Alþýðublaðið - 31.03.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1984, Blaðsíða 2
2, Laugardagur 31. mars 1984 -RITSTJÓRNARGREIN'. Áhrif einangrunar Fyrir skömmu fjailaöi Helgarpósturinn um þá llfs- reynslu og þærsálarkvalirsem fylgt getaeinangrun- arvist í fangelsum og ræddi í því sambandi viö þá Magnús Leópoldsson og Einar Gunnar Bollason, sem saklausir sátu í gæsluvarðhaldi I 105 daga vegna meintrar aðildar aö Geirfinnsmálinu svokall- aöa. Fólk leiðir ef til vill ekki hugann aö þvi, þegar hugtakiö gæsluvarðhald ber á góma, hvaö í því raun- verulega felst. í rauninni er þá um algjöra frelsis- sviptingu aö ræöa, algjöra einangrun. Þeir sem í hafa lent, sekir eöa saklausir, hafa ekki aö ástæóu- lausu nefnt langa gæsiuvarðhaldsvist, „sannkall- aða vítisvist". Hér verður ekki fjallaó um ástæöur þess hvenær nauðsyn er á þvl, að hneppa menn í gæsluvaröhald, þótt ýmsir hafi oröiö til aö gagnrýna þaö, að notkun þess úræðis hér á landi sé tíðari og einangrunin meiri en gerist og gengur víða erlendis. Alþýðublaó- ió vill hins vegar vekja athygli á áhrifum einangrun- arvistar af þessu tagi á einstaklinga. í viðtölum viö menn sem upplifað hafa slíkt og aðra, sem sérstak- lega hafa rannsakaö þessi mál, kemur fram aö áhrif einangrunar á sálarlíf einstaklinga er glfurleg. Erlendur Baldursson afbrotafræðingur sagði í við- tali, að I síðari heimsstyrjöldinni hefðu verið gerðar tillraunir á einangrunarþoli manna. Heilbrigðir menn voru lokaðir inni um nokkurn tima og kom í Ijós að flestir þeirra fóru að sýna merki geðrænna kvilla strax á öðrum degi einangrunarinnar. Eftir viku voru þeir allir farnir að sýna afbrigðilegt hegö- unarmynstur. Mörgum árum síðar voru slóan þessir menn, er tóku þátt I tilrauninni, leitaðir uppi og kom þáí Ijósað allirhöfðu þeirátt erfitt uppdráttar í lífinu og voru margir þeirra enn með eftirköst vegna hinn- ar umræddu tilraunar — einangrunar um nokkur tíma. Magnús Lepóldsson lýsir vel í Helgarpóstinum hvernig lífið gekk fyrir sig I Síöumúlafangelsinu, þegar hann sat þar inni saklaus, i hálfan fjórða mán- uð. Hann segir: Einu samskiptin við lifandi verur voru annars vegar viö fangelsisprest, sem mátti hitta mig I örfá skipti á þessum 105 dögum og tala við mig tíu mínútur I senn, og hins vegar mátti lög- maðurinn minn eiga við mig orð einu sinni I viku nákvæmlega korter hvert skipti. Ég fékk aldrei að sjá konu mlnaallan þennan tíma, ekki einu sinni að tala við hana í sima, hvað þá að skrifa henni. Samfang- ana fékk ég heldur ekki að sjá. Aldrei út undir bert loft, ekki að njóta eins einasta fjölmiðils I rúma þrjá mánuði." Og Magnús heldur áfram og segir: Út frá þessu getur fólk rétt ímyndaö sér hversu mikil nautn það var að fá fylgd fangavarðanna á klósettið og geta kannski yrt á þá nokkrar setningar og fá pinulítið svar viö tilverunni, þó ekki væru nema eins at- kvæðisorð.*1 Oglýsing Einars Bollasonar af einangrunarvistinni er einnig mjög áhrifarík. Hann segir t.a.m. frá því I HRviðtalinu að það hafi verið hrein upplifun að fá tækifæri til að skúra klefann sinn; fá að fara út úr klefanum, fram á gang og sækja skúringafötu og skrúbb. Einar sagði (viðtalinu, að aðeins þetta hefði „jafnast fullkomlega á við þá tilfinningu að vera á leiðinni I sólarlandaferð; þaö eitt að sjá nýtt um- hverfi í nokkrar sekúndur hefði verið frábær uppiif- un.“ Báðir þessir menn hafa lýst því hreinskilnislega hvernig þessi 105 daga dvöl í Síðumúlafangelsinu hefur haft gífurleg áhrif á allt þeirra líf. Á meðan á einangruninni stóð misstu þeir trúna á allt og alla og eftirköstin eftir að þeim var sleppt voru að sama skapi mikil. Og báðir segja þeir, að vafalaust muni þessi hryllilegaminningaldrei hverfafrá þeim, held- ur verða fylgifiskur þeirra alla ævi. Alþýðublaöið telur eðlilegt að almenningur viti hvað það þýðir í raun, þegar samborgarar okkar eru hnepptir í gæsluvarðhald. Úrskurður um gæsluvarð- halderalvarlegt mál, reyndarrétturrannsóknaraðila sakamála, sem ber að fara með á gætilegan hátt. Reynslan úrGeirfinnsrannsókninni á að Kafa kennt okkur það. — GÁS. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Síðumúli 13 — P.O. Box 5295 — 125 Keykjavik Laus er til umsóknar staða Upplýsinga- og fræðslufulltrúa Viðkomandi skal hafa staðgóða menntun og starfsreynslu á sviði upplýsinga- og fræðslumála eða hliðstæðra starfa. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Síðumúla 13. Reykjavík, eigi síðar en 24. apríl n.k. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Sumarnámskeið vélstjóra 1984 Eftirtalin námskeið verða haldin í júní 1984 ef næg þátttaka fæst: 2.-8. júní. Stillitækni (reglunartækni), undirstöðu- atriði, aðhæfing og rekstur. Rafmagnsfræði 1, segulliðastýringar og rafdeifikerfi skipa. Tölvufræöi, vélbúnaður, forritun og hag- nýt notkun. 12.—16. júní. Kælitækni 1, varmafræði, þættir, kerfi, rekstur og viðhald. Rafmagnsfræöi 2, rafeindastýringar og iðnaðarstýringar PC. Rafeindatæki, upprifjun rafeindarása, siglingatæki. Umsóknir berist Vélskóla íslands, póst- hólf 5134, ásamt þátttökugjaldi fyrir hvert námskeið, kr. 3.000, fyrir 15. maí n.k. (námsgögn eru innifalin). Námskeiðin eru miðuð við að viðkomandi hafi lokið vélstjóraprófi. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsinga- blaði verða send þeim sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skól- ans í síma 19755. 29. mars 1984. Skólastjóri. Góðu vinir og frændur, hjartansþökk flyt ég ykkur fyrir hlýhug og gleði á heilladegi mínum þann 9. mars sl. Albert L Steinunn Finnbogadóttir J Utboð Tilboð óskast í eftirfaldar bifreiöar og vinnuvélar vegna Vélamiöstöðvar Reykjavíkurborgar. 1) MercedesBenz sendibifreiö D-609 ár. 1976 2) MercedesBenz vörubifreiö 2224 6x4 árg. 1972 3) Hínó vörubifreió ZN 802 árg. 1980 4) Hjólaskófla CASE 760 B árg. 1980 5) Dráttarvél Massey Fergusson 135 árg. 1974 6) Subaru Station 4x4 árg. 1983 7) Simca fólksbifreið árg. 1978 8) Simca sendibifreið árg. 1979 9) Simca Pickup VF 1100 árg. 1979 10) Simca Pickup VF 1100 árg. 1979 11) Volkswagen sendibifreiö árg. 1975 12) Volkswagen sendibifreið árg. 1973 13) Volkswagen DC 6.manna hús-pallur árg. 1974 14) Volkswagen DC ö.manna hús-pallur árg. 1974 15) Volkswagen DC 6.manna hús-pallur árg. 1974 16) Volkswagen DC 6.manna hús-pallur árg. 1974 húsnæði. Sjálfsagt þykir Albert at- vinnurekendur sýna með þessu og öðru vanþakklæti á sama tíma og hann hefur lækkað gjöld á atvinnu- húsnæði og skatta á atvinnurekstri, ásamt ýmsum fyrirgreiðslum öðr- um. Og hann hefur opinberlega lýst því yfir að hann sé verslunarstétt- inni, félögum sínum, sérstaklega reiður yfir því að enn hafi vöruverð ekki lækkað eins og vaxtaþróun með lækkandi verðbólgu hefur gef- ið tilefni til. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að fjármálaráðherra- tignin sé honum ekki föst i hönd- um. L LANDSVIRKJ Utboð Landsvirkjun óskar hér með f 4. áfanga Kvíslaveitu, í samræ Miðað er við að Ijúka verkinu 1985). Helstu magntölur áætlast þe Ofangreindar bifreiöar og vinnuvélar eru til sýnis í porti Vélamiðstöðvar að Skúlatúni 1. Tilboðin verða opnuð á Skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3 miðvikudaginn 4. apríl kl. 14 eftir há- degi. Réttur er áskilin til að taka hvaða tilboði sem er i hvert útboðsnúmer eða að hafna öllum. INNKAÚPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Skurðgröftur Stíf lufyllingar Vegafylling Borun vegna þéttunar Efjudæling Einnig er óskað eftir tilboðdi grunnum við Þórisvatn í sa 1501. Því verki skal Ijúka á þe Helstu magntölur áætlast þe Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 SJ LANDSVIRKJUN Staða rekstrarstjóra Staða rekstrarstjóra Landsvirkjunar er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí 1984 að teljaog er umsóknarfrestur til 1. maí n.k. Umsóknir send- ist forstjóra Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf umsækjanda auk annarra upplýsinga sem hann telur máli skipta. Gröftur Borun vegna þéttunar Efjudæling Útboðsgögn 5205 vegna 4. ; afhent á skrifstofu Landsvirk Reykjavík, frá og með miðvil gegn óafturkræfu gjaldi að up eintak en kr. 300 fyrir hvert ei Útboðsgögn 1501 vegna stí verða afhent á sama stað frá i apríl 1984 gegn óafturkræfu < fyrir fyrsta eintak en kr. 150 fy bótar. Tilboöum skal skila á skri Reykjavlk fyrir kl. 14:00 miðvik samadag kl. 15:00 verðaþau Oj landsbraut 2, Reykjavík, að vi 31. mars 1984. Landsvirkjun Reykjavík, 31. mars 1984 Landsvirkjun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.