Alþýðublaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. ágúst 1983 3 65 þúsund þátt- takendur á fimleikamóti Hinar brosmildu þýsku stúlkur, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, voru þátttakendur í fimleikamóti einu miklu, sein fram fór í Frank- furt í Vestur-Þýskalandi fyrir skömmu. Og þátttakendur í mótinu voru hvorki fleiri né færri en 65 þúsund talsins og komu alls staðar að frá Þýskalandi. Á mótinu var meiri áhersla lögð á það að þátttakendur og áhorfendur skemmtu sér, frekar en að allir ynnu stóra sigra. Það þótti hins vegar sigur út af fyrir sig að ná svo mörgum þátt- takendum til mótsins, sem raun bar vitni. Sæmundur Olafsson forstjóri mmnmg Fæddur 7. apríl 1899 Dáinn 24. júlí 1983. í dag kveðjum við Alþýðu- flokksmenn einn okkar harðdug- legasta og einlægasta flokksfé- laga, sem ávallt gekk til starfa af miklu kappi og hlífði sér hvergi. Sæmundur Ólafsson var fædd- ur að Breiðabólsstað í Ölfusi 7. apríl 1899. Hann fór ungur til sjó- róðra og reri á opnum bátum frá Þorlákshöfn, síðan fór hann til sjós á skútum frá Reykjavík árið 1919, en á togurum hóf hann störf 1923 ýmist sem stýrimaður eða bátsmaður. í land fór Sæmundur 1939 og gerðist forstjóri Kexverksmiðj- unnar Esju og var gjarnan kennd- ur við það fyrirtæki. Sæmundur gekk í Sjómannafélag Reykjavík- ur strax þegar hann kom til Reykjavíkur 1919ög var gerður að heiðursfélaga þess 1980. Þegar Sæmundur fór í land var hann fljótt kallaður til starfa í Sjómannafélaginu og var í Trún- aðarmannaráði þess og gegndi þar mörgum öðrum trúnaðar- mannastörfum m.a. í stjórn þess og var þá gjaldkeri eins og svo marg oft síðar í öðrum stjórnum Happdrætti Hjartaverndar 1983: Vinningar að upphæð 1.2 millj. kr. Happdrætti hefur verið ein af tekjulindum Hjartaverndar um árabil. Allur ágóði af happdrættinu rennur til rekstrar Rannsóknar- stöðvarinnar sem nú hefur starfað í hálfan annan áratug. Að þessu sinni eru vinningar alls að upphæð kr. 1.220 þúsund. Aðalvinningurinn er Tredia bif- reið að verðmæti kr. 400 þúsund. Auk þess eru 11 aukavinningar, fjárhæðir til íbúðarkaupa, kr. 300 þúsund og 200 þúsund, kanadískur snjósleði að verðmæti kr. 160 þúsund og 8 utanlandsferðir eftir eigin vali á kr. 20 þúsund hver. - Dregið verður 7. október n.k. - Hjartavernd er með happdrætti aðeins einu sinni á ári. Á undanförnum árum hefur happdrættið að verulegu leyti rennt stoðum undir rekstur Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar en hún er sem kunnugt er leitar- og rannsókn- arstofnun. Aðalverkefni hennar er að leitast við að finna einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og einnig eru rannsakaðir margir aðrir heilsu- farsþættir. Niðurstöður rannsókn- anna eru síðan gefnar út i skýrslum. Hjarta- og æðasjúkdómar eru mannskæðustu sjúkdómar með þjóðinni og svo hefur verið síðustu áratugina. Öllum ber saman um að verndandi og fyrirbyggjandi að- gerðir séu nauðsynlegar ef vinna á bug á þessum sjúkdómum. Rann- sóknir eru því knýjandi ef takast á að grafast fyrir meinin. Því var Rannsóknarstöð Hjartaverndar stofnuð og til þess er hún starfrækt. Auk þeirra tugþúsunda einstakl- inga sem skoðaðir hafa verið í stöð- inni hafa rannsóknir einnig verið gerðar úti á landsbyggðinni fyrir forgöngu og undir umsjón stöðvar- innar. Rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar í öllum landshlutum og nú stendur yfir rannsókn á 3000 einstaklinga úrtaki úr Reykjavík og af landsbyggðinni sem framkvæmd er að beiðni Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar. Samskonar rann- sókn á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma fer nú fram í um 30 þjóðlöndum og samþykkti Hjarta- vernd að annast rannsóknina hér á landi. öll þessi starfsemi Hjartaverndar kostar mikið fé og hefur happ- drættið frá byrjun lagt drjúgan skerf í þann sjóð. Tilkostnaður eykst árlega og því vilja forráða- menn Hjartaverndar heita á allan almenning að leggja starfsemi sam- takanna lið með því að kaupa miða i happdrættinu og stuðla að sölu þeirra. Um Ieið eiga þeir von á góð- um vinningi ef heppni er með. Gott málefni á góðan stuðning skilinn. Frá Krabbameinsfélagi Austfjarða: 740 konur mættu til hópskoðunar Sunnudaginn 26. júní s.l. var haldinn aðalfundur Krabbameins- félags Austfjarða í félagsheimilinu Skrúði á Fáskrúðsfirði. Formaður félagsins Aðalbjörg Magnúsdóttir flutti skýrslu stjórn- ar. Þar kom m.a. fram að 740 konur höfðu mætt til skoðunar í nýlok- inni hópskoðun, sem fram fór á vegum félagsins og sem Eggert Brekkan, yfirlæknir í Neskaupstað, sá um. Mikill áhugi ríkti á fundinum um reykingavarnir og voru fundar- menn sammála um að þar þyrfti m.a. til að koma sterk og samfelld fræðsla í skólunum og hyggst félag- ið í framtíðinni leitast við að leggja því máli virkan stuðning. Aðal verkefni félagsins um þessar mundir er ásamt fleiri félögum í fjórðungnum að vinna að fjársöfn- un til kaupa á sónar fyrir fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Fundarmenn létu í ljós ánægju með þessa ákvörðun, því óneitanlega er bæði erfitt og dýrt fyrir konur að Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Apóteks Austurbæjar i Reykjavík er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða 2. málsgr. 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varðandi húsnæði lyfjabúðarinnar. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1984. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 4. september 1983. 3. ágúst 1983 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. Og þar sem upplýst var að sónarinn komi til góða við ýmsar fleiri rann- sóknir en fyrir verðandi mæður, þótti þetta því fremur mjög vel til fallið. Félagið gaf kr. 10 þús. í minningu Guðmundar heitins Jóhannssonar læknis til Krabbameinsfélags fslands. Meðlimatala félagsins er milli 800-900 og félagssvæðið er Nes- kaupstaður, Eskifjörður, Reyðar- fjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðv- arfjörður. Fundurinn samþykkti að hækka árgjöld félagsins úr 50 kr. i 100 kr. Að síðustu flutti formaður þakk- ir til allra þeirra, sem stutt hafa félagið í starfi. Að fundi loknum þáðu fundar- gestir veitingar í boði heimamanna. Stjórn félagsins skipa: Formaður Aðalbjörg Magnúsdóttir, Fáskrúðsfirði, ritari Sigurbjörg Bjarnadóttir, Neskaupstað, gjald- keri Guðrún Sigurjónsdóttir, Neskaupstað. Meðstjórnendur: Helga Aðal- steinsdóttir, Reyðarfirði, Eggert Brekkan, yfirlæknir, Neskaupstað. annarra félaga og talar það sínu máli. Mér er Sæmundur eftirminni- legur maður, sem gaman var að vinna með í félagsmálum og þá á- nægjulegast þegar harkan var mest og bardaginn harðastur. Undir slíkum "kringumstæðum naut Sæmundur sín best, því kjarkur hans, Jlarlmennska og baráttugleði var honum ásköpuð. Ekki var þó öllum að skapi þessi eldmóður Sæmúndar, því allir sem unnu með honum að félags- málum.hvort sem var innan Al- þýðuflokksins eða sjómannasam- takanna,urðu að þola tæpitungu- laust tal hans og hirti hann ekkert um hvort mönnum líkaði betur eða verr. Sæmundur þoldi enga kyrrstöðu eða aðgerðarleysi, það varð að gera eitthvað, það varð eitthvað að gerast, allt annað var leti og óverjandi. Kynni okkar Sæmundar hófust fyrst 1946 er okkur var falið ásamt mörgum öðrum að vinna að á- kveðnu verkefni, sem mörgum óx í augum. Það samstarf stóð stans- laust í sex ár og verður ekki á neinn hallað, þótt ég nú, sem á- vallt áður,haldi því fram, að þar dugði hann best með sinn al- kunna eldmóð og baráttugleði þar til málið var komið í höfn. Þannig mun Sæmundur Ólafs- son alltaf hafa staðið að verki, að hverju sem hann gekk. Hann þótti kappsamur til sjós og vildi láta verkin ganga, hann var jafn kapp- samur í landi er hann starfaði að félagsmálum. Að sjálfsögðu vald- ist slíkur maður til margra trúnað- arstarfa. Hann sat í stjórn A.S.Í. og var gjaldkeri, þann trúnað þótti honum vænt um. Hann sat þing Alþýðuflokksins og þing Al- þýðusambands íslands, þá var hann í stjórn Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna og stjórn Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksins. Auk þessa sat hann í mörgum öðrum stjórn- um og nefndum. Síðast en ekki síst sat hann sem fulltrúi neytenda í hinni frægu 6-manna nefnd þ.e. Verðlagsnefnd landbúnaðarins og varð honum oft tiðrætt um það og taldi þar mikilla breytinga þörf. Þegar Sæmundur hætti að mestu félagsmálastörfum innan Alþýðuflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar, settist hann ekki í helgan stein. Slíkur atorkumað- ur varð að hafa ærinn starfa um- fram brauðstritið. Hann gerðist fjáreigandi, stundaði það af kappi, sem annað. Þó Sæmundur væri orðinn fullorðinn maður hóf hann að stunda öræfaferðir um landið þvert og endilangt og var þá í essinu sínu. Sæmundur hafði mikið þrek og mikla elju. Hann tapaði einum og einum bardaga í félagsmálastúss- inu, en hann var ósigraður og kjarkurinn óbilaður. Hann háði sitt síðasta stríð í vissunni um sig- ur. Helsjúkur vildi hann fá Al- þýðublaðið í hendur, hann gat ekki lesið það^svo sjúkur var hann orðinn, en hugur hans var hinn sami sem fyrr. Við kveðjum góðan Alþýðu- flokksmann og við höfum svo margt að þakka. Konu hans frú Vigdísi og börn- um þeirra og öðrum ættingjum sendum við hjónin okkar sam- úðarkveðjur. Vilhelm Ingimundarson Kveðja frá Alþýðuflokknum í dag er til moldar borinn ■ Sæmundur Ólafsson forstjóri Kexverksmiðjunnar Esju í Reykja- vík. Með Sæmundi er genginn góður og gegn Alþýðuflokksmaður um áratuga skeið. Sæmundur tók virk- an þátt í störfum Alþýðuflokksins og baráttu hans fyrir betra og rétt- látara þjóðfélagi á íslandi, en hann gjörþekkti líf hins íslenska alþýðu- manns, jafnt til sjávar og sveita. Jafnaðarstefnan hefur misst traust- an hirðmann. Mörgum er Sæmundur eflaust minnisstæður úr fjölmörgum sumarferðum Alþýðufíokksins í Reykjavík, en þar var hann farar- stjóri til fjölda ára og miðlaði af þekkingu sinni á sögu landsins og staðháttum. Alþýðuflokkurinn sendir ekkju Sæmundar Ólafssonar og öðrum aðstandendum hugheilar samúðar- kveðjur. Kristín Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðuflokks- ins. Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Sauðár- króki er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. október 1983. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. 50% staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Asparfelli 12, Reykjavík. 2. 60% staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Árbæ, Reykjavík. 3. 50% staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Mið- bæjar, Reykjavík. 4. 50% staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi. 5. 50% staöa hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Vík í Mýrdal. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu fyrir 1. september 1983. 2. ágúst 1983 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.