Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 5
Samtvinnuð rými (Spatial Alliance). Masters-verkefni t arkitektúr, Architectural Association, London 1998-2000. Freyr Frostason arkitekt, með- höfundar: Emmanuel Bringer, David J. Gerber („Micro.Soft.Surf"). Leiðbeinendur: Brett Steele, Patrik Schumacher. Ijósmynd/Arndís S. Árnadóttir Stóll úr eik og bólstraður með svörtu leðri. Liklega smíðaður 1906- Manfreð Vilhjálmsson (f. 1928) ogDieterRoth (1930-1999) -Kollurfyr- 1909 fyrir Safnahúsið við Hverfisgötu hjá Jóni Halldórssyni & Co. og ir Tónabæ, 1964, járn og plastbauja, eig. Manfreð Vilhjálmsson. teiknaður af Fr. Kiorboe. Eigandi: Þjóðminjasafn íslands. stæðið Sigurjón Ólafsson & Co við Skóla- vörðustíg í Reykjavík, sem nokkru síðar (1908) var kennt við einn stofnandann og nefnt Jón Halldórsson & Co. Innviðir og hús- gögn fyrir Safnahúsið (1906-1909) voru eitt af fyrstu verkefnum þessa verkstæðis og er lestrarsalurinn þeirra þekktastur. „Moblerne som jeg har tegnet," fullyrti danski bygging- armeistarinn Frederik Kiorboe í grein í Architekten árið 1910. Fullvíst er þó að þekk- ing á að teikna húsgögn var fyrir hendi á verk- stæðinu, til dæmis telst nám Jóns Halldórs- sonar (1871-1943), snikkara í Kaupmannahöfn og Berlín í byrjun aldarinn- ar, vera fyllilega sambærilegt við hönnunar- nám á þeim tíma. Hann var jafnframt einn helsti forgöngumaður iðnsýninga hér á landi og á iðnsýningum í Reykjavík árin 1911, 1924 og 1932 voru húsgögn sérstaklega kynnt sem innlend framleiðsla. Árið 1999 var lögð fyrir húsaverndunar- nefnd ríkisins álitsgerð um varðveislugildi innréttinga Reykjavíkur Apóteks. Þar segir m.a.: „... lyfjabúðarinnréttingin [hefur] sér- stakt listsögulegt gildi þar sem hún er eina heilsteypta innréttingin hér á landi með skýr- um einkennum norrænnar klassíkur. Á það jafnt við um rýmismynd hennar, húsgögn og einstök útfærsluatriði. Til er fjöldi vinnuteikn- inga af hendi Sigurðar er vitna um þann óvenjulega metnað sem lagður var í úrlausn verkefnisins." Tengisf íslenskri myndlistarsögu „Innréttingin er einstök í íslenskri hönnun- arsögu og að mínu mati ein af þeim þremur merkustu frá fyrri hluta þessarar aldar - ásamt innviðum Safnahússins við Hverfisgötu og Landsbankans í Austurstræti. Auk hönn- unarsögulegs gildis tengist innréttingin ís- lenskri myndlistarsögu vegna útskurðarverka Ásmundar Sveinssonar og höggmynda Al- berts Thorvaldsen sem þar var ætlaður stað- ur, en þær prýddu í upphafi gamla apótekið við Austurvöll. Þá er innréttingin merkur vitnisburður um íslenskt handverk síns tíma, en öll vinna við hana var unnin af íslenskum iðnaðarmönnum" (úr álitsgerð til húsafriðun- arnefndar ríkisins um varðveislugildi innrétt- ingar Reykjavíkur Apóteks, 26. febrúar 1999). Hönnuður barsins As.tr.o, Miehael Young, er breskur hönnuður sem býr og starfar í Reykjavík. Færni og fagmennska íslenskra iðnaðai-manna, sérstaklega í meðferð steypu og stáls, hafði áhrif á hugmyndavinnu hönnuð- arins. Við hugmyndavinnu gætti einnig áhrifa íslenskrar náttúru og á hönnunin að gefa gest- um staðarins tilfinningu fyrir nokkurs konar samblandi af inni- og útiveru, líkt og sund- laugargestum á íslenskum jarðhitasvæðum. Samtvinnuð rými (Spatial Alliance) er masters-verkefni í arkitektúr við Arehitectur- al Association í London unnið á tímabilinu 1998-2000. Freyr Frostason er arkitekt þess. Meðhöfundar: Emmanuel Bringer og David J. Gerber („Micro.Soft.Surf1). Leiðbeinendur: Brett Steele og Patrik Schumacher. Þetta lokaverkefni var unnið í hóp ofantal- inna höfunda fyrir M.Arch.-gráðu við Archi- tectural Association í Lundúnum 1998-2000. Höfuðáherslur vinnustofunnar eru að sam- tvinna rannsóknir og hönnun með því að koma nýjum hugmyndum um hönnunarferli á fram- færi. Ástæðan eru þær nýju forsendur sem myndast hafa vegna nýs umhverfis, hraðra breytinga og nýrrar tækni. Vettvangur verkefnisins var óbyggt svæði milli King’s Cross- og St. Pancras-lestar- stöðvanna í miðborg Lundúna. Takmarkið var að skipuleggja viðskiptahverfi nýrra ört vax- andi tæknifyrirtækja sem vaxa út frá stærri tölvu- og fjarskiptafyrirtækjum. Áhersla var lögð á bein tengsl milli höfuðstöðvanna í út- hverfum og smærri eininga fyrirtækjanna í miðborginni með góðu aðgengi að lestarkerfi borgarinnar. Innra skipulag viðskiptakjarn- ans var sótt í gagnagrunn eftir ýtarlegt rann- sóknarferli á uppbyggingu Microsoft UK (Bretland) og samvinnu þess við önnur fyrir- tæki eins og British Telecom, NTL, World- com, o.fl. Þessi stóru fyrirtæki á sviðum tölvu- tækni, hugbúnaðar og fjarskipta mynda smærri einingar sem vilja vera miðsvæðis í Lundúnum og vinna saman á mismunandi hátt. Hönnun rýmis og skipulagi þess var svo stjórnað af mismiklum og mismunandi tengsl- um þessara samstarfsfyrirtækja. Allt verk- efnið var unnið í tölvu þar sem ýmis tölfræði- forrit voru notuð til að mynda gagnagrunn sem mótaði svo alla hönnunina. Höfundur er kennari í grafískri hönnun við Listahóskóla íslands. RÚNAR KRISTJÁNSSON EINAR BENEDIKTS- SON DEYR Er dagurinn mikli sín dómsorð kallar ídísarhöll hljóma bumburallar oggamalt lag upp við Grettis- bæli grípursál sem við Tempsárós! Þá slær um Asbyrgi og Elivoga og yfir hnattasund björtum loga, því undir stjörnum er eilíft hæli er eldar kvikna við norðurljós! En tengdir hafís og Hljóða- klettum og haugaeldum og Fróðár- glettum, frá Skútahrauni í skýjaferðum skáldmenn Islands á flugi sjást! Við drunur þungarfrá Detti- fossi, í dánarstefi og móðurkossi, er frelsið heiðrað með heilum gerðum oghelgað brennandi sonarást! I þokusól gegnum þrúguhöfga enn þrumar væringinn stefíð göfga, í skugga hverfur þá skriflabúðin er skamman tíma við bjarkir stóð! En sálin mikla að lausnarlandi sitt loftfar tekur á Stórasandi. I draumi ljóshirðar siglir súðin til suðurhafs undir röðulglóð! Höfundurinn býró Skagaströnd. Undirtitill Ijóðsins er: Herdísarvík 12. jan. 1940. STEINUNN FINNBOGADÓTTIR LINDIN BLÁ Dimmblátt af dropum og tárum er djúp hinnai' hljóðu lindar. Ung - en þó aldin að árum andlit fegurstu myndar. Hún brosir um bjartar nætur við blikandi stjörnu her, oggefur öllu gætur sem gott og fagurt er. Hún hefur svo oft heyrt óminn og eignast þeirra mynd, sem unna og elska hljóminn er aðrir kalla synd. Hún myndir og minningar geymir meitlað í gullinn stein. í hyldýpi hana dreymir um harma og gróin mein. Finni hún tárin falla í faðm sinn, hin tæra lind. Örsmáar öldur kalla upplifðu fagra mynd. Höfundur er Ijósmóðir og lyrrverandi borgarfulltrúi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.