Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 4
ÞÆTTIRURSOGUIS- LENSKRAR HÖNNUNAR Ljósmynd/Pétur Sörensson Reykjavíkur Apótek, innrétting lyfjabúðar (stendur enn að hluta) 1928-30, Sigurður Guðmundsson arkitekt. Ljósmynd/Ari Magnússon As.tr.o, hönnunarhugmynd, Austurstræti 22, Reykjavík. MÓT, íslensk hönnunar- sýning, verður haldin á Kjarvalsstöðum 14. októ- ber til 12. nóvember. Sýningin er skipulögð af FORM ÍSLAND, samtök- um hönnuða, og er liður í Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000. Samstarfsaðilar FORM ÍSLAND eru Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstað- ir og nýstofnað Hönnun- arsafn. Af þessu tilefni stiklar GUDMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON á þáttum úr sögu íslenskr- ar hönnunar. AÐ er sagt að í spegilmynd nú- tíðar mætist fortíð og framtíð. Sagan hefur augu sín á bak við sig. Hún geymir það sem hefur verið mótað. Að þeir sem þekki hana öðlist spádómsgáfu. Það er algeng venja að miða hluti úr sögunni við tímabil, sem skipt- ast um tiltekin ártöl. Af þessu vill leiða að menn sjá stundum söguna alla sundurklippta. Við tölum um popp og póstmódemisma, end- urreisn, barokk, rómantík og módemisma til dæmis. Tiltölulega snögg umskipti geta vitanlega orðið á einstökum sviðum og eftir þeim skipta sagnfræðingar sögunni í tímabil sér til hægð- arauka. En yfirleitt gerast tímamótin eða aldahvörfin ekki í einu vetfangi, heldur á löng- um tíma og svo hæglátlega, að tímamóta- mennirnir verða þess naumast varir. Islenskt samfélag tók miklum stakkaskiptum á tuttug- ustu öldinni. Úr bæ í borg. En það er fleira sem bindur tímabil sögunn- ar saman en aðskilur þau. Þrátt fyrir nýjan tíma, ný verkfæri og tækni, þá er þetta oftast sami teketillinn,sama hjólið, sömu táknin en í nýjum búningi. Hönn- uðir sem standa andspænis hinu ómótaða verða að horfa fram - búa til ný mót - en einn- ig að hafa augu í hnakkanum. Bæði til þess að enduruppgötva það sem gleymt er og til þess að móta nýjan tíma eða að minnsta kosti að spegla hann því það er auðvitað spuming hvort tíminn móti manninn eða maðurinn móti tímann eða hvort maðurinn og tíminn mætist á miðri leið - i spegilmyndinni. Fyrir utan spuminguna hvort hægt sé að vera á undan sínum tíma. Mótunin sem ferill, frá hugmynd til framkvæmdar, framleiðslu og markaðs- setningar er kölluð hönnun. Hugmyndirnar geta orðið til vegna þarfa eða vöntunar en líka vegna einskærrar sköpunargleði og þrárinnar eftir margbreytileikanum og nýbreytninni. Þótt sköpunarstarfsemi mannsins sé jafngöm- ul honum sjálfum hangir hönnun sem ferill saman við iðnaðar- og markaðssamfélag. Á tuttugustu öld varð til iðnaðar- og markaðs- samfélag á íslandi. En er til íslensk hönnun? Erfitt verkefni Sá sem stendur frammi fyrir því verkefni að útbúa spegilmynd af íslenskri hönnun á fyrir höndum erfitt verkefni. Fleiri og fleiri spurn- ingar vakna og færra verður um svör. í fyrsta lagi, er hönnun eitthvað sem hægt er að tengja við ákveðið landsvæði? Eða er hönnun tengd einstaklingum af ákveðnum landfræðilegum uppruna? Jú það væri hægt að tengja ísland við hönnun ef iðnaðarframleiðsla færi fram í einhverjum mæli. Við tölum hik- laust um danska hönnun, um ítalska hönnun, en ef á að fara ræða um ís- lenska hönnun í alvöru þá er staldrað við og allir verða hik- andi. íslenskur iðnaður er mjög ungur og hönnun og iðnaður fara saman. Við eigum menntaða hönnuði sem bæði hafa lært í Danmörku og á Ítalíu og eiginlega alls staðar þar sem hönnun er kennd. En við erum varla byrjuð að mennta okkar eigin hönnuði. Okkar litla samfélag get- ur hæglega lokað dyrum sínum fyrir því, sem er krefjandi og líklega of ögrandi fyrir ein- hverja, sem óttast breytingar eða nýja mæli- kvarða. Nýsköpun er áhætta. Þótt hönnuður sem einstaklingur sé af íslensku bergi brotinn og hafi ríka innri þörf til nýsköpunar og fram- kvæmda, vel menntaður í Danmörku eða á Italíu, þá er annað að hafa hugrekki og getu, aðstæður - iðnað og markað - og loks að búa yfir þeirri þrautseigju að gefast ekki upp, þótt skilningurinn sé minni og viðtök- urnar dræmari en maður jafnvel vænti. Þegar bregða á upp myndbrotum úr íslenskri hönnunarsögu er hægt að fara margar leiðir. Það er hægt að sýna dæmi um metnaðarfulla íslenska hönnuði sem mættu andbyr, en komu hug- myndum sínum í verk þótt lítið yrði um fram- leiðslu. Það er hægt að sýna það sem iðnaður- inn er að gera í dag - íslenskan veruleika burtséð frá því hvort hann standist saman- burð við ströngustu kröfur um góða hönnun eður ei. Það er hægt að sýna það sem frum- herjar í þessum hugsunarhætti reyndu. Reyndu að opna dyr fyrir því sem var nýtt og ögrandi á sínum tíma en féll kannski í grýtta jörð. Það er hægt að sýna þetta allt saman í einni kös og skilja áhorfandann eftir með stóru spurningarnar: Hvað höfum við gert? - Hvar stöndum við og hvert erum við að fara? Á sjöunda áratugnum störfuðu þeir Man- freð Vilhjálmsson arkitekt og fjöllistamaður- inn Dieter Roth að ýmsum verkefnum sem tengdust hönnun bygginga, innréttinga og húsgagna. Að því er Manfreð hefur sagt hafði Dieter sérstakt lag á að finna snjallar lausnir á tilteknum vandamálum, gjarnan með nýt- ingu hversdagslegustu hluta eða efniviðar. Þessi kollur fyrir veitingahúsið Tónabæ (sjá næstu síðu) er gott dæmi um slíka úrlausn, þar sem slitgóð, mjúk og litrík plastbauja er notuð sem sessa fyrir unglingana sem eru að skemmta sér. Frumherjarnir Á fyrsta áratug tuttugustu aldar báru ís- lenskir húsgagnasmiðir sem lært höfðu er- lendis, einkum í Danmörku og Þýskalandi, með sér þekkingu til landsins á vandaðri hús- gagnasmíði, útskurði og innlögn. Nokkrir þeirra stofnuðu árið 1905 verk- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.