Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2000, Blaðsíða 4
ÞJONN ÞEIRRA SVARIAUSU EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON Hver er Snæfríður? Er hún fulltrúi norræns heiðindóms og íslenskrar ólfatrúar? Hvorttveggja ó sér nokkrar forsendur í textanum, í (: >eim dæmum sem hér eru tekin. Annars vegar er • hún í huga Arnasar „ódauðleg í fornsögunum" en \ íins vegar tekur gráklædda sýknaða konan á Þingvöllum hana fyrir álfkonu. Samkvæmt orðum Jóns Hreggviðssonar er hún „klædd eins og álfkonan hefur alltaf verið klædd á íslandi7/. SKÁLHOLT er eitt meginsögu- svið íslandsklukkunnar. Þar glímir SnæMður við flóknar tilfinningar sínar, þar tekst hún á við ást sína til Magn- úsar Sigurðssonar og Arnasar Arnæusar og þar verst hún vonbiðli sínum Sigurði dóm- kirkjupresti fimlega. En þar gerist margt fleira, meðal annars fara þar fram umræður um kirkjumál, þar ræða menn trú og lífs- skoðun. í Skálholti hitna tilfinningar þegar vikið er að kirkjumálum, það á ekki síst við um þá sem höfðu litlar mætur á Marteini Lúther en þeim mun meiri á páfanum í Róm. Það á við um höfuðpersónu sögunnar Arnas Arnæus sem að því leytinu til minnir ekki lítið á höfundinn sjálfan, Halldór Laxness. „Stundum getur manni fundist Marteinn Lúter hafa verið skrýtilegur afdalakail... “ segir hinn hógværi heimsmaður Arnas Ar- næus þar á sjálfu biskupssetrinu. Hjarta hans slær ekki fyrir Martein Lúther svo mikið er víst. Miklu frekar fyrir páfann eins og síðar kemur einnig í ljós, meðal annars í samtali hans og Hamborgarmanna í hinni miklu borg Kaupmannahöfn. Þar lætur Arn- as þá skoðun í ljós að Danakonungar hafi látið útþurrka íslensku kirkjuna sem verald- legt vald og afmá hana sem siðferðisvald en í staðinn innleitt svonefnda Lutheri villu. Það má orða það eins og Peter Hallberg sem segir að Arnas hallist einnig á sveif með páfaveldinu gegn hinu lútherska konung- dæmi af séríslenskum ástæðum og komi því fram sem málsvari kaþólskunnar gegn lúth- erskunni. Ekki er fráleitt að gera því skóna að svip- uðu máli gegni um Snæfríði, sbr. samtöl hennar við dómkirkjuprestinn og afgerandi virðingarleysi hennar fyrir trú hans bæði í Skálholti og í Bræðratungu. Hún átti þess hins vegar ekki kost að fara til Rómar eins og hinn mikli heimsmaður sem lagði leið sína suður og var svo heppinn að lenda þar á júbílári. I Skálholti fær hann tækifæri til að lýsa þeirri ferð og öllu því uppistandi sem einkenndi borgina eilífu á þessu fagnaðarári. Einhverju sinni er hann á göngu um borgina og lendir þá inni í miðjum hópi pflagríma sem eru komnir hvaðanæva að eins og sjá má af búnaði þeirra og gripum sem þeir hafa með sér, m.a. bera þeir vernd- ardýrling síns greifadæmis. Hver um sig ber einnig eftirmynd af þeirri maríumynd sem er í höfuðkirkjunni heima fyrir og eru mynd- irnar hver annarri ólíkar; það á við, segir Arnas Arnæus, hvort sem er um „lögunina á Jesúbútnum eða litinn á hempu hennai*1. Liturinn á hempu hennar fer ekki fram hjá víðreistum manni sem hefur rýnt í hand- rit og bækur seint og snemma, svo þekktur er hinn blái litur Maríu. Sérkenni Mar- íumyndanna og madonnumyndanna hefur verið margvíslegt og áhugavert hinum glögga fræðimanni og kannski ekki aðeins fræðimanni heldur einnig trúmanni. Skyldi Arnas ekki hafa spáð í litinn á hempu Snæfríðar, meginkvenpersónu ís- landsklukkunnar? Fyrsta lýsing á Snæfríði er í 3. kafla ís- landsklukkunnar þegar hún gengur inn í hreysið að Rein á eftir biskupsfrúnni systur sinni og biskupi: „í spor hennar gekk önnur kona mjög úng. Hún var að því leyti ljóðræn ímynd hinnar fyrrí sem hún hafði færra reynt þeirra hluta sem gera konu, berhöfðuð og lýsti af slegnu hárinu. Sveigjan í grönn- um iíkamanum var barnslega mjúk, augun jafn óveraldleg og himinbláminn. Hún hafði enn aðeins þegið fegurð hlutanna en ekki gagn, og því var bros hennar óskylt mensku lífí sem hún trað inní þetta hús. Hempan hennar var índígóblá með silfurspaung um hálsmálið og tekin saman ofarlega í mittið, og hún hélt henni uppum sig nettfíngruð, í rauðum brugðnum sokkum utanyfír skón- um.“ Löngu síðar rifjar Arnas upp ferðina til bóndans á Rein forðum með þessum orðum og hann hefur ekki gleymt litnum á kápunni: „Pú varst / blárri kápu og reiðst á undan, og vindurinn blés í lokkum þínum, og ég sá að hér fór enn sú kona sem hetjur guldu líf sitt, ódauðleg í fomsögunum." Og hvernig var hún búin í Kaupmanna- höfn þegar hún ræðir við Gullinló og er mik- ið niðri fyrir: „Gerið svovel, hirðið silfur minna formæðra - og hér losaði hún úr háls- máli sínu silfurmenið, og það féll frá henni hempan svarta, og hún var bláklædd með gullband um sig miðja ..." Það leynir sér ekld samkvæmt þessum til- vitnunum að hér fer bláklædd kona. Og þannig rekur hver lýsingin aðra bókina á enda, Snæfríður er ævinlega bláklædd, stundum í svartri kápu utan yfir. Hempan hennar er stundum gömul og þreytuleg og undirstrikar hugarástand eigandans. Þannig gengur hún heim túnið í Bræðratungu eftir að Magnús bóndi hennar hefur selt hana „klædd gamalli blárri hempu". Á Þingvöllum hittir Snæfríður þrjár konur sem hún þekkir ekki, þær hafa allar verið sýknaðar af brotum sínum, hér er Snæfríður ekki lengur tignarkonan sem er nánast yfir það hafin að ganga inn í hið skelfilega hús að Rein heldur leitar hún samfélags meðal hinna umkomulausu. „Konan rétti úr sér og horfði á hana, virti fyrir sér hempu hennar, sortulitaða, efnismikla úr góðu vaðmáli, gekk alveg að henni og lyfti hempuskautunum og sá hún var innanundir í blárri samfellu úr útlendum dúki, og silfurbelti með laungum sprota; og hafði á fótum enska bóta sem voru reyndar orðnir forungir (sic) en mundu samt standa sín tvö þrjú hundruðin í jörð. Síðan virti hún fyrir sér andlit hennar og augu. Þú munt vera álfkona, sagði sú gráa. Ég er þreytt, sagði hin ókunna." Síðast en ekki síst er það enginn annar en Jón Hreggviðsson sem lýsir Snæfríði og fer þá á kostum, ekki aðeins fyrir þær sakir að hann lýsir henni í skáldlegu máli heldur slær Jón Hreggviðsson hér þann streng sem sker sig úr í þessari miklu hljómkviðu. Snæfríður er í hans máli klædd ejns og álfkonan hefur alltaf verið klædd á íslandi en hún hefur verk að vinna sem óvíst er að einkenni álf- konur. Hún er vissulega rík í óeiginlegum skilningi en hún er samt tilbúin til samlíð- unar með svörtum morðhundi. „En ríkust er hún samt þann dag sem alt hefur verið dæmt af henni og morðínginn Jón Hreggviðsson kastar til hennar spesíu þar sem hún situr við götuna. Hvurnin búin? Með gullband um sig miðja þar rauður log- inn brann, kona góð. Hún er klædd eins og álfkonan hefur altaf verið klædd á íslandi. Hún kemur bláklædd í gulli og silfri þángað sem einn svartur morðhundur liggur barin. Og þó var hún best klædd þegar búið var að færa hana í grodda og stórgubb af hús- gángsstelpum og hórkonum, og horfði á Jón Hreggviðsson þeim augum, sem munu ríkja yfir Islandi þann dag sem afgángurinn af veröldinni er fallinn á sínum illverkum.“ Hver er Snæfríður? Er hún fulltrúi nor- ræns heiðindóms og íslenskrar álfatrúar? Hvort tveggja á sér nokkrar forsendur í textanum, í þeim dæmum sem tekin hafa verið. Annars vegar er hún í huga Arnasar „ódauðleg í fornsögunum“ en hins vegar tek- ur gráklædda sýknaða konan á Þingvöllum hana fyrir álfkonu. Samkvæmt orðum Jóns Hreggviðssonar er hún „klædd eins og álf- konan hefur altaf verið klædd á íslandf'. Eiríkur Jónsson hefur ákveðna skoðun á þessu efni í bókinni Rætur íslandsklukk- unnar. Hann segir Snæfríði vera „klassískfaj kvenmynd af heiðinni rót: hvorttveggja í senn af heimi ævintýrs og hetjusögu“. Svip- að er að segja um túlkun Peters Hallberg sem segir Jón, Snæfríði og Arnas, höfuðper- sónur verksins „ekki aðeins furðu ósnortin af kristinni trú á sautjándu öld, þessa rétt- trúnaðar tímabils" heldur séu þau „einnig laus við sérstakt kristið siðgæði.“ Og hann undirstrikar viðhorf sitt með því að halda því fram að lífsskoðun Jóns Hreggviðssonar, Snæfríðar og Árna sé „frekar í ætt við forn- norræna öriagatrú en kristindóminn.“ í orð- um hans felst einfaldlega að fornnorræn ör- lagatrú sé andstæð kristindómi. Röksemdafærsla Hallbergs er afar rýr um lífsskoðun þriggja höfuðpersóna verksins. Enda er niðurstaða hans að lokinni umfjöll- un þessi: „Máski ber þó frekar að taka slíkt tal sem skáldamál en vitnisburð um raun- verulega goða- og örlagatrú hjá Arnasi.“ Áherslan á örlög í bókinni þarf engan veginn að merkja trú á neitt yfirnáttúrulegt heldur skynsamlega afstöðu til sögunnar: var auð- velt að breyta Magnúsi, var það auðvelt mál að breyta einu og öðru í gangi sögunnar yf- irleitt? Þarf nokkra örlagatrú til að horfast í augu við óhjákvæmilega framvindu mála? Var Jesús örlagatrúar þegar hann gekk inn í grasgarðinn? Hvað er átt við með hinni ódauðlegu konu úr fornsögunum og hvað er átt við með því að Snæfríður sé ímynd íslenskrar álfkonu? Er þetta allt og sumt sem um Snæfríði er að segja? Fyrst liggur þá fyrir að spyrja um forn- sögurnar. Fornsögurnar eða Islendingasög- umar ná yfir talsvert umfangsmiklar bók- menntir og kvenímynd þeirra bókmennta er þar að auki talsvert viðamikið efni og vafa- samt að líta á hugmyndafræði þeirra sem sérstaka heimild um heiðindóm. Því væri kannski fyrst áhugavert að spyrja hvað forn- sögumar hafi verið í vitund skáldsins? Vom það heiðnar bókmenntir þar sem fram kem- ur einhver sértæk heiðin lífsskoðun og ein- hver sértæk heiðin mynd konunnar? Þar koma margar konur við sögu, meðal annars Auður djúpúðga sem er ein þeirra kvenna sem upp úr standa en var fulltrúi kristinna lífsviðhorfa, hvað um Bergþóru eiginkonu Njáls sem var einn helsti frumkvöðull kristnitökunnar? Skoða mætti umfjöllun fornsagna okkar um margar konur í þessu samhengi en til þess vinnst ekki tími að þessu sinni. Spyrja mætti hins vegar hvort fornbókmenntir okkar hafi ekki að skilningi skáldsins öðru fremur verið afrakstur róm- versk-kaþólskrar háspeki á miðöldum og vitnisburður um það skapandi bókmennta- starf sem fram fór í klaustninum. Og hvað er svo álfkona? í íslenskum þjóð- háttum Jónasar frá Hrafnagili er að finna nokkrar upplýsingar um huldufólk og álf- konur og þar er liturinn á hempu þeirra ekki nefndur. I Þjóðsögum Jóns Árnasonar er hins vegar minnst á bláklæddar huldukonur eða álfkonur í einstaka sögu. Það er áhuga- verð trúfræðileg spurning hversu kristin þjóðtrúin var að þessu leyti, nú eru álfar og huldufólk svo sem afkomendur Adams og stundum þeirra beggja Adams og Evu. Ýms- ar spumingar vakna hins vegar þegar spurt er um siðfræði álfanna, og þá í því samhengi hvort siðfræði og breytni Snæfríðar er í ein- hverju samræmi við siðfræði huldufólksins, ég tel að svo sé ekki. Ástæðulaust er samt að telja að hugmyndin um íslenska álfkonu hafi ekki hvarflað að skáldinu þegar bókin var skrifuð. Ólafur reið með björgum fram kemur upp í hugann, Sankti María sé með oss, segir reyndar í því kvæði. Liturinn á hempu Snæfríðar hefur greini- lega hlutverki að gegna í sögunni. Og leiðir hugann einmitt að Sankti Maríu, frá hemp- unni að konunni í hempunni. Hvernig er sú kona? Þá kemur í ljós að hún verður trauðla skilin frá Arnasi þegar svara er leitað við spurningunni. Víkjum stuttlega að Arnasi. Hinn mikli baráttumaður fyrir réttlætinu, Don Kíkóti hinna æðstu gilda í veröld mannsins, Arnas Arnæus, er mörgum ráð- gáta. Hvað er þessi maður að skipta sér af hinu veraldlega réttlæti? Það er því engin furða að biskupsfrúin spyrji systur sína al- vöruþrungin þegar þær sitja að tali í Skál- holti: „Veist þú hver maður Arnas Amæus er, systir?“ Og hún hnykkir á með þessum orðum: „Hann segist vera svaramaður skálka og yfírvaldsins ákærari... “ „Sá maður sem kemur að brjóta niður þann skikk og skipan sem hefur híngaðtil forðað voru arma fólki frá því að gerast útileguþjófar og brennumenn í einum hóp, og innsiglar mjöl og tóbak aImúgans og vefeingir reislur og pundara okkar góðu kaupmanna, sem leggja svo mikið á sig að sigla yfír það vilta haf, - hvað á að kalla slíkan mann?‘ Hvað á að kalla slíkan mann? Hvaða lífs- skoðun ýtir honum út á svo háskalega braut að berjast fyrir rétti hins smáa? Það er ekki fyrr en undir lok verksins í samtali Snæfríðar og Arnasar í Kaupmanna- höfn að við sjáum glytta í svarið, þau orð gætu verið kjarni málsins í þessari umfjöll- un: „... Seinast þegar ég sá þig var ég betlari á Þíngvöllum við Öxará. Eg var þjónn þeirra svarlausu, sagði hann. Ég sá hvar þú sast utan við götuna - - í tötrum þeirra sem þú hafðir uppreist, bætti hún við. Hann sagði dimt, án þess að líta upp, og altaðþví annarshugar einsog hann hefði upp fyrir sér gamalt viðlag: Hvar eru þeir lágu sem ég vildi hækka? Þeir eru lægri en nokkrusinni. Og þeir svar- lausu sem ég vildi forsvara? Jafnvel þeirra andvörp heyrast ekki meir.“ Viðlagið, sem svo er nefnt í þessum orð- um, og er eins konar svanatvísöngur þeirra Arnasar og Snæfríðar, er eitt þekktasta við- lag hinnar helgu bókar, Magnificat, Lof- söngur barnshafandi stúlku og jafnframt eitt beinskeyttasta byltingarljóð Biblíunnar ef ekki allra bókmennta: -46- Og María sagði: Önd mín miklar Drottin, -47- og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. -48- Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar, héðan af munu all- ar kynslóðir mig sæla segja. -49- Því að mikla hluti hefur hinn voldugi við mig gjört, og heilagt er nafn hans. -50- Miskunn hans við þá, er óttast hann, varir frá kyni til kyns. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.