Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						I-
Tónskáldið Atli Heimir ásamt Jerome Barry barítonsöngvara, Kristin Ostling
sellóleikara, prófessor Alan Mandel píanóleikara og gestgjöfunum Bryndísi
Schram og Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Ljósmynd/Anne OHeans
Pamela og Marshall Brement, fyrrverandi sendiherrahjón Banda-
ríkjanna á íslandi, og Eric McVadon, fyrrverandi aomíráll á Kefla-
víkurflugvelli, ogfrú voru meðal tónleikagesta.
TONLEIKARTILHEIÐURS
ATLA HEIMI í WASHINGTON
NÝVERIÐ voru haldnir í íslenska sendi-
ráðsbústaðnum í Washington D.C. tónleikar til
heiðurs Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi. Tón-
leikarnir voru haldnir á vegum Embassy
Concert Series en það eru samtök tónlistar-
manna í höfuðborg Bandaríkjanna sem efna til
tónleika í sendiráðum og flytja þá eingöngu
tónlist frá viðkomandi landi.
Aðspurður um tilurð tónleikanna segir Atli
að í tengslum við tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Islands í Washington í október sl, þar sem m.a.
var flutt verk hans, Icerapp 2000, hafi gamlir
kunningjar hans þar í borg haft samband við
hann og vakið máls á því að haldnir yrðu tón-
leikar með verkum hans.
Sendiherrahjónin í Washington, Jón Baldvin
Hannibalsson og Bryndís Schram, hafi tekið
hugmyndinni vel og úr hafi orðið að haldnir
voru tónleikar í röð Embassy Concert Series.
Á tónleikunum voru flutt þrjú einleiksverk
og úrval sönglaga eftir Atla Heimi. Kristin
Ostling, sellóleikari við Baltimore Symphony
Orchestra, lék einleiksverkið Úr ríki þagn-
arinnar, sem hann gerði á sínum tíma fyrir
Erling Blöndal Bengtsson. Karen Johnson,
einleikari á flautu við The Chamber Artists of
Washington og The Washington Bach
Consort, flutti einleiksverkið Music Minutes,
sem tónskáldið samdi fyrir Manuelu Wiesler.
„Þá flutti Alan Mandel stóra píanóverkið
Gloria af mikilli snilld. Hann er þekktur
konsertpíanisti og prófessor við American
University en hann hefur verið hér á landi og
við erum kunningjar," segir Atli.
Að lokum flutti barítonsöngvarinn Jerome
Barry úrval sönglaga eftir Atla Heimi, Ljóða-
korn, á íslensku en hann ku syngja á einum
sautján tungumálum.
Um 150 manns sóttu tónleikana, flestir fast-
ir áskrifendur tónleikaraðarinnar eða meðlim-
ir ýmissa félaga tónlistarunnenda í Washing-
ton DC og nágrenni. I tengslum við tónleikana
var stofnaður sérstakur sjóður, með framlög-
um tónleikagesta, til stuðnings tónlistarflutn-
ingi á vegum íslenska sendiráðsins.
Að tónleikahaldi loknu bauð sendiherrafrú-
in, Bryndís Schram, gestum upp á íslenskan
jólamat.
Tónleikarnir voru teknir upp og þeim, ásamt
viðtölum við tónskáldið og sendiherra íslands í
Bandaríkjunum, Jón Baldvin Hannibalsson,
útvarpað á vegum PSR, Public Service Radio,
sem mun hafa mesta hlustun allra ljósvaka-
miðla í Bandaríkjunum.
„Þín endurtekna sýn"; umhverfi gallerísins er varpað inn um op kviksjár.
Gagnrýnandi The New York Times: Vá!
RÝMIÐ SEM
KVIKSJÁ
New York. Morgunblaðið.
MYNDLISTARMAÐURINN Ólafur Elíasson
gerir það ekki endasleppt þessa dagana. 10.
sýningu hans á árinu er nýlokið í galleríinu
Bonakdar Jancou í New York. Sýningin
nefndist „Your now is my surroundings", eða
„Núið þitt er umhverfi mitt".
Fyrr á árinu gekkst Listamiðstöðin í
Chicago, The Art Institute of Chicago, fyrir
stórri sýningu á verkum Ólafs. Virðist sem
hann verði enn um hríð áberandi í sýning-
arhaldi hér vestra því snemma á næsta ári
verður opnuð yfirlitssýning á verkum hans í
nývígðri byggingu Samtímalistamiðstöðv-
arinnar í Boston, The Institute of Contempor-
ary Art.
Verkin tvö á sýningunni / New York voru í
senn einföld í framsetningu og margslungin
að áhrifum. Speglar gegndu þar lykilhlut-
verki og eins og flest verka Ólafs fjölluðu þau
um arkitektúr og sky njun einstaklingsins á
umhverfi sínu. Olafur umbreytir fábrotnu og
einföldu hvítu rými gallerísins svo áhorf-
endur skynja það með öðrum og sterkari
hætti en áður. Umhverfið
um kviksjá.
Þegar gengið er um
galleríið er baksvipur
verkanna það sem blasir
við. Ljósir ferhyrnings-
laga viðarstníktúrar og veggir þaktir spóna-
piötum. Við fyrstu sýn er því ekki ljóst hvað
héreráferðinni
í innri sal gallerísins eru dyr að framan-
verðri miðju salarins sem leiða áhorfendur
um þrep inn í annað ferhyrningslagað rými.
Mænir hússins hefur verið tekinn úr samsvar-
andi hluta rýmisins svo niðurinn neðan frá 21,
götu í Chelsea-hverfi ómar um þetta litla úti-
herbergi. I þessu titilverki sýningarinnar
standa speglar í sjónlínu upp eftir öllum fjór-
um veggjunum og skýjafarið og himinblám-
inn að ofan endurkastast margfalt um rýmið.
Á horfandinn liorfir bðkstaflega í augun á
sjálfum sér. Úthverfa hússins er nú inni í þvf
miðju. Það sem var inni er nú úti og umhverf-
ið verður upplifun tengd stað og stund.
Titilverk sýningar Ólafs, „Núið þitt er umhverfl mitt"
Á vegg í sama sal er lítið ferningslaga gat.
Þetta reynast vera löng göng sem liggja um
skrifstofurými gallerísins fyrir framan salinn
og út í gegnum ytri vegg hússins svo gustur
af götunni leikur um andlit áhorfandans. I
verkinu „Your repetitive View" eða Þín end-
urtekna sýn, er sömu aðferð beitt og speglar
þekkja allar hliðar ferningsins að innanverðu,
líkt og í kviksjá. Þannig veltur gul rák eftir
ferðir leigubíls að utan um allar hliðar gægju-
gatsins og umhverfið að utan smýgur inn,
verður að undarlegri nærveru inni í gall-
erfinu.
Sýningu Ólafs lauk 2. desember siðastlið-
inn. EQaut hún afar gdða ddma listrýna í borg-
inni sem verður best lýst með upphafsorðum
gagnrýnanda The New York Times: „Vá".
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur -
frá býli til borgar.
Árnastofnun, Árnagarði: Hand-
ritasýning til 15. maí.
Café Mílanó: Ingvar Þorvaldsson.
Til 31. des.
Galleri@hlemmur.is: Hekla Dögg.
Til 7. jan.
Gallerí Geysir, Hinu húsinu, Ing-
ólfstorgi: Trúum við á engla? Til 6.
jan.
Gallerí Hringlist: Fjóla Jóns.Til 24.
des.
Gallerí Reykjavfk: Samsýning níu
listakvenna. Til 24. des. Jónas Bragi
Jónasson. Sigurður Atli Atlason. Til
31. des.
Gallerí Ríkey: Ríkey Ingimund-
ardóttir. Til31.des.
Gallerí Tapas: Haukur Dór. Til 10.
jan.
Gerðarsafn: Verk eftir íslenska
myndlistarmenn af yngstu kynslóð.
Til 30. des.
Hafnarborg: Sýning 6-10 ára barna
úr Litla myndlistarskólanum í
Hafnarfirði. Jólakortasýning grunn-
skólabarna. Til 7. jan.
Hallgrímskirkja: Kristín Gunn-
laugsdóttir. Til 19. feb.
Listasafn íslands: Úr safnaeign. Til
15.jan.
Listasafn Reykjavíkur - Ásmund-
arsafn: Samsýning á trúarlegri
myndlist. Til 4. jan. Verk í eigu
safnsins.
Listasafn Reykjavíkur - Hafn-
arlnís: Undir bárujárnsboga og
samsýning um ólíka sýn íslenskra
og erlendra listamanna á landið. Til
7. jan.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvals-
staðir: A.R.E.A. 2000. Til 7. jan.
Austursalur: Jóhannes S. Kjarval.
Myndir úr Kjarvalssafni.
Listasafn Sigurjdns Olafssonar:
Hærra til þín. Norræn farandsýn-
ing. Til 4. jan.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg:
Helgi S. Friðjónsson og Sif Æg-
isdóttir. Til 24. des.
Listhúsið Laugardal: Sigurrós Stef-
ánsdóttir. Til 27. des.
MAN-sýningarsalur, Skdlavörðu-
stíg 14: Samsýning Guðbjargar
Lindar Jónsdóttur, Guðrúnar Krist-
jánsdóttur og Kristínar Jónsdóttur
frá Munkaþverá. Til 15. jan.
Mokkakaffi: Róbert Stefánsson. Til
3. jan.
Norræna húsið: Sýning á vegg-
teppum og leirmunum eftir tvær
norskar listakonur, Britu Been og
Barbro Hernes. Til 31. des.
Sjdminjasafnið á Eyrarbakka:
Ljósmyndasýning Lindu Ásdís-
ardóttur. Til 28. des.
Skaftfell, Seyðisfírði: Jón Óskar.
Tillö.jan.
Skálholtskirkja: Teikningar Katrín-
ar Briem.Til 1. feb.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
Þjóðleikhúsið: Antígóna, frums.
þrið. 26., mið. 27., fím. 28. des.
Horfðu reiður um öxl, fös. 29. des.
Borgarleikhúsið: Móglí, frums.
þrið. 26. des. Abigail helur partí,
fós. 29. des. Skáldanótt, fös. 29. des.
Loftkastalinn: Á sama tíma síðar,
frums. fim. 28., fös. 29. des.
Iðnó: Sýnd veiði, fös. 29. des.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing-
arnir, fös. 29. des.
Leikfélag Akureyrar: Gleðigjaf-
arnir, fös. 29. des. Tveir misjafnlega
vitlausir, mið. 27. des.
Kaffileikhúsið: Missa Solemnis, fös.
29. des., lau. 24. des.
Tjarnarbíó: Góðar hægðir, fös. 29.
des.
Upplýsingar um listviðburði sem
óskað er eftir að birtar verði í þess-
um dálki verða að hafa borist bréf-
lega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á
miðvikudögum merktar: Morgun-
blaðið, menning/listir, Kringlunni 1,
103 Rvík. Myndsendir: 5691222.
Netfang: menning@mbl.is.
2     ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40