Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 4
I MINNINGU AFREKSMANNS íslenzk ljóðmæli frá tímabilinu 1400-1550, að frátöldum rímum. En frá siðaskiptunum til loka 18. aldar skyldi valið úr. Fyrir utan rím- urnar, áttu hinir lúthersku kirkjusálmar að ganga frá. Þá man eg og, að dr. Jón lét það oft í ljós við mig, að þar sem heildarsöfn væri til, prentuð eða óprentuð (svo sem eftir Hallgrím Pétursson, Stefán Ólafsson, Ólaf Jónsson á Söndum, Guðmund Erlendsson), yrði gengið fram hjá verkum þeirra manna. Samt hefði þetta orðið geysimikið safn, svo að skift hefði tugum binda, jafnvel þó að ýmis minni háttar skáld og ómerkustu kvæði hefði verið látin mæta afgangi.“ Hér var greinilega ekki lítið í fang færst. Jón Helgason prófessor hafði áður en seinasta heftið kom út birt athugasemdir um frágang Kvæðasafnsins, og eins og áður sagði gaf hann út mörg sömu kvæði mjög vandlega í íslenzk- um miðaldakvæðum. Aftur á móti hefur mikill meirihluti af þeim kveðskap sem áformað var að yrði gefinn út í Kvæðasafni fengið að liggja gleymdur í handritum. 2. ÚTGÁFUR FORNBRÉFA OG HEIMILDA UM SÖGU LANDS A 19. öld hófst víða um lönd mikil út- gáfa heimildarita. Jón Sigurðsson forseti stóð fyrir útgáfu ýmissa heimilda urn sögu Islands, enda var söguleg þekking helsta vopn hans í sjálfstæðisbaráttunni og mætti langt mál skrifa um það. Fyrsta stóra útgáfusafnið, sem Jón Sigurðsson stóð að var Lovsamling for Island, en undirtitill þess gefur góða hugmjmd um innihaldið: „Indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordn- inger, Resolutioner, Instructioner og Reglementer, Althingsdomme og Ved- tægter, Collegial-Breve, Fundatser og Gavebreve, samt andre Aktstykker, til Oplysning om Islands Retsforhold og Ad- ministration i ældre og nyere Tider.“ Fyrsta bindi þessa ritsafns kom út 1853 og stóðu Oddgeir Stephensen og Jón Sig- urðsson að því, en alls urðu bindin 21 og kom það seinasta út 1889 og að því stóðu Hilmar Stephensen og Ólafur Haildórs- son, en seinasta bindið sem Jón Sigurðs- son stóð að var 17. bindið, sem kom út 1877. Langsamlega stærsti hluti skjal- anna var frá seinustu 150 árunum, því fyrsta bindið innihélt skjöl írá 1096 til 1720 og þar af leiðandi ná hin tuttugu yfir árin 1721 til 1874. Eins og kom fram í titli er skjalaútgáfan í Lovsamling for Island ekki tæmandi og í Kongelige Ail- ernaadigste Forordninger og aabne Breve som tii Island ere udgivne, sem kom í þremur bindum á árunum 1776 til 1787 í útgáfu Magnúsar Ketilssonar sýslumanns í Búðardal á Skarðsströnd, er ýmislegt sem ekki er prentað annars stað- ar. Tvö fyrri bindi þessa verks komu út í Hrappsey, en það seinasta í Kaupmanna- höfn. Þess vegna er rétt að segja að upp- lýsingabyltingin, sem talin er einkenna þjóðfélag síðustu tíma, hafi á íslandi haf- ist á eyju á Breiðafirði. Árið 1857 hóf Jón Sigurðsson útgáfu ís- lenzks fornbréfasafns og kom 1. bindi frá hans hendi.í fjórum heftum, það síðasta 1876. Fullur titill þess á eftir latneska heitinu, Diplomatarium Islandicum, er svohljóðandi: „Islenzkt fornbréfasafn, sem hefír inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Island eða íslenska menn. Gefið út af hinu íslenzka Bókmentafélagi.“ Jón Sigurðsson sagði svo í formála að 1. bindi Fornbréfasafnsins: „Efni í íslenzkt Fornbréfasafn af skrám og skjölum, sem tæki yfir hið eldra tímabil, ailt til 1600, þó ekki væri meira, er býsna mikið, og meira en margr skyldi trúa; því þó fjarska mart sé týnt, þá er þó svo mikið eptir, að það væri sá fjársjóðr fyrir sögu lands vors, sem seint mundi tæmdr verða.“ Sýnist Ijóst af þessu að Jón Sigurðsson hugsaði sér í upphafí, að útgáfan ætti a. m. k. að ná til 1600.1 handritasafni Jóns Sigurðsson- ar í Landsbókasafni eru geysimikil drög frá hans hendi til fornbréfasafns og í JS. 372-373, 4to eru skjöl sem enn bíða prentunar. Jón var mjög nákvæmur við útgáfuna og voru miklir inngangar um hvert skjal. Eftir að 1. bindi lauk, lá útgáfan niðri um skeið, en þá kom að verkinu. Jón Þorkelsson sem lengst og mest þokaði því fram, og er hann sá einstaklingur sem hefur allra manna mest unnið að því að gera heimildir um sögu Islands á fyrri öldum aðgengilegar. Um það leyti sem Jón lauk kandídatsprófí var ákveðið að hann tæki til við útgáfu íslenzks fornbréfasafns, þar sem Jón Sigurðsson forseti hafði frá horfíð. NÚ 16. apríl á þessu ári voru liðin 140 ár síðan hinn mikli afreksmaður í þágu ís- lenskra fræða Jón Þorkels- son fæddist. Af því tilefni þykir rétt að kynna störf hans stuttlega og einkum reyna að greina nokkuð frá rannsóknum hans að íslenskri sagnfræði og kveðskap, en þar vann Jón mikil stórvirki, ruddi brautir, sem lengi koma til með að halda nafni hans á lofti. 1. RANNSÓKNIR Á KVEÐSKAP Arið 1888 kom út í Kaupmannahöfn bókin Om digtningen pá Island i det 15. og 16. ár- hundrede er var doktorsritgerð ungs manns, Jóns Þorkelssonar, sem oft var síðar kallaður Jón forni eða Fornólfur. Einnig var hann stundum nefndur Jón Þorkelsson yngri til að- greiningar frá Jóni Þorkelsssyni rektor (1822-1904). Hér verða ekki raktar ættir hans eða sagt frá lífshlaupi fram yfir það sem við kemur fræðastörfum hans er á eftir verður getið. Jón var fæddur árið 1859 í Asum í Skaftártungu, varð stúdent úr latínuskól- anum í Reykjavík 1882, sigldi síðan til Hafnar, lauk kandídatsprófi í norrænum fræðum frá Hafnarháskóla 1886 og dokt- orsprófí tveimur árum síðar. Þetta myndi flestum þykja ærin afrek, en á þessum ár- um hafði hann einnig skrifað langan þátt um Björn Jónsson á Skarðsá og gefið út kvæði Stefáns Ólafssonar í Vallanesi í tveimur bindum. Við þá útgáfu hafði hann það verklag að birta allan kveðskap, sem einhvers staðar var eignaður Stefáni. Er þarna því margt, sem í raun er ekki eftir hann. Aftur á móti sýnir útgáfan mikla yf- irsýn og ótrúlega mikinn kunnugleika á handritasöfnum. Doktorsritgerð Jóns var töluverð nýlunda, því að bókmenntir Islendinga á síðari öldum höfðu áður verið lítt kunnar. Reyndar hafði Jón Sigurðsson forseti rutt brautina með geysimiklum rannsóknum á handritum í Kaupmannahöfn og söfnun handrita fjTÍr sjálfan sig og Bókmennta- félagið. íslenskar bókmenntir voru áður aðeins taldar vera Eddumar, forn kveð- skapur og fornsögurnar. Nokkrum árum eftir að Jón Þorkelsson varði ritgerð sína, eða 1895, þegar Þorsteinn Gíslason ætlaði að skrifa um íslenskar bókmenntir síðari alda til prófs við Hafnarháskóla, fékk hann það svar frá háskóladeildinni: „þær hafa nær enga þýðingu fyrir rannsóknir í málfræði, menningarsögu eða bókmennt- um Norðurlandaþjóða: þær liggja fyrir ut- an verksvið vísindanna." (Sjá um Þorstein bók hans Skáldskapur og stjómmál, sem kom út 1966, tiivitnun á s. 278.) Víkjum nú aftur að riti Jóns, Om digtn- ingen. Á eftir inngangi skiptist það í þrjá aðalhluta: I. Trúarleg kvæði fyrir siðaskipti. í þeim hluta er fjallað um trúarlegan kaþ- ólskan kveðskap. Sumt af honum lét Jón prenta síðar, en elsti hluti kvæðanna er prentaður af Finni Jónssyni prófessor í hinni miklu útgáfu hans á kveðskap fyrir 1400, Den norsk-islandske skjaldedigtn- ing, sem út kom 1912-1915. Sem framhald þeirrar útgáfu hugsaði Jón Helgason, pró- fessor í Kaupmannahöfn, Islenzk miðalda- kvæði, sem komu í tveimur bindum mjög vönduðum á árunum 1936 og 1938, en varð ekki lokið. Nokkuð af trúarlegum kveðskap frá því fyrir siðaskipti er þess vegna enn þá óprentaður, en hann átti að koma ásamt fleiru í III. bindi af Islensk- um miðaldakvæðum. Þar má t. a. m. nefna tvö kvæði, sem Jón Þorkelsson áleit hafa verið sálma í kaþólsku og kallast Nætlur og Dæglur. I ritinu Om digtningen er einnig prentað, en ekki annars staðar, kvæði af krossinum í Kaldaðarnesi, sem menn höfðu mikinn átrúnað á, en Gissur biskup Einarsson lét taka niður árið 1547. II. Rímur og alþýðukveðskapur. Langstærsti partur er um elstu rímur, en margar þeirra eru enn þá óprentaður, sem er mikill skaði fyrir sögu málfars og bókmennta. Rímur fyrir 1600 rannsakaði síðar Björn Karel Þórólfsson í doktorsriti sínu og sagði þar (s. 34), að Jón Þorkelsson hefði tekið allar kunnar rímur tií umfjöllunar. Orð Björns Karels sýna mjög glögglega hina miklu yfirsýn Jóns Þor- kelssonar. Einnig er í þessum hluta nokkuð um annan alþýðukveðskap: fornkvæði, öðru nafni sagnadansa, og kvæði sem kölluð hafa verið sagnakvæði, en af þeim er kunnast Kötlu- draumur. III. Nafngreind skáld frá því um það bil AF JÓNI FORNA ÞORKELSSYNI SEM EINNIG VAR NEFNDUR FORNÓLFUR EFTIR EINAR G. PÉTURSSON Óhætt mun að fullyrða að vart nokkur maður annar hafi unnið meir að bví að opna fyrir Islendinqum bók- menntir og sögu þjóðar sinnar en Jón Þorkelsson W Ekki er hægt að segja að hann hafi að öllu leyti notið sannmælis og er mól að linni. Jón Þorkelsson, oft nefndur Jón forni, en Fornólfur var skáldanafn hans. 1400 til 1600. Þar er yfirlit um kunn skáld frá þessum tíma, en heimildir eru mjög gloppóttar og misgóðar um skáldin. Margt hefur verið dregið fram í dagsljósið um þau síðan og ýmis- Iegt því ljósara en fyrir rúmlega hundrað ár- um. Því ber alls ekki að neita að Jón Þorkels- son var stundum um of trúaður á að gamall kveðskapur væri rétt feðraður í ungum hand- ritum og benti Jón Helgason oft á það. IV. bindi ritsins Menn og menntir siðaskiptaaldar- innar á Islandi hefur undirtitilinn „rithöfund- ar“ og hafði höfundurinn Páll Eggert Ólason mikinn stuðning af bókinni Om digtningen er hann skrifaði það, enda sagði hann um hana í formála: „var það drjúgt átak í fyrsta áhlaupi." Við kvæðaútgáfur fékkst Jón oft síðar, gaf hann t. a. m. út kvæði Bólu-Hjálmars og Gríms Thomsens. Sjálfur fékkst hann nokkuð við ljóðagerð og frá hans hendi kom út árið 1923 Vísnakver Fornólfs. Var kverið smekklega út- gefíð og vakti nokkra athygli. Það var endur- prentað með viðbótum á aldarafmæli hans 1959 undir heitinu Fornólfskver. Þar skrifaði Þor- kell Jóhannesson háskólarektor „Formálsorð11 og að auki var endurprentuð grein um Jón Þorkelsson úr Skírni 1924 eftir Hannes Þor- steinsson, birt endurminningabrot Jóns og fleira. Á sjötugsaldri hóf Jón Þorkelsson út- gáfu á Kvæðasafni eptir íslenzka menn frá miðöldum og síðari öldum og komu út tvö hefti frá hans hendi árin 1922 og 1923, en snemma á árinu 1924 var Jón allur. Sigurður Nordal pró- fessor gekk frá þriðja og seinasta hefti 1927 og þar með var útgáfan felld niður. Titilblað verksins varð: Kvæðasafn eptir nafngreinda ís- lenzka menn frá miðöld. Um fyrirhugað inni- hald væntanlegrar útgáfu sagði Sigurður í for- mála: „Svo var til ætlazt, að í safninu kæmi öll 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.