Alþýðublaðið - 27.01.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1982, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 27. janúar 1982 Miðvikudagur 27. janúar 1982 3 nftlTSTJÓRNARGREItt ÞÖGN Upp úr áramótum varð mönnum það að deiluefni í blöðum, hvort hefði tekið lengri tíma, áramótaávarp forsætisráðherra eða viðhafnarþögn sjónvarpsins að því loknu. Eftir nákvæmar tímamælingar sættust menn á þá niðurstöðu, að ræðan hefði reynzt ívið lengri, en þögnin sýnu áhrifameiri. Alla daga síðan hef ur grafarþögn umlukið forsætis- ráðherrann og meðreiðarsveina hans. Ef þjóðin ætti ekki hauk í horni, þar sem er hinn hreinskiptni for- maður Framsóknarflokksins, hefði hún ekki hug- mynd um þá ef nahagskreppu, sem staðið hefur ráð- herrunum fyrir svefni seinustu vikur og mánuði. Yfirvofandi kreppuráðstafanir hljóta reyndar að koma hinum fjölmörgu aðdáendum forsætisráðherr- ans spánskt fyrir sjónir. Þeir vissu ekki betur en að forsætisráðherrann hefði komið verðbólgudraugnum f yrir i f yrra — með skörulegri ræðu um áramót. Nú er helzt að heyra að hlutverkin hafi alveg snúizt við: Verðbólgudraugurinn ríði húsum í stjórnarráðinu, en sjálf ur forsætisráðherrann eigi mjög i vök að verjast. Það hefði ekki þóttgotttil f rásagnar i þjóðsögum að draugurinn kvæði niður galdramanninn. Víst er nokk- ur vorkunn, að reynt skuli vera að gera þvílika hrak- fallasögu að trúnaðarmáli. En þjóð veit þá þrír vita. Og þótt forsætisráðherra haf i nú boðað að hann muni filkynna Alþingi aðgerðir stjórnar sinnar á fimmstudagskvöld, hafa þær verið „opinbert leyndarmál" dögum saman. Vandamál stjórnarinnar er það að framfærsluvísitalan, sem mældist 43% í f yrra, mælist nú Ista febrúar 58% á ári, og stefnir óðfluga yfir 60% markið enn á ný. M.ö.o. efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem settar voru með bráðabirgðalögum áramótin 1980/81, báru engan árangur. Verðbólgudraugurinn er jafn staffírugur og nokkru sinni fyrr. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar — fast gengi, visitöluskerðing launa, verðstöðvun ofaná verðstöðvun, og myntbreytingin, —allt reyndist þetta eins og að skvetta vatni á gæs. Hins vegar er sýnilega mjög af ríkisstjórninni dregið. Með kjarasamninga lausa og kosningar að vori þorir ríkisstjórnin ekki f yr- ir sitt litla lif að endurtaka sama leikinn og í f yrra og svipfa launþega vísitölubótum á laun. Þess vegna kýs hún nú að fara krókaleiðir að sama marki með stór- auknum niðurgreiðslum. Eftir margra vikna þóf, endalausa fundi í efna- hagsnef ndum, ráðherranefndum og í ríkisstjórn, eftir þrotlausa vinnu sérfræðinga við að kortleggja geig- vænlegar afleiðingar stjórnarstefnunnar fyrir fyr- irtæki, atvinnuvegi, heimili og þjóðarbúið í heild, var ekkert samkomulag að f á — nema um eitt: Falsa vísi- töluna með hrikalegum niðurgreiðslum. Til þess þarf að vísu að rífa upp f járlögin og skera niður þau tak- mörkuðu framlög sem þar voru til framkvæmda og f járfestingarlánasjóða. Þannig á að skrapa saman 400 milljónum til viðbótar til að greiða niður iandbúnaðar- afurðir^sem enn vega þungt í kolúreltum vísitölu- grundvelli. Með þessu móti á framfærsluvísitalan ekki að mælast nema 7% verðhækkanir 1. maí og 1. júní, hvað svo sem er að gerast í alvörunni, í viðskipt- um manna á milli í þjóðfélaginu. Veruleikinn mælist ekki í þessu vitlausa vísitölukerf i. Það á bara að vera verst f yrir veruleikann. Og svo á að lækka tolla af heimilistækjum. Það verður að teljast sérstakt þjóðþrifaráð. Meðan beðið var yfirvofandi gengislækkunar, undanfarnar vikur og mánuði voru heimilistæki ,,hömstruð" í stórum stíl. Verðlækkun þeirra nú, þegar enginn kaupir þau í bráð, mælir niður framfærsluvísitöluna jafnt fyrir því. Og það er það eina sem skiptir máli. Vísitalan er veruleiki þessarar ríkisstjórnar. Lítils háttar lækkun launa- skatts (og hugsanlega aðstöðugjalds) var svo tekið með á seinustu stundu, til þess að svo gæti heitið, að ríkisstjórnin hefði ekki með öllu gleymt bágri af komu iðnaðarins í landinu. Það er hreinasti óþarfi að efna til sérstakrar út- varpsumræðu af jaf nlitlu tilef ni. Tilkynning forsætis- ráðherra væri öldungis nóg — ef útvarpið gætir þess að hafa jaf nlanga þögn á eftir og tilef ninu hæf ir. — JBH. Bragi Jósepsson: VINSTRA SAMSTARF I REYKJAVÍKURBORG Eftir nokkra mánuöi veröa borgarstjórnarkosningar og aftrar sveitarstjórnarkosningar hér á landi. i Reykjavík geröist þaö i síðustu kosningum að Sjálfstæöisflokkurinn tapaöi þeirri meirihlutaaöstööu sem hann hafði haft um langt árabil. Meö falli Sjálfstæöisflokksins og sigri Vinstri f lokkanna i borgar- stjómarkosningunum 1978 uröu þáttaskil i sögu Reykjavíkur, þáttaskil sem ibúar höfuö- borgarinnar eiga væntanlega cftir að búa aö um langa fram- tiö. Aratuga einokunaraðstaða Sjálfstæöisflokksinsi málefnum Reykvikinga var af hinu illa og stóö i vegi fyrir liflegri upp- byggingu borgarinnar. Frjáls umræöa og skoðanaskipti voru ekki til og hinn almenni borgari var litinn hornauga ef hann fór eitthvaö að gagnrýna vinnu- brögöin eöa gera athugasemdir viö eitt eða annaö. Sjálfstæöis- menn litu svo á að þeir ættu borgina og i samræmi viö það lagði flokksmaskinan áherslu á að tryggja sem best stööu flokksins I öllu stjórnkerfi borgarinnar, allt frá hinum smæstu einingum til hinna stærri og viðameiri. Sjálfstæðisflokkurinn vanrækti Reykjavík Jafnvel þótt Sjálfstæöisflokk- urinn hafi haft á að skipa ýmsum afburða hæfileika- mönnum er engum blöðum um það að fletta, að stjómunarleg óreiða blastihvarvetna við aug- um þegar litið var undir yfir- borð þeirrar gljáfægðu Reykja- vikur, sem Sjálfstæðismenn brugðu gjarnan upp þegar á þurfti að halda. Sjálfstæðisflokkurinn rak Reykjavi'kurborg sem einka- fyrirtæki, pólitiskt einkafyrir- tæki sem vanræktiskyldur sinar gagnvart almenningi, innheimti skatta en brást hinsvegar skyldum sinum i þvi að skapa skattþegnunum viðunandi lifs- skilýrði svo ekki sé meira sagt. Segja má að Reykjavikurborg hafi verið einskonar ráð- stjórnarnýlenda, þar sem full- trúum flokksins var komið fyrir i öllum helstu trúnaðarstöðum borgarinnar. bannig beitti Sjálfstæðisflokkurinn flokksvél- inni til þess að viðhalda þung- lamalegu og ihaldssömu stjórnkerf i. Stöðnun allrar uppbyggingar Reykjavikur undir stjóm Sjálf- stæöisflokksins er staðreynd sem hvarvetna blasir við þegar grannt er skoðað. Jafnvel eftir að Sjálfstæðismenn voru farnir að óttast um sinn hag var engu likara en þessi stjórnmála- flokkur íhaldsins væri bdinn að glata öllum hæfileika til þess að hefja einhverskonar upp- byggingarstarf i borginni. Afleiðing þessarar ihalds- stefnu birtist siðan í algjörri stoönun í atvinnuuppbyggingu borgarinnar. íbúarnir hafa hörkklast frá Reykjavik og at- vinnurekendur á sviöið ýmiss konar iðnaðar og þjónustu hafa talið hag sinum betur borgið i nágrannabyggðarlögum heldur en hér f borginni. Málefni aldr- aðra, undir ihaldsstjórn, voru i slikum ólestri hér i Reykjavik að frægt mun verða um alla framtíð. Afskiptaleysi Sjálf- stæðismanna á sviði félagsmála verður annar dálaglegur kapi- tuli i afrekaskrá Sjálfstæðis- manna hér i höfuðborginni. Ekki bólar á glundroðanum Fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar beittu Sjálfstæðis- menn óspart þeirri baráttuað- ferð, að reyna að telja borgar- búum trU um að glundroði og stjórnleysi mundi taka við ef Sjál fstæðisflokkurinn tapaði meirihluta i borginni. Nú er þessu fyrsta stjórnar- samstarfi vinstri flokkanna i Reykjavik senn lokið og ekki bólar enn á glundroðanum eða stjórnleysinu. bvert á móti má fullyrða, að þetta kjörtimabil vinstra-samstarfs hefur ein- kennst af festu og stjómsemi i fjármálum og framsýni og hyggindum i öllu uppbyggingar- starfi borgarinnar i samræmi við kröfur nýs tima. begar vinstri flokkarnir gengu til samstarfs eftir kosn- ingarnar 1978 hafði Alþýðu- flokkurinn, undir forystu Björg- vins Guðmundssonar, forystu um það, að gengið yrði til sam- starfs á jafnréttis grundvelli. Annað kom ekki til greina. bannig hafði Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur, hver um sig, einn fulltrúa i borgarráði. Sam- kvæmt Urslitum borgar- stjórnarkosninganna átti Fram- sóknarflokkurinn ekki rétt á fulltrúa í borgarráö, en Alþýðu- bandalagið hefði hinsvegar átt að fá tvo fulltrúa. 1 fljótu bragði virðist þetta ekki vera neitt . stórmál, en i raun er hér um meiriháttar grundvallaratriði að ræða. Sú stefna sem Alþýðu- flokkurinn markaði á þennan hátt, að flokkarnir störfuðu á jafnréttisgrundvelli,er að minu mati eitthvert mikilvægasta atriðið í stjómarsamstarfinu og hefur ráðið mestu um hversu vel hefur tekist til um stjórn borgarinnar á þessu kjörtima- bili. Á sama hátt, eins og me! skipan borgarráðs, skiptu vinstri flokkarnir ábyrgðinni við nefndarstörf jafnt þannig að ekki er hægt að segja með nein- um rétti að einn flokkur hafi öðrum fremurstjórnað ferðinni. bað er algerlega úti bláinn, sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram, að Alþýðubandalagið hafi notað aðstöðu sina til þess að „hreiðra um sig” i áhrifastöð- Bragi Jósepsson um í borgarkerfinu. bvert á móti má virða forystumenn Alþýðubandalagsins fyrir þann félagslega og stjórnmálalega þroska sem þeir hafa sýnt meö þvf að vinna með samstarfs- flokkum sinum á þeim grund- velli sem hér um ræðir. Forysta Alþýðuflokksins bað er ekki á neinn hátt verið að draga úr þeirri viðurkenn- ingu sem forystumenn sam- starfsflokkanna eiga skilið, þeirra Sigurjóns Péturssonar cg Kristjáns Benediktssonar, þótt þvi sé haldið fram að Björgvin Guðmundsson hafi þar ráðið mestu um hversu vel hefur tek- ist til um stjórn borgarinnar þetta fyrsta kjörtimabil vinstra samstarfs i' Reykjavi'k. Björgvin Guðmundsson beitti sér fyrir þvi við upphaf þessa stjórnarsamstarfs, að starfs- menn borgarfyrirtækja fengju aðild að stjórn þessara fyrir- tækja. bannig hefur starfsfólk Bæjarútgerðarinnar fulltrúa i MINNING Sigurbjörg Björnsdóttir F. 16. maí 1905 D. 14. janúar 1982 Fyrir nokkrum dögum var til moldar borin austur á Seyðis- firði Sigurbjörg Björnsdóttir, en hún lést 14. janúar siðast liðinn, ogþykirmérhlýöa að hennar sé minnst nokkrum orðum i Al- þýðublaðinu, svo mikið vann hún málstaðnum. Sigurbjörg var fædd i Horna- firði 16. mai 1905, en vorið 1926 yfirgaf hún heimahagana og hélt til Seyðisfjarðar með unn- usta sinum, Haraldi Aðalbergi Aðalsteinssyni, en honum hafði hún kynnst á vetrarvertiö á Höfnþar sem hann var landfor- maður við bát, en hún ráðskona. bau giftust það sama haust og bjuggu allan sinn búskap á Seyðisfirði, fyrst á Vestdals- eyrinni en siðan inni ikaupstað. begar ég, sem þessar llnur rita, minnist uppvaxtar mins á Seyðisfirði á siðustu kreppu- árunum, striðsárunum og þeim sem þarfóru á eftir, verður mér hugsaö til lifskjara alþýðufólks og baráttu þess fyrir kjörum kinum. Hvað fyrsta hluta þessa timabils áhrærir, held ég að varla sé hægt aö tala um baráttu fyrir bættum kjörum, aö fá að lifa var nóg, lengra varð ekki komist. Og þegar ég hugsa um erfið h'fskjör verkafólks á þessum timum, koma konur fyrst upp i hugann. Ég sé þær fyrir mér við fiskþvottakörin og á reitunum þar sem þær leiðbeindu okkur krökkunum sem vorum aö stiga okkar fyrstu skref i lifsbaratt- unni. Ég minnist önnu i Bræðraborg sem tók undir kjálkann á börunum með mér þegar hún sá að ég haföi ætlað mér of mikið. Sigurbjörg stóð lengi i forsvari fyrir þessar konur, á henni brotnuðu oft stórar öldur, hún var jafnaðar- manneskja i þessa orðs bestu merkingu. Haraldi, eftirlifandi manni hennar, sonunum Aðalbirni og Leifi og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Aðalsteinn Gislason Ákveðin 1 nauðsynlegrar endurnýjunar bátaflotans. Við þessa stefnu hefur verið staðið með tveimum undantekningum. Annars vegar er um skip að ræða, sem flutt hafa verið til landsins án leyfis stjórnvalda. Fyrir þessa leið hefur nú verið lokað með þvi að taka skip af frilista. Hins vegar er um að ræða fimm skip (alls 1600 brl.), sem voru samþykkt af allri rikis- stjórninni á fyrri hluta sl. árs. bessi skip fóru til byggðarlaga, sem áttu við vandamál að etja, þe. togarar til Djúpavogs og bórshafnar, togskip á Akranes og Suðurnes, svo og rækjuskip til Dalvikur. Frekari undan- tekningar eru ekki ráðgerðar. Ofmetnaður Gisladóttur i þessum lögum. bessi tónlist virðist liggja mjög vel fyrir henni. Hins vegar saknaði ég meiri glæsileika og hita þegar hún lék undir i fimm lögum eftir Rakmaninoff sem Unnur söng. Sá söngur var vægast sagt liflaus. bað skorti sömuleiðis allan glæsibrag og elegans i söng Unnar á ariu úr Rakaranum i Sevilla eftir Ross- ini. bað vantaði einnig allan húmor. En I söng Russölku eftir Dvorák náði Unnur að slá ein- hvern sannfærandi tón. Sömu- leiðis náðf hún sér betur á strik i eina islenska laginu er hún söng sem aukalag. Jónina Gisladóttir bjargaði þvisem bjargað varð á þessum tónleikum. Vandvirkni hennar og traust kunnátta bregst sjaldan. En hún lagði Uka verulega fram frá sjálfri sér i frönsku lögunum og að nokkru leyti i Brahms. 1 þessu sambandi langar mig til að minna á það rétt einu sinni að svona tónleikar eru ekki einka- . konsert söngvarans nema siður sé. Pianóleikurinn er i raun og veru undirstaða og lykill þess- arar listar. Og að sjálfsögðu ber að virða hlut undirleikarans I jafn hátt þó það vef jist fyrir Is- lendingum sem ólust upp við söng Guðmundar Jónssonar og Guðrúnar A. Simonar. Hugrekki er góð dyggð og , áræði er hverjum listamanni i nauðsyn. En ofmetnaður hittir engan verr en þann listamann sem haldinn er af honum. Mér finnst efnisskrá fyrstu opinberu tónleika Unnar Jensdóttur bera I vitni um ofmetnað. En hvortfall j hennar á eftir að reynast farar- heill verður framtiðin að skera úr. Si gur ðu r bór G uð jönss on Alþjóðastofnun 1 höndum ráðs sem i eiga sæti fulltrúar ofangreindra samn- ingsaðila. bá verða settar á stofn þrjár i svæðisnefndir, þ.e. Norður- j Amerikunefnd, Vestur-Græn- landsnefnd og Norð-austur Atlantshafsnefnd. Hlutverk þeirra verður að setja reglur um verndun laxastofna á hverju svæði fyrir sig. Rikisstjórn Islands átti frum- kvæði að ráðstefnu þessari og i lokasamþykkt ráðstefnunnar var borið lof á islensku rikis- stjórnina fyrir framtakið. stjórn þessa stærsta og öflug- asta útgerðarfyrirtækis lands- ins. Fulltrúar starfsfólks eiga sæti i Hafnarstjórn, i stjórn Hitaveitu, Rafmagnsveitu, Vatnsveitu og Strætisvagna Reykjavikur. betta er spor i átt til aukins atvinnulýðræðis, og þetta er stefna sem fulltrúar Alþýðuflokksins hafa barist fyr- ir og hrundið i framkvæmd. báttur Björgvins Guðmunds- sonar i sambandi við uppbygg- ingu Reykjavikurhafnar og Bæjarútgerðarinnar er sérstak- ur kapituli i atvinnusögu Reykjavikur, sem vegur ekki svo lítið. bar er um mikilvæg hagsmunamál Reykjavikur að ræða sem skráð verður gullnum stöfumá spjöld sögunnar þegar þar að kemur. Viö Alþýðu- flokksmenn i Reykjavik getum verið stoltir af frammistöðu okkar manna á þessum vett- vangi. En baráttunni verður að halda áfram i þeim anda sem hér hefur verið markaður. Sam- starf vinstri flokkanna hefur verið heilladrjúgt. bessu sam- starfi þarf að halda áfram, á jafnréttis grundvelli. Uppbygg- ing atvinnutækifæra i Reykja- vik er lifsnauðsyn. bað verður að stöðva fólksflóttann úr borg- innisem Sjálfstæðisflokkurinn á aUa sök á. bað verður að gera Reykjavik að sveitarfélagi þar sem ibúunum finnst gott að starfa, gott að búa og þar sem ibúunum liöur almennt vel. Á siðasta kjörtimabili var þetta uppbyggingarstarf hafið með samvinnu vinstri flokkanna. Nú skulum við Alþýðuflokksmenn taka höndum saman og vinna að stórum sigri fyrir flokk okkkar og til hagsmuna fyrir alla Reyk- vikinga. Hitaveita Reykjavikur óskar eftir að ráða rafeindarverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við stjórnkerfi og rafeindabúnað veitunnar. Upplýsingar um starfið veitir Árni Gunnarsson i sima 25520. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu fyrir 15. febrúar 1982. Auglýsingasíminn FLOKKSSTARF Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Heldur fund n.k. fimmtudag 28. janúar kl. 20.30 i Alþýðu- húsinu v/Strandgötu. Dagskrá: Rifjuð upp baráttan íyrir þvi aö konur fengu kosninga- rétt. Frambjóðendur í prófkjöri Jóna Ósk Guðiónsdóttir og Maria Asgeirsdóttir mæta á fundinn og svara fyrir- spurnum fundarmanna. Almennar umræður. Kaffidrykkja. Fjölmennið, allir velkomnir Stjórnin. Siglufjörður Áuglýsing um framboðsfrest vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga. Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar hefur dkveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri stjórnmála- flokkanna á Siglufirði, sem fer fram laugardaginn 27. fébrúar 1982 frá kl. 10—19 Samkvæmt samkomulagi flokkanna skulu framboðslistar skipaðir 8 frambjóðendum hver. Óskað er eftir tillögum um skipan frambjóðenda á prófkjörslista Alþýðuflokksins á Siglufirði. Kjörgengir eru þeir sem uppfylla lagaákvæði um kjörgengi til sveitarstjórnar og hafa meðmæli minnst 10 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna á Siglufirði. Frambióendur geta boöiðsigfram iöll sætin eða i ákveðin sæti og hlita aö ööru leyti lögum Alþýðuflokksins um próf- kjör. Tillögum um framboð fylgi skriflegt samþykki þess er tillagan er gerð um. Tillögum skal skilað til Guömund- ar Árnasonar, Aðalgötu 24, simi 71601. Frestur til að skila framboðstillögum rennur út sunnu- daginn 7. febrúar kl. 19.00. Stjórn Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar 1 SPENNUM NOTUM Zá BELTIN LJÓS . . . dlltdf ... allan sólarhringinn að vetrarlagi. ||UI^FEROAR Hj úkrunarf rædingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga við heilsugæslustöðvar eru lausar til um- sóknar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsu- gæslustöðina á Dalvik og stöður hjúkr- unarfræðinga við heilsugæslustöðvarnar.á Hellu, Djúpavogi, Vik i Mýrdal, Ólafsvik, Laugarási i Biskupstungum, Þórshöfn á Langanesi og Asparfelli i Reykjavik. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116. Reykjavik, 25. janúar 1982. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið FLOKKSSTARF Auglýsing um prófkjör á Akureyri, framboðsfrestur og prófkjörs- dagur vegna bæjarstjórnarkosninga 1982 Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri samþykkti á fundi sinum þann 9. janúar 1982, að prófkjör um skipan efstu sætaá lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnarkosn- ingar á Akureyri 1982 fari fram þann 28. febrúar n.k. Kosið verður um skipan 6 efstu sæta. Viðhöfð verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla, en nánar tilkynnt um hana siðar. Skv. flokkslögum er prófkjör bindandi um skipan á fram- hoðslista.hafi frambjóðandi hlotið i viðkomandi sæti 1/5 hluta af atkvæðafjölda Alþýðuflokksins við siðustu bæjar- stjórnarkosningar á Akureyri 1978. Prófkjör er einnig bindandi, verði frambjóðandi sjálfkjör- inn. Kosningarétt i prófkjörinu hafa allir þcir, sem lögheimili eiga á Akureyri og orðnir verða fullra 18 ára þann dag, sem bæjarstjórnarkosningarnar fara fram og cru ekki flokksbundnir i öðrum stjórnmálaflokkum. Kjörgengir cru allir þeir, sem hafa mcðmæli minnst 25 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna á Akurcyri og skulu meðmælendur hafa náð 18 ára aldri, þegar bæjarstjórnar- kosningarnar fara fram. Tillögum um framboð skal fylgja skriflegt samþykki þess, sem tillaga er gerð um. Framboðsfrestur rennur út laugardaginn 6. febrúar 1982 kl. 24.00 og skal framboðum skilað til formanns fulltrúa- ráðsins, Snælaugs Stefánssonar, Viðilundi 8 c, Akureyri. Framboð, sem berast kunna eftir ofangreindan tima, verða ekki tekin til greina. Stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna Auglýsing um framboðsfrest fyrir prófkjör vegna komandi bæjar- stjórnarkosninga i Kópavogi Alþýðuflokksfélag Kópavogs hefur ákveöið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri stjórnmálaflokka i Kópavogi, sem fer fram laugardaginn 6. mars 1982. Samkvæmt reglugerð um prófkjöriö skulu framboðslistar skipaðir mest 18 frambjóðendum. Kjörgengi hjá Alþýðu- flokknum i Kópavogi hafa allir þeir, sem hafa meömæli minnst 15 manna, sem eru flokksbundnir i félögum Al- þýðuflokksins i Kópavogi, og uppfylla lagaskilyrði um kjörgengi til sveitarstjórna. Prófkjör er bindandi ef frambjóðandi, sem kjöri nær, fær a.m.k. 20 af hundraði kjörfylgis Alþýðuflokksins við siðustu bæjarstjórnarkosningar i Kópavogi. Prófkjör er einnig bindandi ef frambjóðandi veröur sjálfkjörinn. Allir frambjóðendur verða að gefa kost á sér i 1. sæti á framboðslistanum ogaööðruleytihlita lögum um prófkjör Alþýðuflokksins. Kosningarétt hafa allir Kópavogsbúar sem orðnir eru 18 ára og eiga lögheimili i Kópavogi. Tillögum um framboð ber aö skila á stööluöu eyðublaði, sem gefiö er út af Alþýðuflokksfélagi Kópavogs og liggur frammi hjá Jóni H. Guðmundssyni Alftröð 5 Kópavogi, en hann mun einnig taka við framboöum. Tillögur um framboð þurfa að hafa borist fyrir kl. 22.00 föstudaginn 5. febrúar 1982. Framboö sem koma eftir þann tima veröa ekki tekin til greina. STJÓR ALÞÝUÐFLOKKSFÉLAGS KÓPAVOGS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.