Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						STURLA Sighvatsson hefir ver-
ið dæmdur óvægilega í sögu
vorri. Hann hefir verið kallað-
ur „hinn mesti óhappamaður"
13. aldar og þurfti nokkuð til
að hljóta þann dóm þegar
horft er yfir sögusviðið. Sú
mynd sem varðveitt er af
þessum „mesta óhappamanni" aldarinnar í
ritum samtíma hans er mjög með öðru sniði.
Engin af sögupersónum aldarinnar hefir
hlotið þvílíka glæsimynd og Sturla Sighvats-
son í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar.
Fræðimenn eru á einu máli um að Sturla
Þórðarson hafi skrifað íslendinga sögu síðast
verka sinna og jafn vel að hún sé ófullgerð.
Sturla var fæddur 1214, 15 árum yngri en
nafni hans Sighvatsson, og andaðist í Fagur-
ey á Breiðafirði 1284. Sturla Sighvatsson
hafði þá hvflt í gröf sinni í því nær hálfa öld.
Svo að nafni hans Þórðarson hafði allar for-
sendur til að meta þátt hans í þeirri atburðar-
ás sem leiddi til hruns þjóðveldisins og að ís-
land komst undir vald Noregskonungs. Við
vitum einnig að Sturla Þórðarson var löngum
í andófi gegn ásælni konungsvaldsins, og sú
afstaða hans hefði átt að skerpa athygli hans
á þeirri atburðarás sem hófst árið 1235 þegar
Sturla Sighvatsson kom út með konungser-
indi.
Sturla Sighvatsson var fæddur 1199. For-
eldrar hans voru Sighvatur Sturluson og
Halldóra Tumadóttir. Þau bjuggu í Hjarðar-
holti í Dölum um aldamótin 1200. Hún var af
ætt Ásbirninga og Haukdæla því að móðir
hennar var Þuríður Gissurardóttir. Sighvatur
var albróðir Þórðar og Snorra Sturlusona,
fæddur um 1170. Elsta barn þeirra var Tumi,
heitinn eftir afa sínum Tuma Kolbeinssyni.
Sturla Þórðarson sá ekki ástæðu til að greina
frá draumförum ættmenna Tuma þegar hann
var í heiminn borinn og sú mynd sem Sturla
Þórðarson dregur upp af honum í íslendinga
sögu er fremur neikvæð svo að ekki sé fastar
að orði kveðið, enda e.t.v. lítil efni til annars.
Öðru máli gegndi þegar kom að næsta
barni Halldóru og Sighvats. Um það segir svo
í íslendinga sögu: „þau Sighvatur og Hall-
dóra áttu son, er Tumi hét. Hann var fæddur
um sumarið, er þau höfðu einn vetur ásamt
verið. En annan vetur eftir gekk Halldóra
með barni, og laukst seint um hag hennar.
Guðný Böðvarsdóttir bjó í Hvammi
og leiddi mjög að fréttum um mátt
Halldóru. Og eina nótt dreymdi
hana, að maður kæmi úr Hjarðar-
holti, og þóttist hún spyrja að mætti Hall-
dóru. Hann kvað hana hafa barn fætt og kvað
vera sveinbarn. Guðný spurði, hvað héti.
„Hann heitir Vígsterkur," segir hann. En um
morgininn eftir kom maður úr Hjarðarholti
og segir, að Halldóra var léttari orðin. Guðný
spurði, hvort væri. Hann kvað vera svein og
heita Sturlu." Sturla Sighvatsson er eini mað-
urinn í íslendinga sögu sem Sturla Þórðarson
nefnir til sögunnar með þvílfkri viðhöfn, og
hann setur sig ekki úr færi að hlaða lofköst
undir nafna sinn og frænda þegar tilefni
gefst.
Fátt er greint frá uppvexti Sturlu, nema
hann var í fóstri í Hítardal hjá Þorláki Ketils-
syni, sem þar bjó „virðuligu búi og var göfug-
menni miirið", segir í Arons sögu. „Þorlákur
og Sighvatur voru kærir vinir sín í millum, -
var Sturla Sighvatsson því löngum á fóstri
með Þorláki, bæði haldinn vel og ástsamliga.
Sturla var inn vænligasti maður bæði á vöxt
og allan vænleika. Þeir voru kallaðir jafnaldr-
ar Aron og Sturla. Því voru þeir svo sem fóst-
bræður. Var og þann tíma harla vel með þeim
og þó nokkuð kappdrægt í leikum. En þá er
meir tók að greinast með þeim kumpánum,
þá bauð Helgi, föðurbróðir Arons, honum til
sín. Og það þá Aron". Frásögn íslendinga
sögu er styttri, en efnislega ber ekki á milli,
nema hún kallar þá Aron og Sturlu fóstbræð-
ur og segir að Sturla hafi verið fimmtán vetra
þegar hann fór úr Hítardal til föður síns. Frá-
sögn Arons sögu er á engan hátt í mótsögn
við lýsingar Sturlu Þórðarsonar á Sturlu Sig-
hvatssyni og eftirtektarvert er hvað Þorlákur
Ketilsson fékk mikla ást á fóstursyni sínum.
Arons saga fjallar að verulegu leyti um deilur
Sturlu og Arons svo að þess er varla að
vænta að höfundur hafi dregið fegraða mynd
af Sturlu í sögunni. Hún er ung, talin frá 14.
öld svo að þáttur Sturlu í endalokum þjóð-
veldisins hefir verið alkunn söguleg stað-
reynd.
Frásögnin af því þegar Sturla hugðist ná
sverðinu Brynjubít af Þorvarði Örn-
ólfssyni í Miklagarði lýsir uppvöðslu-
og yfirgangssömum unglingi: „Synir
Sighvats, Tumi og Sturla, föluðu sverðið og
náðu eigi að kaupa. En Þorvarður dróst á að
Ijá Sturlu sverðið, og fórst það fyrir". Höfð-
ingjasonurinn á Grund var átján vetra og lét
þetta ekki yfir sig ganga, heldur reið til Mik-
lagarðs og hugðist taka sverðið með ofrfki, en
þegar það tókst ekki veitti hann Þorvarði
„HYGG EG
AÐFÁIRMUNI
SÉÐ HAFA
• •
ROSKLIGRA
MANN"
EFTIRADALGEIRKRISTJÁNSSON
Sturla Sighvatsson er að sumu leyti persónugervingur
Sturlungaaldar. Hann var glæsimenni, en valdagráo^
ugur og yfirgangssamur við aðra höfðingja og hikaði
ekki við að ganga á orð og eiða. Saga hans er flétta
hagsmunasamningg, vinslita og undirmála eftir því
hvernig vindurinn blés.
áverka með öxarhamri, heimamenn stumr-
uðu yfir honum, en Sturla reið aftur til
Grundar. Viðbrögð Sighvats lýsa vel sam-
bandi föður og sonar. Sighvatur spurði,
„hvort það væri satt, að hann hefði vegið eða
særðan hinn besta bónda, er var í Eyjafirði.
Sturla lést ætla, að því myndi verr, að hann
myndi eigi dauður". I tilsvari Sturlu er fólgin
nokkur mannlýsing, hvort heldur það er rétt
eftir haft eða höfundarsmíð. Það er dæmigert
fyrir ungan oflátung sem ekki lætur nokkurn
bilbug á sér finna. Sighvatur sviðsetti refsi-
aðgerðir og lést vilja reka Sturlu að heiman.
Tumi Sighvatsson blandaði sér einnig í málið
og leið svo sá dagur. „Snemma um morgininn
var Sturla á fótum og gekk eftir gólfi. Sig-
hvatur spurði, hver þar væri. Sturla nefndi
sig. Sighvatur bað hann ganga í lokrekkjuna
til sín. Og er hann kom þar, tók Sighvatur til
orða: „Ekki þykir mér þetta svo illa sem eg
læt, og mun eg um klappa eftir. En þú lát
sem þú vitir eigi." Síðan sendi Sighvatur eftir
Þorvarði og sætti þá, „og voru gervir þrir tig-
ir hundraða, og kom það fé seint fram".
Teimur árum síðar lenti Sturla í fyrsta
skipti í bardaga á Helgastöðum í
Reykjadal við sveina Guðmundar bisk-
ups Arasonar, 29. ágúst 1220. Af fram-
göngu hans þar er það eitt að segja að hann
fékk steinshögg og faðir hans talar um hann
eins hálfgildings krakka þegar hann segir:
„Engu eira þeir nú biskupsmenn, - nú berja
þeir sveininn Sturlu sem aðra menn." Ári síð-
ar hafði Sturla tekið við búi á Sauðafelli og
fengið umráð Snorrungagorðorðs í hendur
frá föður sínum. Það segir nokkuð til um hvað
Sighvatur hefir tekið Sturlu fram yfir Tuma
að fá honum í hendur mannaforráð en Tuma
ekki. Þeir bræður komu með flokka sína að
sættargjörð Þorvalds Gissurarsonar og
Hjalta biskupssonar að Skógum undir Eyja-
fjöllum sumarið 1221 vegna vígs Bjarnar
Þorvaldssonar: „ ... og lagðist sá orðrómur á,
að engi flokkur hefði jafnóspakur verið sem
sá, er fylgdi Tuma Sighvatssyni, og svo hann
sjálfur, en engi flokkur þótti betur siðaður
vera en sá, er Sturla hafði. Lagði hann vel til
og allgegnliga þessa mála og fékk af því
mikla vinsæld suður þar. Og hefir það mælt
verið síðan, að hann hygði þá til mágsemda;
þeirra er síðan komu fram, við Oddaverja. I
þessi för sá Sturla Solveigu og talaði fátt við
hana eða ekki".
Ekki verður annað sagt en Sturlu hafi vel
til tekist í fyrsta sinn sem hann hafði afskipti
af deilum höfðingja. Hann aflaði sér mikilla
vinsælda og hafði hina bestu stjórn á mönn-
um sínum öfugt við Tuma bróður sinn. í sam-
ræmi við þessa lýsingu getur varla talist goð-
gá að ætla að Oddaverjum hafi litist svo sem
hér væri glæsilegt höfðingaefni komið fram.
Sturla Sighvatsson var ekki sá eini sem
renndi hýru auga tfl Solveigar Sæmundar-
dóttur í Odda. Hún var frilluborin. Móðir
hennar var Valgerður Jónsdóttir á Keldum.
Hún og Sæmundur áttu bæði ættir að rekja
til Sæmundar fróða. Sæmundur Jónsson and-
aðist haustið 1222 og Snorri Sturluson var
fenginn til að skipta arfi með börnum hans.
Hann sá sér hér leik á borði að verða sér úti
um girnilegt kvonfang og mikinn arf því að
Sæmundur hafði mælt svo fyrir að Solveig
skyldi hljóta jafnan arf og hver sona hans.
Snorri gisti á Keldum og fór með Solveigu til
Odda og þótti „allskemmtiligt að tala við
hana". Meira var ekki að gert í þeirri ferð, en
þennan vetur fóru orðsendingar milli Sig-
hvats á Grund og Þorvalds Gissurarsonar,
sem var í ráðum með þeim mæðgum á Keld-
um.
Um vorið eftir páska 1223 reið Sighvatur
suður að Hruna ásamt Sturlu syni sínum og
fylgdarliði. Þar voru þær Valgerður og Sol-
veig fyrir og var þá talað bónorð Sturlu. Lauk
því svo að Þorvaldur „hafði inni brúðkaup
þeirra Solveigar".
Annar atburður var öllu sögulegri. Þor-
valdur sýndi Sighvati börn sín, þar sem Giss-
ur er einn nafngreindur og þótti allmiklu
skipta að Sighvati litist giftusamlega á hann.
„Sighvatur var um fár og horfði á hann langa
stund. En Gissur stóð kyrr og horfði eina-
rðlega á móti Sighvati. Sighvatur tók þá til
orða og heldur stutt: „Ekki er mér um yggli-
brún þá."" Veislan fór allvel fram og „var
veitt með miklum kostnaði." „Það er sagt, að
Þorvaldur reið á leið með þeim við nokkra
menn. Og áður þeir Sighvatur skildu, stigu
þeir af baki. Ræddu þeir þá margt um vináttu
sína.
Þá mælti Sighvatur: „Þess vil eg biðja þig,
Þorvaldur, að við gætum svo til með sonum
okkrum, að þeir haldi vel vináttu með frænd-
semi." Þorvaldur leit niður fyrir sig - og
heldur áhyggjusamliga - og mælti: „Gætt
mun, meðan við lifum báðir."" Sá galli er á
frásögninni af börnum Þorvalds, að þau voru
mun eldri en hér er látið í veðri vaka, t.a.m.
var Gissur þá 14 ára og hafði sótt mann til
sektar á alþingi tveimur árum áður. Það er
hald manna að Sturla Þórðarson hafi ekki
haldið hér á penna, heldur að hér sé síðari
tíma innskot á ferðinni. Engu að síður er sag-
an góð. Líkt og aðrir höfðingjar á Sturlung-
aöld hafði Sturla tekið sér frillu, Vigdísi að
nafni, og átt með henni eina dóttur er Þuríð-
ur hét. „En er Solveig kom til Sauðafells, tók
hún þar við búi. En Halldóra lét fylgja Vig-
dísi Gíslsdóttur til Miðfjarðar, er áður hafði
verið frilla Sturlu. Þuríður hét dóttir þeirra".
Hún átti síðar eftir að brenna banamönnum
Sturlu svarta díla í hefndarskyni.
Sturla Sighvatsson sat skamma stund á
friðarstóli eftir að hann tók við mannaforráð-
um í Dölum. Því olli Tumi bróðir hans þegar
hann réðst vestur til Skagafjarðar og hugðist
gerast höfðingi þeirra við fráfall Ai'nórs
Tumasonar móðurbróður sins. Tumi flutti
mál sitt við föður sinn og „sagðist eigi verr til
manns kominn en Sturla, bróðir hans, er þá
hafði tekið bú að Sauðafelli og mannaforráð í
Dölum." Tumi beitti sér fyrir því að hrekja
Guðmund biskup Arason burt frá Hólum og
settist þar sjálfur að. Biskup hafði leitað sér
hælis í Málmey, en 3. febrúar 1222 fór sveit
biskupsmanna að Hólum. Þar var Tumi veg-
inn í óþökk biskups. Biskup fór með menn
sína til Grímseyjar að loknum páskum og var
það allfjölmenn sveit.
Sighvatur og Sturla söfnuðu liði á vor-
dögum og sigldu til Grímseyjar með
nær þrjú hundruð manna. Sjö tigir
vopnfærra manna voru í liði biskups
sem bjuggust til varnar. Aron Hjörleifsson
var annar foringinn í aðförinni að Tuma og
tók vopn hans og verjur, þar á meðal biturt
sax og brynju góða. Hann tók saxið og
klæddist brynjunni er hann bjóst til bardaga.
Sturla lagði þar að sem Aron var fyrir. I Ar-
ons sögu er svo frá greint: „Nú fara sjö skip
að landi, þar er Aron var fyrir, og stýrir
Sturla því liði. Var hann og auðkenndur, því
að hann stóð upp, var hann mikið afbragð
annarra manna bæði að vexti og afli, svo að
ekki máttu aðrir menn við hann jafnast um
flesta hluti hér á landi. En er þeir voru mjög
landfastir orðnir, þá skynjar Sturla á landið
hvar fyrirmenn væri, og vildi þar helst að
sækja.
Nú tekur Sturla til orða: „þar stendur Ar-
on djöfullinn, sækið.nú að honum sköruliga,
og drepum hann skjótt." Aron svarar og
hristi saxið Tumanaut brugðið í hendi sér:
„Hér máttu sjá, ragur fjandinn, mækinn
Tumanaut, bróður þíns.... Nú æsist Sturla og
steðjar af skipinu upp á þarabrúkið. Honum
varð hált á þarabrúkinu, en Aron snarar í
móti honum og leggur saxinu Tumanaut af
því öllu afli, sem hann hafði til. Lagið kom á
Sturlu miðjan. En með því sólinn var stökk-
ur, en brúkið var hált og fast var til lagið, þá
rasar Sturla og fellur. ... þá höggur Aron til
Sturlu tveim höndum svo sterkliga, [að] að
fullu hefði unnið, ef þeir hefðu átt tveir við að
leikast. Maður er nefndur Sigmundur snagi.
Hann kastaði skildi yfir Sturlu með miklum
skyndingi, og kom högg það í skjöldinn. En
Sturla stóð þá skjótt á fætur og var þá ekki
að frýja aðsóknar að Aroni og öllum þeim,
sem fyrir voru.... Aron barðist þá nokkru
lengur en aðrir menn, þeir er hjá honum
höfðu staðið."
Islendinga saga greinir í meginatriðum líkt
frá þessum vopnaviðskiptum, en frásögn
hennar er miklum mun ágripskenndari
og styttri. Helsta frávikið er í upphafi
bardagans: ,Aron lagði til Sturlu og bað hann
þar að sækja, kvað þar vera merkið, vopn
Tuma, bróður hans. Sturla lagði á móti til Ar-
ons í kinnina og um þveran munninn og út
um aðra kinnina. Aron lagði þá og í mót
Sturlu, svo að hann féll á hliðina á brúkinu og
bar brynjuna af lærinu. Vildi Aron þá til
leggja, en Sigmundur snagi kastaði yfir hann
skildi, og kom þar í lagið. Eftir það hljóp
Sturla upp, og var þá sótt að Aroni, og stóðu
spjót svo þykkt á honum, að hann fékk trautt
fallið, og varð víða sár og þó miður en þeir
ætluðu. Runnu þá biskupsmenn upp úr fjör-
unni, en þeir Sturla eftir þeim. En Aron lá
þar eftir." í Arons sögu segir, „að svo er sagt,
að Sturla sjálfur þykist að honum hafa unnið,
og sóttu hann og fleiri menn aðrir, þeir sem
hjá honum höfðu verið. En svo stóðu þykkt
spjót á Aroni um hríð, að þá studdu hann aðr-
ir spjótsoddar, er öðrum var að lagið. En
brynjan var svo örugg, að ekki gekk á, og því
mátti hann eigi falla svo skjótt sem elligar
myndi hann. Aron fékk þar þrjú sár stór og
eigi banvænlig. Eitt lag kom í kinnina Arons
og nam staðar öðrum megin í góminn, og var
sú kefling heldur óhæg." Lýsingum á vopna-
viðskiptum Arons og Sturlu ber ekki saman í
einu veigamiklu atriði. Samkvæmt Islendinga
sögu særir Sturla Aron með spjóti í kinnina í
upphafi vopnaviðskipta þeirra og áverkinn
þar meiri en samkvæmt frásögn Arons sögu.
Þar er þéss ekki getið hver veitti honum sárið
á kinninni og helst að skilja að það hafi orðið
síðar þegar Sturla sótti að honum með mönn-
um sínum.
Af fundi þeirra er það frekar að greina að
Aron komst lífs á braut fyrir atbeina Eyjólfs
Kárssonar. Sturla lét sækja Aron til sektar
og gerði ítrekaðar tilraunir til að ráða hann af
dögum, en Aron fór huldu höfði og bar jafnan
undan Sturlu og mönnum hans uns hann fór
af landi brott til Noregs. Frásagnir af þess-
um eltingaleik lýsa fremur hreysti og harð-
4     LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 12. ÁGÚST 2000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16