Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.03.1967, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 31. marz 1967 TÍMINN MINNING Úskar Einarsson læknir Hinn 20. þ.m. andaðist í Lands-1 spítalanum Guðmundur Óskar Ein arsson, læknir, eftir langvarandi vanheilsu. Hann var fæddur 13. maí 3893, og var því tæpra 74; ára er hann lézt. Og í dag fer fram útför hans hér í Reykjavík. Ekki verður af minni hálfu nú rituð eftirmegli um Óskar Einars- son, svo sem veerðugt væri, aðeins rifjaðai upp nokkrar minningar. Ég minnist þess nú er ég í fyrsta sinn sá Óskar Einarsson. Það var 1918. Spánska veikin svo- nefnda fór um víða og vann her- virki. Víða var læknaskortur og voru þá sendir læknanemar út um land til aðstoðar. Einn af þeim var Ó.E. Hann kom að minni sæng vestur á Flateyri. Og ég hefi jafn an minnzt þess hve gott var að fá þennan unga og hressilega mann til sín, fáorðan, alvarlegan og ákveðinn. Hann gat sér þá þeg- ar hins bezta orðs meðal Önfirð- inga, og áttu þeir þó eftir að kynnast honum hetur. Óskar Einarsson var Rangæing- ur að ætt og uppruna, afspreng- ur gilara garpa austur þar, ríkra og ráðsnjallra héraðshöfðingja, og sór sig Ííka í ætt þeirra. Sá ég , nýlega í blaði frásögn manns, sem leitaði á náðir Einars í Bjólu, föð- ur Óskars læknis, í nauðum sín- um. Og þar var vissulega hollan höld að finna. Hann var ekki marg orður, en gerði tafarlaust það sem þurfti til hjálpar. Og þannig var líka þessi sonur hans. Hann leysti vissulega vanda margra sem til hans leituðu og ekki með hang- andi hendi. Óskar Einarsson varð síúdent 1914 og kandídat í læknisfræði 1920. Var síðan við nám og læknis störf næstu ár, en gerðist þá héraðslæknir i Flateyrarhéraði 1924 og hélt því embætti um 12 ára skeið, en varð þá að láta af störfum vegna heilsubrests. Sinnti hann þá um skeið læknisstörfuin við Vífilsstaðahælið og berkla- hæli f Reykjum í Ölfusi, en var'5 þá að láta undan síga vegna van- heilsu, og sinnti ekki læknisstörf um eftir það, en stjórnaði með konu sinni Lyfjabúðinni Iðunni meðan hann gat. í sex ár vorum við Óskar Sinars son stman á Flateyri, nánir kunri- ingjar og samstarfsmenn. Ég undr aðist oft kjark og karlmennsku læknisins, þegar ég vissi hve van- heill hann var oft að starfi. En áhugi hans á starfinu og margs konar verkefnum Hðandi stundar, og sterkur vilji hans og löngun til að verða að liði og koma miklu til leiðar, lét hann aldrei í friði. Það var í rauninni furðulegt hversu margt hann lét til sín taka og hve mörgu hann gat sinnt þrá’t fyrir stöðuga vanheOsu. Störf Óskars Einarssonar á Flat- eyri voru margþætt. Hann reynd- ist ágætur læknir, einlægur og traustur, falsaði aldrei staðreynd- ir, fyrirleit hræsni og hálfvelgju í öllu starfi og framkomu. Og hjálpfýsi hans brást ekki, það mátti margur ’sanna. En þótt hann reyndist vel hinum sjúku, þá beind ist áhugi hans ekki sízt að því sem mest er um vert í þeim efn- um, er það er heilsugæzlan. Hann var óþréytandi fyrirsvarsmaður óbrotir.na og einfaldra lifnaðar- hátta og heilsusamlegs h'fernis, en hafði óbeit á óhófi og hvcrs konar óreglu og ómennsku. Og fátt af slíku tagi mun hafa gengið Kolbeinn Cuðmundsson frá Úlfljótsvatni F. 19. marz 1873 — D. 25. marz 1967. nær honum en það, að kynnast. ungum og hraustum mönnum, sem ekki nenntu að bjarga sér. Á Flateyri lét Óskar Einarsson málefni samfélagsins sér ekki óvið komandi. Hann sat í hreppsnefnd flest ár sín þar og var um skeið oddviti hennar. Hann var fulttrúi hreppsins í sýslunefnd hin síð- ustu ár sín þar, og í stjórn Spari- sjóðs Önfirðinga flest árin. Og víðar kom hann við. En ekki sat hann í nefndum eða tók að sé' stjórn fyrir siðasakir, til að sýn- ast aðeins, heldur eingöngu vegna þess að hann vildi vinna, vinna mikið og gera gagn. Hann varð því líf og sál í nefndarstörfum og stjórnum, sem hann kom nærri á þessum árum, enda vantaði ihann hvorki greindina né hygg- indin. Og þess vegna fékk hann miklu áorkað. Og sannast sagna er bað, að Óskar Einarsson var bæði ráðsnjall og ráðhollur og hafði yndi af að ráða, og sjá þau ráð heppnast vel. Og óhætt er er segja það, að fátt væri til lykta leitt af málefnum, er héraðið varðaði á embættisárum Óskars Einarssonar í Önundarfirði, að hann væri þar ekki til kvaddur, áð meira eða minna leyti, þvi að menn fundu að vel og hyggi'ega ;var rrðið, og að óhætt væri að treysta honum. Það þótti mikill sjónarsviptir er Óskar Einarsson og fjölsikylda hans flutti að vestan. Hann hafði reynst læknisihéraði sínu vel, bæði Önundarfirði og Súgandafirði, og heimili hans verið dáð fyrir gest- risni og myndarbrag. Það sökn- uðu allir þess og hans. Og að vest- an mun nú streyma þakkarhugur að líkbörum hins látna læknis og l vinar. Óskar Einarsson var að vísu góður læknir, svo sem kunnugt er. Fii þó hygg ég að hann hefði notið sín enn betur á öðrum vett- Ivangi. Mér er sem ég sjái hann, heilan og hraustan, stýra stór- búi og umsvifamiklu á einhverju j stórbýii forfeðra sinna í Rangár- þingi. Þar hefði sópað að þessum harðduglega og skapfasta manni. Þar hefði hann orðið sjálfkjörinn „landshöfðingi", líkt og Eyjólfur frændi hans á Landi, sem lengi bar það nafn með rentu. Og það hefði munað um hann með slík héraðsvöld að baki á Alþingi og í ríkisstjórn. Þar hefði hann ekki orðið atkvæðið eitt, en ráðsnjall Það er eðli mannlegs lítfs, sem og alls annars lífs á þessari jörð, að hrörna að enduðu blómaskeiði — stundum fyrir aldur fram, að því er oss virðist, en einnig líika oft að loknum eðlilegum, löngum æviferli — slokkna eins og ljós, sem hverfur, og vér fáum ekki framar augum litið. í dag er til moldar borinn einn göfugasti ihöfðingi, er ég hefi kynnzt á leið minni, Kolbeinn Guð mundsson, fyrrum bóndi og hrepp- stjóri að Úlifljótsivatni í Grafningi, rúmlega 94 ára að aldri. í þeirri unaðslégu, yJihlýju sveit, var hann fæddur, og þar ól hann aldur sinn og starfaði öll sín beztu manndóms ár. Ég var ungur maður, er ég kynntist Kolbeini fyrst á heimili foreldra minna að Skálabrekku. Ég minnist þeirra daga meðan ég li'fi, enda fór svo, að þau kynni slitnuðu aldrei. Kolbeinn var frábær drengskap- armaður. Gáfur hans voru bæði traustar og mar.gslungnar og minni hans virtist nær óbilandi, jafnvel fram á síðustu ár. Þó dáð- ist ég ætíð mest að dómgreind hans. Hann gat rætt næstum því hvaða máilefni sem bar á góma, krufið það til mengjar og þannig auðveldlega komizt að kjarna þess. Kolbeinn Guðmundsson var óskólagenginn maður. Þó er mér nær að halda, að enginn hafi vit- að til fulls, hve fádœma fróður hann var. En hvaðan hafði hann þá feng- ið menntun sína? í fyrsta lagi frá meðfœddri greind og óvenju skýrri huigsun. í öðru lagi frá hinu mikla og góða bókasafni sínu og í þriðja lagi með því að tileinka sér lærdóm og vísdóm hinna beztu manna, sem hann kynntist á lífs- leiðinni. En hvað á ég sjálfur þessum mæta manni að þakka? Það er meira en éig fæ sagt í fáum orð- um. Eitt get ég þó fulliyrt: Eng- inn maður, mér óskyldur, hefur átt rí’kari iþátt í að móta manngerð mína og huganfar en hann. Ég var svo hamingjusamur að kynnast honum á þeim árum, sem ég var móttækilegastur fyrir hin mennt- andi og göfgandi áhrif, er hann og ráðhollur landsbyggðinni allri. Óskar var sveitahöfðingi að allri gerð, og vildi vera það. Hann unni sveitum og menningu þeirra af heilum hug. Hann taldi alla íslenzka framtíð velta á því hvern ig að þeim yrði búið og hvernig þeim mundi vegna. Og engan mann hefi ég heyrt tala með dýpri innileik um ættargarða og óðöl en Ó.E., fáa samgrónari ís- : lenzkum anda og erfðum né ein- I lægari áhugamann um það, að | hið bezta í íslenzkum hug. og flátt um haldi velli og sæki fram. Óskar læknir sýndi það í verki að hann tók tryggð við Önundai- fjörð. Hann sámdi rit „Um ár- ferði og örnefni" sveitarinnar. Er rit þetta hið prýðilegasta og vitn- ar glöggt um ást hans á ísl. sögu jog ísl. fræðum og skilning hans j á gildi varðveizlu örnefnanna. Rit iþetta er honum til sóma. i Óskai Einarsson var tvíkvænt , ur og reyndust báðar konurnar hon um vel. Hin fyrri var Guðrún Snæ björnsdóttir. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp fósturbörn. Slitu þau hjóh samvistum. Seinni kona hans var Jóhanna Magnús- dóttir og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau eina dóttur, Þóru að nafni, sem gift er Ara Ólafs- syni, verkfræðingi. Lát Óskars Einarssonar muti engum hafa komið á óvart er til þekkja. Og raunar meira furðu efni hve háum aldri hann náði. En í dag kveð ég þennan gamla vin minn með þakkarhug og bless unaróskum. Snorri Sigfússon. bar með sér, hvar sem hann fór, þótt mér hafi ef til vill orðið minna úr en efni stóðu til. Fyrir þetta er ég og verð þakk látur Kolbeini Guðmundssyni alla ævi. Og aðeins til þess eru hér fáar línur ritaðar að þakka hon- um oig kveðja hann hinztu kveðju. Guðm. M. Þorláksson frá Skálabrekku. Kolbeinn Guðmundsson, fyrrum hreppstjóri í Grafningshreppi í Árnessýslu, lézt að heimili slnu, Þingholtsstræti 26 í Reykjavík, þann 25. þ. m„ 94 ára að aldri. Kolbeinn var fæddur í Hlíð í Grafningi 19. marz 1873. Bjuggu íoreldrar hans þar, Guðmundur Jónsson frá Sogni í Ölfusi og kona 'hans, Katnín Grímsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi. Kolbeinn ólst upp hjá foreldrum sinum í Iílíð og giftist þar 30. maí 1896 og tóik þá við búinu hjá þeim. Kolbeinn kvæntist frænku sinni, Geirlaugu Jóhannsdóttur, Gríms- ronar frá Nesjavöllu.n. Kolbeinn og Geirlaug eignuðust og komu upp sex mannvænlegum börnum: Arinbirni lækni, Guð- mundi, Jóhannesi trésmið, Kat- rínu kennara, Vilborgu kennara og Þorláki trésmið. Kolibeinn og Geirlau-g bjuggu sjö ár í Hlíð, en árið 1903 fluttust þau búferlum að Úlfljótsvatni og bjuggu þar 26 ár eða til ársins 1929 að þau fluttu til Reykjavíkur og stundaði Kolbeinn þar smíðar. Kolbeinn var góður búmaður. Bætti hann bújarðir sínar mikið, byggði upp 'hús, veitti vatni á engjar, girti tún og sléttaði. Kom þá í góðar þarfir að hann var tré- miður og verkhygginn. Leituðu margir til hans um ýmiss konar smíði og hús'byggingar. Snemma sáu sveitungar Kol- beins, að hann var vel gefinn, gæt- inn og áreiðanlegur. Fólu þeir hon um forustu um langt skeið. Var Kotbeinn hreppstjóri í Grafnings- hreppi í 20 ár, oddviti í 18 ár og sýslunefndarmaður í 21 ár. Au'k þess var hann endurskoða.di hreppsreiknimga í Árnessýslu í mörg ár og ósjaldan kvaddur til meta hús og jarðir í öðrum hreppum, því það sem Kolbeinn sagði og gerði, þótti jafnan traust og ábygigilegt. Kolbeinn vann mikið starf í skólamálum Sunnlendinga, og var einn af aðalhvatamönnum um stofnun Laugarvatnsskóla. Kolbeinn beitti sér fyrir ýmsum framibvæmdum innan sveitar sinn ar. Meðal annars gekkst 'hann fyrir því, að gerður var akvegur um Grafningshrepp, sem enginn var áður, og stjórnaði því verki. Hann fcom því til leiðar, að lögréttir voru settar fyrir hreppinn, en áð- ur réttuðu Grafningsmenn fé sitt Hiveragerðisréttum. Framkvæmd ir þessar og fleiri slíkar, er hann beitti sér fyrir, mættu mótspyrnu í fyrstu, eins og oft vili verða, þegar um nýjungar er að ræða, þó að allir væru á eitt sáttir um, hve nauðsynlegar þær væru, þeg- ar lokið var. Þeir, sem unnu með Kolbeini að opinberum málum, róma það mjög, hve ötull starfsmaður hann hafi verið, áreiðaiilegur og mikill drengskaparmaður í öllum við- skiptum. Hvergi mun Kolbeinn hafa un- að sér betur en á Úlfljótsvatni. Reisti hann þar klaikhús og starf- rækti silun'gaklak, hið fyrsta, sem stofnað var í Árnessýslu. Hélt Kolbeinn skýrslur um klakið og tók Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans þær upp í rit sín, enda báru þær vott um reglusemi og vandvirkni höfundar. Kolbeinn unni sveit sinni og sveitabúskapnum af heilum hug. Hann var bókhneigður, víðlesinn og vel fróður. Prúðmenni var hann í allri umgengni, ráðhollur ogyelviljaður. Árneisingafélagið kaus hann heiðursfélaga sinn í viðurkenning- 'arskyni fyrir vel unnin störf. Á síðari æviárum vann Kolbeinn nokkuð að ritstörfum, og hafa birzt eftir hann nokkrar greinar um þjóðleg fræði í blöðum og tíma- ritum. Konu sína missti Kolbeinn 26. apríl 1952. Hún var vel greind og myndarleg dugnaðarkon... í dag er Kolbeinn Guðmundsson borinn til hinztu hvíldar. Margir munu hugsa til þes-sa 'heiðursmanns með söknuði og þakklæti. Geir Gígja. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Framvegis verður skrifstofan í Stórholti 16 opin til afgreiSslu mánudaga og fimmtudaga kl. 4—7 síðdegis. STJÓRNIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.