Alþýðublaðið - 31.03.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.03.1984, Blaðsíða 1
Flokkstjórnarfundur Flokksstjórnarfundur Alþýöuflokksins verður haldinn mánudaginn 2. apríl klukkan 17:00 I lönó, uppi. Fundar- efni: 1. Skattakerfi og afnám tekjuskatts. Framsögumaður JÓn Þorsteinsson. 2. Frjálst útvarp. Framsögumaður Árni Gunnarsson. 3. Önnur mál. Formaður. Geislavirk efni hafa fundist í Austur-Grænlands straumnum — en hann kemur upp að Islandi norðanverðu og kvíslast þar Þau alvarlegu tíðindi hafa spurst, að í Norðursjó og Norður- Atlantshafi hafi mælst geislavirk efni. Danskir og sænskir vísinda- menn hafa mælt Caesiuin-meng- un í Norðursjó og Austur-Græn- landsstraumnum, en eins og kunnugt er, kemur sá straumur upp að íslandi norðanverðu og skiptist síðan í tvær kvíslar um- hverfis það. Þessi geislavirka mengun er rakin til Windscale eða Sellafield- stöðvarinnar, (eins og hún heitir nú) á Bretlandseyjum, en það er endurvinnslustöð fyrir kjarn- orkuúrgang. Það virðist Ijóst að affall frá stöðinni hefur mengað hafið í þeim mæli, að geilsavirk efni mælast nú við Grænlandsstrend- ur. íslendingar, Danir, Svíar og Norðmenn hafa nýlega lagt fram mjög ákveðna tillögu um bættan tækjabúnað stöðvarinnar. Þetta mun vera fyrsta staðfesta dæmið um geislavirka mengun i Norður-Atlantshafi. Þessi geisla- virku efni geta borist til Islands, eins og þau hafa borist til Græn- lands. Magnús Jóhannesson, settur siglingamálastjóri, sagði í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að sér hefðu borist skýrslur um þessar mælingar og að þessi geislavirkni i Austur-Grænlandsstraumnum hefði verið staðfest. Hann sagði, að íslendingar yrðu að vera mun betur á varðbergi gagnvart hverskonar ntengun í hafinu, og það mætti ekki spara neinar að- gerðir eða ráð til að koma í veg frekari mengun. í leiðara Alþýðublaðsins í gær var vakin athygli á þeirri hættu, sem að íslendingum steðjar á þessu sviði. Þar sagði m.a.: „Fyrir nokkrum árum þótti íslendingum mengunarhætta Norður-Atlants- hafsins fjarlæg og að engu haf- andi. Nú er þessi hætta við bæjar- dyrnar og ber að bregðast við henni af öllum mætti og fyllstu hörku. Stærstu fiskmarkaðir ís- lendinga yrðu fljótir að lokast, ef í ljós kæmi mengun af einhverju tagi á íslenskri veiðislóð. Þá væri afkomu þjóðarinnar stefnt í meiri voða en nokkru sinni hefur þekkstl' Þessi frétt um geislavirka mengun í Austur-Grænlands- straumnum sýnir og sannar hver alvara er á ferðum hjá þjóð, sem byggir mestan hluta afkontu sinn- ar á sjávarafla. — ÁG — Albert stefnir á uppgjör! Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra er kominn í heilagt stríð við Flugleiðir og hluthafa félagsins. Hann horfir annars vegar á galtóm- an ríkissjóð og hins vegar á 108 milljón króna hagnað Flugleiða, auk þess sem hann gýtur augunum skáhallt til samráðherra sinna og hefur ályktað sem svo að Flugleiðir séu beturen ríkiðístakk búnirtil að greiða 65 milljón króna áfallna skuld vegna ríkisstyrks til félagsins frá 1982. Gagnrýni Alberts Guðmunds- sonar á Flugleiðir í þessu máli er ntjög hörð. Hann hefur lýst því yfir að hann sé staðráðinn í því að láta félagið borga skuldina og ætlar að fylgja því eftir með lagabreytingum ef með þarf að félagið borgi þessar 65 milljónir, eins og „aðrir skuldar- ar“. Segir hann að gagnrök Flug- leiða þýði sama og að félagið hefði lagalegan rétt til að gera út á ríkis- sjóð og að tími sé kominn til að loka ýmsum svikamyllum sem binda rík- issjóð sjálfkrafa útgjöld, sem eru með „engu móti réttmæt". Gagnrýni fjármálaráðherra er hörð, en Flugleiðamenn hafa svar- að fullum hálsi. Á aðalfundi félags- ins nú í vikunni komu yfirlýsingar Alberts eins og köld vatnsgusa. For- ráðamenn félagsins hafa lýst því yf- ir að málflutningur fjármálaráð- herra sé fjarstæða og úr lausu lofti gripinn, þeir muni ekki greiða neitt af skuldinni, enda annað bundið i lögum. Segja þeir ríkið hafa neytt félagið til að reka innanlandsflugið með tapi í þrjú ár og spurning hver skuldar hverjum hvað í raun. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvort kröfur Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra séu um leið kröfur allrar ríkisstjórnarinnar. Það verður þó að draga í efa og lík- legra má telja að um enn eitt sóló- spil Alberts sé að ræða, þar sem hann hefur hunsað samráðherra sína með öllu og kemur þetta þá i beinu framhaldi af sólóspilum Al- berts í stríði hans við samflokks- menn og þingmenn stjórnarflokk- anna almennt. Vegna atburða á undanförnum vikum og mánuðum telur Albert að samráðherrar hans hafi stillt sér upp við vegg og grípur hann til hverra refsiaðgerðanna á fætur öðrum. Hann er að hefna sín fyrir hinn brotna fjárlagaramma, fyrir andstöðu stjórnarþingmanna gegn samningi hans við Dagsbrún og lengi mætti áfram telja. Um leið hafa atvinnurekendur og samtök þeirra sent fjármálaráðherra tóninn í ýmsum málum og má t.d. nefna gagnrýni félaga hans í verslunar- stéttinni, þar sem þeir skömmuðu hann fyrir að afnema ekki sérstak- an skatt á verslunar- og skrifstofu- Framhald á bls. 2 SFR: Uppsögn og verkfall 1. sept. Sameiginlegur útvarps- og sjónvarpsrekstur verkalýðshreyfingar? Starfsmannafélag ríkisstofn- ana hélt aöalfund sinn í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun um kjaramál þar sem hvatt er til uppsagnar kjara- samnings launþega og að boðað verði til verkfalla frá 1. septem- ber. í ályktun fundarins um kjaramál segir að launafólk hafi gengist und- ir allar byrðar efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar, auk þess sem stöðugar hækkanir á verði nauð- þurfta, opinberrar þjónustu hafa dunið yfir samhliða hækkun skatta- og útvarsbyrði á launþegum og hækkun lasteignaskatta á íbúð- arhúsnæði. Á sama tíma séu lækk- uð öll gjöld á atvinnu- og verslunar- húsnæði, lækkaðir skattar á at- vinnurekstri og hlutafjáreigendum, kaupmönnum gefnar frjálsar hend- ur við álagningu á nauðsynjavöru og stórfyrirtæki með á annað hundrað milljóna gróða á liðnuári, veitt fyrirheit um tugmilljóná gjöf úr galtómum ríkissjóði. Um leið sé ráðgert að lækka niðurgreiðslu á búvöru og leggja söluskatt á mat- vöru, svo ríkissjóður geti staðið við Framhald á bls. 3 p-RITSTJORNARGRElN-. . ............... Upprætum skattsvikin Alþýðuflokkurinn hefur árum saman gagnrýnt harðlega hversu slaklega er staðið aö skattrann- sóknum hér á landi og hve nauðsynlegt er aö taka skattsvik fastari tökum, en gert er. Þær stofnanir sem hafa þetta verkefni með höndum hafa veriö hafðar I fjársvelti og möguleikar þeirra til raunhæfs eftirlits hafa því verið af skornum skammti. Stjórn þingflokks Alþýðuflokksins gekk á fund fjármálaráðherra nú I vikunni og kynnti honum sér- staklega tillögur þingmanna Alþýðuflokksins til átaks gegn skattsvikum; tillögur sem lagðar hafa verið fram á Alþingi. Tildrög fundar þingmannanna með fjármálaráðherra voru þau, að í sjónvarpsþætti fyrir skömmu, þegar til umræðu var fjárlagagatið ill- ræmda, þá lýsti Eiður Guðnason formaður þing- f lokks Alþýöuflokksins því yfir, að mikilvægt væri að herða skattinnheimtu og sporna gegn skattsvikum, því Ijóst væri að þar lægi stórfé sem rlkissjóði bæri, en fengi ekki. Fjármálaráðherra sagðist reiðubúinn að taka á þessu máli og óskaði sérstaklega eftir hugmyndum Eiðs og Alþýðuflokksmanna I þessum efnum. Þess vegna lögðu þingmennirnir leið sína á fund fjármálaráðherra og skýrðu fyrir honum hvað gera bæri í þessum málum. Að vlsu hefði fjármála- ráðherra átt að hafa glöggar upplýsingar um þessi mál úr þingsölum, þar sem þessi mál hafa verið kynnt af þingmönnum Alþýðuflokksins, en góð vlsa verður aldrei of oft kveðin og stjórn þingflokks Alþýðuflokksins taldi þvf ástæðu til að verða við óskum fjármálaráðherra og hitta hann sérstaklega að máli vegna þessara tillagna og færa hann í allan sannleika um nauðsynlegar úrbætur. Tillögur Alþýðuflokksins byggja i aöalatriðum á tveimurþingsályktunartillögum þingmanna Alþýðu- flokksins, sem nú eru i meöförum Alþingis. Þar er lagt til að gerðveröi ítarleg athugun áumfangi skatt- svika I þjóófélaginu með því að bera saman annars vegar upplýsingar um þjóðartekjur sem liggja fyrir I ýmsum opinberum gögnum og hins vegar framtald- ar skatttekjur í framtölum. Þá telur Alþýðuflokkurinn að mikilvægt sé að menn geri sér glögga grein fyrir þvl I hvaða atvinnu- greinum llklegt er að skattsvik séu algengust. Þingmenn Alþýöuflokksins leggja og sérstaka áherslu á betri skil af söluskattinum og I því sam- bandi veröi að endurskoða allt fyrirkomulág sölu- skattskerfisins og kannað í því sambandi hvort ekki sé skynsamlegra að fækka undanþágum frá sölu- skattinum og lækka jafnframt skattprósentuna. Þá er lagt til aö stofnuð verði sérdeild við Saka- dóm Reykjavlkur eöa komið á laggirnar sérdómstól, sem hafi það afmarkaða verkefni að fjalla um skatt- svik", bókhaldsbrot og önnur skyld mál. I tillögunum er einnig lagt til að herða refsiákvæði vegna skattsvika. Alþýóuflokkurinn vill einnig að sérstaklega verði skoöaðir möguleikareinstaklingai atvinnurekstri til ýmisskonar frádráttar. Þá er bent á nauðsyn þess að auka hagræðingu og tölvuvæöingu við upplýsingaöflun og úrvinnslu skattframtala, samhliða því sem auknu fjármagni verði veitt til skattaathugana, þannig aö t.a.m. sér- hæfður mannafli hafi tök á þvi að rannsaka sérstak- lega 10—20% af skattframtölum fyrirtækjaog ein- staklinga í atvinnurekstri á hverju ári. I tillögunum segir einnig, að margir hafi fyrir augunum dæmi um einstaklinga sem berast stór- lega mikið á, en greiða jafnframt litla skatta. Þetta þekki allir. Skattrannsóknardeild þarf að geta rann- sakaðslíktilvikjafnveleftirábendingumfráalmenn- ingi. Það er vitað mál, að lltill hluti þjóðfélagsþegna svlkur undan skatti, enda möguleikar alls þorra launafólks til sllkra brota, vart tii staðar. En á móti kemur, að fámennur hópur einstaklinga hefur mikið svigrúm til skattsvika og nýtir sér þá möguleika óspart. Og þar liggja stórar upphæðir. Umfram allt verða menn að átta sig á því að skatt- svik þýða i raun það eitt, að aukinn þungi verður á þeim mikla meirihluta þjóðfélagsþegna, sem greiðir sín gjöld skilvfslega og samviskusamlega. Þaö er ranglátt. _ gáo

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.