Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIt(.l \ltl \l)SI\S - MENNING LISTIR 5. TÖLUBLAÐ • 75. ÁRGANGUR EFNI Kurt Vonnegut er bandarískur rithöfundur sem nýtur mikill- ar frægðar og er lesinn jafnvel af þeim sem lítið lesa skáldsögur. Mörgum fínnst að í bók- um hans séu sleggjudómar og svartagalls- raus og oft er Vonnegut í hlutverki predik- arans. Um Vonnegut skrifar Jónas Knútsson kvikmyndaleikstjóri. Roni Horn er komin til Islands enn eina ferðina, nú með ljós- myndasýningu í fartesk- inu. Sýningin hefur verið sett upp í Listasafni ís- lands og þar hitti Mar- grét Sveinbjörnsdóttir listakonuna að máli. Bréfasafn Erlends í Unuhúsi, sem kom upp úr kassan- um góða um Iiðna helgi, hefur vakið óskipta athygli almennings og fræðimanna. Hávar Siguijónsson heldur áfram að rýna í bréf frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni og fleiri vinum Erlends. „Ástandsár" á Þingeyri, er heiti á grein eftir Huldu Rós Guðnadóttur. Hún segir að allt frá þjóðveld- isöld hafí erlendir hópar komið til Þingeyrar og farið aftur, en sá sérkennilegasti var am- erísku Iúðuveiðararnir sem héldu til á Þing- eyri undir lok 19. aldar. Einn á ferð og oftast með myndavél. Grein eftir Gísla Sig- urðsson um nýjustu ljósmyndabók Hjálmars R. Bárðarsonar. Hún ber titilinn fslenskur gróður og er 10. Ijósmyndabók Hjálmars, en myndirnar í henni eru frá siðustu tveimur áratugunum. FORSÍÐUMYNDIN er af myndskreyttu bréfi Nínu Tryggvadóttur listmólarg til Erlends í Unuhúsi, eitt af þvi sem kom upp úr kassanum góða. Ljósmynd: Ásdís. WALTER SCOTT HVÍL ÞIG VEL PALL BERGÞÓRSSON ÞÝDDI Hvíl þig vel frá hermannstíð. Ekkert liggur á á fætur. Enga drauma um dauða ogstríð, voðadaga, vökunætur. Bestu vistarveru skal hafa til oghvílu reiða. Ljúfír tónarlíða um sal, hljótt í sætan svefninn leiða. Hvíl þig vel frá hermannstíð. Enga drauma um dauða ogstríð. Ekkert liggur á á fætm\ Engar voða og vökunætur. Hvíl þig vel frá veiðitíð. Morgunsvefnsins máttu neyta þegar sólin signir hlið. Hér skal veiðihorn ei þeyta. Sof þú, dýrin dvelja í ró, værð á rakka senn er sigin. • Enga drauma um dimman skóg, gæðing þinn í gjótu hniginn. HvH þig vel frá veiðitíð. Pegar sólin signir hlíð morgunsvefnsins máttu neyta. Hér skal veiðihom ei þeyta. Sir Walter Scott, 1771-1832, er eitt af þekktustu skóldum Skota. Hann faeddist og bjó í Edinborg þar sem Sveinbjöm Sveinbjörnsson tónskóld, 1847-1927 bjó og slarfaði fró 1870 til 1919. Sveinbjörn samdi lag við þetta Ijóð Scolts og við Ijóð fjölda annarra skólda. Nokkur þeirra verða kynnt ó útgófutónleikum í Gerðubergi ó morgun. Ljóðin hafa verið þýdd ó íslensku og hefur Póll Berg- þórsson þýtt 21 en aðrir hafa þýtt 9 þeirra. OLDIN RABB Það eru aldrei réttu mennimir sem fá vonda sam- visku. Erich Maria Remarque. að kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn einn aldarpistilinn en ég hef mér það til málsbóta að sneiða hjá núlldeilunni enda skiptir eitt ár afar litlu til eða frá á þessum tímamótum. Enn fremur finnst mér ýmsir vera full borubrattir eftir þá tuttugustu og reyndar hefur læðst að mér sá grunur að enn einu sinni ætli menn að koma sér hjá því að læra af reynslunni. Satt er það að við íslendingar höfum fleytt rjómann ofan af flestu því sem til heilla horfirí nútímanum og aldrei hefur fólk í þessu landi haft meira handa á milli eða fleiri möguleika til að afla sér lífsgæða. En mikið vill meira og stutt er í ágimdina og græðgina, þessa eðlisþætti mannskepn- unnar, sem leitt hafa yfir hana meiri hörm- ungar en allar náttúruhamfarir samanlagð- ar. Hrokinn fylgirvelgengninni eins og skugginn og ýmislegt bendir til þess við aldahvörf að ýmiss konar fordómar og virð- ingarleysi gagnvart öðrum þjóðum og kyn- stofnum lifi og dafni í okkar vel upplýsta fjölmiðlaþjóðfélagi. Til þess að nefna dæmi þykist ég hafa orðið þess var að arabar og islam eigiekki upp á pallborðið hjá æði mörgum Islendingum. Hryðjuverkamenn og arabar eru nánast nefndir í sömu and- ránni. Hæðst er að menningu þeirra, trúar- brögðum og tilbeiðslusiðum og það fer ekki milli mála að þeir eru vondu kallamir sem sífellt eru að áreita vel menntað og snyrti- legt fólk á Vesturlöndum. Nú nefni ég ekki islam vegna þess að ég hafi kynnt mér sérstaklega þann menning- SEM arheim eða þjóðfélagsaðstæður. Um það veit ég átakanlega fátt. En það veit ég þó að ekki vom það arabar eða islam sem stóðu fyrir hræðilegustu grimmdarverkum og villimannlegasta viðbjóði sem nokkurn tíma hefur dunið yfir mannkynið, og er þó af ýmsu stórkostlegu að taka í þeim efnum. Nei, það voru frændur okkar, vinir og bandamenn í Evrópu sem tóku það að sér á öldinni sem nú er til umræðu. Ekki ætla ég að réttlæta hryðjuverk á saklausu fólki, gíslatöku, flugvélarán og önnur óhæfuverk en heldur blikna þau nú í samanburðinum við heimsstyrjaldirnar tvær. Það er blátt áfram grátbroslegt til þess að vita að Vesturlandabúar telji sig þess umkomna að kenna aröbum mannasiði eða hneykslast á mannréttindabrotum í Kína. Ekki efa ég það að ýmislegt megi bæta mannréttindi hjá þeim þar eystra en ef ætti að útbúa einhvern mælikvarða á mannréttindabrot er ég ansi hræddur um að við eigum metið hér í vestri. Er hægt að hugsa sér glæpsamlegra mannréttindabrot en það að reka miUjónir ungra manna miskunnarlaust út á vígvöll- inn þar sem þeir eru sprengdir í tætlur eða höggnir í spað? Fallbyssufóður var það kallað! Hver skyldi hafa fundið upp þetta skelfilega orð? Margir þessara ungu manna voru reynd- ar ekkert annað en óharðnaðir unglingar sem rændir voru lífi sínu þegar það var um LEIÐ það bil að hefjast. Þeir fengu aldrei notið ásta með stúlkunni sinni né sáu lítinn hand- legg teygja sig í átt til pabba síns. Og mæðurnar. Skyldi þeim hafa fundist brotin á sér mannréttindi? Satt að segja hef ég aldrei heyrt heimskulegri spurningu. Það þarf ekki að vera móðir til þess að vita upp á hár hvemig þeim hlýtur að hafa liðið með syni sína á vígvellinum, bíðandi dag og nótt eftir bréfi eða upphringingu. Ég er að tala um fyrri heimsstyrjöldina sem flestir virðast nú vera búnir að gleyma. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt þess getið í allri umræðunni undanfarið um bætta sagnfræðikennslu í skólum að til standi að taka upp það námsefni. Eitt af því sem ég verð forsjóninni ævin- lega þakldátur fyrir er að ég skyldi álpast til þess á unga aldri að lesa bókina Tíðinda- laust á vesturvígstöðvunum eftir Rema- rque. Það er besta og reyndar eina upp- fræðslan sem ég hef fengið í sagnfræði um dagana og er ég þó ekki alveg óskólageng- inn. Það er auðvitað ekki nokkur lífsins leið að gera sér í hugarlund allar þær þjáningar og þann viðurstyggilega hrylling sem ungu hermennirnir þurftu að ganga í gegnum áð- ur en þeir létu lífið fyrir föðurlandið. Því fyrir feðraveldið og hina illu arfleifð drápgiminnar, sem kennd er við karl- mennsku, létu þeir lífið. En sá gamli í neðra má góður heita ef hann hefur í pokahorninu eitthvert skæðara helvíti en það sem geis- aði á vígvöllum Evrópu í byrjun þeimar ald- ar sem sumir kenna við framfarir. Og þótt ég hafi aðeins fengið pappírsþefinn af því hefur mér sem betur fer aldrei tekist að gleyma þeim fnyk síðan, svo er snilli höf- undarins fyrir að þakka. Ég held það væri engin goðgá þótt einum áfanga í fyrirhugaðri sagnfræðiskor fram- haldsskólanna yrði spandérað á Heims- styrjöldina miklu. Styrjöldina sem var svo voðaleg að hún átti að binda enda á öll stríð og var þess vegna talin réttlætanleg þrátt fyrir allt. En meira að segja þeir sem taldir em fákunnandi í sagnfræði vita hvernig fór um sjóferð þá, enda Hitler og hans menn litríkari en svo að hægt sé að gleyma þeim í snarhasti. Og sama má reyndar einnig segja um þá Churchill og Stalín. Ef ungt fólk á íslandi fengi tækifæri til þess að kynna sér þetta tímabil af einhverju viti, til dæmis með því að fara í hópferðir til meginlandsins og krjúpa við legsteina þess- ara ungu manna sem úthelltu blóði sínu í moldina nauðugir, þá væri kannski einhver von til þess að við gætum sett hlutina í rétt samhengi og komist að því hverjir hinir raunverulegu óvinir mannkynsins eru. Því óvininn er ekki að finna í þeldökkum manni sem leggst í duftið seint og snemma og tilbiður sinn Allah. Hlutlæg söguskoðun segir okkur að versti óvinur okkar allra sé hinn drifhvíti Vesturiandabúi með tæki sín og tól og ef hann snýr sér ekki að því hið bráðasta að lækna geðveiluna sem hrjáir hann mun hann áður en langt um líður hitta sjálfan sig fyrir og það verður örugglega meiri happadagur fyrir kóngulærnar en mannkynið. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 5. FEBRÚAR 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.