Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1966, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUK 24. desember 1966 n TÍMINN MINNING SIGURÐUR KRISTJÁNSSON í Leirhofrt Þann 13. nóv. s. 1. (‘66) varð bráðkvaddur að heimili sínu, Set- bergi í Presthólahreppi, Sigurður Kristjánsson frá Leirhöfn, tæpra sjötíu og sjö ára að aldri; hann var borinn til moldar að Snartar Utlaðaldrkju þann 19. s. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Sigurður var sonur þeirra kunnu sæmdarhjóna í Leirböfn, Helgu Sæmimdsdóttur og Kristjáns Þor grímssonar. Að honum stóðu traust ir stofnar í báðar ættir — en sem kunnugt er féll faðir hans frá á meðan hinir sex synir __ þeirra hjóna voru enn í bemsku. Á þeirri tíð var það föst venja, að börn byrj uðu að vinna ósleitilega svo fljót sem þau gátu, eða miklu fyrr en nú. Má því búast við, að örðug leikar ekkjunnar, móður þeirra, hafi snemma brýnt drengina til dáða. Þau hjón áttu allgott bú, þegar Kristján andaðist, þó voru þeir margir, sem fannst ekkert vit fyrir ekkjuna að búa áfram, — en á þeirri tið þýddi það ekki annað en að hrekjast í vinnu mennsku — eða í bezta lagi í hús mennsku, og hrekja bömin frá sér til vandalausra, en sá kostur mun fáum mæðrum geðfelld til- hugsun. Það mun og mega full- yrða, að slífct hafi Helgu móður þeirra aldrei komið til hugar í alvöru — enda bjó hún áfram, og blessaðist það framar djörfustu vonum, hieð þeirri risnu, sem víða var rómuð að ágætum. Auk venjulegra örðugleika ekkna á þeirri tíð, þurfti hún að greiða út föðurarf til hinna mörgu bama manns síns af fyrra hjóna bandi hans, hin næstu ár — sem hlaut að skerða mjög bústofn henn ar; fleiri auka-örðugleikar voru til, þó ekki verði þeir raktir hér En það, að bræðurnir voru sex heima, gaf þeim þegar nokkurt færi á að þroska með sér þá hæfileika, sem ríkastir voru með hverjum þeirra, enda hneigðust *þeir allir til nokkuð sérstakra viðfangsefna hver um sig, þó allir ynnu þeir að heillum og viðgangi búsins, sameiginlega. Einn þeirra örðugleika, sem þá var við að etja, var skæður dýr- bítur — ekki aðeins í Leirhöfn, heldur almennt í héraðinu. Sig- urði virtist veiðimennska í blóð borin, og ekki var hann nema á tólfta ári, þegar hann skaut fyrstu tófuna. Þar rak hann sig á þá köllun sína, sem hann rækti af óvenju dugnaði, lægni og heppni í marga tugi ára; má segja, að hann væri brautryðjandi hér í því að veiða tófur á fríum fæti á vetrum, og næði þar flestum öðr- um framar. Sú veiði reyndist mjög ábatasöm — bæði beint og óbeint og var stunduð stöðugt' af honum og mörgum öðrum fram yfir 1940, jneð ágætum árangri; mun hiklaust mega þakka henni það, að dýrbítur hefur ekki um marga tugi ára, orð ið hér neitt líkt vandamál sem víða annars staðar. Sú vegarlengd sem Sigurður lagði oft að baki á þeim veiðiferðum sínum, þætti víst mörgum ósennileg nú — þó rétt og skrumlaust væri frá skýrt. Hann var afburða-skytta, og stundaði jafnhliða aðrar veiðar s. s. fugla, sela o. fl., svo að vel var , séð fyrir þeim þætti öflunar til heinniisins. Auk þess vann hann ósleirdega að hverju því, sem að k.a! laði. Snemma bar á öðrum sterkum þætti í fari Sigurðar, en það var | sterkur áhugi fyrir hverju því, sem horfði til hættra lífskjara. Það leiddi til þess að hann fór snemma að fást við byggingar, og fljótlega þá á eigin hönd. Standa mörg og víða þau hús, sem hann byggði, — og hefur aldrei slitið þakplötu af neinu þeirra. Hans mikla athafnaþrá leiddi til þess, að hann þurfti alltaf að vera að brjótast í einhverju umfangs- miklu, stundum með öðrum en oft ar þó að eigin frumkvæði. Þann ig byrjaði hann útgerð frá Leir höfn með öðrum; síðar refarækt, jarðrækt — og margt fleira. Meðal þeirra túna, sem hann gerði, var 46 dagslátta tún í landi Leirhafnar og var landið leigt Raufarhafnar búum til langs tíma. Lengi bjuggu þeir bræður fimm í félagi í Leirhöfn með móður sinni á meðan hún entist til, en síðan tók kona Helga við búsfor ráðum. Seinastir urðu þeir eftir um það félag Helgi og Sigurður, en síðustu árin gekk Jóhann Helga son í það félagsbú, þar til þeir hættu, Sigurður og Helgi, en Jó- hann tók við jörð og búi í Leir höfn og býr þar enn. Sigurður kvæntist aldrei, en eignaðlst einn son, sem Óskar heit ir, með Guð'rúnu Vigfúsdóttur, bónda í Núpskötlu. Áður en Sig urður lét af búskap í Leirhöfn, var Óskar sonur hans búinn að stofna nýbýli á Sæbergi og býr þar að allega við trésmíðar á eigin verk stæði; fluttist Sigur/jr þá til hans og átti heima hjá honum til æviloka. Fór hann þá flótlega að vinna rekavið fyrir eigin reikning, mest í girðingarstaura. En ekki kærði hann sig um neinn kotungs brag á því, fremur en öðru sem hann vann. Hann reisti stóreflis hús yfir starfsemina, keypti nýjan, stóran diesel traktor til þess að knýja vélsög og tók á leigu eyðijörðina Rif á Sléttu, mest til þess að nýta þann mikla reka, sem henni fylgir — þó örðugt sé að ná þaðan stór trjám. Starfaði hann að þessu mörg ár. Þá var hann, rétt fyrir andlát iitt að leggja drög að því. að fá sér vélsög til þess að þverskera rekatrén, sem ekki eru öll neitt smásmíði. Þannig hélt þessi víkingur á- fram meðan dagur entist. Allt til hins síðasta voru handtök hans hörð og snögg, sem fyrrum, en ekki duldist kunnugum, að heilsa og þrek var mjög þverrandi. Samt átti við hann það, sem sagt var um annan slíkan á ^öguöld: „Lítt eldist þú enn í huganum, fóstri minn!“ Allt fram undir sjötugt varð lítið var hrömunar hjá honum, og eitt þeirra skeyta sem hann fékk þá var svohljóðandi: Sigurð heyri ég sjötíu ára sagðan vera, nú í frerum, oft sem göngur ærið strangar ötull tróð, um heiða-slóðir; eyddi tófum oft og refum upp um fjöll, á stigum trölla. Haldinn enn — að hölda kynnum, hetja stinn til vopna sinna. Eins við Braga ýmsa vegu átti leik, um hauðrið bleika, fjölmargt spor, á fögrum vorum, frjáls með Sunnu — og víðáttunni. Enn því ljóða- og hyggju-heiði honum ljómi í starfi frómu; aldrei hverfi ævi þarfa, aftansknið meðal vina! 24.12. 1959. Þann vetur skaut hann líka einar þrjár tófur á fríum fæti, að sinni gömlu venj’u — og hefði lík lega haldið eitthvað áfram, ef tófurnar hefðu ekki verið þá að mestu til þurðar gengnar. Sigurður hlaut að minna mann óhjákvæmilega á hina fornu garpa eins og þeim er lýst í íslendinga sögunum: Hann var hverjum manni óvíln ari, snöggur og harður í átökum, karimenni að burðum, skjótur til úrræða og athafna, drengur í raun og höfðingi í lund, greiðamaður með afbrigðum, manna óeigingjarn astur, gleðimaður meðal kunningja en bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hann las mikið, og fylgdist vel með því. sem gjörðist. innanlands og utan — og var hvorki myrkur í máli né skoðunum. Vel var hann skáldmæltur, og minnti kraft urinn í sumum kvæðum hans á Grim Thomsen. Fróður var hann, og hverfur með honum margt það, sem væri betra að hafa en missa; sé ég þar mest eftir sumum kvæð um hans — og svo ölluim þeim snjöllu veiðisögum sem hann hefði getað sagt frá löngum og giftu drjúgum veiðiferli, og dýrasögum. En öllum tillögum að festa slíkt á blað, tók hann fálega, þó honum væri gefið að segja vel og á- heyrilega frá. Það er sviplegt fyrir þá, sem eftir eru, þegar menn kallast svona skjótlega burtu. Þó mun forsjön in hafa verið Sigurði góð, að leggja ekki á hann að verða las- burða og ónógur sjálfum sér, eins og margur má hafa fyrir andlát sitt, en það hefði manni með hans skapgerð verið örðug raun. En þó aldur hans væri orðinn nærri 77 ár. mun enn þykja skarð fyrir skildi, þar sem hann leggur niður vopn sín og verk færi. Er ærinn sjónarsviptir að hverjum þegni með svo sterkan persónuleika, og mun samtíðarfólk ið lengi minnast að góðu þess ágæta íslendings. Vænti ég þess, að enn bíði hans óleyst og aðkallandi verkefni í betri heimi — þó þau kunni að verða frábrugðin því, sem hann hvarf frá hér, vig góðan orðstír. Blessuð sé hans minning! Sandvík,' 20.11. 1966. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. FRÉTTATILKYNNING FRÁ RlKISSTJÖRNINNI Forseti íslands hefur í dag stað- fest lög þau um heimild tál verð- stöðvunar, sem Alþingi samþykkti fyrir nokkrum dögum, og ganga þau í gildi þegar í stað. Hefur rikisstjórnin ákveðið að beita strax heimildarákvæðum laganna. Ekkert vöruverð hvers konar sem er má því vera hærra en það var 15. nóvemiber sl. nema með sam- þykki hlutaðeigandi yfirvalda. Mega þau eigi leyfa neina hækk- un á vöruverði nema þau telji hana óhjákvæmilega, og þá að- eins með samþykki rikisstjórnar- innar. Þá má hundraðshluti álagn ingar á vörur í heildsölu og smá- sölu ekki vera hætti en hann var 15. nóvember 1966. Gildir þetta einnig um umboðslaun vegna vöru sölu og um hvers konar álagn- ingu, sem ákveðin er sem hundr- aðshluti á selda vinnu eða þjón- uistu. Verðhækkanir, sem átt hafa sér stað síðan 15. nóvember 1966, eru skv. ákvæðum laganna ógildar og er hlutaðeigandi seljandi skyldur til að lækka verðið í það, sem það var 15. nóvember sl. Fyrirmæli laganna taka einnig til seldrar þjónustu og framlags í hvaða formi sem er, þar á með- al til hvers konar þjónustu, eða framlags, sem ríki, sveitar- félög eða stofnanir þeirra svo og aðrir opinherir aðilar, láta í té. Ennfremur mega álagningastigar útsvara og aðstöðugjalds og önn- ur opinber gjöld ekki hækka frá því; sem ákveðið var 1966, nema með samþykki rikisstjórnarinnar. Almennt eftirlit með verðlagi er í höndum skrifstofu verðlags- BLÓÐUG ÁTÖK Framhald af bls. 1. en kirkjunum í Peking hefur verið lokað frá því í ágúst. Er þetta líklega í fyrsta sinn á þess- ari öld, að kristnir menn í Pek- ing fá ekki að halda guðsþjón- ustur á jólunum. Talið er, að þeir séu um 20,000 talsins, en margar milljónir íbúa eru í Peking. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 8 og má vafalaust treysta því, að I vel sé að unnið. Hann gerir og betur en þýða bókina. því að hann ritar ýtarlegan formála um verkið og höfundinn, tillögur hans og áhrif ritsins, og í bókarlok eru skýringar og nafnaskrá. Er verk Horrebows því íslendingum hið gagnlegasta í þessari útgáfu og rík ástæða til þess að þjóðin kynni sér það, því að það varpar skærara ljósi á ýmis atriði þessa tíma- bils í sögu okkar en sumt það, sem við skrifum sjálfir um það. Það er myndarlegt og þakkarvert átak af Bókfellsútgáfunnj að gefa slíka bók út jafnmyndarlega og raun ber vitni. —AK. SJÓNVARPSMESSA Framhals af bls. 1. Fríkirkjunni eftir hádegið. Hef ur það síðan verið fastur lið- ur í starfsemi Ríkisútvarpsins, að útvarpa messum, bæði úr kirkjum og úr útvarpssal, þótt það sé fremur sjaldgæft i seinna tilfellinu. Aftur á móti eru allar horf- ur á því, að um sjónvarps- messur gildi það á næstunni, að þeim verði stjónvarpað úr sjónvarpssal, en ekki kirkjum, og er beðið eftir sérstökum tækjum til þeirra hluta. stjóra. Ber mönnum því að snúa sér þangað með upplýsingar, fyr- irspurnir eða ábendingar varðandi fram'kvæmd laganna að því leyti. Eftirlit með þeim málum, sem isamkvæt lögum eða reglum heyra undir ákveðin ráðuneyti er í höndum þeirra. Vegna núverandi ástands í efnahagsmálum er þess brýn nauð syn, að verðlag haldist stöðugt og vill ríkisstjórin því hvetja alla aðila tii samstaris um framkvæmd verðstöðvunarlaganna. 23. desember 1966. Lög staðfest Á fundi ríkiisráðs í Reykjavík í dag staðfesti forseti fslands eft- irfarandi lagafrumvörp: 1) Frumvarp til laga um heim- ild til verðstöðvunar, 2) Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 29/1956, um at- vinnuleysistryggingar, 3) Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 68/1934, um út- varpsrekstur ríkisins, 4) Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 34/1953, um verð- jöfnun á olíu og benzíni, 5) Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 45/1963, ujn iðn- lánasjóð, 6) Frumvarp til laga um heim- ild fyrir ríkisstjórnina til að ábyrgjast lán til kaupa á síldar- flutningaskipi o.fl., og 7) Frumvarp til fjáriaga fyrir árið 1967. Ennfremur staðfesti forseti al- þjóðafjarskiptasamning, sem gerð ur var í Montreux 12. nóvember 1965, skipaði J. Guy Gauvreau að- alræðismann íslands í Montreal og frú Margaret Ellen Láhey ræð- ismann íslands í Ottawa og veitti Brían D. Holt viðurkenningu sem ræðismanni fyrir Stóra-Bretland I Reykjavík. Þá voru staðfestar ýmsar af- graiðslur, sem farið höfðu fra utan rík'isráðsfundar. Ríkisráðsritari, 23. des. 1966. Hundapest FB-Reykjavík, föstudag. Fyrir nokkru kom upp pest í hundi á Ámundarstöðum í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu. Lék grunur á, að hér væri um hunda- pest þá að ræða, sem gekk í ná- grenni Reykjavíkur og fyrir aust- _an fjall fyrir nokkru. Hafði kom- ið hundur úr Mosfellssveit austur að Ásmundarstaðabæjunum, og kann að vera, að smit hafi borizt með honum. Á Ásmundarstöðum er þríbýli, og hafa nú veri3 drepnir og grafnir tveir hundar á bæjunum, og ekki hefur orð'ð vart við prest í fleiri hundum. MÁLNINGAR- VINNA Málarar geta bætt vi3 sig vinnu. SÍMI 21024

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.