Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ÁLKORT
EFTIR JÓN AÐALSTEIN JÓNSSON
Það er þjóðlegur siður að taka í spil á jólunum,
og hefur svo lengi verið. En það er með spil eins
og annað, þau njóta vinsælda um tíma, en víkjg
síðan fyriröðrum spilum. Þeireru nú ekki margir,
sem kunna að spila glkort, sem eitt sinn var vinsælt
spil á Islandi. Hér er það rifjað upp, hvernig
á að spila alkort.
Haustið 1998 varð að sam-
komulagi milli mín og þá-
verandi formanns Félags
eldri borgara í Reykjavík,
Páls Gíslasonar læknis, að
ég freistaði þess að endur-
lífga gamalt spil, sem ég
kann frá barnæsku og
. heitir alkort.
* Kennsla var síðan auglýst, og fór hún fram
í Þorraseli við Þorragötu í Skerjafirði.
Því miður vakti alkortið samt ekki forvitni
margra, því að einungis sjö gáfu sig fram og
af þeim voru systkin austan úr Mýrdal, sem
höfðu spilað það í ungdæmi sínu þar eystra
og langaði nú til að rifja það upp aftur. Var
síðan spilað á tveimur borðum nær alla
þriðjudaga frá hausti og fram á vor. Að sjálf-
sögðu tók nokkurn tíma að komast niður í
spilinu, enda spilagildi eftir allt öðrum
reglum en í öðrum spilum, sem menn kunna,
svo sem í vist. Ekki varð samt annað séð en
«^»essi fámenni hópur hefði gaman af spilinu
og oft skemmt sér vel, svo sem einnig var
gert á heimili foreldra minna á fyrri hluta
aldarinnar. Standa því vonir til, að alkortið
geti enzt eitthvað fram á næsta árþúsund.
Raunar er óvíst, hversu langt, því að öll erum
við eldri borgarar, sem nú kunnum spilið. Má
því segja, að nokkuð sé valt á völubeininu um
tilvist alkortsins.
Nú hefur mér dottið í hug, að einhverjir
hefðu e.t.v. gaman af að fá lýsingu á alkorti
og jafhframt sögu þess í íslenzku þjóðlífi. I
framhaldi af því gæti það svo orðið, að menn
vildu kynnast spilinu nánar og sjálfir taka
þátt í að spila það. Ég hef með þetta í huga
sett saman þá grein, sem hér birtíst í Lesbók
Morgunblaðsins.
Spilíð alkort lærði ég barn að aldri af föður
jnínum og móður, en þau höfðu lært það af
íbreldrum sínum í Vestur-Skaftafellssýslu.
Faðir minn, Jón Ormsson (1886-1973), var
ættaður úr Meðallandi. Stóðu að honum
skaftfellskar ættir úr Meðallandi, af Síðu og
úr Fljótshverfi. Móðir mín, Sigríður Jóns-
dóttir (1898-1994), var ættuð úr Mýrdal og
undan Eyjafjöllum. Var hún fædd á Giljum í
Mýrdal og alin þar upp. Foreldrar mínir gift-
ust 1918 og settust að í Reykjavík og bjuggu
þar æ síðan. Þau sögðu mér, að alkort hefði
verið aðalspil hjá þeim um jól og áramót og
reyndar allan veturinn, þegar tóm gafst til.
Var algengt, að fólk af öðrum bæjum kæmi á
heimili þeirra til þess að spila við foreldra
þeirra.
Ég man vel, að móðir mín sagði, að for-
eldrar sínir hefðu farið austur að Hvammi
(Suður-Hvammi) og austur að Norður-Götum
um jól og áramót til þess að spila alkort við
nágrannahjón þeirra og þau svo aftur komið
til að spila á Giljum. Faðir hennar var Jón
Jónsson (1851-1920), fæddur á Brekkum í
Mýrdal, og Sigríður Jakobsdóttir (1853-
1941), fædd í Berjanesi undir Austur-Eyja-
fjöllum og alin þar upp og eins á Loftsölum í
Mýrdal. Þau bjuggu alla tíð í Mýrdalnum.
I Hvammi bjuggu þá Vilborg Einarsdóttir
frá Strönd í Meðallandi (1862-1962) og
Sveinn Ólafsson frá Eystri-Lyngum í sömu
sveit (1861-1934). Þau voru foreldrar Einars
Ólafs prófessors og Gústafs Adolfs hæsta-
réttarlögmanns. Þau hafa því vanizt alkorti í
.•Meðallandi.
r Á Norður-Götum bjuggu hjónin Vilborg
Ásgrímsdóttir (1857-1946), sem fædd var í.
Meðallandi og alin upp þar og á Síðu, en sett-
ist að í Mýrdal árið 1900, og Jón Gíslason
(1858-1945), fæddur á Fossi í Mýrdal og al-
inn þar upp.
Af þessu má sjá, að það fólk, sem hér um
ræðir, hefur lært alkort í sveitum austan og
vestan Mýrdalssands á seinni hluta 19. aldar.
Alkort var spilað á heimili foreldra minna í
Reykjavík á hverjum vetri, þegar því varð við
komið. Man ég vel, að föðurforeldrar mínir,
Ormur Sverrisson (1853-1945) og Guðrún Ól-
afsdóttir (1853-1948), systir Sveins í
Hvammi, spiluðu það oft við foreldra mína,
þegar þau dvóldust í Reykjavík, en það var
um mörg ár venja þeirra, eftir að þau brugðu
búi á Kaldrananesi í Mýrdal 1921, að dveljast
vetrarlangt hér syðra, en halda heim til átt-
haganna sumarið eftir.
Bezt man ég eftir alkorti, þegar við bjugg-
um á Sjafnargötu 1 frá 1930. Um nokkur ár
bjuggu þar hjónin Vilhjálmur Kr. Hallgríms-
son frá Felli í Mýrdal (1899-1997) og Hulda
R. Jónsdóttir (1903-1983), en hún var bróður-
dóttir móður minnar og jafnframt uppeldis-
systir hennar. Þau kunnu bæði alkort og spil-
uðu það oft á veturna við foreldra mína. Þess
vil ég svo geta, að Ólafur, föðurbróðir minn,
sem bjó lengi suður í Höfnum í Gull-
bringusýslu, kom stundum í bæinn og gisti
þá gjarnan hjá okkur. Var þá oft tekið í að
spila alkort.
Alltaf var glatt á hjalla, þegar alkort var
spilað. Ég held engum hafi leiðzt að spila
það. Ýmsir aðrir, sem komu að austan og
gistu stundum hjá okkur, spiluðu alkort við
okkur. Þá spiluðu þau hjón, Jón Pálsson frá
Litlu-Heiði í Mýrdal og Jónína Magnúsdóttir
frá Giljum (1907-1996), oft við okkur, þegar
þau höfðu flutzt til Reykjavíkur um 1950.
Jónína var systurdóttir og uppeldissystir
móður minnar og hefur lært spilið á Giljum.
Jón Pálsson er enn á lífi háaldraður, fæddur
1904, og minnist enn þeirra kvólda, þegar al-
kort var spilað.
Enda þótt alkort væri haft mjög í hávegum
hjá okkur má ekki gleyma því, að oft var
einnig spiluð vist. Hún var líka örugglega vel
þekkt austur í Mýrdal og spiluð þar jöfnum
höndum og sennilega eitthvað meira í seinni
tíð en alkortið. Um það þori ég samt ekki að
fullyrða, enda allir fallnir frá, sem gætu frætt
mig um það.
Olafur Hansson prófessor (1909-1982) mun
ekki hafa séð alkort spilað, en þekkti það
hins vegar vel af afspurn. Alkort barst ein-
hvern tímann í tal milli okkar, og sagði ég
honum þá frá kynnum mínum við þetta
gamla spil. Síðan spurði hann mig stundum,
þegar við hittumst á förnum vegi, hvort það
væri enn spilað í fjölskyldunni. Taldi hann
nær öruggt, að heimili okkar væri síðasta vígi
alkortsins á íslandi. Auðvitað skal ekkert
fullyrt um það. Hitt er víst, að ég hef engan
hitt utan minnar fjölskyldu, sem kunni alkort
og spilaði það óslitið fram yfir 1980.
Þannig hefur þráðurinn við alkortið, sem
borizt hafði suður til Reykjavíkur austan úr
Skaftafellssýslu á fyrstu áratugum þessarar
aldar, ekki með öllu slitnað, þótt segja megi,
að hann hangi næstum á bláþræði.
Nú skal snúa sér að sjálfu spilinu og þeim
reglum, sem ég lærði af foreldrum mínum.
Tekið skal fram, að ég varð þess ekki var, að
þau greindi á um þær reglur. Má því gera
ráð fyrir, að alkortið hafi verið spilað í öllum
aðalatriðum á sama hátt í Vestur-Skaftafells-
sýslu, austan og vestan Mýrdalssands, um
síðustu aldamót og hér kemur fram.
Spilareglur
Fimmin og tíurnar eru í upphafi tekin úr
spilunum, þannig að eftir verða 44 spil.
Spilamenn eru alltaf fjórir. Tveir og tveir
spila saman allan tímann. í byrjun draga þeir
Fjögur hæst spilagildin.
Fimmin og tíumar eru tekin úr þegar alkort er spilað.
spil úr bunkanum, og lenda þeir saman, sem
fá hæsta og lægsta spilið.
Sá sem byrjar að gefa, gefur hverjum
mann þrjú spil í einu og heldur þannig áfram
hringinn, þar til hver maður hefur fengið níu
spil - eða allir samtals 36 spil. Þau átta spil,
sem eftir eru, mynda svonefndan stokk, og
leggur gjafarinn hann á borðið hjá sér. Þessi
stokkur gegnir ákveðnu hlutverki í spilinu,
eins og síðar kemur fram.
Spilagildi
Gildi spilanna fara ekki eftir hefðbundnum
leiðum eða sortum, sem við þekkjum úr flest-
um öðrum spilum. Verður þess vegna að
festa þau sem fyrst vel í minni sínu.
Gildi spilanna eru þessi frá hæsta spili til
hins lægsta, eins og ég lærði þau: Tígulkóng-
ur, hjartatvistur, lauffjarki, spaðaátta, hjarta-
nía, tígulnía, ásar, gosar, og sexin ráku lest-
ina.
Sjöin, sem við kölluðum venjulega bísefa,
en voru einnig nefnd besefar, hafa algera sér-
stöðu í alkorti, eins og síðar verður greint
frá.
Þegar búið er að gefa spilin, athuga menn,
hvað þeir hafa á hendinni. Séu þeir með ein-
hver þeirra spila, sem gildi hafa í alkortinu,
taka þeir fram, að þeir eigi ekki rétt á
stokknum.
Oftast fer svo, að menn mega ekki taka
stokkinn. Þá veit auðvitað enginn, hvað getur
leynzt í honum af spilum, sem hafa eitthvert
gildi. Það hefur að sjálfsögðu áhrif á spila-
mennskuna, því að aldrei er að vita, hvaða
spil hinir spilamennirnir hafa á hendinni og
hvað liggur svo í stokknum, t.d. af háspilum.
Þess vegna fara menn í fyrstu oft varfærnis-
lega af stað, nema þeir hafi því betri spil og
vilji strax reyna á getu spilamanna almennt
og ekki sízt að láta meðspilamann sinn sjá, að
hann hafi góð spil.
Ef svo skyldi hins vegar hafa farið, að
spilamaður hafi ekki fengið eitthvert ofan-
greindra spila, ekki einu sinn gosa, má hann
taka stokkinn. Spyr hann þá áður, hvort ein-
hver annar eigi rétt á honum. Kæmi slíkt fyr-
ir, sem er fremur fátítt, á sá, sem fyrr er í
röðinni frá gjafaranum, rétt til hans. Heldur
hann þá eftir einu spili, svo að hann hafi níu
spil á hendinni. Hafi hann fengið sjöu eða bís-
efa öðru nafni, tekur hann hann með sér, því
að hann getur komið sér vel í spilinu. Hafi
hann fengið þá fleiri, verður hann að sjálf-
sögðu að skilja hina eftir, þar sem einungis
eru níu spil á hverri hendi. En ef hann hefur
ekki einu sinni fengið bísefa, tekur hann
sexu, sé hún í spilum hans, en annars eitt-
hvert alveg handónýtt spil. Hafi nú einhver
tekið stokkinn, er vitað mál, að öll þau spil,
sem eitthvert gildi hafa, eru í umferð, og það
hefur vissulega mikil áhrif á gang spilsins og
spilamennskuna.
Þá hefst spilið. Þótt alkort virðist ekki
margbrotið spil, er engan veginn sama,
hvernig spilað er. Sá, sem er í forhönd, setur
fyrstur út. Þar sem spilin eru ekki nema níu
fást ekki fleiri slagir en níu í hverju spili.
Keppnin er svo fólgin í þvi, að þeir, sem
saman spila, reyna að fá sem flesta slagi, áð-
ur en hinir fá slag, eða slíta, eins og ég vand-
ist, að það væri kallað.
Ef sá, sem er í forhönd, fær tígulkóng á
höndina og kannski einn eða tvo bísefa, setur
hann kónginn gjarnan út í von um, að með-
spilamaður hans eigi einnig góð spil. Síðan
lætur hann út bísefann eða bísefana, því að
þeir eru ódræpir eftir fyrsta slag, eins og það
er orðað í alkorti. Þannig er gildi þeirra hafið
yfir önnur spil, en einungis, þegar spilamaður
hefur fengið slag á undan. Að öðru leyti hafa
sjöin ekkert gildi og falla oft dauð í spilinu, ef
spilamaður nær ekki slag á spilin sín.
Fái þeir, sem saman spila, fimm slagi í röð
kallast það múkur, og er þá talað um að
múka. Fá þeir þá fimm prik. Geti þeir haldið
áfram og fengið sex slagi eða fleiri, jafnvel þá
alla níu, gera þeir stroku. Er þá talað um
sexblaðastroku og svo áfram upp í níublaða-
stroku. Lengra verður ekki komizt í einu
spili. Þannig bætist eitt prik við fyrir hvern
fenginn slag.
Fari aftur á móti svo, að mótspilamönnum
takist að siíta, þ.e. fá slag, áður en hinir fá
fimm slagi eða fleiri í röð, verður enginn
múkur eða stroka. Er þá spilað áfram, þar til
komnir eru fimm slagir hjá þeim, sem spila
saman. Þá hafa þeir unnið það spil og fá fyrir
eitt prík. Svo er gefið í næsta spil og þannig
koll af kolli.
Þetta er það alkort, sem ég lærði ungur í
fjölskyldu minni.
Nú vil ég hér á eftir rekja þær helztu
heimildir, sem ég hef rekizt á um alkortið, og
þær lýsingar, sem þeim fylgja.
Elzta heimild, sem mér er kunn, er í ferða-
2 8     ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40