langavatnsdal og rennur í suð- austurenda þess. Langá, hin þekkta laxveiðiá, fellur úr suðvesturhorni vatnsins og rennur í Borgarfjörð allnokkuð sunnan við brúna á þjóðveginum hjá Langárfossi á Mýrum. Um það bii 5 km frá vatnsósnum greinist Gljúfurá frá Langá. Hún rennur austur með Staðar- tungu að sunnanverðu og fellur í Norðurá, sem síðan sameinast Hvítá er fellur í Borgar- fjörð móti Hvanneyri. Innan þessa svæðis er Borgarhreppur allur og Borgames (sem nú eru hluti Borgarbyggðar). Samkvæmt skil- greiningu er það land kallað eyja, sem er um- flotið vatni á alla vegu. Má þá spyrja: Hvað heitir stærsta eyja íslands? Umhverfí Langavatnsdals er ekki hrika- legt. Að sunnan er Staðarhnúkur (var einnig nefndur Stafholtshnúkur) og Staðartunga, sem fyrr er nefnd. Að vestan er Langavatns- múli og í framhaldi hans til norðurs fjalls- hryggur að Sópandaskarði, með þremur stuttum þverdölum, Hafradal, Fossdal og Mjóadal. Fyrir botni dalsins er Víðimúli og Víðidalur, sem er framhald af Langavatnsdal. Að austan eru Borgarhraunseggjar og suður af þeim Réttarmúli, er nær allt suður að Beylá. Þetta er fjallahringurinn, sem umlykur dahnn. Langavatnsdalur er á eldvirku belti, þótt ekki beri mikið á stórum hraunbreiðum. AJlir þekkja hraunið við Hreðavatn. Vestan við Langavatnsmúla er Kvígindisdalur. Þar er hraungígur. Fleiri gígar eru í Hraundal þar suður af og svo hefur gosið í Þórarinsdal skammt frá Hítarvatni. Fleiri eldvirka staði mætti nefna. Ollum þessum eldstöðvum er það sameiginlegt, að gosin hafa verið smá og lítil hraun runnið frá þeim. Þegar gaus í Kvíg- indisdal rann hraunið út í dalinn að suðvest- anverðu, stíflaði hann að hluta og þá myndað- ist Langavatn. Um búsetu i Langavatnsdal Samkvæmt heimildum Landnámabókar nam Bersi goðlaús Bálkason Bæringssonar úr Hrútafírði land í Langavatnsdal og bjó á Torfhvalastöðum. Ekki var vera hans þar VIÐ GANGNAMANNAKOFA í Langavatnsdal 1965. Eftir að stíflað var fór tanginn í kaf og stendur hústóftin nú upp úr vatninu. löng, því kona hans Þórdís, dóttir Þórhadds úr Hítardal, erfði Hólmslönd í þeim dal og flutti Bersi þá þangað. Ekki eru neinar heim- ildir til um hvort einhver annar hafi tekið við jörð Bersa í Langavatnsdal, en líklegt er að Kveldúlfsættin á Borg hafi ráðið þar ein- hverju, því samkvæmt Egilssögu stofnaði Skallagrímur bú í brekkunum sunnan undir Staðarhnúk. Þar bjó Gríss leysingi hans og gætti sauða. Jörðin var við hann kennd og nefndist Grísartunga. Um það bil öld síðar kemur dalurinn aftur við sögu. Þá er þar á ferð Þorsteinn Egilsson á Borg ásamt föru- neyti, í þeim hópi var Gunnlaugur ormstunga Illugason frá Gilsbakka í Hvítársíðu. Sagan segir, að Þorsteinn hafí átt sel í dalnum, er nefndist Þorgilsstaðir. I þetta sinn var Þor- steinn að huga að stóðhrossum sínum, er hann átti þar. Þorsteinn ætlaði að sýna Gunnlaugi vináttuvott og bauð honum hross- in að gjöf. Gunnlaugur afþakkaði boðið, en bað Þorstein í staðinn að gefa sér Helgu dóttur hans fyrir konu. Þeirri bón neitaði Þorsteinn. Þess er og getið að Þorsteinn hafi látið hlaða garð þvert yfir Staðartungu milli Gljúfurár og Langavatns. í augum nútíma- manns er erfitt að átta sig á notagildi slíks mannvirkis. Enn er getið um Langavatnsdal í sögu Bjarnar Hítdælakappa. Hann var afkomandi Skallagríms á Borg og sonarsonur Bersa Bálkasonar og bjó á Hólmi í Hítardal. Þegar hann var veginn voru húskarlar hans að fást við sauðfé austur í Langavatnsdal. Eftir þetta fara engar staðfestar sögur af búskap í dalnum. Hans er þó stundum getið í heimildum. Á vígaöld Sturlunga er sagt frá ferðum herflokka um dalinn, og hann er nefndur í máldaga Akrakirkju frá 13. öld og máldögum Hítardalskirkju frá 14. og 15. öld. Þar er getið um eignir og ítök kirknanna í Langavatnsdal. Ekki eru nefnd þar nein bæj- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.