Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Séð til Kötlugossins 1918 tveimur til þremur dögum fyrir goslok.
Ljósm. Kjartan Guðmundsson
Imanna minnum eru tvö eldfjöll allra
eldstöðya þekktust á íslandi: Hekla og
Katla. Astæður þessa eru einkum þær
að bæði eldfjöllin eru nærri byggð og
bæði hafa gosið í kringum tuttugu
sinnum á sögulegum tíma. Hekla hefur
sent frá sér meira af gosefnum í rúm-
kílómetrum talið en Katla, en sú síðar-
nefnda hefur líklega gosið heldur oftar en
hin sl. 4.000-5.000 ár.
Eldstöðvarnar tvær eru harla ólíkar. Báð-
ar eru að vísu í flokki megineldstöðva (stórra
eldfjalla sem gjósa oft á löngum tíma) í Suð-
urlandsgosbeltinu. Þær teljast miðjur all-
stórra eldstöðvakerfa. í kerfunum eru nokk-
uð margar sprungueldstöðvar, utan miðjunn-
ar. Hekla, í núverandi mynd, er þó mun
yngri megineldstöð en Katla og hefur mynd-
að háreist fjall. Gos í eldfjallinu hafa til-
hneigingu til að koma upp við miðbik þess.
Katla, á hinn bóginn, er í raun mikill fjalla-
bálkur með öskju og verða flest Kötlugos í
öskjunni eða á jörðum hennar. Svo er Katla
hulin nokkur hundruð metra þykkum jökli
en aðeins þunnur, lítill hlíðarjökull er norð-
vestan í Heklu.
I eldgosum Heklu kemur oftast upp hraun
og gjóska en í nokkrum tilvikum eru gosin
hrein gjósku- eða þeytigos. Kötlugos eru
ávallt gjóskugos enda aðstæður þannig að
vatn á greiðan aðgang að kviku í gosprung-
um með þeim afleiðingum að mikið af gos-
efnunum kurlast, þ.e. verður að gjósku.
Hraun nær ekki að renna en undir jöklinum
hlaðast þó væntanlega upp að nokkru mynd-
anir úr föstu bólstra-, kubba- eða brotabergi.
Nú er nærri áratugur liðinn frá síðasta
Heklugosi en umbrot í Kötlu nærtæk og
beinist því athyglin að henni.
Frá ÍO. öld...
Mýrdalsjökull er nú um 580 ferkílómetrar
að flatarmáli. Við landnám hefur hann verið
nokkru minni en náði hámarksstærð á sögu-
legum tíma síðla á 19. öld. Landnema hér
hefur trúlega ekki grunað, þegar þeir litu
jökulinn fyrst augum, að undir honum leynd-
ist skæð eldstöð. Vísbendingar eru um að
fyrstu gos sem menn sáu hafi orðið snemma
á 10. öld; alls þrjú gos, eitt samfara miklu
eldgosi á auðu landi þar sem nú er Eldgjá.
Fram til upphafs 16. aldar kemur eldur upp
7-8 sinnum en um þau gos er fremur lítið vit-
að. Fátt eitt er til í gömlum ritum um þau en
sérfræðingar, fyrst Sigurður Þórarinsson og
síðar einkum Guðrún G. Larsen hafa raðað
saman gossögunni eftir gjóskulögum í jarð-
vegi. Stundum er erfitt að staðfesta tiltekin
Kötlugos á þessu tímabili.
Frá og með gosinu 1580 er sagan auðrakt-
ari og eru þá m.a. komnar til ýmsar ítarlegri
ritaðar heimildir. Kötlugosin raða sér
þannig: 1580, 1612, 1625, 1660, 1721, 1755,
KATLAOG
KÖTLUGOS
EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON
Þegar litið er yfir gossögu Kötlu er auðvitað næsta
víst að eldstöðin gýs á næstu áratugum. Afar litlar
líkur eru á að jafn virk megineldstöð og Katla
¦bagni öldum saman. Löng goshlé geta boðað~
stærri gos en orðið hafa um hríð.
LJósm. Kjartan Guðmundsson
Ógnvænlegur gufu- og gjóskumökkur Kötlugoss 1918 í Ijósaskiptum.
1823, 1860 og 1918. Eldgos þessi stóðu yfir í
13-120 daga en meðaltalshlé á milli sögu-
legra Kötlugosa (miðað við um 20 gos) er ná-
lægt 50 árum. Stærsta gosið sem vitað er um
með vissu eftir 11. öldina kemur upp árið
1755. Þá spúði eldfjallið a.m.k. 1,5 rúmkíló-
metrum af gjósku, en það rúmmál er 50%
meira en kom upp úr Heklu 1947 (þar er stór
hluti hraun), og meira en tvöföldu því magni
sem upp kom í Kötlugosinu 1918.
Dæmigert Kötlugos hefst að undangeng-
inni harðri skjálftahrinu, oftar en ekki sam-
dægurs eða daginn áður en gosið sést. At-
burðarásin þar á undan er nánast óþekkt.
Menn hafa hvorki litið jökulinn úr lofti né
haft jarðeðlisfræðileg mælitæki undir
höndum við nokkurt gosanna til þessa.
Væntanlega merkja jarðskjálftarnir stutt-
an forleik að gosi og upphaf þess og þá enn-
fremur að það tekur meðalgosið hálfan til
einn sólarhring að ná upp úr jöklinum (víða
300-600 m þykkur). Jökullinn er raunar allt
að 750 m þykkur og fremur kraftlítið gos
undir slíkum ísmassa þyrfti ef til vill fáeina
daga til þess að ná að bræða sig upp úr
klakanum.
Eins og títt er um eldgos eru Kötlugos öfl-
ugust í fyrstu og rís gjóskublandinn
gosmökkur (mikið til vatnsgufa) a.m.k. 10-15
km í loft upp á skömmum tíma. Gjóskufall er
jafnan verulegt og ræðst auðvitað af vindátt
og vindhraða hvar hin algenga, svarta
basaltgjóska fellur. Hún getur valdið tjóni á
gróðurlendi eða tímabundnum vandræðum,
t.d. vegna efnamengunar.
Mikið er um eldingar og þrumur í mekkin-
um. Sjónarspilið er ekki ólíkt því er sást í
Vatnajökli 1996 og 1998, á fyrstu gosdögum
þar; kraftur goss líkur því sem sást í Gjálp
en eldingar líkar þeim er skreyttu gosmökk-
inn úr Grímsvötnum.
Hlaupin ógurlegu
Vatnssöfnun í jöklinum á sér stað áður en
sést til Kötlugoss. Hún getur að hluta verið
vegna aukins jarðhita á gosstað, og í ná-
grenninu, fyrir gos, svo dögum eða vikum
skiptir. Getur hluti þess vatns runnið frá
bræðslustöðum og safnast á botni öskjunnar.
En líklega er vatnssöfnunin þó sýnu mest á
þeim hálfa til eina sólarhring sem oft líður
milli upphafs goss og uppkomu þess úr jökl-
inum. Gosefnin bræða þá mikinn ís eins og
uppgötvaðist í Gjálpargosinu 1996 en þar
streymdu 5.000 tonn af vatni á sekúndu frá
eldstöðinni. Vatnið safnast líklega í stækk-
andi, hvolflaga, geymi. Á yfirborði jökulsins
sjást þá eitt eða fleiri víð ketilsig.
Lögun og stærð þessa geymis, jafnt og
annarra, og þykkt jökulsins umhverfis hann
stýrir því hvenær vatn getur þrengt sér af
stað undir ísinn og um leið brætt sér leið
áfram. Hallinn í vatnsfarveginum er býsna
mikill því botn Kötluöskjunnar er víða í 600-
800 m hæð og vegalengdin að jökuljaðri hlut-
fallslega stutt. Þarna eru aðstæður ólíkar því
sem er um miðbik Vatnajökuls og auðvitað
enginn „varageymir" til þess að taka við
vatni eins og gerðist er bræðsluvatn úr Gjálp
tafðist í Grímsvötnum. Þar náðu að safnast
rúmir 3 milljarðar rúmmetrar vatns (3 rúm-
kílómetrar). Talið er sennilegt að meðalstórt
Kötluhlaup sé um' þriðjungur þessa að
rúmtaki eða 1 rúmkílómetri.
Algengt er að vatnið ryðjist af stað og
komist fram úr jökli skömmu eftir að sést til
Kötlugoss (nokkrar klukkustundir eða innan
við sólarhringur). Hlaupið brýtur feiknin öll
af ís úr jaðri jökulsins. Vatnið er mjög
gjóskublandið og flaumurinn hrífur með sér
efni undir jöklinum og á flóðsöndum á leið til
sjávar. Svo sýnist, af lýsingum sjónarvotta,
að hlaupið sé í upphafi nálægt því að vera
eðjuhlaup. Grauturinn er þungur í sér og
ryður fram sandi svo strókar standa í loft
upp en ísjakar, stórir og smáir, sökkva
grunnt í flauminn, ásamt grjóti. Hraðinn er
mikill, a.m.k. 20-30 km á klst. Þegar líður á
meginhlaupið ber meira á vatni og það gerist
því æ líkara Skeiðarárhlaupi.
Meginhlaupið er gengið yfir á á að giska
10-20 klst. enda rennslið mun meira en í
stóru Skeiðarárhlaupunum (og magnið
minna). Mat manna leikur helst á 100.000-
200.000 rúmmetrum á sekúndu (tvisvar til
fjórum sinnum rennslið í hlaupinu eftir
Gjálpargosið). Vitað er til þess að minni
hlaupgusur geta komið fram síðar. Þegar
meginhlaupið berst til sjávar getur orðið til
flóðbylgja við ströndina næst flóðstaðnum.
Setið sem berst fram verður víða margra
metra þykkt og ströndin færist í sjó fram svo
kílómetrum skiptir.
Köllukerfið
Samkvæmt rannsóknum með jökulsjá og
því botnkorti sem unnið hefur verið hjá
Raunvísindastofnun H.í. undir stjórn Helga
8     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. SEPTEMBER 1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20