Alþýðublaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 4
alþýou- blaóið Laugardagur 29. iúní 1985 Alþýðublaðiö, Ármúla 38, 3. hæð, 108 Reykjavík., Sími: 81866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórn: Friðrik Þór Guðmundsson (ábm.) og Sigurður Á. Friðþjófsson. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Helgi Gunnlaugsson, Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsd. Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 .í lausasölu 20 kr. Gylfi Þ. Gíslason: Tage Erlander — minningarorð Líklega er óhætt að segja, að enginn einn maður hafi átt jafnrík- an þátt í því að reisa hið svonefnda velferðarríki á Vesturlöndum og Tage Erlander. Á það bæði við um hugmyndina að baki þessarar gerð- ar þjóðfélags og sjálft skipulag þess. Tage Erlander hafði fræðileg- an áhuga á þjóðfélagsmálum. Það var ekki tilviljun, að háskólamennt- un hans var á sviði stjórnfræði, hagfræði og tölfræði. Og sem for- sætisráðherra og formaður stærsta stjórnmálaflokks auðugs iðnríkis í heilan aldarfjórðung fékk hann tækifæri til þess að hafa óvenju víð- tæk áhrif á mótun samfélags þjóð- ar sinnar, í þeim anda, að aðstaða borgaranna væri jöfnuð, þeim, sem væru sjúkir eða stæðu með ein- hverjum hætti höllum fæti, væri rétt hjálparhönd, öldruðum væri veitt afkomuöryggi, öllum veittur kostur á menntun og aðild að menningarverðmætum, dregið úr mun á tekjum og eignum og öllum tryggð atvinna eða tekjur, ef brest- ur yrði þar á. Þótt slíkt samfélag, sem nefnt hefur verið velferðarríki um víða veröld, hafi verið æskuhugsjón Tage Erlanders og honum hafi' orðið mikið ágengt í því að koma því á fót í landi sínu, fór því samt fjarri, að hann, við framkvæmd hugsjóna sinna, hafi ekki gert sér ljóst, að hvorki er það, sem menn hafa kallað velferðarríki, nein end- anleg lausn á vandamálum þjóðfé- lags né heldur án þess að bjóða heim vissum hættum. Honum var ljóst, að hlutverk ríkisafskipta í vel- ferðarríki á að vera að tryggja rétt- læti og vernda þá, sem verndar þurfa, en ekki að verða hemill á heilbrigöa framkvæmdasemi innan Tage Erlander var þekktur fyrir að fara með ýmsa þjóðhöfðingja í báts- ferðir. Hér er það Gústaf sjötti Adolf konungur Svía, sem rœr með Tage um Harpsund. markaðskerfis, sem lýtur skynsam- legum leikreglum. Hann gerði sér þess skýra grein, að gott samfélag, það þjóðarheimili, sem hann ætíð hafði að markmiði að koma á fót, verður að grundvallast á vel yfirveg- uðu jafnvægi milli arðsemi í frjáls- um framkvæmdum og félagsmála- stefnu. Þetta er ein meginskýring þess, hve vel honum fórst stjórnar- forysta og hversu mikils trausts hann naut. Þegar Per Albin Hanson, sem verið hafði óumdeildur leiðtogi jafnaðarmannaflokksins og ríkis- stjórnar, lézt 1946, gat engan veginn talizt auðvelt að fylla skarð hans. Áhrifamestu menn ríkisstjórnar- innar og flokksins voru tvímæla- laust Gustav Möller félagsmálaráð- herra, sem segja má, að hafi lagt hornsteininn að tryggingakerfi Svía, og Ernst Wigforss félagsmála- ráðherra, sem mótaði stefnuna í efnahagsmálum og fjármálum. Gunnar Myrdal hefur í æviminn- ingum sínum, sem út komu fyrir þrem árum, sagt frá því, sem þá gerðist, en hann var viðskiptaráð- herra. Hann telur, að enginn vafi hafi leikið á því, að Gustav Möller hafi haft mest fylgi, meðal flokks- manna og í þingflokknum, sem eft- irmaður Per Albins. Hann og Wig- forss hafi hins vegar verið mjög ólíkir menn og litlir vinir persónu- lega. Samstarf þeirra innan ríkis- stjórnarinnar hafi verið með mjög sérstökum hætti. Það hafi verið þegjandi samkomulag milli þeirra að hafa aldrei afskipti af málefnum hvor annars. Möller gerði sífellt til- Iögur um aukin framlög til trygg- ingarmála. Wigforss andmælti þeim aldrei, en aflaði fjár til þess að standa straum af kostnaðinum. Möller hafði aldrei afskipti af, hvernig hann fór að því. En þegar Ihge Erlander. velja þurfti nýjan forsætisráðherra gerði einkum Wigforss sér Ijóst, að yrði það Gustav Möller, mætti bú- ast við afskiptum hans af stjórn efnahagsmála og fjármála. Til slíks mátti hann ekki hugsa. Hann kvaðst munu gefa kost á sér sem forsætisráðherra. Gunnar Myrdal telur hafa verið ljóst, að Möller mundi sigra, en að augljóst hafi ver- ið, að slík kosning mundi skaða flokkinn. Þá kom upp hugmyndin um þriðja manninn. Það var ungur ráðherra, Tage Erlander mennta- málaráðherra. Wigforss studdi hann, og hlaut hann kosningu. Gunnar Myrdal var hins vegar í hópi þeirra, sem studdu Gustav Möller. Gunnar Myrdal segir: „Ég hafði sára lítil kynni af Er- lander áður en hann varð forsætis- ráðherra, . . . en það, að ég greiddi atkvæði með Möller, hafði aldrei hin minnstu áhrif á afstöðu mína síðar til hans sem forsætisráð- herra“. Og síðar segir Gunnar Myrdal: „Eg get ekki látið hjá líða að láta í ljós skilyrðislausa aðdáun mína á Tage Erlander. Eftir að hann hafði verið kosinn flokksformaður, ekki einróma í þingflokknum og án víð- tæks stuðnings meðal flokksfólks úti um landið, tókst hann á hendur ábyrgð forsætisráðherra. Efna- hagsástandið var erfitt, og hinir eldri leiðtogar flokksins áttu í úti- stöðum sín á milli. Að honum skyldi, undir þessum kringumstæð- um, takast, með hlýlegri lagni og mikilli vinnu, að koma á málamiðl- unum, sem gerðu stjórnina starf- hæfa, og að honum skyldi takast þetta, án þess að það spyrðist, en það hefði verið flokknum mjög skaðlegt, það var stórvirki". Ég held, að þessi vitnisburður Gunnars Myrdals, eins þekktasta Svía á þessari öld, sem starfaði mik- inn hluta ævi sinnar utan Svíþjóð- ar, segi meira en langt mál. Ég met mjög mikils þau kynni, sem ég hafði af Tage Erlander. Hann kom oft til íslands, var mjög fróður um íslenzka menningu og ís- Ienzkar bókmenntir. Hann sagði mér t. d., að hann hefði lesið allar bækur Halldórs Laxness, sem hann hefði náð til, og sumar oftar en einu sinni. Og hann var einlægur stuðn- ingsmaður norrænnar samvinnu. En fyrst og fremst var hann auð- vitað Svíi, sænskur jafnaðarmaður, eins og þeir geta gerzt beztir. MOLAR Hundadagahátíð Þann 8. júlí hefst Hundadagahá- tíð á Akureyri, og stendur hún í viku. Verður mikið um að vera þessa viku í höfuðstað Norður- lands. T. d. fá Akureyringar for- smekk af útvarpsfrelsinu, því starfrækt verður útvarpsstöð, sem nefnist Sirius, eftir hundastjörn- unni með sama nafni. Ólafur H. Torfason verður útvarpsstjóri. Reyndar hefjast útsendingar stöðvarinnar strax 5. júlí. Verður útvarpað í 4 tíma í dag þar til há- tíðin byrjar, en þá verður útsend- ingartíminn lengdur. Engar aug- lýsingar verða í útvarpinu en hins- vegar geta fyrirtæki keypt styrkt- artilkynningar. Hátíðin hefst svo 8. júlí á því að Iaxi og silungi verð- ur sleppt í tjörnina við Drottning- arbraut og er ætlunin að selja veiðileyfi í tjörnina. Tveir laxanna eru merktir og verða veitt verð- laun fyrir að draga þá að landi. Þriðjudaginn 9. júlí verður opn- aður útimarkaður. Þá verða sigl- ingar á Pollinum og um kvöldið verður hugað að menningunni með ljóðakvöldi í einu af veitinga- húsum bæjarins. Á miðvikudeg- inum verður útiskákmót og einnig geta þeir sem áhuga hafa farið á skak með trillukörlum. Um kvöldið verða klassískir tónleikar í Samkomuhúsinu. Fimmtudag- urinn er helgaður trimminu og verður efnt til langhlaups. Um kvöldið leikur Einar Einarsson sambatónlist á gítar og eiginkona hans Jóhanna Þórhallsdóttir syngur. Bubbi Morthens verður í Sjallanum og hagyrðingar á Hótel KEA. Föstudagurinn markast af úrslitaleik bikarkeppninnar milli ÍBA og ÍA á íþróttavellinum. Um kvöldið opnar tívolí, sem skátar starfrækja, þar verða veitingar og boðið upp á hundahátíðaröl. Dansað fram eftir nóttu. Sameig- inlegur dansleikur á öllum veit- ingahúsum og gildir einn miði inn á alla staðina. Á laugardeginum verður skrúðganga með furðuver- um og Slökkviliðið keppir í fót- bolta með vatnsslöngum. Ýmsir fleiri íþróttaviðburðir eiga sér stað þennan dag, m. a. munu þekktir menn víðsvegar af land- inu keppa í ýmsum greinum, svo sem skrifstofustörfum og nefnd- arstörfum. Um kvöldið verður dansað á útihátíðarsvæðinu og einnig verður sameiginlegur dans- leikuráveitingahúsunum. Sunnu- dagurinn 14. júlí er lokadagur há- tíðarhaldanna. Þá verður Duran Duran-síðdegi í Sjallanum og um kvöldið verða krýndir sigurvegar- ar íslandsleikanna í Sjallanum. Snillingar og aðrir Sumir eru snillingar. Mozart lék á hljóðfæri og samdi tónverk að- eins fjögurra ára gamall. Thomas Young, sem uppi var á átjándu öld, kunni 12 tungumál þá er hann var átta ára. Goethe samdi sögu á sjö tungumálum tæplega 10 ára. Dante samdi Sonettu til Beatrice níu ára gamall. Yehudi Menuhin hélt sína fyrstu tónleika átta ára gamall. 19 ára var Hándel orðinn stjórnandi Ríkisóperunn- ar. Aðrir eru bara sérkennilegir. Eins og rómverski keisarinn Cali- gula, sem gerði hest að sérlegum ráðgjafa sínum. Franska ljóð- skáldið Baudelaire, sem talinn er upphafsmaður nútímaskáldskap- ar og var uppi á nítjándu öld, lit- aði eitt sinn hár sitt grænt. Georg Washington, fyrsti forseti Banda- ríkjanna, var vanur að láta fölsku tennurnar sinar liggja í púrtvíni næturlangt til að gera þær bragð- betri. Johann Sebastian Bach samdi operettu um kaffi. Napo- leon vann marga glæsta sigra á vígvöllum, en var skíthræddur við ketti. Sumir glata aldrei sínu góða skapi. Á dánarbeði sínu sagði Palmerton lávarður við lækni sinn: „Að deyja, minn kæri lækn- ir, það er það síðasta sem ég geri!“ Lord-Mayor Sl. fimmtudagsmorgun var Davíð Oddssyni, borgarstjóra íslands, ekið um götur borgarinnar í hestakerru, með tvo ekla og tvo hesta spennta fyrir kerruna. Til- efnið var fjórðungsmót sunn- lenskra hestamanna, sem hófst sama dag á Víðivöllum. Molar hafa fregnað, að auk þess að aka Davíð í hestakerru að sið Tjalla, hafi verið uppi hugmyndir um að láta peysufataklædda stúlku upp- varta borgarstjórann í morgun- kaffinu á borgarstjóraskrifstof- unni. Var hringt upp í Árbæjar- safn og beðið um eina stúlku í upphlut að láni. Ekki mun þó Ár- bæjarsafn hafa orðið við þeirri beiðni enda munu stúlkurnar í peysufötunum hafa nóg að starfa um þessar mundir við að sýna er- lendum ferðamönnum safngrip- ina. Reyndar skiljum við á Molum ekkert í því að ætla að láta stúlku í upphlut uppvarta Davíð. Nær hefði verið að fá Broadwaydrottn- inguna til starfans, enda hefur borgarstjórinn lýst því yfir að hann kunni vel að meta fegurð hennar. Og því ekki að láta hana gera það í sundbol?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.