Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG LISTIR
50,. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR
EFNI
Frægasta tvíeyki
kvikmyndasögunnar
Elfar Logi Hannesson skrifar
um Steina og Olla.
Lífið á heimili Jesú
Kafli úr nýrri bók um
Jesús Krist sögunnar og trúarinnar.
Myndlýsingar í handritum
Um þessa fornu listgrein skrifar
Margrét Þorvaldsdóttir.
Þjónn þeirra svarlausu   Váleg tíðindi frá Goðdal
Er Snæfríður Islandssól sköpuð með ímynd
Maríu guðsmóður í huga? Grein eftir séra
Gunnar Krisljánsson á Reynivöllum.
Bréfúrbláumkistl
Úr bréfum Sigurðar skólameistara til for-
eldra sinna og bréfum þeirra til hans. Ing-
veldur Róbertsdóttir tók saman.
Þjóovísur á Þingvöllum
Eftir Ingimar Erlend Sigurðsson.
Óðl
illa hú
usa
Fjárspour gamai
Grein og ljösmyndir eftir Gisla Sigurðsson
um gömlu lnísin á Isafirði.
Jólin í Sjálfstæðu fólki
Samantekt eftir Jdn Özur Snorrason.
Síðari hluti viðtals Hafdísar Erlu Bogadóttur
við Bergþór Jóhannsson náttúrufræðing.
Mig vantar stelpu
Smásaga eftir Thor Vilhjálmsson.
Annað Þýskaland
Endurminning frá jólum á námsárum í
Þýskalandi eftir Njörð P. Njarðvík.
BréffráÞórbergi
til rithandarfræðikonu. Þýtt úr esperanto.
Guðshús vígt í eldi
Oddný Björgvinsdóttir skrifar um end-
urgerða Vallakirkju.
Verðlaunamyndagáta
og verðlaunakrossgáta.
Málarinn Repin   Urgur, Blanda og Hnúta
Halldór Vilhjálmsson skrifar um magn-      Sigurður Antonsson segir frá gönguför um
aðaii rússneskan málara.     Austuröræfin.
FORSÍÐUMYNDIN
Vetur í Hcrfnarfirði, 1954. Hluti olíumálverks eftir Svein Bjömsson. Verkið er
varðveitt í Sveinssaf ni og prýðir dagatal sem saf nið hef ur gef ið út.
MATTHIASJOCHUMSSON
Á JÓLUM
Stafa frá stjörnu
storðar börnum
enn þá blessaðir
barnafingur;
sjáiðljós loga
umlágajötu-
Jesújólaljós
jarðarstráum!
Bjartara, bjartara
yfir barni ljúfu
hvelfast Guðs hallir
á helgri nóttu;
ogherskarar
himinbúa
flytja Guðs fbður
friðájbrðu.
Hlustarhúm,
hlustaþjóðir,
hlustar alheimur,
hlusta uppsalir;
hlustar hvert hjarta,
því að heimi brennur
ein óþrotleg
ódauðlegþrá.
Matthías Jochumsson, 1835-1920, vor fró Skógum í ÞorskafirSi og eitt af höf-
uSskóldum þjoSarinnar fyrir um einni öld. Hann var lengst af prestur á Akureyri
og þar var hann gerSur aS hei&ursborgara.
RABB
Um daginn fór ég á Krókinn,
þurfti á fund þar eina
ferðina enn.
Skammdegismyrkrið lá
þungtyfir regnvotum göt-
um og bílastæðum. Ljósa-
staurar í bænum og heima
við bæi lýstu upp myrkrið
og ljóstírur bfla lágu eins og perlufesti fram
eftir firði.
„Nú eru að koma jól," hugsaði ég og þó
voru enn nokkrar vikur í jólaföstu.
Ekkert jólaskraut, englar, litaðar perur
eða annað var sýnilegt.
Hvað var það sem minnti mig á jól? Milt
veður, dumbungur, sem sveipast um mann
eins og hlýtt teppi, friður og ró.
Þessi letilega veðurgerð beinir því til okk-
ar að vel megi slaka aðeins á og hugsa um
það sem við höfum unnið hörðum höndum
við að afla og safna. Það er kominn tími til að
lesa bækurnar sem sitja prúðar uppi í hill-
um, til að færa loks gjöfina, sem keypt var í
flýti í vor eða halla sér í hægindastól og
horfa út um gluggann, spyrja: „Hvernig vil
ég nota tímann sem framundan er, vil ég
nota hann í alla þessa fundi eða annað?" Mér
finnst jólafasta vera stund svona hugrenn-
inga, þegar við bíðum komu Jesú.
Við tölum um það að komast í jólaskap og
það þýðir að vera upp á sitt besta og sýna
bestu hliðarnar.
Mildi og gæska taka sér bólstað í okkur.
Við leggjum okkur í líma við að finna
réttu gjöfina handa hvert öðru, fjarskyldum
vinum sendum við hlýlegar kveðjur. Og
þetta er einmitt rétta jólaskapið.
Þetta er skap mannveru sem man eftir
KIRKJAN VERÐUR
AÐBENDAÁMEINIÐ
því að hún sjálf er í miklum metum, hjá
Guði, sem hefur tekið á sig ferð til þess að
minna á.
Og einnig þess vegna þolum við verr það
sem afiaga fer og rangt er á meðal okkar.
I sumar fór ég til Strassborgar. Brá mér
heim tíl borgarinnar sem fóstraði mig um
skeið á unglingsárum. Þar sóttí ég ráð-
stefnu.
Flutt voru mörg merkileg og löng erindi.
Prestur nokkur ur Suður-Frakklandi sagði í
stuttu máli frá stöðu kirkjunnar sinnar, sem
er kirkja mótmælenda í kaþólsku landi, trú-
félag í trúlausu samfélagi.
Hann sagði frá nýju frumvarpi sem lægi
fyrjr þinginu þar í landi.
I því felst m.a. að trúfélög mega fram-
vegis ekki vera sýnileg, þau mega ekki aug-
lýsa samkomur og messur, ekki hafa tákn,
s.s. kross sýnilegan á kirkjum sínum, ekki
kalla þær kirkjur, heldur samkomuhús.
Raddir þar í þjóðfélaginu telja að trúboð
nálgist heilaþvott. Þar í landi eru kirkja og
ríki aðskilin.
Kirkjan sinnir ákveðnu sviði í samfélag-
inu, hinu andlega.
Jafnframt sagði presturinn að kirkjur
væru æ meir að færast út fyrir áhrifasvið og
áhugasvið hins almenna borgara, enginn
reiknaði með rödd kirkjunnar í mál-
efnaumræðu, né heldur tæki neinn þar mið
af þeim boðskap sem prestar trúfélaga
færðu fram.
Aðeins hinir innvígðu gera trúna að afli í
daglegu lífi.
Orð hans urðu mér að umhugsunarefni.
Hér á landi viijum við endilega sjá merki
kristninnar, krossinn, kirkjurnar, koma tíl
kirkju á hátíðastundum. En hvað um kristna
trú þegar hún er þýdd á daglegt tungumál?
Við eigum þjóðkirkju, sem býður þjónustu
sína fram öllum landsmönnum, hvar sem á
landi er, er reiðubúin þegar á er kallað, það
er kirkja sem nátengd er þjóð og stjórnvöld-
um. Prestar eru opinberir embættísmenn
og sinna skyldum fyrir hið opinbera, oft á
tíðum eru þau ábyrgðarstörf samofin
kristniboðsstarfi prestsins, s.s. við útfarir og
hjónavígslur, skírnir, þar sem prestar upp-
lýsa hið opinbera um breytta stöðu fólks.
Prédikunin er aðalstarf prestsins. Hún
fjallar alltaf um það hvernig Guð ætlar lífi
okkar að vera, um það hvernig orð hans og
ætlan færir samfélag fólks nær réttlætí,
friðiogvellíðan.
Heyrst hefur að mönnum þyki prestar
fara offari ef þeir færa í tal kjör öryrkja,
kjaramun, græðgi, tómhyggju, sinnuleysi
stjórnvalda um þau, sem minna mega sín.
Heyrst hefur að starfssvið presta verði
lagað til svo þeir komi æ minna að stjórn-
sýslunni. Er þetta ekki ósk um að kirkjan
haldi sig innan ákveðinna marka, prestar
hennar og prédikarar hugi að sínum málum,
boðun trúarinnar, messum, hjálp við hina
smáu, séu ekki að úttala sig um mál, sem
aðrir, t.d. þar tíl gerðar stofnanir og ráða-
menn, telja vera á sínu sviði? Hlutverk
kirkju er fyrst og fremst að boða trú, kenna
hver gefur lífinu gildi, og að gera orð hans
að leiðarljósi í hverju og einu atriði lífsins.
Þess vegna getur kirkjan ekki tekið því að
henni sé úthlutað ákveðnu verkefni. Það er
ekkert tíl sem heitir að boða bara trú. Trú
snýst einmitt um það að snerta við lifandi
fólki. Mánaðarlaun aldraðra eru nokkrir
tugir þúsunda, þær fjölskyldur eru fleiri en
ein og fleiri en tvær, sem búa við stöðugar
áhyggjur af því að afi eða amma fá ekki rúm
á ellíheimili, enga aðstoð er að fá, opinberum
embættum er ráðstafað eftír ókemiilegum
leiðum, börn líða fyrir einelti og verða aldrei
fullvaxnar verur innra með sér, fullorðnir
líða fyrir einelti á vinnustöðum og eru nið-
urlægðir, og vonleysi er svo yftrþyrmandi að
fólk tapar áttum og bindur enda á líf sitt.
Þetta er ísland nútímans. Við getum ekki
annað en talað um ástandið.
Kirkjan getur ekki annað en bent á mein-
ið af því að það er greinilega allt annað er
Guð hefur ætlað.
Við öll, sem búum í þessu landi, höfum
ekki efni á því að bæla rödd Guðs niður en
aftur á móti höfum við svo mikið að vinna.
Á morgun eru jól. Hann er kominn, Sem
færir allt á þann veg sem vera á, fyrir þig,
með þér.
DALLA ÞÓRÐARDÓTTIR
sóknarprestur á Miklabæ
h
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. DESEMBER 2000     3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40