Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 16
 -4 TÁKN TIL DÝRÐAR DROTTNI Jón Þórarinsson tónskóld hefur um nokkurra óra skeið unnið að ritun tónlistarsögu íslendinga. Hann segir merkar heimildir til um það að íslendingar hafi bæði lært að lesa bókstafi og nótur fró kristnitöku og hér hafi nóturverið ritaðaró kólfskinn engu síðuren bókmenntir. SÚSANNA SVAVARSDÓniR ræddi viðJón um heimildir, menningartengsl íslendinga við meginland Evrópu og varðveislu þeirra handrita sem fjalla um tónmenntir. ft pmtíi ■ • —SL. ' tn Itgt ttmttm ö Gtoua ptóat- 1 ' —atJ siti umt tttfttiué Glana pam»fi I fmm « 1 í-» »■ » *■*■ — ' §la tfiantai íátttto: fiott nar ai T' *■ * • ■ \ 3 T—*--■■%■> »« «■■- ® uo t fpmtm fanito: fiair ctaf m pau ■ . v. -m-*-r •»—■»»■» ; imapio t matr^ ftmpo: * œ (isula apui tjúr * fcmptn t m firnift finilo r i'±i~ f'.z-rr* » » qtttdamRrattiTniJmat- tö" f - »: , . y5 3 tmttffittt'Haitutaf&Iiöa »ái : fv— Vo- ~ I C oufrffio- ú mm-utuQimns * vr - ; tt' 'iki mm 4 í =ssz£=r~--y' - r 1 :• 3 cnfiaatr- Jhitumm* ”; :!%.•* . B'" 1**——s—■——■#» —-— X atf öatrnif (jiftai!!t»aa«tfasar rr ■ Stsafiac:::.:.—~r —. ■uauj. lupat comtao raia ■ ■» j""—-** **■•—*• .., . .. — _ wMtgaK s titíhaa m te6aa m ■ . ETia jtaufi: sasm aaaao flttaas fc. m -:r “ r-' m íZ... . stsaB zst, i 6ír í tom * t- -> ■"•"■- -- ífea öteaa p«tu t &«> ífiMæa .**—^ forntn: ftatr narmpannpio t trnnf ‘ t-mfeiito fcmlKimtvdumt ^»»»*»»»»»' »»»►»»* *»»»»• •:bi---—~r:£®r ; jíKTia ítmla fauío:ú duiœ «w. '< p-- fajficas iiiiíiwí r -n- ,—- i“* *r~4* íwíiium ftlttna '; V. ., ' •1 *~r .. t ptoíbiö aa»: obts ttnanaatf , , * »--------------« »— mmacaUm m uw: «ib mníui œiató qrn íjafattaar m t» ■ S!» , Nótna- og textahandrit. Morgunblaðið/Golli ¥ MIKIL er sú orka, þraut- seigja, vitsmunir og þekking sem lögð hef- ur verið í að kanna og vinna úr heimildum um sögu og menningu íslendinga á fyrri öld- um. Mikill fjöldi fræði- manna, innlendra og erlendra, hefur lagt þar hönd á plóg og skilað ærnu dagsverki,“ sagði Jón Þórarinsson í upphaíi erindis sem hann flutti í Skálholtskirkju þann 8. júlí síðastliðinn. Erindið fjallaði um tónlist í fomum handritum k>g kom þar ýmislegt í ljós sem við bókmennta- og sagnaþjóðin höfum látið fram hjá okkur fara - og eins og Jón segir, þá er tónlistin einn þáttur fræðanna sem hefur lengst af orðið til- finnanlega út undan. Tónmenntin á jafn langa sögu og ritlistin hér á landi „Það hefur að mestu verið litið fram hjá tón- mennt þjóðarinnar á liðnum öldum,“ segir Jón. „Þetta er nú að breytast, tómlætið er á undan- haldi og áhuginn að vakna, enda á tónmenntin sér að minnsta kosti jafn langa sögu hér á landi og ritlistin og um ýmsa þætti hennar má finna merkar heimildir, bæði í handritum og jafnvel í prentuðum ritum. Heimildimar eru að vísu nokkuð einhæfar, þar sem þær varða nær ein- | göngu trúarlega tónlist, en sömu sögu er að | öegja frá öðrum löndum. Það er tónlist 1 kirkjunnar-ogþákonungaþarsemþaðávið- i sem sagan er af. Af þeirri tónlist sem alþýða manna hefúr haft sér til afþreyingar segir yfir- leitt fátt.“ Jón hefur síðustu ár verið á starfssamningi við menntamálaráðuneytið við að koma saman tónlistarsögu. „Til þess að undirbúa mig hef ég reynt að skapa mér eins heillega mynd og unnt ) er af tónlistarmenningu íslendinga í þúsund ár,“ segir hann. „Almennt hefur verið litið svo i á að tónmenning hefjist ekki hér á landi fyrr en 1840, þegar Pétur Guðjónsson kom með fyrsta ptrgelið í Dómkirkjuna.“ Heimsborgarar ó þjóðveldisöld Jón segist ekki hafa vitað annað þegar hann hóf að vinna að tónlistarsögunni en að rétt væri að hér hefði hún hafist 1840. Hann taldi sig þó þurfa að skrifa inngang að henni um tónlistina fram að því ári. „En eftir því sem ég fór að kynnast elsta efninu meira sá ég að það átti skilið miklu meiri umfjöllun en svo að hún kæmist fyrir í inngangi. í ritinu verða því kafl- ar um tónlist í kaþólskunni og síðan um tónlist , eftir siðaskipti. ! Að því er tekur til kaþólska tímans hef ég komist að þeirri niðurstöðu, umbúðalaust, að íslendingar á þjóðveldisöld hafi verið meiri heimsborgarar og í nánari og beinni tengslum við hámenningu meginlandsins en nokkum tímann síðar - þar til nú á síðustu áratugum.“ 4 Á hverju merkirðu það? „Þeir Islendingar sem hlutu skólamenntun sóttu hana til Þýskalands, Englands og jafnvel Frakklands og þegar þeir komu heim og stofn- 1 uðu sína eigin skóla var það eftir þessum fyrir- myndum, það er að segja þeim bestu sem til voru. Síðan er það mjög sláandi staðreynd að allir þeir fræðimenn sem hafa grúskað í fom- j um handritasöfnum hafa litið fram hjá því að þar er að finna mjög miklar og ítarlegar upp- lýsingar um það, til að mynda, hve margar kirkjur um allt land hafa verið vel búnar að messu- og tíðasöngbókum þegar á fyrstu öld- um kristninnar, hve miklu hefur verið til þess kostað og stórmannlega að málum staðið. Um j þetta má lesa í máldögum kirkna og klaustra í Islensku fombréfasafni." i Mildum fjármunum varið í kirkjur „Flestar kirkjur á landinu, sem vora hátt á , fjórða hundrað á 13. öld, áttu einhverjar söng- bækur auk þeirra bóka sem prestar áttu sjálfir og í eigu sumra höfuðkirkna skiptu þær tug- um. Allt voru þetta skinnbækur og af leifum ' þeirra sem enn eru til má sjá að sumar þeirra voru mjög stórar í broti, fagurlega skreyttar og afar vandaðar að allri gerð. Til bókakaupa og bókagerðar hefur verið varið gífulegum fjármunum á fyrstu öldum kristninnar eins og raunar líka í annan búnað til kristnihalds í landinu svo sem kirkjusmíði, messuskrúða og kirkjumuni ýmislega. , Sem dæmi um þetta má lesa í fýrstu viðbót- ifnni við Reykjaholtsmáldaga að þegar Snorri Sturluson tók við staðarforráðum í Reykholti um 1206 var eign Reykholtskirkju „í bókum og messufötum og kirkjuskrúði“ metin á 60 hundruð á landsvísu, sem hefur svarað til and- virðis eins höfuðbóls eða tveggja til þriggja góðra bújarða." „En þótt Reykholt hafi verið mikill staður var hann ekkert meiri en margir aðrir í land- inu. Þessar heimildir bera þess merki að allt frá þjóðveldisöld og þar til fór að halla undir fæti á 14. öld hafi ríkt hér mikil velmegun. Þeir menn sem vora fulltrúar hámenningarinnar vora stórauðugir. Þeir settu líka metnað sinn í kirkjubyggingar vegna þess að þeir hlutu eins mörg rúm í himnaríki og rúmuðust í kirkjunni - en þetta vora allt bændakirkjur í fyrstunni nema Þingvallakirkja.“ „Þessar kirkjur bjuggu þeir vel í skrúða og bókum. Söngbæk- urnar voru sérstaklega mikil nauðsyn, því kaþólski ldrkjusöngurinn er - og heftir alltaf verið - margbrotinn. Til þess að geta flutt hann sómasamlega voru bækumar brýn nauð- syn, sem og að kunna að lesa bækumar auð- vitað.“ Voru þá íslendingar á þjóðveldisöld há- menntaðir heimsmenn en ekki þeir ræningjar og ribbaldar sem réðust í víking og við höfum alltaf trúað að hefðu byggt landið? „Hér var að minnsta kosti mikið af hámennt- uðum mönnum. ísleifur Gissurarson er sá fyrsti sem fer í skólagöngu á meginlandinu. Gissur hvíti hafði hann með sér til Hereford á Saxlandi í byijun 11. aldar. Þar lagði hann stund á það sem kallað er í biskupasögum „smásveinanám" sem þýðir að hann hefur ekki bara lært að lesa heldur hefur hann einnig lært að lesa nótur og latínu. Síðar fór Gissur sonur hans í skóla á sömu slóðum. Þorlákur helgi fór til Englands og Páll Jóns- son, systursonur hans, fór líka þangað. Sæ- mundur fróði fór til Frakklands.“ Elcki á hjáleigum menningarinnar „Þessir menn vora ekkert á hjáleigum menningarinnar. Þeir vora í höfuðstöðvunum sjálfum, þar sem þeir unnu og drukku þetta beint í æð - eins og nú er tekið til orða. Það sem ég hef verið að kanna snýr fyrst og fremst að tónlistinni en mér þætti ekki mikið, þegar liggur fyrir hvað þessi tengsl eru í rauninni sterk, að vitneskjan um það kynni að varpa Ijósi á önnur menningartengsl." Jón segir fyrstu söngbækurnar á íslandi hafa verið fluttar inn, eflaust frá Þýskalandi og Englandi, þar sem hinir fýrstu lærðu íslend- ingar hlutu menntun sína. Áður en langt um leið hafi verið farið að afrita þær hér á landi og að því hafi verið unnið í Skálholti, norður á Hólum, í klaustram og sjálfsagt víðar. Vitað sé um nafnkennda íslenska menn sem skrifuðu slíkar bækur af mikilli kunnáttu og listfengi. „íslendingar munu hafa lært hvort tveggja jafnsnemma, að draga til stafs og syngja eftir þeim nótnatáknum sem voru í notkun á megin- landi álfunnar og í Englandi um árið 1000,“ segir Jón. „Þeir voru fljótir að tíleinka sér rit- listina, yfn-færðu hana á móðurmál sitt og skópu bókmenntir sem enn í dag era eitt helsta menningarafrek þjóðarinnar í meira en 1100 ár. Það má með réttu dást að frjálslyndi og fróðleiksást þeirra kristnu manna sem beittu þessari kunnáttu sinni til að forða frá gleymsku Eddukvæðum og öðrum heiðnum fræðum sem andleg móðir þeirra, kirkjan, hlaut að telja einskis virði eða verra en það. Einnig má þakka víðsýni þeirra kirkjuhöfð- ingja sem létu slíkt viðgangast undir handar- jaðri sínum.“ Frá naumum að kóralnótum „Nótnatáknin, naumur svonefndar, vora miklu ófullkomnari en stafrófið. Þær sýndu einstaka tóna eða einfóld tónasambönd, sveigju laglínunnar upp eða niður, en ekki stöðu lagsins í tónstiganum, tónhæð né tónbil, né heldur innbyrðist afstöðu þeirra tónmynda sem þær táknuðu. Á fyrri hluta 11. aldar var farið að setja naumurnar á nótnastreng. Upp úr því þróuð- ust svonefndar kóralnótur, sem enn era notað- ar í messu- og tíðasöng kaþólsku kirkjunnar. Þegar líður að lokum 12. aldarinnar hefur nótnastrengurinn unnið sér nokkuð öraggan sess. Nær öll íslensk handrit sem varðveist hafa úr kaþólsku era með kóralnótum. En í máldögum kirkna frá 13. og 14. öld era oft nefndar bækur sem sagðar era „fomar“ og þarf vart að fara í grafgötur um að þær eru með hinum fomu nótnatáknum, naumunum. Því miður auðnaðist íslendingum ekki, svo að séð verði, að skrásetja lög sem eflaust voru sungin við Eddukvæði á sama hátt og kvæðin sjálf. Svo er helst að sjá sem nótumar hafi ver- ið taldar heilög tákn sem aðeins mátti nota Guði til dýrðar og helgum mönnum, og hefur það viðhorf líklega verið ríkjandi allt fram á 19. öld. Þetta virðist blasa við þegar haft er í huga að langmest af því sem ort hafði verið á íslandi allt frá miðöldum, var í raun söngtextar; það er að segja sagnadansar, rímur, vikivakakvæði og svo sálmar og trúarljóð, eftir að komið var fram yfír siðaskipti. Um allt þetta er vitað að það var sungið eða kveðið en aðeins sálmalögin komust á blað. I handritum frá kaþólskri tíð er ekki aðrar nótur að finna, svo að mér sé kunnugt, en við róm- versk-kaþólskan messu- og tíðasöng. í hand- ritum frá 17. og 18. öld era mörg hundrað laga, nær allt sálmalög. Eina undantekningin sem ég veit um er í lagasafninu Melódía frá miðri 17. öld, sem hefur að geyma talsvert á þriðja hundrað lög. Þar era um tuttugu lög við dans- kvæði og afmorsvísur sem skotið er inn í safnið með ósk um að „lesarinn eður söngvarinn láti sig ei hneyksla," eins og þar segir, rétt eins og verið sé að biðjast afsökunár á því.“ Lítið breyst í kaþólska messusöngnum „Þegar íslendingar tóku kristna trú hafði kirkjusöngurinn að mestu fengið á sig það form sem hann heldur enn í dag. Það er oft gaman að bera saman 7-8 hundrað ára gömul íslensk skinnblöð og rómverskan grallara frá miðri 20. öld og sjá hve lítið hefur breyst, ef nokkuð, bæði í nótum og texta. Þessi söngur er allur á latínu og mjög marg- breytilegur eftir tímum kirkjuársins og messu- dögum dýrlinga. En að baki liggur tónfræði miðalda með öllum sínum táknrænu tengslum við heilaga ritningu og heimspeki síns tíma. íslenska Hómilíubókin er sögð vera rituð um 1200 og hefur hún verið talin elsta heillega íslenska handritið en flestir eða allir era á einu máli um að efnið muni vera enn eldra að meg- instofni. Á henni má sjá að hér hefur á 12. öld verið hugsað, talað og ritað á íslensku um tón- fræði miðalda með sama hætti og gert var á menntasetram meginlandsins á sama tíma.“ Hnignunartímar og tilskipun konungs En strax á 14. öld byijar lífsbaráttan að harðna og það kom niður á þessari blómlegu tónlistarmenningu. Hér ganga yfir harðæri og plágur og þegar kom að siðaskiptunum hafði þjóðin lítið þrek til að beijast gegn konungs- boði um að hér skyldi skipt um trúarbrögð. „Með siðaskiptunum vora hinar dýrmætu söngbækur kirknanna með einu konungsboði gerðar einskis verðar eða verra en það,“ segir Jón, „og sums staðar vora þær að sögn brenndar á báli. Aðrar lentu á flækingi, jafnvel bækur sjálfs biskupsstólsins í Skálholti. Það er alger tilviljun hvað hefur varðveist úr þessum bókum. Ástandið hér byrjaði að breytast þegar harðnaði í ári og svo þegar við voram komin 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 22. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.