Alþýðublaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. maí 1984
3
..
■ I' Sl j
MiMllfe - -- ÉM
V erkamannasamband
íslands 20 ára
Þann 9. maí sl. voru 20 ár síðan
Verkamannasamband íslands var
stofnað í Lindarbæ í Reykjavík. í
tiiefni þessara tímamóta var ákveð-
ið að sambandsstjórnarfundur
VSMÍ yrði að miklu leyti helgaður
þessum tímamótum. Sambands-
stjórarfundurinn var haldinn í gær
10. maí og er framhaldsfundur í
dag 11. maí kl. 10.00 í sal Rafiðnað-
arsambands íslands
Á fundinum eru til umræðu
kjaramál, starfsemi sambandsins
og fjallað verður um hlutverk
verkalýðshreyfingarinnar í íslensku
þjóðfélagi fyrr og nú. Framsögu-
menn um kjaramál og starfsemi
VMSÍ verða þeir Guðmundur J.
Guðmundsson, Lárus S. Guðjóns-
son og Þórir Daníelsson. Árni
Gunnarsson og Baldur Óskarsson
verða framsögumenn um hlutverk
verkalýðshreyfingarinnar í íslensku
þjóðfélagi.
Auk fundarstarfanna verður
formlega tekið í notkun merki, sem
VMSÍ hefur látið gera fyrir sig.
Verður þeim, sem sæti hafa átt í
framkvæmdastjórn Verkamann-
sambandsins, en látið hafa störf-
um, afhentur borðfáni með merki
sambandsins, sem viðurkenning
fyrir unnin störf í þágu þess. Enn-
fremur því starfsfólki, sem hjá
VMSÍ hefur starfað.
Fyrsti formaður Verkamanna-
sambands íslands var Eðvarð
Sigurðsson, en hann lét af for-
mennsku 1975. Síðan hefur Guð-
mundur J. Guðmundsson gegnt
formennsku í VSMÍ. Þórir Daníels-
son hefur verið framkvæmdastjóri
Verkamannasambandsins frá upp-
hafi.
Rokkgeingið
„Rokkgeingið", nefnir sig hópur
fólks sem mun ferðast um landið
þvert og endilangt í sumar og
skemmta landanum. Samanstendur
hópurinn af kvennahljómsveitinni
„Djelly-systrum“, sem hafa vakið
verðskuldaða athygli undanfarið og
hinni gamalkunnu hljómsveit
Landshornarokkurunum sem
munu koma fram í góðu formi. Svo
mun rockabillysöngvarinn „Billy
Rock“ koma fram en hann hefur
skemmt í Þórscafé og Skiphól við
mikinn fögnuð áhorfenda. Er allur
hópurinn með plötu í vinnslu svo og
hver hljómsveit fyrir sig. Vonast
hópurinn eftir góðu sumri eins og
væntanlega allir landsmenn.
Skoðanakannanir á íslandi
Ráðstefna um málið
Flagvangur hf., boðar til ráð-
stefnu um skoðanakannanir föstu-
daginn 11. maí n.k., kl. 13.00 til
17.00 í Lækjarhvammi (Átthagasal)
Hótel Sögu.
Fundarefnið nefnist „Gerð skoð-
anakannana á íslandi. Er lagasetn-
ingar þörf?“
Ráðstefnan er öllum opin og
meðal efnis sem fjallað verður um
er persónuréttur, rannsóknar-
frelsi, tölvuvinnsla persónulegra
upplýsinga, reynsla af núverandi
lögum, hugsanleg áhrif pólitískra
kannana á niðurstöður kosninga,
lög um skoðanakannanir erlendis
o.fl.
Sögu- og skipu-
lagssýning
Reykjavíkur
Á morgun laugardaginn 12. maí
kl. 14:00 opnar Davíð Oddsson
borgarstjóri sögu- og skipulagssýn-
ingu í Kjarvalssal að Kjarvalsstöð-
um í Reykjavík.
Markmiðið með sýningunni er
að gefa borgarbúum og öðrum
landsmönnum tækifæri að kynna
sér ýmsa þætti úr skipulagi Reykja-
víkur, bæði úr nútíð og fortíð.
Sýningin er í 6 deildum: 1) Sögu-
leg þróun byggðar — skipulags-
saga. 2) Félagsmál og frítímaiðja. 3)
íbúar og athafnalíf. 4) Umferðar-
mál. 5) Nýleg skipulagsverkefni. 6)
Framtíðarsýn.
Sýningin er aðallega í myndrænu
formi, þ.e. Ijósmyndir, loftmyndir,
kort, skipulagsuppdrættir og skýr-
ingarmyndir. Sem dæmi um ný
skipulagsverkefni sem kynnt eru á
sýningunni má nefna, skipulag
íbúðarbyggðar við Grafarvog,
skipulag Nýs miðbæjar í Kringlu-
mýri og skipulagstillögu að Aðal-
stræti og nágrenni.
Sunnudaginn 13. maí kl. 16:00,
flytur Páll Líndal lögmaður erindi á
Kjarvalsstöðum sem hann nefnir:
„Aldaskrá, spjall um þróun skipu-
lagsmála í Reykjavík undanfarin
100 ár“.
Fimmtudaginn 17. mai kl. 20:30,
fjallar Gestur Ólafsson, forstöðu-
maður Skipulagsstofu höfuðborg-
arsvæðisins um framtíðarbyggð á
höfuðborgarsvæðinu.
Lokadag sýningarinnar 20. maí
kl. 15:00 til 16:30 kynna skipulags-
höfundar ný skipulagsverkefni á
vegum Reykjavíkurborgar. Eftir þá
kynningu verður farið með strætis-
vagni frá Kjarvalsstöðum og fyrir-
huguð byggingarsvæði skoðuð,
undir leiðsögn skipulagshöfunda.
Ráðstefnustjóri verður Haraldur
Ólafsson lektor, en ræðumenn
verða:
Norman Webb framkvæmda-
stjóri Gallup International, Þor-
björn Broddason dósent, Jónas
Kristjánsson ritsjóri, Hjalti Zop-
haníasson ritari tölvunefndar,
Ólafur Ragnar Grímsson prófessor,
Árni Gunnarsson framkvæmda-
stjóri, Tómas Helgason yfirlæknir
og Gunnar Maack rekstrarráðgjafi.
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
í fjárlögum fyrir árið 1984 er 1.000.000 kr. fjarveiting, sem ætl-
uð er til styrktar leiklistarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa
sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum.
Hér er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjárveitingu þess-
ari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu.
Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. júní
næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið, 7. maí 1984.
Iðntæknistofnun Islands
Tilboö óskast i tvö verk vegna nýbyggingar Iðn-
tæknistofnunar íslands á Keldnaholti. Hússtærð
1150 m2.
I. Innanhússfrágangur
II. Loftræstikerfi
Báðum verkum skal að mestu Iokið 1. október
1984, en að fullu skal loftræstikerfi lokið 1. febrú-
ar og innanhússfrágangi 1. mars 1985.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn
5000 kr. skilatryggingu, fyrir innanhússfrágangs-
verkið, en 3000 kr. fyrir loftræstiverkið.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þannig: Innan-
hússfrágangurþriðjudaginn 29. maí 1984 kl. 11:00.
Loftræstikerfi þriðjudaginn 22. maí 1984 ki. 11:00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Boraartúni 7. simi 25844
Laus staða
Staða vitavarðar og aðstoðarvitavarðar áGaltar-
vita er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknirásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist fyrir 17. maf.
Vitastofnun íslands,
Laugavegi 32, Reykjavík.
Hugvísindahús Háskóla
íslands — Innréttingasmíði
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu innréttinga
við Sturlugötu. Hér er um að ræða eldhúsinnrétt-
ingar í 3 fundarstofur og 1 kaffieldhús, auk inn-
réttinga I afgreiðslu og fatahengi, skermvegg og
fleira. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1984.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn
1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
sama stað föstudaginn 18. maí 1984 kl. 11:00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Boraartuni 7. simi 26844
viíjum vekja atftytjfi viðsfúptavim áþvíað 1. maí - 1. septanber verður aðaískrtfstofa féiaqsm opinfrá kí
ÉBRumwtnirtiDG ísunDS
Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 26055