Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.2000, Blaðsíða 9
'SWSiT Morgunblaðið/Golli Félagar í Lúórasveitinni Svaninum á æfingu fyrir afmælistónleikana í dag. Ungir og áhugasamir menn. Lúðrasveitin Svanur á 10 ára afmæli sínu 16. nóvember 1940. Stjórnandinn Kari 0. Runólfsson er fyrir miðri mynd í fremri röð. METNAÐARFULL- UR OG SIUNG- URSVANUR 1 dag klukkan 13.30 fagnar Lúðrasveitin Svanur sjötíu ára i afmæli sínu með tónleikum í Háskólabíói. Ungt fólk hefur löngum sett svip á hljómsveitina enda var hún stofnuð árið 1930 af ungu og metnaðarfullu fólki, að því er ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON komst að í samtali við Jón Ingvar Bragason og Vilborgu Jóns- d óttur, talsmenn og liðsmenn sveitarinnar. ✓ ARIÐ 1930 var Lúðrasveitin Svanur stofnuð að frum- kvæði Hallgríms Por- steinssonar og Ágústs Ól- afssonar. Fyrstu tónleikar sveitarinnar voru haldnir á sumardaginn fyrsta vorið . 1931, í níu stiga hita og blíðviðri í portinu við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Síðan þá hefur margt á dagana drif- ið og jafnvel heilu heimsveldin horfið sjónum en Svanurinn flýgur enn vængjum þöndum. I dag verða tónleikar í Háskólabíói í tilefni sjötíu ára afmælisins en undirbúningur fyrir tónleikana hefur staðið yfir í á annað ár í samvinnu við Reykjavík - menningarborg árið 2000. „Þetta er merkisdagur og merkisár fyrir Lúðrasveitina Svan,“ segir Vilborg Jónsdóttir, formaður sveitarinnar. „I dag fögnum við því að Svanurinn hefur starfað óslitið í sjötíu ár. Það er gleðiefni að geta fagnað slíkum tímamótum í stórum tónleikasal með góðum hljóðfæraleikur- um. Frá upphafi miðaðist allt að því að gera þessa tónleika sem glæsilegasta og framkvæma hluti sem að jafnaði er erfitt á venjulegu ári eins og að spila í stóru húsi og frumflytja nýtt ís- lenskt tónverk sem skrifað er sérstaklega fycir hljómsveitina. Þá koma margir eldri og fyrrver- andi félagar sveitarinnar fram og dusta rykið af hljóðfærum sínum og spila fyrir okkur. Það sýnir hvað lúðrasveitarstarf er gefandi og hvað margir hafa ánægju af því að taka þátt í slíku starfi." Leikið fyrir Jóhannes Pól páfa Eins og áður segir var Lúðrasveitin Svanur stofnuð árið 1930 að frumkvæði Hallgríms Þor- steinssonar og Ágústs Ólafssonar. Hallgrímur varð fyrsti stjómandi sveitarinnar og var þetta níunda lúðrasveitin sem hann kom á fót. Árið 1936 tók Gunnar Sigurgeirsson við stjóminni í tæp tvö ár en þá tók Karl 0. Runólfsson við tón- sprotanum úr höndum hans og stjómaði sveit- inni allt fram til ársins 1961, en með hléum þó. Á þeim ámm stóð Svanurinn í miklum flutningum sem enduðu á háalofti gamla skólans svokallaða með viðkomu í baðhúsi, bragga og ýmsum sög- ufrægum húsum svo sem Gagnfræðaskóla aust- urbæjar og Franska spítalanum við Lindar- götu. En liðsmenn Svansins dóu ekki ráðalausir og létu ekki deigan síga, 1953 komu þeir sér upp einkennisklæðum og skörtuðu gráum húfum og buxum og skrýddust bláum jökkum þess albún- ir að bjóða veðri og vindum birginn. Tónlistar- frömuðurinn Karl 0. Runólfsson stofnaði áiið 1954 Samband íslenskra lúðrasveita, skamm- stafað SÍL, og hefur Svanurinn alla tíð síðan tekið virkan þátt í starfi þess og leikið á öllum landsmótum sambandsins utan einu sinni. Kaii 0. lét af störíum árið 1960 og tók Jón G. Þórar- insson orgelleikari við starfi hans. Árið 1963 verða merk tímamót í starfsemi sveitarinnar því þá er fyrsta konan tekin inn í hópinn, Guðrún Óskarsdóttir þverflautuleikari. Fleiri breytingar fylgdu í kjölfarið því 17. júní sama ár skipti Svanurinn um ham og mætti gal- vaskur á Skólavörðuholtið í glænýjum bláum búningum. 1964 tók Jón Sigurðsson trompet- leikari við stjóminni og var í forystu sveitarinn- ar í áratug við mikinn orðstír. Þremur árum síð- ar flytur sveitin í húsnæði í Síðumúla 11 og tekur þar upp sína fyrstu plötu, fimm laga plötu í stereo sem þá var nýjung hér á landi. Margir muna vafalaust eftir leik Lúðrasveitarinnar við svo hátíðleg tækifæri sem landsleikir í knatt- spymu óneitanlega em, en þá skemmtilegu iðju hófu liðsmenn Svansins að stunda árið 1969 þegar fram fór leikur milli enska félagsins Ar- senal og landsliðsins. Göngusýningar Svansins urðu ómissandi Uður í stórviðburðum knatt- spymunnar næstu árin og settu skemmtilegan svip á Laugardalsleikvanginn. En fótalipurðin kom í góðar þarfir, enn á ný þurfti Svanhrinn að bregða undú- sig betri fætinum og flytja sig um set frá Síðumúlanum að Grensásvegi 7 þar sem stífar gönguæfingar fóm fram á þaki æfinga- húsnæðisins. Þremur áram síðar fékk sveitin samanstað í kjallara Tónabæjar við Skaftahlíð. 1974 tók Sæbjörn Jónsson við stjóm eftir að Láras Sveinsson trompetleikari hafði stjómað sveitinni um skeið. Á fimmtíu ára afmælinu árið 1980 fór Svanur- inn í heimsókn til Noregs og lék þar í boði hljómsveitar fi’á Oppegaard við Óslófjörð. Þá tók hljómsveitin upp hljómplötu á afrnælisárinu með tónsmíðum Ama Björnssonar tónskálds. 1982 lætur Snæbjöm Jónsson af stjóm og við tekur Kjartan Óskarsson klarinettuleikari. Með Kjartani kom sá siður að halda tvenna tónleika á ári vor- og aðventutónleika. Árið 1986 fékk sveitin loksins fastan samanstað að Lindargötu 48 þar sem hún er enn til húsa. Meðal stórvið- burða undanfarinna ára er leikur Svansins á Þingvöllum árið 1989 þegai’ Jóhannes Páll páfi kom í heimsókn til landsins, en árið eftir hélt sveitin í hringferð um Island og lék víða á tón- leikum við góðar undirtektir. 1991 er Öm Ósk- arsson ráðinn stjórnandi en tveimur áram síðar kom núverandi stjórnandi Haraldur Ámi Har- aldsson til starfa. Undir hans stjóm tók Lúðra- sveitin Svanur þátt í hátíðarhöldunum í tilefni lýðveldisafmælisins á Þingvöllum árið 1994. Sumarið 1996 hélt sveitin í tónleikaför til Aust- urnTtís og árið 1998 vora vortónleikar hljóm- sveitarinnar teknir upp á geisladisk. Þetta er í stuttu máli saga Lúðrasveitarinnar Svans að sögn tveggja núverandi félaga hjjómsveitarinn- ar, þeirra Vilborgar Jónsdóttur og Jóns Ing- vars Bragasonar. Fjölskyiduvæn skemmtun „Tónleikamir í dag era sennilega stærsta verkefni sem við höfum glímt við hingað til,“ segir Vilborg. „Það er mikið lagt í dagskrána og meðal annars framflytjum við nýtt íslenskt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson sem nefnist Tvö hugtök og á sama tíma og íslensku veridn verða flutt verða sýndar skyggnur á tjaldinu að baki hljómsveitarinnar, myndii’ af landslagi á Islandi og það er nýbreytni á tónleikum hjá okkur. Svo köllum við saman fimmtíu manna hóp fyrri fé- laga og þar er komið band sem kemur fram al- veg aukreitis. Sumir þessara gömlu félaga hafa verið með næstum því alveg frá stofnum hljóm- sveitarinnar og era orðnir nokkuð við aldur. Þar ber að nefna öðram fremur einn heiðursfélaga okkar Gísla Ferdinandsson skósmið sem starf- að hefiir óslitið í hljómsveitinni í fjöratíu og þrjú ár. Eins og nærri má geta hafa skipst á skin og skúrir hjá okkur allan þennan tíma en Gísli hef- ur staðið af sér alla brotsjói sem bulið hafa á okkur og ætlar að heiðra hljómsveitina með leik sínum í dag. Lúðrasveitina Svan sjálfa skipa svo fjöratíu og sjö félagar. Við völdum efnisskrá tónleikanna með það í huga að hún höfðaði til sem flestra, þarna eiga allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Verkin era líka mörg hver erfið fyrir hljóðfæraleikarana og gera kröfur til þeirra. Þannig að allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi, maðurinn á götunni sem sækir kannski ekki daglega viðburði af þessu tagi og líka þeir sem lengra era komnir í tónlistinni. I hópi eldri fé- laganna era margir kunnir hljóðfæraleikai-ai’ sem dæmi má nefna Sigurð Flosason saxófón- leikara, Jón Sigurðsson og Sæbjöm Jónsson." En hvað einkennir Lúðrasveitina Svan ? Hver var tilgangurinn með stofnun hennar árið 1930? „Upphaflega var hljómsveitin stofnuð í tengslum við yngra fólk,“ svarar Jón Ingvar Bragason. „Það var hópur manna sem vildi ekki vera í Lúðrasveit Reykjavíkur, þótti hún heldur þunnur þrettándi. Þessi hópur manna hafði mikinn metnað og sá metnaður hefur haldist innan vébanda hljómsveitarinnar alla tíð. Enn þann dag í dag er unga fólkið kjarni sveitarinn- ar. Vilborg er elsti liðsmaður Svansins núna og hún er aðeins þrjátíu og fimm ára gömul en hef- ur samt starfað í hljómsveitinni í tuttugu ár. Þannig að við eram ungt fólk með mikinn metn- að. Endumýjunin er mjög hröð, fólk stendur kannski við í hljómsveitínni í fimm ár áður en það heldur áfram tíl frekara náms eða í atvinnu- mennsku. Við reynum líka að róa á ný mið, kanna eitthvað nýtt. Þannig reynum við að losna út úr þessu hefðbundna munstri sem hef- ur loðað dálítíð við lúðrasveitir hér á landi. Að standa einhvers staðar úti í homi í roki og rign- ingu og spila falska tónlist. Við verðum þó að sníða okkur stakk eftir vexti og spila við allar aðstæður en metnaður okkar felst í því að halda góða tónleika." „Við vonum að okkur takist með þessum tón- leikum að sýna fram á það að það sé hægt að halda glæsilega tónleika með áhugafólki,“ bætir Vilborg við. „Þó við séum áhugafólk era mörg okkar komin langt í námi, að Ijúka burtfaraprófi eða að því komin að halda utan til frekara náms. Tónlistin sem við flytjum í dag er fjölskylduvæn og hún höfðar vel til bama. Þau þurfa yfirleitt eins og við vitum aðeins að tala og láta heyra í sér og það heyrist það mikið í okkur að þau geta talað eins og þau vilja meðan við spilum. Það rfltír engin dauðaþögn hjá okkur, hátíðleikinn er ekki yfirþyrmandi. Tónlistarvalið spillir held- ur ekki fyrir bamafólki. Þetta er því án nokkurs vafa tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna." Frá Jóni Leifs til Chick Corea Á 70 ár afmælis- og menningarborgartónleik- unum í dag kennir ýmissa grasa. Fyrir hlé flyt- ur sveitin Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen, Rímnadanslög eftir Jón Leifs í út- setningu Ellerts Karlssonai’ og frumsamið tón- verk eftír Tryggva M. Baldvinsson. Þá flytur Svanurinn Islenskt kvæðalag Vísur Vatnsenda- Rósu eftir Jón Ásgeii’sson í útsetningu Einars Jónssonar og Sögur af Sæbjúgum eftír Össur Geirsson. Eldri félagar leika síðan undir stjóm Sæbjöms Jónssonar Brennið þið vitar eftir Pál Isólfsson í útsetningu Ellerts Karlssonar. Eftir hlé breytir dagskráin eilítið um svip þegar leik- in verður kvikmyndatónlist eftir John Williams, Konsert Op. 26 fyrir klarínett og hljómsveit eft- ir Carl Maria von Weber, þar sem Helga Björg Amardóttir leikur einleik með hljómsveitinni, tónlist eftir Gordon Jacob, C. Saint-Saens og Mars, fyrsta þátt Plánetunnar eftir Gustav Holst. Að lokum venda liðsmenn Svansins sínu kvæði í kross og ljúka tónleikunum með gleði- söng eftir djassistann kunna Chick Corea. Stjórnandi hljómsveitarinnar á tónleikunum í dag er Haraldur Ámi Haraldsson. Haraldur út- skrifaðist árið 1980 frá blásaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík, þar sem aðalkennarar hans vora þeir Björn R. Einarsson, Halldór Haralds- son píanóleikari og Páll Pampichler Pálsson. Þá stundaði hann nám í tónsmíðum hjá Atla Heimi Sveinssyni. Haraldur er skólastjóri Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar og hefur leikið í lúðra- sveitum frá unglingsáram þegar hann hóf að spila með Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Hann hef- ur leikið með ýmsum hljómsveitum þeirra á meðal Sinfóníuhljómsveit Islands, Hljómsveit Islensku óperannar og Islensku hljómsveitínni. CARNEGIE A RT AWA R D 1999 N o r r æ n t m á I v e r k LISTASAFN REYKJAVÍKUR KJARVALSSTAÐIR V/FLÓKAGÖTU, REYKJAVÍK AÐEINS 2 DAGAR EFTIR SÝNINGIN VERÐUR OP IN KL. IO —l8 LEIÐSÖGN UM SÝNINGUNA SUNNUDAGA AÐGANGUR ÓKEYPIS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 1. APRÍL 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.