Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.2000, Blaðsíða 14
HRINGURINN FRÁ RANGÁ - II Bærinn Vælugerði í Flóa, sem nú heitir Þingdalur. Á SLÓÐ HORNBOGANS EFTIR BERGSTEIN GIZURARSON Þormóður Þjóstarsson hefur birst óvænt með hcmd- boga sinn, eins og hann er kallaður í Landnómu, eftir dvöl erlendis. Hann tekur land ó Eyrarbakka, rétt eftir víg Arnar en þaðan er stutt til Vælugerðis. Þormóðs Þ|óstarssonar er ekki getið frekar í Landnómu nema í sambandi við afkomendur hans ó Vesturlandi. EGAR leitað var í Landnámu að heimildum, sem gætu skýrt uppruna boga Gunnars Há- mundarsonar, birtist frásögnin af bogaskotinu í Vælugerði eins og segir hér að framan. Til skýringar skal nefnt að Gunnar Baugsson, í Gunnar- sholti á Rangárvöllum, afi Gunnars Hámund- arsonar, hafði hefnt bróður síns, Steins hins snjalla í Snjallsteinshöfða, með því að vega Onund í Önundarholti í Flóa. Önundur hafði vegið Stein til að hefna vígs mágs síns, Sig- mundar sonar Sighvats rauða, við Sandhóla- ferju. Þeir, Steinn snjalli Baugsson og Sigmundur sonur Sighvats rauða, höfðu komið samtímis að ferjunni yfir þjórsá við Sandhólaferju ásamt förunautum og deilurnar um hver ætti að fara yfir fyrstur enduðu með því, að Steinn hjó Sigmund banahögg. Önundur varð síðan sekur af vígi Snjallsteins. Gunnar Baugsson lést á heimleiðinni við Þjórsá af sárum þeim er hann hlaut í bardag- anum við Önund og hans menn. Gunnar hafði fengið mág sinn Órn í Vælugerði, sveitunga Önundar, til að njósna um ferðir Önundar. I Landnámu segir svo: „Þá er synir Önundar uxu upp, Sigmundur kleykir og Eilífur auðgi, sóttu þeir Mörð gígju að eftirmáli, frænda sinn. Mörður kvað það óhægt um sekan mann, þeir kváðu sér við Örn verst líka, er þeim sat næst. Mörður lagði það til að þeir skyldu fá Erni skóggangssök og koma honum svo úr héraði. Ónundarsynir tóku beitingarmál á hendur Erni, og varð hann svo sekur, að Örn skyldi falla óheilagur fyrir Önundarsonum hvarvetna nema í Vælugerði og í örskotshelgi við landareign sína. Önundarsynir sátu jafnan um hann en hann gætti sín vel. Svá fengu þeir færi á Erni að hann rak naut úr landi sínu, þá vógu þeir Örn, og hugðu menn að hann mundi óheilagur fallið hafa. Þorleifur gneisti, bróðir Arnar keypti að Þormóði Þjóstarssyni að hann helgaði Örn, Þormóður var þá kominn út að Eyrum. Hann skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Ai’nar varð í örskotshelgi hans. Þá mæltu þeir Hámundur Gunnarsson og þorleifur eftir Örn, :n Mörður veitti þeim bræðrum, þeir guldu :igi fé, en skyldu vera héraðssekir úr Flóa. þá iað Mörður til handa Eilífi Þorkötlu Ketil- bjarnardóttur og fylgdu henni heiman Höfða- lönd og bjó Eilífur þar en til handa Sigmundi bað hann Amgunnar dóttur Þorsteins dranga- karls og réðst hann austur í sveitir, þá gifti og Mörður og Rannveigu systur sína Hámundi Gunnarssyni og réðst hann aftur í Hlíðina og , var þeirra son Gunnar Hámundarson að Hlíð- arenda." Þeir Önundarsynir hafa væntanlega ekki ætlað að vega Öm innan örskotsfjarlægð- ar frá landi hans og höfðu því lengi beðið færis að vega hann. Hugðu menn í fyrstu, að vígið væri löglegt og utan örskotsfjarlægðar. Handbogi Þormóðs Þjóstarssonar breytti þessari niðurstöðu þar sem hann dró mun lengra en aðrir bogar enda var þá ekki skil- greint í lögum hversu margir faðmar örskots- lengd var eins og síðar var gert í Grágás. Þormóður Þjóstarsson hefur birst óvænt með handboga sinn, eins og hann er kallaður í Landnámu, eftir dvöl erlendis. Hann tekur land á Eyrarbakka rétt eftir víg Amar en það- ' an er stutt til Vælugerðis. Þormóðs Þjóstarssonar er ekki getið frekar í Landnámu nema í sambandi við aíkomendur hans á Vesturlandi. Samkvæmt Landnámu urðu afleiðingar bogskotsins við Vælugerði þær, að þessar tvær ættir, sem höfðu staðið í blóðhefndum eftir vígið við Sandhólafeiju, sættust að ráði Marðar gígju á Velli. Hámundur gekk að eiga Rannveigu, systur Marðar og Þorgerðar móð- ur þeirra Önundarsona sem hvatt hafði mann sinn í upphafi til að vega Snjallstein fóður- bróður Hámundar og hefna þar með vígs bróður hennar. Gunnar á Hlíðarenda var afkomandi þess- ara tveggja ætta sem borist höfðu á banaspjót eftir vígið við Sandhólafeiju og átti hann til mikilla vígamanna að telja í báðar ættir. Það var því ekki ólíklegt, að sú blóðblöndun gæfi af sér einstakling sem væri óvenju mikill að burðum þótt ekki færi saman gæfa og gjörvileiki eins og sagan segir okkur. þama varð bogi Þormóðs Þjóstarssonar samkvæmt Landnámu til að skapa grundvöll atburðarásar Njáls sögu. Ekki er auðvelt að geta sér til um framhald vígaferla þessara ætta ef víg Arnar hefði talist utan örskotsfjarlægðar og víst er að mikill væri missir af Gunnari Hámundarsyni af spjöldum sögunnar. Telja verður miklar líkur á að bogi Þormóðs Þjóstarssonar hafi eftir bogskotið úr Vælu- gerði komist í hendur Hámundar. Jafnvel má geta sér til að boginn hafi verið heimanmund- ur Rannveigar. Ætt Hámundar átti kröfu á bótum vegna ólöglegs vígs Arnar og ættingjar Rannveigar gætu því hafa lagt fram fé til kaupanna. Beinhringurinn hefur fylgt boganum. Há- mundur gefur yngsta syni sínum nafnið Hjört- ur sem ætla má að hafi tengst hjartarmyndun- um á hringnum sem hafa á þeim tíma þótt einstakar og þeim hefur e.t.v. fylgt goðsaga. Þorkell leppur Þjóstarsson í Hrafnkels sögu kemur fram á sögusviðið athyglisverð persóna sem tengist óneitanlega gátunni um uppruna beinhringsins. Sámur Bjarnason kom til Alþingis ásamt Þorbirni föðurbróður sínum til að leita réttar þeirra eftir víg Einars, sonar Þorbjarnar. Hrafnkell Freysgoði hafði vegið hann sökum þess að hann hafði riðið Freyfaxa hesti Hrafn- kels. Fundi Sóms og Þorkels lepps er lýst svo í Hrafnkels sögu: Þá sáu þeir vestan að ánni, hóti neðar en þeir sátu, hvar fimm menn gengu frá einni búð. Sá var hár maður og ekki þreklegur er fyrir þeim gekk, í laufgrænum kyrtli og hafði búið sverð í hendi, réttleitur maður og rauðlit- aður og vel í yfirbragði, ljósjarpur á hár og mjög vel eygður. Sá maður var auðkennilegur, því hann hafði ljósan lepp í hári hinu vinstra megin.... Sámur spyr þessa menn að nafni en sá nefndist Þorkell, er fyrir þeim var og kvaðst vera Þjóstarsson...Hann kvaðst vera vestfir- skur að kyni og uppruna en heimili sagðist hann eiga í Þorskafirði... Hann svarar: „Eg er einn einhleypingur. Kom ég út í fyrra sumar. Ég hefi verið utan sex vetur og farið út í Mik- lagarð. Ég er handgenginn Garðskónginum en nú er ég í vist hjá bróður mínum er Þorgeir heitir....„Eruð þér fleiri bræðurnir?" sagði Sámur. „Er hinn þriðji.“ „Hver er sá?“ sagði Sámur. „Sá heitir Þormóður" sagði Þorkell, „og býr á Görðum á Álftanesi". Hér er því kominn sá sami Þormóður og skaut hinu öriagaríka bogaskoti frá Vælugerði í Flóa. Þorkell segist hafa verið sex ár utan í Aust- urvegi. Vesturmörk þess svæðis, sem hornboga var að finna á þessum tíma, má teija Garðaríki, Ungverjaland og löndin við Svartahaf. Samkvæmt Væringjasögu Sigfúsar Blön- Arabískir silfurpeningar frá Gotlandi. 85 þús- und slíkir hafa fundist á Norúuriöndum. dals hefur heimkoma Þorkels lepps verið talin árið 944 eða vetri áður en Hrafnkell Freysgoði vó Einar Þorbjarnarson. Samkvæmt þvi má leiða líkur að því, að þeir bræður, Þormóður og Þorkell leppur, hafi komið saman til landsins úr Austurvegi árið 944. Bogaskoti Þormóðs úr Vælugerði var skotið strax eftir komu hans til iandsins að Eyrum sumarið 944 og þá samsumars verður sætt milli föður- og móðurættar Gunnars Hámun- darsonar. Fæðingarár Gunnars Hámundarsonar hef- ur verið talið árið 945. Bendir það til þess að strax eftir bogaskotið, sem gerði víg Arnar óheilagt sumarið 944, hafi Rannveig móðir Gunnars verið gefin Hámundi og Gunnar því fæðst árið eftir eða árið 945. Samkvæmt Hrafnkels sögu og Landnámu hafa þeir Þjóstarssynir því getað verið í Aust- urvegi á árunum 937 til 944. Hrafnkels saga Freysgoða hefur verið talin af sumum sem fyrr segir hrein skáldsaga en telja verður miklar líkur á, að þeir Þjóstars- synir hafi raunverulega leikið veigamikið hlut- verk í sögu landnámsaldar. Þormóður Þjóstarsson hefur líklega verið fyrsti ábúandi á Görðum á Alftanesi. það er varla tilviljun að hann skírir bæinn sinn Garða, sem var einnig nafn á Garðaríki, og styður það þá tilgátu að Þormóður hafi dvalið í Garðaríki. Nafn sveitarfélagsins Garðabær gæti þess vegna í upphafi átt rætur sínar að rekja austur í Garðaríki. Viðurnefni Þorkels, leppur, styður einnig þá tilgátu að þeir bræður hafi raunverulega verið uppi á þessum tíma og farið í Austurveg. Yfirstéttin í Garðaríki snoðaði á þessum tíma hár sitt og skildi einungis eftir hárlokk sem gekk fram á ennið öðrum megin. Til er samtímalýsing eftir Leo Diaconus á því er konungur Garðaríkis, Svyatoslav, und- irritaði á Dóná friðarsamning milii Garðaríkis og Miklagarðs árið 971 eða um tveim ára- tugum síðar en Þorkell leppur var á þeim slóð- um. Svyatoslav var lýst svo af Leo Diaconus: „Hann var meðalmaður á hæð, Hann hafði loðnar augabrýr, var stuttnefjaður, Hann rak- aði skegg sitt en bar langt yfirskegg. Hann rakaði höfuð sitt að undanteknum hárlokk, öðrum megin, sem gaf til kynna konunglegan uppruna hans. Hann var hálsdigur, herði- breiður og vel vaxinn. Hann virtist grimmilegur og villimannsleg- ur.“ Hann skar sig úr meðal félaga sinn fyrir það hversu hreinn hann var til fara. Orlög Svyatoslavs urðu þau að Pechenegar, tyrknesk þjóð við neðri hluta Dnjepr, drápu hann og gerðu drykkjarskál úr höfuðkúpu hans. Aður hafði hann aukið veldi Garðaríkis og herjað á nágrannaþjóðir þess. Óneitanlega vekur athygli hversu hár- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 7. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.