Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Ljósmynd/Oddný Sv. Björgvins
Eftir endurbygginguna. Hér sjást hin fögru kórskil, sérkenni Vallakirkju, einnig prédlkunarstóll og altari.
reisti Vallakirkju árið 1861 - sem mikið er
sunginn á páskum, sigurhátíð kristninnar:
Sigurhátíð sæl og blíð
ljómar nú og gleði gefur,
Guðs son dauðann sigrað hefur,
nú er blessuð náðartíð.
Brunabætur fyrir Vallakirkju voru 7,5
miUjónir, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
rúmar 15 milrjónir. Dæmið sýndist nokkuð
erfitt, en trúin flytur fjöll segir í heilagri
ritningu og það sannaðist hjá fámennri
Vallasókn.
„Geysilega margir lögðu hönd á plóg, með
sjálfboðavinnu og fjárframlögum, en fæstir
vilja láta nafns síns getið," segir Elínborg.
„Fullorðin kona kom með 100 þúsund krónur
og bað mig að kaupa veggljós fyrir þær. Sú
upphæð dugði fyrir bæði Ijósakrónu og vegg-
Ijósum. Jakob Tryggvason, organisti Valla-
kirkju 1925-'28 og síðar lengi Akureyrar-
kirkju, hafði beðið um að sín yrði minnst við
andlát sitt með gjöfum til Vallakirkju. Jakob
var frá Ytra-Hvarfi og alla tíð mikill Svarf-
dælingur.
Einnig má nefna að gott framlag kom úr
Jöfnunarsjóði og að Sparisjóðurinn var vel-
viljaður. Endanleg kostnaðartala liggur ekki
fyrir, en rjóst að endurbyggingin fer fram úr
áætlun. Auðvitað eru eftirstandandi skuldir,
en ekki óyfirstíganlegar, Vallakirkja á svo
marga velunnara."
Að eldur skyldi koma upp í nýendur-
byggðri Vallakirkju sem átti að fara að end-
urvígja verður skráð á spjöld sögunnar.
Margir hljóta að spyrja um upptök eldsins. -
Er vitað með vissu hvað varð til þess að
kviknaði í?
„Um kvöldið var gólfið olíuborið að útidyr-
um og forkirkjunni lokað. Maður frá Raf-
magnsveitunni sagði mér að neisti frá raf-
magnsrofa í forkirkjunni hefði trúlega kveikt
í. Þetta væri afar sjaldgæft, en gæti átt sér
stað þegar loftefni væru eins eldfim og
þarna var. Þetta er viðurkennd ástæða fyrir
brunanum," sagði Elínborg.
Oft er sagt að allt hafi brunnið sem brunn-
ið gat. - Gerðist það í Vallakirkju?
„Alls ekki. Skrúðinn var ekki í kirkjunni.
Orgelið var nýkomið úr viðgerð hjá Björg-
vini Tómassyni orgelsmiði í Reykjavík. Það
var í geymslu á Dalbæ og átti ekki að fara í
kirkjuna fyrr en hún væri tilbúin. Og
kannski er það táknrænt að biblían okkar
brann ekki." Elínborg opnar altarið og dreg-
ur fram biblíu í svörtu skinnbandi.
„Hún var inni í altarinu og skemmdist að-
eins af sóti, en hægt var að hreinsa hana og
nú er hún okkar allra mesti kjörgripur -
yndislegt að eiga hana," segir Elínborg um
leið og hún þrýstir biblíunni að sér.
Altarið hefur þá ekki brunnið?
„Altarið sviðnaði og skemmdist, en brann
ekki. Þann helga grip fluttum við austur á
land i skottinu á skutbílnum okkar. Þar tók
bróðir minn, Páll Gunnarsson, að sér að gera
við það. Auk þess renndi hann nýja pílára í
alla kirkjuna, sjötíu talsins.
Aðrir munir eyðilögðust, eins og prédik-
unarstóll, altaristafla og skírnarfontur. Út-
skornu bogana við kórgrindur sem aðskilja
kór og kirkjuskip og eru eitt helsta sérkenni
rmr rm
Liósmynd/Lene Zachariassen
Myndln er tekin fyrir brunann. Hér er horft Inn í kórinn.
Ljósmynd/Oddný Sv. Björgvins
Horft af loftinu niour f kórlnn eftir endurbygginguna. Fallegir lltir prýoa kirkjuna alla.
Vallakirkju tókst kirkjusmiðunum Rúnari
Búasyni og Snorra Guðvarðarsyni að end-
ursmíða og mála af miklu listfengi.
Dýrgripir eins og altaristafla og prédik-
unarstóll voru endurgerðir. Sólveig Eggertz
málaði myndir guðspjallamannanna í sama
stíl á prédikunarstólinn sem þeir Rúnar og
Snorri smíðuðu og máluðu eftir hinum gamla
frá 1747.
Hjálmar Ingimundarson endurvann skírn-
arfontinn sem Geir Þormar skar út árið
1946, gefendur voru fjölskylda séra Stefáns
Snævarr. Altaristaflan brann alveg, en ný
var smíðuð eftir henni - sem listakonan
Valva Gísladóttir málaði og byggði á sömu
fyrirmyndum úr biblíunni.
„Það er faglega forsvaranlegt að gera við
og endurbyggja kirkjuna í núverandi mynd
vegna þess hve mikið er eftir af hinum ýmsu
byggingarhlutum, þeim sem gera má við og
hinum sem smíða má eftir," segir í álitsgerð
Magnúsar Skúlasonar arkitekts.
Margt hefur komið til þegar ákveðið var
að reisa kirkjuna úr brunarústunum. Tilfinn-
ingalegt og táknrænt gildi litlu sveitakirkj-
unnar er örugglega mikilvægt fyrir heima-
fólkið og trúlega ekki síður fyrir brottflutta
Svarfdælinga. Sögulegu rökin eru einnig
sterk.
Þarna hafði staðið kirkja frá ómunatíð,
jafnvel allt frá fyrstu árum eftir kristnitöku.
Fyrsti prestur sem heimildir eru um á Völl-
um og jafnframt sá nafntogaðasti er Guð-
mundur góði Arason 1190-1195 sem varð
einn fremsti prestur landsins eftir setu sína
á Völlum og biskup stuttu síðar.
Guðmundur þótti mjög bænheitur og var
eftirsóttur til yfirsöngva víða um landið.
Þekktastur var hann þó fyrir mildi sína við
fátæka og var tekinn í heilagra manna tölu.
Haft er eftir einum Vallaklerki, að prestar
þar hafi farið stöðugt batnandi frá því Guð-
mundur góði var uppi.
Þrjár sveitakirkjur eru í Svarfaðardal,
Tjarnarkirkja byggð 1892, Urðakirkja 1901,
en Vallakirkja var elst frá 1861. Séreinkenni
þeirra eru að þær eru allar turnlausar með
krossreistu þaki, en með tvílyftri forkirkju
með hallaminna þaki. Að innan er Valla-
kirkja mjög frábrugðin, einkum hin sérstæðu
kórskil sem aðskilja kór og kirkjuskip.
Kirkjan er byggingarlistaverk Þorsteins
Þorsteinssonar frá Upsum, eina kirkjan sem
hann byggði. Útskorna bogagjörðin milli
kórs og kirkjuskips var listaverk eftir Egil
Halldórsson - og hvergi til annars staðar.
Páll Jónsson sálmaskáld var prestur í Valla-
sókn þegar kirkjan var byggð 1861. Uppruni v
kirkjunnar er því sögulega merkilegur.
„Þau rök eru líka fyrir endurbyggingu
kirkjunnar, að hún hafi fágætisgildi, sem
eina kirkjan sinnar gerðar. Einnig má benda
á að íslendingar eru æði fátækir af fyrri
húsagerðarlist miðað við aðrar þjóðir," segir
ennji álitsgerð Magnúsar Skúlasonar.
„Ég held við hefðum ekki lagt út í þetta,
ef Magnús hafði ekki stutt okkur svona vel.
Þegar upp er staðið, höfum við allt gert eins
og hann sagði - hann kom alltaf með réttu
lausnirnar."
Elínborg hlær dátt þegar hún rifjar upp
heitar umræður, hvort hlaða ætti grunninn.
„Hleðslan átti að kosta tvær milljónir sem
byggðist að hluta á því að flytja grjótið lang-
ar leiðir. Magnús vildi láta hlaða grunninn
eins og gert var í gamla daga og fann grjót-
urð í nágrenninu. Auðvitað tókst honum að
telja okkur á sitt band! Allir voru ánægðir
þegar upp var staðið, einkum kirkjusmið-
urinn Rúnar. Og að sjálfsögðu er kirkjan á
miklu traustari gruhni núna."
Margir urðu til að bera grjót í kirkjuna
sína, eins og litlu stelpurnar, barnabörn El-
ínborgar og Sigurjóns.
„Aldrei verður allt talið til, svo margir
komu að þessu," segir Elínborg. Sigurjón
lætur lítið yfir sinni  hjálp.  „Þú,  sjálfur
stjörnustrákurinn sem bjóst til allar 360
stjörnurnar í kirkjuloftið!" segir konan hans
ástúðlega.
„Það var bara smávegis dund,"
„en mjög tímafrekt," segir Elínborg.
„Gott að geta nýtt tímann," segir bóndinn
á Læk. Svar hans er dæmigert fyrir alla
sjálfboðaliðana sem lögðu hönd á plóg til að
endurreisa kirkjuna sína - og vilja helst láta
sín að engu getið.
„Vallakirkja hefur oft orðið fyrir áföllum. í
kirkjurokinu fræga um aldamótin skemmd-
ust allar kirkjurnar þrjár í Svarfaðardal.
Urðakirkja fauk alveg, en var endurvígð
1902. Tjarnarkirkja og Vallakirkja skekktust
báðar á grunninum. Nýbúið var að rétta
Vallakirkju þegar hún brann, en nú á ekkert
að hagga henni, búið að festa hana svo vel
niður," segir Sigurjón.
Var gamla kirkjan frá 1861 svo vel hönnuð
að engu þyrfti að breyta?
„Séra Jón Helgi sagði að sig hefði oft
langað til að stytta kórloftið, það gengi of
langt fram í kirkjuna. Þetta var gert og nú
er allt breiðara og frjálsara," svarar El-
ínborg, en Sigurjón er ekki á því að öll
breyting hafi verið til góðs.
„Sú breyting var mjög góð, en ekki hefði
þurft að auka lofthæð í forkirkjunni eins
mikið og gert var. Það skapar óþægindi á
kirkjuloftinu, einkum fyrir hringjarann.
Hann þarf að vera dvergvaxinn til að geta
hringt klukkunni."
Athugasemd Sigurjóns minnir óneitanlega
á frægan hringjara í sögunni, dvergvaxna
hringjarann í Notre Dame.
- Hvernig leið ykkur svo á sjálfan vígslu-
daginn, þegar tvívegis endurbyggð kirkja
var loks tilbúin?
„Athöfnin var mjög hátíðleg og skemmti-
leg, manni leið afskaplega vel. Ötrúlegt að
okkur, sóknarbörnum í Vallasókn, skyldi
takast að reisa kirkjuna okkar úr brunarúst-
um, þetta fallega guðshús.
Auðvitað voru einstaka úrtöluraddir sem
sögðu, að það hefði átt að að byggja hana
öðruvísi eða alls ekki. En flestir sögðu: Þið
megið til með að halda þessu áfram... ég gifti
mig í þessari kirkju... ég var skírð þarna...
Skömmu eftir vígsluna kom kona frá Dal-
vík sem vildi endilega láta gifta sig í Valla-
kirkju. „Mamma og pabbi giftu sig þarna.
Sjálf var ég skírð í Vallakirkju," sagði hún.   *
Þetta er hið tilfinningalega band fólks við
kirkjuna sína. Nú er búið að hnýta ný bönd,
búið að skíra, ferma og gifta í nýendurvígðri
Vallakirkju. Hún er guðshúsið okkar. Það
eru alltaf stundir í lífi hvers manns þegar
ekki er hægt að vera án kirkju."
Höfundurinn er bbðamaður.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. DESEMBER 2000   33
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40