Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Steini og Olli, frægasta tvíeyki kvikmyndanna.
FRÆGASTATVIEYKI
KVIKMYN DASÖGU N N AR
STEINI hét fullu nafni Arthur
Stanley Jefferson og fæddist í
Englandi 16. júra' árið 1890 í
Ulverston, Lancashire. Faðir
hans var virtur í ensku leikhús-
lífi, starfaði sem leikari og
samdi leikþætti fyrir aðra leik-
húslistamenn. Á seinni hluta
nítjándu aldar starfaði hann sem leikhússtjóri.
Sonurinn sýndi leikhúsinu snemma áhuga og
ákvað að leggja út á sömu braut og faðir hans
og beindist áhugi hans einna helst að gaman-
leik. Á sextánda ári þreytti hann frumraun sína
á leiksviðinu í Picard Museum leikhúsinu.
Skömmu síðar var hann ráðinn í leikhóp Fred
Karnos, sem var þá einn af vinsælustu leik-
hópum Englands. Arið 1910 lék Steini aðal-
hlutverkið í nýjum leikþætti eftir Karno,
Jimmy the Fearless eða The Boy'Ero. Hlut-
verkið var þó í skamman tíma túlkað af honum
því öðrum efnilegum leikara í leikhópnum,
Charles nokkrum Chaplin, var boðið að taka við
hlutverkinu. Það freistaði Chaplins þó ekki fyrr
en hann sá hve vel Steini fór með hlutverkið.
Um haustið sama ár hélt Karno flokkurinn í
leikför til Bandaríkjanna. Steini fór með og var
varaleikari Chaplins í Ieikþætti sem hét A
Night in a.n English Music Hall. Þremur árum
síðar, árið 1913, var haldið í aðra leikferð og þá
lék Steini hlutverkið í fyrmefndum þætti eftir
að Chaplin hafði gert samning við Keystone
kvikmyndaverið. Að sýningum loknum ákvað
Steini að reyna fyrir sér upp á eigin spýtur en
Karno hópurinn hélt aftur til Englands.
EFTIR ELFAR LOGA HANNESSON
Þeir hafa verið nefndir ýmsum nöfnum: Chich e
Croch, Laurel and Hardy, Feiti og Mjói, Gög og
Gokke, eða Steini & Olli eins og þeir hafg verið
nefndir hér á landi. Þeir eru frægasta tvíeyki kvik-
myndasögunnar og áhrif þeirra á gamanleik eru
óumdeilanleg. Þeir félagar hafg orðið öðrum fyr-
irmyndir, sem síðar komu, svo sem Abbott og Costello
og (Jerry) Lewis og (Dean) Martin.
Árið 1917 lék Steini í fyrstu kvikmynd sinni,
Nuts in May, og skömmu síðar lék hann í ann-
arri mynd, Lucky dog. Meðal leikara í síð-
arnefndu myndinni var Oliver Hardy, hvor-
ugan grunaði þá að þeir ættu eftir að eyða
farsælum ferli í sameiningu og skapa mörg
ógleymanleg meistaraverk hvíta tjaldsins.
Heil níu ár liðu þar til að því kom. I millitíðinni
lék Steini í mörgum myndum og í upphafi
þriðja áratugarins tók hann upp samstarf við
G. M. Anderson, sem er betur þekktur undir
nafninu Bronco Billy. Þeir mótuðu sér sérstak-
an stíl, gerðu grín að öðrum kvikmyndum t.d.
Blood and Sand með hjartaknúsaranum Rud-
olf Valentino, sem þeir nefndu Mud and sand.
Þetta form gamanmynda hefur haldist allar
götur síðan og nægir að nefna myndirnar
Airplane og Plump Fiction. Árið 1923 lauk
samstarfi þeirra og þá fór Steini til Roach
félagsins sem var stjórnað af Hal Roach.
Næstu þrjú árin lék Steini í mörgum mis-
jöfnum kvikmyndum, sem var þó ekki alfarið
hans sök þar sem hann þurfti, líkt og aðrir leik-
arar, að leika í ákveðnum fjölda mynda á ári.
Þó Steini hefði leikið í nokkur ár á hvíta tjald-
inu hafði hann ekki náð verulegum vinsældum
meðal áhorfenda. Það átti hins vegar eftir að
breytast þegar hann tók upp samstarf við ann-
an leikara hjá Roach félaginu, Oliver Hardy.
Norvelle Hardy
0111 hét fullu nafni Oliver Norvelle Hardy,
fæddur í Harlem í Georgíu 18. janúar 1892.
Ólíkt Steina störfuðu foreldrar Olla ekkert í
leikhúsinu en höfðu hins vegar mikið yndi af
söng. Það varð til þess að sonurinn var sendur
í söngtíma og strax á áttunda ári var hann orð-
inn atvinnusöngvari og söng m.a. með kirkju-
kórum. Hann sagði þó fljótlega skilið við at-
vinnumennskuna en hélt áfram að sækja
söngtíma í þeirri von að námið ætti eftir að
nýtast sér vel í framtíðinni. Það átti líka eftir
að koma á daginn því þegar talmyndirnar hófu
göngu sína féllu margir leikarar þöglu mynd-
anna í gleymsku sökum raddarinnar. Rödd
Olla var hins vegar sterk og hljómfögur og olli
áhorfendum engum vonbrigðum.
Á unglingsárunum hóf Olli laganám sem
stóð þó stutt og árið 1910, þegar hann var 18
ára, opnaði hann kvikmyndahús í bænum sín-
um og var það jafnframt það eina sinnar teg-
undar þar. Kvikmyndaáhuginn var vakinn og
Olli ákvað að reyna fyrir sér sem leikari. Árið
1913 komst hann á samning hjá Lubin kvik-
myndafélaginu. Hann lék þó ekki í kvikmynd
fyrr en tveimur árum seinna, allt er á huldu
1 6     LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000
¥
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40