Alþýðublaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 4
1 alþýðu- Alþýðublaðið, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson. Áskriftarsíminn er 81866
I n FT'IT'W Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38.
Miövikudagur 26. júní 1985 Prentun: Blaðaprent hf, Síðumúla 12. í lausasöiu 20 kr.
Tage Erlander:
Arkitekt velferðar-
ríkisins látinn
Tage Erlander er látinn,
84 ára að aldri. Þar með er
genginn^ sá stjórnmála-
maður sem kallaður hefur
verið arkitekt velferðarrík-
isins. Tage Erlander var
forsætisráðherra Svíþjóð-
ar í tæpan aldarfjórðung
og um leið leiðtogi
sænskra jafnaðarmanna,
þar til Olof Palme tók við
1969.
Tage Erlander tók 1946 við af Per
Albin Hansson sem forsætisráð-
herra, eftir að hafa verið kirkju-
málaráðherra um hríð. 23 árum síð-
ar dró hann sig sjálfviljugur í hlé
eftir að hafa skilað Jafnaðar-
mannaflokknum sínum stærsta
sigri — hreinum meirihluta. í Sví-
þjóð var hann sannkallaður lands-
faðir. Hann var þekktur fyrir líflega
framkomu, hreinskilni og lítillæti.
Hlutleysi, alþjóðieg samstaða,
sterkur efnahagur, full atvinna, fé-
lagslegt öryggi og velferð fyrir alla.
Þetta voru markmiðin sem segja
svo mikið til um hversu framsækin
pólitík hans var, er haft eftir Olof
Palme. Þegar Alþýðublaðið greindi
frá því í október 1969 að Paime
hefði verið kjörinn leiðtogi jafnað-
armanna, sagði blaðið svo frá:
„Ekki er vandalaust að taka við
sæti Tage Erlanders, hvorki sem
þjóðarleiðtoga né flokksforingja.
Hann var kjörinn til þeirra ábyrgð-
arstarfa fyrir 23 árum, tók við er
Per Albin Hansson féll frá, og var
þá lítt þekktur. En hann aflaði sér
mikils trausts og virðingar bæði
samherja og andstæðinga er árin
liðu, og má fullyrða að fáir forsæt-
isráðherrar hafi notið slíkra vin-
sælda sem hann”. Skömmu síðar
birtist í blaðinu úttekt á ferli Tage
Erlanders þar sem sagði meðal ann-
ars eftirfarandi:
„Erlander er dæmi um mann,
sem kemst í æðstu stöðu tiltölulega
lítt kunnur, sem ávinnur sér þar
hylli á skömmum tíma og verður
áður en lýkur óumdeilanlegur
landsfaðir. Stjórn hans hefur á eng-
an hátt verið byltingarkennd, en
undir forystu hans hafa þó gerzt
mjög margar félagslegar umbætur,
sem skipa Svíþjóð í fremstu röð vel-
ferðarríkja heimsins. Þetta lætur
Erlander sér þó ekki nægja. Hugur
hans snýst alltaf um framtíðina, um
það sem enn er ógert.
Tage Erlander fæddist í Verma-
landi árið 1901. Eftir stúdentspróf
hélt hann til Lundar til náms. Þar
gekk hann undir nafninu „Lingon-
Frille,” en fyrri hluti nafnsins,
Lingon, er heiti á berjategund, sem
faðir hans verzlaði með og seldi út
um alla Evrópu, síðari hlutinn
Frille var stytting á síðara fornafni
hans Fridtjof.
Erlander var í Lundi í átta ár við
nám. Hann byrjaði að lesa náttúru-
vísindi, en stjórnmálaáhugi hans
jókst á þessum tíma og hann breytti
um stefnu og lagði stund á stjórn-
fræði í staðinn. Jafnframt náminu
tók hann mikinn þátt í félagslífinu,
aðallega þó starfsemi vinstri sinn-
aðra og róttækra stjórnmálafélaga,
meðal annars í stúdentafélaginu
Clarté. Einnig ritaði hann mikið í
málgagn jafnaðarmanna í Malmö,
Arbetet. Öll þessi auka störf gerðu
það að verkum, að það kom vinum
hans mörgum á óvart, þegar hann
einn góðan veðurdag hafði lokið
prófi í stjórnfræði, tölfræði og hag-
fræði.
í Lundi kynntist hann Ainu, sem
síðar varð eiginkona hans, en tals-
verður tími leið áður en þau felldu
hugi saman. Erlander var þá manna
skemmtilegastur, — eins og hann er
enn undir þurru yfirborðinu (og
sagnamaður er hann með ágætum),
en hann var einnig góður íþrótta-
maður. Sama árið og hann var kjör-
inn í borgarstjórn Lundar, 1930,
hljóp hann 1500 metra á 4,27, en
þeim árangri er hann stoltur yfir,
sérstaklega þegar þess er gætt að
hann var þá þegar orðinn óhófs-
maður um reykingar.
Þegar Erlander hafði lokið námi
og lét af félagsmálastörfum í Lundi
heiðruðu félagar hans með því að
gefa út sérstakt blað honum til
heiðurs. Það var kallað „Erlander
Tage-blattý og þar var sagt berum
orðum, að hann mundi hafa verið í
Lundi til þess að læra að verða for-
sætisráðherra. Engan mun þó hafa
órað fyrir því að þetta ætti eftir að
rætast 13 árum síðar.
En nú er hann sem sé að láta af em-
bætti eftir 23 ára starf sem forsætis-
ráðherra. Erlander-tímanum, ein-
hverju farsælasta tímabili í sögu
Svíþjóðar er lokiðl’
Tage Erlander var sannur bar-
áttumaður lýðræðisjafnaðarstefn-
unnar, en þótti aldrei ofurseldur
hugmyndafræði, heldur jarðbund-
inn raunsæismaður að því leyti að
hann leitaði ávallt eftir samvinnu
og málamiðlunum sem flestra að-
ila. Har.n var ákafur talsmaður hins
blandaða hagkerfis og virks at-
vinnulýðræðis; barðist ötullega fyr-
ir stigvaxandi umbótum og uppskar
enda drjúgt. Þá er hann dró sig í hlé
eftir aldarjórðungs forystuhlutverk
hafði hann átt stærstan þáttinn í því
að gera Svíþjöð að mesta velferðar-
ríki heims, þar sem þjóðartekjur á
mann voru hvergi hærri. Fyrir utan
að vera þjóðarhetja í eigin landi
ávann hann sér mikla virðingu víða
um lönd, þó sérstaklega á Norður-
löndunum, en hann var ákafur tals-
maður Norrænnar samvinnu og
samstöðu.
Þegar Tage dró sig í hlé sýndu
verkalýðssamtökin í Svíþjóð hon-
um og konu hans Ainu þann heiður
að afhenda þeim til ævarandi af-
nota hús í Bommersvik og dvaldi
hann þar til æviloka. Það var
hjartabilun sem varð þessum merka
stjórnmálamanni að aldurtila.
MOLAR
Nordalsnýting
Alþingi hefur sem kunnugt er
samþykkt ályktun um að fela rík-
isstjórninni að kanna möguleik-
ann á öðruvísi nýtingu Seðla-
bankahússins.
Tillaga Krata hljóðaði upphaf-
lega eitthvað á þá leið að skorað
yrði á ríkisstjórnina að yfirtaka
bygginguna undir Stjórnarráðið
og láta Seðlabankanum í té í
makaskiptum byggingu Fram-
kvæmdastofnunar við Rauðarár-
stíg.
Stjórnarliðar voru sammála
um að það mætti vel hugsa sér að
nýta bygginguna öðruvísi, en voru
eitthvað feimnir við hörkuna í til-
lögu Krata eins og hún lá fyrir,
sjálfsagt þótt að Jóhannesi Nor-
dal vegið. Því varð úr málamiðlun
þess efnis að ríkisstjórninni yrði
falið „að hefja nú þegar viðræður
við Seðlabanka íslands með það
að markmiði að verulegur hluti að
nýbyggingu Seðlabanka íslands
við Ingólfsstræti verði nýttur í
þágu Stjórnarráðs íslands”.
Það á sem sé að gera út við-
ræðunefnd til að spyrja Seðla-
bankastjóra hvort hann geti
mögulega hugsað sér að eftirláta
dulítinn part af höllinni, ef hann
vildi gjöra svo vel. . .
Uppspretta eldsins
í Svíþjóð er komin út bók, sem
heitir Island. Eldens kálla, sem út-
leggst ísland. Uppspretta eldsins.
Bókin er eftir Jöran Mjöberg, en
hann ferðaðist hringveginn í
fyrrasumar. Bókin hefur undirtit-
ilinn, hringinn í kringum sögueyj-
una á tuttugu dögum. Þó þarna sé
farið greitt yfir, slær Mjöberg
ekki Friðriki Þóri Friðrikssyni
við, sem gaf landanum kost á að
fara hringinn á 80 mínútum. Bók-
in er einskonar ferðahandbók,
fyrir þá sem ætla að ferðast hring-
inn. En jafnframt þvi að hún gef-
ur upplýsingar um vegslóða,
merka staði að skoða, hvernig
best sé að ferðast, hvar hægt er að
nátta og aðrar nauðsynlegar upp-
lýsingar fyrir hringfara, eru einnig
upplýsingar um íslensku þjóðina
og er þá höfuðáherslan Iögð á
bókmenntir landans. I sænska
blaðinu Arbetet birtist nýlega
dómur um bókina og verður ekki
annað sagt en að sá dómur sé lof-
samlegur. Þar segir að bókin sé
skemmtileg og fróðleg bók um
hringsól á íslandi og helsti kostur
hennar sé sá að maður þurfi ekki
að ferðast til landsins til að njóta
bókarinnar. Hvort íslenskir ferða-
málafrömuðir séu ánægðir með
þann dóm, skal ósagt látið hér.
Fornminjum offrað
í landi Kirkjubóls í Skutulsfirði
er nú unnið að fornleifaupp-
greftri. Eru hröð handtök höfð
við uppgröftinn og rannsókn á
þeim minjum, sem þar er að
finna. Ástæðan fyrir því er að
fornminjar þessar eru staðsettar í
miðju malarnámi ísfirðinga og
góð möl er ekki á hverju strái (ef
svo má að orði komast?) á Vest-
fjörðum. Samkvæmt Vestfirska
fréttablaðinu var haft samband
við Þjóðminjavörð, þar sem garð-
urinn heyrir undir Þjóðminja-
safnið. Var Magnús Þorkelsson,
fornleifafræðingur, sendur vestur
og vinnur hann nú að rannsókn
staðarins en bæjarstjórn ísafjarð-
ar borgar brúsann. Þar sem
Kirkjuból er gamall kirkjustaður,
einsog nafnið ber með sér, er
þarna einnig gamall kirkjugarður.
Og til að koma í veg fyrir að ró
hinna gengnu verði raskað um of,
eða bein þeirra notuð í ofaníburð,
hefur verið ákveðið að flytja þau
og greftra í nýja kirkjugarðinum.
Til að vinna verk, rannsaka forn-
minjarnar og flytja beinin, hafa
vísindamennirnir, sem að verkinu
vinna, mánuð á sér. Kirkjubóls-
jörðin er landnámsjörð og minj-
arnar sem verið er að rannsaka
með elstu þekktu minjum á þess-
um slóðum. Þegar byrjað verður
að moka upp jarðveginum hverf-
ur jörðin í orðsins fyllstu merk-
ingu, einsog Magnús komst að
orði í viðtali við Vestfirska frétta-
blaðið. Áður var bæjarhóllinn
horfinn og hvarf hann án þess að
vera rannsakaður.