Alþýðublaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 1
alþýöu Jón Baldvin: Þetta er bara byrjimin Föstudagur 25. janúar 1985 „Þetta eru einhver mestu um- skipti sem orðirt hafa i íslenskri pólitík á svo skömmum tíma og svipuð og áttu sér stað 1978. Það er ýmislegt mcrkilegt í þessum könn- unum, en hvað Alþýðuflokkinn 17. tbl. 66. arg. varðar þá er þetta bara byrjunin," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins í sam- tali við Alþýðublaðið um niður- stöður skoðanakannana NT og HP. „Það er ýmislegt í jjessu sem maður staðnæmist við. í fyrsta Iagi þessi snöggu umskipti á skömmum tíma, en það eru ekki iiðnir nema tveir mánuðir frá því að umskipti Miðurstöður skoðanakaimana v. fylgi st.jórnmálaflokka (þeir sem t6ku afstöðu) Kosn. apr.83 DV í okt 83 DV í mars 84 H V í apr 84 DV í maí 84 HV í jál84 DV í sep84 DV í )kt84 NT í nóv84 NT í jan85 HP í Jan85 Alþýðuflokkurinn 11.1% 8.2!*; 9.4% 6.8% Q.4% 6.4% 9.8!*; 6.2% 8.9% 15.8% 15.3% Framsóknarflokkur 19.0 14.8 17.0 17.1 18.4 14.7 13.6 15.8 23.6 18.2 17.8 Bandalag .jafnaðarm. 7.3 3.7 2.7 3.7 3.7 6.2 5.4 8.4 7.o 6.7 5.4 Sjálfstæðisflokkur 39.2 47.9 51.1 52.1 48.1 48.8 44.6 40.4 37.8 36.4 39.7 Alþýðubandalag 17.3 18.o 14.9 9.3 15.6 14.9 20.3 19.9 13.o 15.o 14.9 Samt/ Kvennalista 5.5 7.2 4.9 9.2 5.8 8.1 6.3 9.o 9.4 7.9 6.5 Annað. O . 0 o.2 O . 0 1.8 0.0 o.9 0.0 o.3 o.3 0.0 o.2 Samkvœmt skoðanakönnunum NT og HP: Fylgi Alþýðuflokksins tvöfaldast Framsóknarflokkur tapar mestu og stuðningsmenn ríkisstjórnar eru í minnihluta. Niðurstöður tveggja skoðana- kannana sem birtust í gær benda eindregið til þess að straumur kjós- enda liggi ótvírætt til Alþýðu- flokksins. í skoðanakönnun Nú- tímans sem framkvæmd var á fjór- 5. áfanga Kvíslárveitu frestað Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta S. áfanga Kvíslárveitu um óákveðinn tíma. Þetta er gert í framhaldi af endurskoðun á orku- spá Landsvirkjunar. Vissulega hefur orkuspárnefnd ekki lokið endurskoðuninni enn, en samkvæmt framreikningi orku- spárinnar bendir allt til að það megi fresta Blönduvirkjun líka um eitt ár, og er þá miðað við að óráðstöf- uð umframorka, sem hlaupa má uppá, sé hin sama og nú er í orku- kerfi Landsvirkjunar. Þrátt fyrir það vill Landsvirkjun ekki að svo stöddu fresta Blöndu um eitt ár, og mun bíða með að taka tímasetningu Blöndu til frekari athugunar þar til orkuspáin liggur endanlega fyrir í vor og horfur í stóriðjumálum hafa skýrst. Samkvæmt þessu lækkar sú upp- hæð, sem ætlað var að veita til framkvæmda- og rannsóknaráætl- unar hjá Landsvirkjun úr 1,2 millj- örðum króna í 950 milljónir, á þessu ári. 6. des. 1984 var ákveðið að lækka upphæðina, sem verja átti til þess- ara hluta úr 1,4 milljarði í 1,2. Á rúmum mánuði hefur því þessi upp- hæð lækkað um nærri hálfan millj- arð króna. um klukkustundum í fyrrakvöld fékk Alþýðuflokkuriun fylgi 15,8% þeirra sem afstöðu tóku, en í skoð- anakönnun Helgarpóstsins fékk flokkurinn 15,3% fylgi. Úrtak NT var 600 manns en 800 manns hjá Helgarpóstinum. Ekki greinir NT frá hlutfalli þeirra sem óákveðnir voru eða neituðu að svara, en það hlutfall var hátt hjá HP eða tæplega 45% miðað við allt landið. Er þetta svipað óvissuhlut- fall og verið hefur í könnunum und- anfarna mánuði. Óvissuhlutfall þetta rýrir mjög gildi kannananna, en þó má Ijóst vera að skoðana- kannanirnar veita okkur vísbend- ingu um hver grundvallar þróunin er um þessar mundir. Straumurinn liggur til Alþýðuflokksins, hann er sá eini sem fær í þessum könnunum meira fylgi en í síðustu kosningum, ef frá er talin óveruleg aukning til handa Kvennalistanum. I síðustu kosningum hlaut Al- þýðuflokkurinn 11,7% atkvæða, en í könnunum dagblaða frá október 1983 til nóvember 1984 var hann með 6—10% fylgi (að meðaltali um 8%). í þessum nýjustu könnunum er fylgið nú i janúar komið upp í 15—16% og hefur því um tvöfald- ast frá síðasta ári. í síðustu kosningum hlaut Fram- sóknarflokkurinn 19% atkvæða, en í könnunum síðustu mánuði 14—18% og fylgið nú samkvæmt þessu 18% eða svipað og i síðustu kosningum. í síðustu kosningum hlaut Bandalag jafnaðarmanna 7,3% at- kvæða, en í könnunum síðustu mánuði 3—8% og nú 5,5—6,5%. I síðustu kosningum hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn 39,2% atkvæða, en í könnunum síðustu mánuði 40 —52%, og fylgið er nú samkvæmt þessu á bilinu 36—40%. í síðustu kosningum hlaut AI- þýðubandalagið 17,3% atkvæða, en í könnunum síðustu mánuði hef- ur fylgið verið flöktandi, 9—20% og á nú að vera samkvæmt þessum tveimur könnunum um 15%. í siðustu kosningum hlaut Kvennalistinn 5,5% atkvæða, en í kðnnunum síðustu mánuði 5—9% og er nú á bilinu 6,5—8%. Samkvæmt útreikningum Helg- arpóstsins, þar sem miðað er við 63 þingmenn, yrði þingmannaskipt- ingin svofelld: Alþýðuflokkur 10 þingmenn, Framsóknarflokkur 11, Bandalag jafnaðarmanna 4, Sjálfstæðis- flokkur 25, Alþýðubandalagið 9 og Framh. á bls. 2 urðu á flokksþingi Alþýðuflokks- ins í nóvember. Allt fram að þeim tíma sýndu skoðanakannanir flokkinn vera með 6-8% fylgi þeirra sem tóku afstöðu. I öðru lagi blasir við samkvæmt þessu að Alþýðuflokkurinn er nú þegar orðinn stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Um leið hefur það gerst í fyrsta skipti í þessum könnunum undanfarna mánuði að Alþýðuflokkurinn er stærri en Al- þýðubandalagið. í þriðja lagi kemur í ljós að talað er um að Alþýðuflokkurinn hafi nú mjög mikið fylgi úti á landi, en veiki punkturinn hefur einmitt hingað til verið sá, að flokkurinn hefur verið kallaður Faxaflóaflokkurinn og hefur nú engan þingmann í fjórum kjördæmum landsbyggðarinnar. Sé þetta rétt sýnir þetta fram á gífur- legan styrk flokksins. 1 fjórða lagi er til að taka að við erum ekki byrjaðir á okkar herferð á höfuðborgarsvæðinu, en þegar hún er komin á fulla ferð er ekki að efa að árangurinn verði góður. Loks má það heita merkiiegt að jafnaðarmenn, en þá á ég við Al- þýðuflokkinn og Bandalag jafnað- armanna, eru þegar komnir með um 21% fylgi yfir landið og reyndar 23-25% fylgi í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Ég minnist þess að þegar við á flokksþinginu sögðum að við stefndum að nýju sameiningarafli jafnaðarmanna með 25-30% fylgi, þá brostu ýmsir út í annað. En nú er þetta ekki frá- leitara en svo að þeir flokkar sem kenna sig við jafnaðarstefnuna eru þegar komnir yfir 20% og þegar allt verður komið í gang á höluðborg- arsvæðinu er fyllilega raunhæft, ef menn snúa bökum saman, að í ná- inni framtíð verði til jafnaðar- mannaflokkur með yfir 30% fylgiþ sagði Jón Baldvin. Þingflokkur Alþýðuflokksins um atvinnuleysi fiskverkunarfólks: Stjórnvöld hafa brugðist Þingflokkur Alþýðuflokksins vekur athygli á því að sú staðreynd að hundruð verkamanna og verka- kvenna í fiskiðnaði eru nú atvinnu- laus og hafi verið svo lengi sýni glöggt hve réttindi fiskverkunar- fólks eru bágborin. Þessi staðreynd staðfestir þann reginmun sem er á atvinnuöryggi hinna ýmsu stétta og starfshópa í þjóðfélaginu. Verkafólk í fiskiðn- aði sætir 7 daga uppsagnarfresti og býr við mikið öryggisleysi á vinnu- Framhald á bls. 3 Er ríkisstjórnin að ganga í barndóm? „Þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins er ekki treystandi fvrir neinu plaggi,“ sagði Steingrímur í NT. Ekki rétt að ræða tillögur Stein- gríms í fjölmiðlum, sagði Geir i sama blaði. „Ég vil ekki tjá mig um þetta. Þetta er fáránlegt," sagði Árni Johnsen í Alþýðublað- inu í gær. „Ýmsir gætu litið í eigin barm,“ sagði Ólafur G. Einarsson í Mogganum í gær. Allar þessar yfirlýsingar tengj- astauðivitað frásögn Moggans af tillögum, sem forsætisráðherra lagði fyrir þingmenn stjórnar- flokkanna í síðustu viku. Einhver þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafði lekið þessu í Moggann og hann vitaskuld gert sér mat úr því. í Morgunblaðinu í gær er viðtal við Ólaf G. Einarsson, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra segir að ekki sé treystandi. Honum sárnar vitaskuld ummæli Steingríms. Þar sem hann er formaður þing- flokksins finnst honum Stein- grímur beina ásökun sinni að sér. Hann biðst alfarið undan því að hafa látið tillögurnar af hendi og á einhvern kyndugan máta tekst honum að snúa svo út úr ásökun forsætisráðherra, að allt eins sé líklegt að lekinn í Moggann sé kominn frá þingmönnum Fram- sóknar. Um sjálfar tillögurnar hefur hann það helst að segja, að það sé engum til góðs að dreifa svona ófullkomnum plöggum, sem enn eru á vinnslustigi, meðal þing- flokkanna, að svona tillögur eigi ekki að ræða fyrr en þær eru bet- ur mótaðar en þær voru í þessu tilviki hjá forsætisráðherra. í lok viðtalsins hafði Ólafur þetta innlegg í umræðuna: „Ann- ars sýnist mér vegna ásakana for- sætisráðherra, að ýmsir gætu litið í eigin barm í sambandi við frá- sagnir af því sem er að gerast hjá ríkisstjórninni. Nefni ég þar engin nöfn og ekki einu sinni fyrsta staf- inn.“ Einsog sjá má á þessum um- mælum, er umræðan nú á milli ríkisstjórnarflokkanna að kom- ast niður á svipað stig og tiðkast á leikskólum. Nú spyrja landsmenn sig fullir eftirvæntingar, hvenær ætli mennirnir komist á bleiustigið, mennirnir virðast hvort sem er hafa álíka mikið til málanna að leggja og kornabörn, sem hjala dadadada. Ríkisstjórnarsam- starfið er orðið elliært og á góðri leið með að ganga í barndóm. Hvenœr opnar leikskóli þjóðarinnar, spurði barnið á útifundi BSRB á Lœkjartorgi, í verkfallinu í haust. í Ijósi umrœðunnar á milli ríkis- stjórnarflokkanna i dag, kemur manni þessi spurning barnsins ekkert á óvart.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.