Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						
x    i ¦¦• \

I
-...>-''
^^ípP
¦
W\'

Börnin í Sumarhúsum eru ekk! upprifin en borða þegjandi, sljó á svip, með ólund. Bjartur er íllur í skapi að sjá ekki gleðisvip á börnum sínum á jólunum.
JA-ÞETTAERUNÚ
Myndlýsing/Árni Elfar
//
MEIRI HEUARJOLIN"
JÓLIN í Sumarhúsum eiga sér að-
draganda í mesta fjárfelli sem Guð-
bjartur Jónsson verður fyrir í bú-
skap sínum. Frásögnin gefur til
kynna að hann sé af völdum yfirnátt-
úrulegra afla enda finnast kindur
bóndans dauðar í fjárhúsinu með
snöru um hálsinn, troðið á milli rimla
og með ryðgaura rekna í augu. í kjölfar þessara
hræðilegu atburða fyllast Sumarhús af hnýsnu
aðkomufólki og þessi litli bær verður að um-
ræðuefni langt út fyrir landamerki sín. Ung-
lingsstúlkan Asta SóllUja hefur ekki við að hella
upp á kaffi, draugasögur af Kólumkilla og
Gunnvöru fá byr undir báða vængi og miklar
umræður skapast á meðal fólksins þar sem leit-
að er trúfræðilegra eða heimspekilegra orsaka
fyrir fjárdrápunum. Presturinn er kvaddur á
vettvang og elsti sonur Bjarts, Helgi, virðist
standa í grunsamlegu sambandi við draug sem
skipar fólkinu til ýmissa verka, meðal annars að
ganga réttsælis eða rangsælis í kringum fjár-
húsin.
Bjartur í Sumarhúsum tekur allar yfirnátt-
úrulegar skýringar á dauða fjárins með miklum
vara enda er hann sjálfstæður maður sem trúir
ekki á drauga og forynjur. Hann byrjar á því að
kalla þessar^íusókriir „rottugáng" og fær sér
fresskött til að'ráða rriðurlögum þeirra. En allt
kemur fyrirekki og.drápin halda áfram. Hanti á
ímegnustu vandræðum méð að skýra þessa at-
burði, hefur hægt um sig fyrst í stað og bíður
átekta. En skyndilega og án alls fyrirvara brýst
Bjartur inn á vettvang atburðanna, allt annað
en blíðlega og það er eins og hann hafi fundið
skýringuna:
„Nú fer ég að hátta, sagði hann, og mitt fólk.
Við höfum ekki þolinmæði til að hlusta á meira
sálarnudd þessi jólin. Og ef þið þurfið að öskra
sálma framvegis, þá ætla ég að biðja ykkur að
ríða annarsstaðar gaurum og garðstaurum. Nú
hef ég látið gera boð fyrir réttvísina. Og það er
hún sem skal finna þann seka og tyfta hann. En
þegar þið eruð farin héðan í nótt, þá ætla ég að
EFTIRJÓNÖZURSNORRASON
Stutt umfjöllun um jólanóttog aðdraganda hennar
í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Kiljan Laxness.
biðja ykkur að líta svo á sem þið hafið ekki kom-
ið. Og niður með ketilinn af maskínunni Sóla
mín, ég þekki ekki þetta fólk, enda er það ekki
að finna mig."
Með þessum orðum vísar Bjartur í Sumar-
húsum sveitungum sínum og öðru aðkomufóM
á dyr og kveður upp sinn dóm. Gamlir og nýir
vinir heimilisins hverfa á brott, undrandi og
tuldrandi í senn, gleyma að kveðja bóndann og
tvístrast í allar áttir á bæjarskaflinum. Bjartur
er trúr sinni efnislegu og jarðbundnu hug-
myndafræði og sker niður allar yfirnáttúruleg-
ar skýringar á fjárdrápunum en vísar til þess að
„sá sem heyar fyrir fé hefur réttvísina sín meg-
in". Nú hefst löng og þrúgandi bið eftir sýslu-
manninum og það er á þeim stað í sögunni, á
sjálfan sólhvarfadaginn, að Helgi, elsti sonur
bóndans, lokar á eftir sér bænum og hverfur
einn og móðurlaus í hríðarkófið fyrir utan. Þar
með lýkur draugaganginum í Sumarhúsum.
Jólanóttin
Af völdum þessara undarlegu atburða var til
meira kjöt í Sumarhúsum en öll undangengin
jól. Heimilisfólkið, Hallbera gamla, Ásta Sól-
lilja, Gvendur og Nonni, var með roða í kinnum,
þungt í höfðinu og sljótt af magaveiki. Meira að
segja tíkinni var ómótt af áti. Enginn vildi þó
kaupa þetta kjöt enda talið af sjálfdauðu og kall-
að „farikjöt". Hallbera gamla leggur frá sér
prjónana og segir Astu Sólluju að þvo sér. Sjálf
þvær hún sér ekki lengur enda hætt að halda
saman keytu til slíkra hluta, hún er líka orðin
gömul og slitin að eigin sögn. Hún leysir af sér
gamla og slitna sjaldulu og bindur svartan silki-
klút yfir höfuð sér. Að því búnu tekur hún fram
eyrnarskefilinn og byrjar að skafa úr eyrunum.
„Þá eru jólin fullkomlega geingin í garð, þá er
alheilagt" eins og segir í sögunni.
Bjartur lætiu- sjóða heilan ærhupp og virðir
hann fyrir sér með aðdáun í svip og getur ekki
orða bundist: „Ja, þetta eru nú meiri heyarjól-
in." Börnin í Sumarhúsum eru ekki upprifin en
borða þegjandi, sljó á svip, með ólund og geta
ekki hætt að hugsa um hvarf Helga. Á hinn bóg-
inn lætur Bjartur sér ekki bregða, enda hefur
hann ekki fullar sönnur fyrir því að hann hafi
misst nokkuð. Hann er illur í skapi að sjá ekki
gleðisvip á börnum sínum á jólunum en svo líður
að háttatíma og magaveikin blandast bæði kom-
andi svefni og vöku.
Eftir að Hallbera og drengirnir tveir eru
gengnir til náða heldur Ásta Sólliya áfram að
greiða sér við veikt ljósið og Bjartur virðir hana
fyrir sér. Hún varast að gefa honum auga, finnst
hún vera vond stúlka en veit ekki af hverju. Hún
hugsar til móður sinnar sem dó hundrað sinnum
einni en hún hefur nokkru s^|verið og um
samskiptin við föður sinn í kaapítaðarferðinni
þegar hún þrýsti sér upp að honum og hann
snerti „líf hennar". Hún fyllist ótta um eitthvað
sem hún gerir sér litla grein fyrir hvað er, hvarf
bróður síns og hörku föður síns og hún grét alla
nóttina áður, þegar enginn heyrði til.
Bjartur segir henni þau tíðindi að hann ætli í
burtu að vinna fyrir peningum og komi ekki aft-
ur fyrr en um páska. Hann segist hafa misst
mikið fé en sé ákveðinnl því að standa á eigin
fótum, ætlar að fá vinnu hjá Bruna kaupmanni í
Firðinum og kaupa fleiri kindur næsta haust.
Hann snertir á henni öxlina með stórgerðri
hendi sinni og segist ætla að byggja henni hús
þó síðar verði. Hún lítur á hann stórum spyrj-
andi augum og fer að gráta. Það er örvæntingin
sem nær tökum á henni þessa jólanótt og talar í
brjósti hennar, segir að það geri ekkert til þó
hún verði veik og deyi rétt eins og mamma
hennar ein um hávetur. Hún kennir sér um lát
fóstru sinnar, Guðfinnu, og er þess fullviss að
það sé gott að vera dáinn, hallar sér upp að föð-
ur sínum og skekur höfuð sitt upp við barm
hans í örvæntingu.
Bjarti vefst tunga um tönn því hann skilur
ekki grát. Honum leiðist reyndar grátur og
hafði stundum tekið hart á slíku háttalagi en
honum finnst hann ekki geta skammað Astu,
þetta blóm lífs hans. „Vætan fylgir æskunni"
hugsar hann, auk þess sem það er jólanótt.
Hann spyr hana hvort hún sé nokkuð búin að
gleyma því að hann hafði lofað að byggja henni
hús. En hún kærir sig þá ekkert um að eiga
heima í húsi, bara að hann vilji vera hjá henni.
Hún er hrædd við myrkrið og vill gefa allt fyrir
það að Bjartur fari ekki í burtu. Hann ábyrgist
að ekkert komi fyrir og fullyrðir að aðeins sá
sem trúi á draug, muni finna draug.
„Fleira var ekki til umræðu" þessa jólanótt,
segir í sögunni. Bjartur er á undan að leggjast
fyrir og breiða ofan á sig en Ásta gengur að
eldamaskínunni þykk í kokinu.af gráti. Það er
hlý>t í baðstofunni, vatnið hitnað í potíihum,
förmin á glugganum blá en engar frostrðsir.
Húh sýgur Upp í nefið og tárin á hvörmunum
þorna smátt og smátt. Sálarstríði hennar er lok-
iðíbili:
„Hún fór úr sokkunum, síðan klukkunni,
lagði spjör fyrir spjör hugsunarlaust á bekkinn
fyrir framan sig, án þess að líta til hægri né
vinstri, alt sem hún gerir héðanífrá er rétt. Hún
stendur yfir vatnsgufunni laung einsog jurt, hin
háu kúptu brjóst hennar ber mjúkt við daufa
skímu kolunnar á jólanótt, við flögrandi skugga
gufunnar, varir hennar þrútnar af gráti, brárn-
ar þúngar af seltu."
Höfundurinn er kennari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000     1 3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40