Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Séð heim tii Hrafnseyrar.
Ljósmyndtr: HaHgrímur Sveinsson
HRAFNSEYRIVIÐ
ARNARFJÖRD
FÆÐINGARSTAÐUR JONS SIGURÐSSONAR
EFTIR
HALLGRIMSVEINSSON
Jörðin Hrafnseyri er á norðurströnd Arnarf jarðar
og er nokkurnveginn miðsveitis í Auðkúluhreppi
hinum forna. I upphafi landnáms er staðurinn nefndur
Eyri við Arnarfjörð og kemur mjög við fornar sögur
landsmanna. Þegar kemur fram á 15. öld er farið að
nefna Eyri eftir Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem er talinn
fyrstur lærðra lækna á Islandi. Þjóðskörungurinn
Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri 17. júní 1811
og þar ólst hann upp til 18 ára aldurs, er hann
hleypti heimdraganum.          ~~~
Sveinn Björnsson forseti staddur á Hrafnseyrl 1951. Með honum á myndinni eru þrír Vestflrðing-
ar, allir miklir áhugamenn um uppbyggíngu á Hrafnseyri. Talið f.v.: Þórður Njálsson, bóndi á Auð-
kúiu, Ragnar Guðmundsson, bóndi á Hrafnabjörgum og Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri.
Upphaf byggðar á Eyri
í Landnámu segir svo:
„Örn hét maður ágætur. Hann var frændi
Geirmundar heljarskinns. Hann fór af Roga-
landi fyrir ofríki Haralds konungs. Hann nam
land í Arnarfirði svo vítt sem hann vildi. Hann
sat um veturinn á Tjaldanesi, því þar gekk eigi
sól af um skammdegi. Án rauðfeldur, sonur
Gríms loðinkinna úr Hrafnistu og sonur
Helgu, dóttur Ánar bogsveigis, varð missáttur
við Harald konung hinn hárfagra og fór því úr
landi í vesturvíking. Hann herjaði á írland og
fékk þar Grelaðar, dóttur Bjartmars jarls.
Þau fóru til Islands og komu í Arnarfjörð vetri
síðar en Örn. Án var hinn fyrsta vetur í Duf-
ansdal. Þar þótti Grelöðu illa ilmað úr jörðu.
Örn spurði til Hámundar heljarskinns, frænda
síns norður í Eyjafirði og fýstist hann þangað.
Seldi hann því Áni rauðfeldi lönd öll milli
Langaness og-Stapa. An gerði bú að Eyri. Þar
þótti Grelöðu hunangsilmur úr grasi."
Fundnir langeldar í skála Grelaðar
Sagan af Grelöðu og An rauðfeldi, stutt og
laggóð, er nokkuð sérstök og mörgum hug-
stæð, enda fá dæmi um slíkar kjarnakonur
sem Grelöðu og búsetuval hennar. Spurningin
er hvort þetta er hugarfóstur Landnámuhöf-
undar um hina fyrstu ábúendur á Eyri. Margt
bendir til að svo sé ekki.
Frá því er að segja, að þar sem Hrafnseyr-
ará rennur til sjávar, hefur myndast eyri sem
bærinn tók strax nafn af. Þar á eyrinni voru
tóftarbrot nokkur á víð og dreif og var ein
þessara tófta nefnd Grelutóftir en nokkuð var
það orðið á reiki þegar kom fram á 20. öld hvar
þær raunverulega voru. Nú var það sumarið
1976, að undirritaður tók sér skóflu í hönd og
fór við þriðja mann til að reyna að staðsetja
Grelutóftirnar svo þær ekki týndust. Fylgdar-
mennirnir voru þeir feðgar Ágúst Böðvarsson,
þáverandi forstjóri Landmælinga íslands,
sonur séra Böðvars Bjarnasonar, sem prestur
var á Hrafnseyri í 40 ár og Gunnar, sonur
Agústar. Er ekki að orðlengja það, að þegar
ég stakk niður skóflunni í líklegustu tóftinni,
kom strax upp aska og beinaleifar. Kom þar í
ljós undan sverðinum nokkuð sem greinilega
var langeldur að okkar mati og var ekki nema
skóflustungan niður á hann. Var nú haft sam-
band við Þór Magnússon, þjóðminjavörð og
4   LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 17. JÚN( 2000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20